Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2000, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2000, Blaðsíða 54
62 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000 Ættfræði__________________ Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 90 ára_________________________ Unnur Ólafsdóttir, Bókhlööustíg 8, Stykkishólmi. 85 ára_________________________ Daöína Ásgeirsdóttir, Lönguhlíö 3, Bíldudal. Þórunn Benediktsdóttir, Norðurbrún 1, Reykjavík. 80 ára_________________________ Kjartan Stefánsson, Hornbrekku, Ólafsfiröi. 75_ára_________________________ Guörún Lilja Friöjónsdóttir, Gautlandi 5, Reykjavík. Sigríöur Ketilsdóttir, Glerárgötu 18, Akureyri. 70 ára_________________________ Óskar Eiríksson, Kársnesbraut 66, Kópavogi. Steinunn Björnsdóttir, Noröurbyggö 3, Akureyri. Torfi Ásgeirsson, Sæviðarsundi 7, Reykjavík. 60 ára_________________________ Hjálmar Þór Jóhannesson, Funalind 1, Kópavogi. Jacqueline Þorbjörg Friöriksd., Hrisateigi 29, Reykjavík. Ævar Karl Ólafsson, Flétturima 8, Reykjavík. 50 ára_________________________ Andrés Hermann Axelsson, Árskógum 22a, Egilsstööum. Baldvin Þórarinsson, Þórsmörk, Garðabæ. Helgi Rafn Þórarinsson, Vesturbergi 78, Reykjavík. Hólmfríður Ragnarsdóttir, Grenihllö 24, Sauöárkróki. Ingimundur Helgason, Bylgjubyggö 14, Ólafsfiröi. Valgerður Knútsdóttir, Engihjalla 9, Kópavogi. 40 ára_________________________ Ásmundur Jónsson, Engimýri 12, Garðabæ. Björgvin Ólafur Eyþórsson, Presthúsabraut 31, Akranesi. Elín Jónsdóttir, Vorsabæ 1, Reykjavík. Guörún Guömundsdóttir, Spóahólum 4, Reykjavík. Guörúr. Sigríöur Jónsdóttir, Höföavegi 25, Vestmannaeyjum. Hafliði Jónsson, Bakka, Bakkafiröi. Kolbrún Baldursdóttir, Meöalholti 11, Reykjavík. Kristín Anna Alfreösdóttir, Hraunbæ 144, Reykjavik. Lars Thomas Sundell, Kirkjustræti 2, Reykjavík. Marianne Joubert, Odda, Súöavík. Maria Steinþórsdóttir, Fagurhólstúni 12, Grundarfiröi. Sigfús Rúnar Eysteinsson, Hliðarvegi 28, Njarðvík. Sigríður Guöjónsdóttir, Melseli 4, Reykjavík. Sigrún Ólöf Siguröardóttir, Mel, Mosfellsbæ. Sextugur Garðar E. Cortes óperustjóri og skólastjóri Söngskólans í Reykjavík Garöar E. Cortes, óperustjóri og skólastjóri, Háleitisbraut 103, Reykjavík, er sextugur á morgun. Starfsferill Garðar fæddist í Reykjavík, lauk gagnfræðaprófi í Hlíðardalsskóla í Ölfusi 1957, var í guðfræðinámi í New Bold College í Englandi 1959-61, námi í Watford School of Music í Englandi 1963-69, lauk próf- um frá Royal Academy of Music í London í söngkennslu 1968 og Trin- ity College of Music í London í ein- söng 1969, var í söngnámi hjá Linu Pagliughi í Gatteo Mare á Ítalíu 1978 og 1979, Helenu Karusso í Vin- arborg 1980 og 1981 og í námi i ljóða- söng hjá dr. Erik Werba 1978-84. Garðar var skólastjóri Tónlistar- skólans á Seyðisfirði 1969-70, kenn- ari í ensku og tónlist í Réttárholts- skóla 1970-72, stjórnaði karlakórn- um Fóstbræðrum 1970-72, Samkór Kópavogs á sama tíma, var kórstjóri og stjórnandi söngsveitarinnar Fíl- harmoníu 1971 og 1973-75, stofnaði Söngskólann í Reykjavík 1973 og hefur verið skólastjóri hans frá upp- hafi, stofnaði Kór söngskólans 1974 sem nú er Kór islensku óperunnar, stofnaði Sinfóníuhljómsveitina i Reykjavik 1975 og var stjórnandi hennar frá upphafi þar til hún hætti starfi 1979, stofnaði íslensku óper- una 1979 og var óperustjóri hennar frá upphafl og þar til nú er hann lætur af þeim störfum. Garðar hefur verið formaður Landssambands blandaðra kóra frá 1977, hefur verið stjórnandi á öllum norrænum kóramótum Nord Klang frá 1980 og hefur verið í aðalstjóm Nordiska Körkommitten (musikut- valged) frá 1981. Hann hefur verið aðaltenór við íslensku óperuna frá upphafl og sungið mikið erlendis, m.a. á Irlandi, Englandi, öllum Norðurlöndunum, Bandaríkjunum og Suður-Ameríku. Helstu hlutverk hans: Alfredo í La Traviata, Man- rico í II Trovatore, Radames í Aidu, Floristan í Fidelio, Hoffmann í Hoff- mann, Don Jose í Carmen, Pagliacci í Pagliacci, Macduff í Macbeth, Cavaradossi í Toscu, Otello í Otellu og Sigmund í Valkyrjunum. Hann hefur stjórnað söngleikjum, óperettum og óperum, s.s. Ég vil, Ég vil, Oklahoma, Cabaret, og Zorba hjá Þjóðleikhúsinu, og Pagliacci, Mikado, Leðurblökunni, Rigoletto, Töfraflautunni, Hans og Grétu, og Heimsfrumsýningu á Galdra-Lofti eftir Jón Ásgeirsson, hjá íslensku óperunni. Hann stjórnaði óperunni Nóaflóðinu eftir Benjamín Britten á fyrstu Listahátíð og hefur stjórnað ýmsum kórverkum og óratoríum, s.s. Elía eftir Mendelssohn, „Nel- son“-messunni, Pákumessunni og Stríðsmessunni eftir Haydn og Frið á jörðu með Sinfóníuhljómsveitinni og söngsveitinni Fílharmoníu. Út hafa verið gefnar plötur og geisladiskar með einsöng Garðars, og Alþingishátíðarkantatan, eftir Pál ísólfsson undir stjórn Garðars var gefin út af Alþingi íslendinga í tilefni hundrað ára fæðingarafmæl- is Páls. Þá er væntanleg á geisla- diski, undir stjórn Garðars, ópera Jóns Ásgeirssonar, Galdra-Loftur. Fjölskylda Garðar kvæntist 21.11. 1970 Krystynu Cortes píanóleikara. For- eldrar Krystynu eru Wladyslaw Blasiak, myndhöggvari í Kings Langley í Englandi, og k.h., Beryl Blasiak listmálari. Dóttir Garðars og Rafnhildar Bjarkar Eiríksdóttur, f. 1.1. 1943, er Sigrún Björk, f. 21.12. 1963, kennari á Blönduósi, en maður hennar er Björgvin Þórhallsson, sagnfræðing- ur og kennari, og eru böm þeirra ísafold, f. 10.12. 1991, og Kolbjöm, f. 22.3. 1994. Börn Garðars og Krystynu eru Nanna María, f. 3.1.1971, söngkenn- ari, en dóttir hennar er Krystyna María Cortes Gunnarsdóttir, f. 12.1. 1996; Garðar Thór f. 2.5.1974, söngv- ari; Aron Axel, f. 25.9. 1985, nemi. Bróðir Garðars er Jón Kristinn, f. 6.2. 1947, tónlistarkennari í Reykja- vík, kvæntur Álfrúnu Sigurðardótt- ur gjaldkera. Foreldrar Garðars: Axel Cortes, f. 3.12. 1914, d. 4.10. 1969, myndfaldari og verslunarmaður í Reykjavík, og k.h., Kristjana Jónsdóttir, f. 28.6. 1920, húsmóðir í Reykjavík. Ætt Axel var sonur Emanuels Cortes, yflrprentara í Gutenberg, Péturs- sonar Cortes, koparsmiðs í Stokk- hólmi. Móðir Axels var Björg Jó- Sjötíu og fimm ára Sigurður Ágústsson fyrrv. verkstjóri hjá Vegagerð ríkisins Andlát Gunnar Sveinsson mag.art., Bogahlíö 22, andaöist á Landspltala viö Hringbraut fimmtud. 21.9. Jóhann Kristjánsson, Holtastíg 8, Bolungarvlk, veröur jarösunginn frá Hólskirkju I Bolungarvík laugard. 23.9., kl. 14.00. Selma Guömundsdóttir, Hafnargötu 30, Höfnum, veröur jarösungin frá Kirkjuvogskirkju, Höfnum, laugard. 23.9., kl. 13.30. Smáauglýsingar Þjónustu- auglýsingar ►I550 5000 Sigurður Ágústsson, fyrrv. verkstjóri, Lauf- ásvegi 14, Stykkis- hólmi, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Sigurður fæddist í Stykkishólmi og ólst þar upp. Sigurður fór fjórtán ára til sjós með foður sínum og stundaði vetrarvertíðir lengst af til 1956. Auk þess ók hann vörubíl á sumrin. Hann var vélamaður hjá Vegagerð ríkisins 1956-75 og verkstjóri þar 1975-85. Eftir það starfaði hann hjá útgerðar- félaginu Þórsnesi í tvo vetur og skipasmíðastöðinni Skipavík í tvo vetur en vann á sumrin hjá Skóg- ræktarfélagi Stykkishólms. Sigurður var formaður Skógrækt- arfélags Stykkishólms 1973-97, hef- ur starfað í Lionsklúbbi Stykkis- hólms frá 1967 og sat í stjórn vöru- bilafélagsins Öxuls um skeið. Fjölskylda Eiginkona Sigurðar er Elín Guð- rún Sigurðardóttir, f. 22.7. 1930, ljós- móðir við St. Fransiskusjúkrahúsið. Hún er dóttir Sigurðar Kristjáns- sonar, b. í Hrísdal, og k.h., Margrét- ar Hjörleifsdóttur. Börn Sigurðar og Elínar eru Magðalena, f. 9.9. 1952, hjúkrunar- fræðingur í Reykjavík, gift Alfreð Jóhannssyni, og eiga þau fjögur börn; Þór, f. 30.5. 1954, verk- taki í Reykjavík, kvænt- ur Hallfríði Einarsdótt- ur og eiga þau tvö böm; Oddný, f. 5.12. 1956, BA í norsku og ensku og söngnemi í Garðabæ, gift Eiríki Jónssyni og eiga þau þrjú börn; Dag- ný, f. 31.10. 1959, bú- fræðingur að Skelja- brekku, gift Þorvaldi Jónssyni og eiga þau þrjá syni; Þor- gerður, f. 6.8. 1961, sjúkraþjálfari í Reykjavík, gift Kristjáni Má Unn- arssyni, og eiga þau fjögur börn; Sigríður, f. 24.9. 1963, lyfjatæknir í Reykjavík, gift Sæmundi Gunnars- syni, og eiga þau þrjú börn. Systkini: Guðmundur, nú látinn, starfsmaður við Áburðarverksmiðj- una; Ásgeir Páll, fyrrv. starfsmaður Brunabótafélagsins í Reykjavik; Jón Dalbú, skipstjóri í Stykkishólmi; Elsa, húsmóðir í Reykjavík; Þórólf- ur, fyrrv. verslunarmaður í Hafnar- firði; Þóra, nú látin, bankastarfs- maöur í Reykjavík; Hrafnhildur, húsmóöir í Bandaríkjunum. Foreldrar Sigurðar: Hannes Ágúst Pálsson, f. 26.8. 1896, d. 1959, skipstjóri 1 Stykkishólmi, og Magða- lena Níelsdóttir, f. 16.6.1897, d. 1975, húsmóðir. Sigurður verður að heiman. DV hannesdóttir Zoéga, trésmiðs í Reykjavík, Jóhannessonar Zoéga, útgerðarm. Jóhannessonar Zoéga, glerskera Jóhannessonar Zoéga, fangavarðar í Reykjavík, frá Sles- vík, af höfðingjaættinni Zuecca, lík- lega frá eyjunni Giudecca í Feneyj- um. Einn Zoéga-niðja var Georg Nikolaj Nissen sem kvæntist Con- stanze Weber, ekkju Mozarts, og skrifaði fyrstu ævisögu tónskálds- ins. Móðir Bjargar var Guðrún Jónsdóttir, b. í Starkaðarhúsum í Flóa, Ingimundarsonar, b. í Norður- koti i Grimsnesi, Jónssonar. Móðir Ingimundar var Guðrún Snorradótt- ir, b. í Kakkarhjáleigu, Knútssonar, og Þóru Bergsdóttur, ættföður Bergsættar, Sturlaugssonar. Móðir Guörúnar var Sigríður Sigurðar- dóttir, skipasmiðs á Hjallalandi, Sig- urðssonar, og Guðrúnar Jónsdótt- ur, ættföður Bíldsfellsættar, Sig- urðssonar. Kristjana er dóttir Jóns, húsa- smíðameistara í Reykavík, Magnús- sonar, b. á Hrauni í Ölfusi, Jónsson- ar. Móðir Magnúsar var Guörún, systir Magnúsar, langafa Ellerts Schram, forseta ÍSÍ. Guðrún var dóttir Magnúsar, b. á Hrauni, Magn- ússonar, b. í Þorlákshöfn, Beinteins- sonar, lrm. á Breiðabólstað, Ingi- mundarsonar, b. í Hólum, bróður Þóru í Kakkarhjáleigu. Móðir Jóns var Guðrún Halldórsdóttir, b. á Lág- um, Böðvarssonar, og Sigríðar Ei- ríksdóttur, b. á Litlalandi, Ólafsson- ar. Móðir Sigríðar var Helga Jóns- dóttir, b. á Vindási á Landi, Bjarna- sonar, ættföður Víkingslækjarætt- ar, Halldórssonar. Móðir Kristjönu var Kristjana Friðjónsdóttir, b. á Laugum í Hvammssveit, Sæmundssonar. Móð- ir Friðjóns var Guðrún Guðmunds- dóttir, skipasmiðs á Hóli, Ormsson- ar, ættföður Ormsættar, Sigurðsso- nar. Móðir Guðrúnar var Margrét, systir Finns, afa Ásmundar Sveins- sonar. Margrét var dóttir Sveins, b. í Neðri-Hundadal, Finnssonar og Guðrúnar Guðmundsdóttur, systur Þórdísar, langömmu Ragnheiðar, móður Snorra Hjartarsonar skálds. Söngskólinn í Reykjavík, Óp- erukórinn og Islenska óperan halda Garðari afmælishóf og söngveislu í íslensku óperunni, sunnud. 24.9. kl. 17.00. Öllum vinum og velunnurum Garðars er þangað boðið að njóta tónlistar og þiggja veitingar. Attræður .. i lll <niWII illll i n Herbert Ólafsson fyrrv. sjómaður og húsvörður í Reykjavík Herbert Ólafsson, fyrrv. sjómaður og húsvörður, Álfheimum 26, Reykjavik, er átt- ræður í dag. Starfsferill Herbert fæddist aö Gjögri í Árneshreppi og ólst þar upp. Herbert fór átta ára í sveit að Bakka í Bjarnarfirði á Strönd- um, til hjónanna Jó- hanns Hjálmarssonar og Ragnheiðar Benja- mínsdóttur. Þar var hann í tvö sum- ur. Hann fór síðan í Barnaskólann að Finnbogastöðum í Víkursveit þar sem hann var til 1935. Herbert fór siðan til Djúpuvíkur og starfaði þar tO 1948. Þá flutti hann á Skagaströnd þar sem hann var búsettur til 1960 og stundaði þar ýmis almenn verkamannastörf. Frá Skagaströnd flutti Herbert til Reykjavíkur 1960 og hefur hann ver- ið búsettur þar síðan. Hann stund- aði sjómennsku í Reykjavík til 1968. Þá kom hann i land og hóf húsvarð- arstörf viö íþróttahús Jóns Þor- steinssonar að Lindargötu 7 í Reykjavík. Herbert var húsvörður hjá Jóni Þorsteinssyni meðan Jón lifði en starfaði siðan hjá Þjóðleik- húsinu eftir að Lindargata 7 varð hluti þess. Hann lét af húsvarðar- starfinu 1997. Ffölskylda Systkini Herberts: Bemodus Ólafsson, f. 17.3. 1919, nú látinn, vélstjóri og oddviti á Skagaströnd; Björg Jó- hanna Ólafsdóttir, f. 18.10. 1924, fyrrv. starfsmaður á Landa- kotsspitala, hún er bú- sett í Reykjavík; Kari- tas Laufey Ólafsdóttir, f. 7.6. 1931, starfsmað- ur á elliheimili, hún er búsett á Skagaströnd. Foreldrar Herberts: Ólafur Magn- ússon, f. 3.2. 1890, d. 1948, húsmaður og sjómaður að Gjögri og víðar í Víkursveit, og k.h., Þórunn Samson- ardóttir, f. 16.5. 1891, d. 1986, hús- freyja. Þórunn var búsett á Skagaströnd á árunum 1948-86. Ætt Ólafur var sonur Magnúsar, hús- manns á Gjögri, Jónssonar, b. í Tungugröf, Guðbrandssonar, b. í Tungugröf, Ólafssonar. Móðir Ólafs á Gjögri var Lilja Þorbergsdóttir, b. í Reykjarvík, Björnssonar, b. á Klúku í Bjamarfirði, Bjarnasonar. Þórunn var dóttir Samsonar, sjó- manns á Gjögri, Jónssonar, vinnu- manns á Bæ, Jónssonar. Móðir Þór- unnar var Karitas Haga-Jónsdóttir, húsmanns í Tungusveit, Guðmunds- sonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.