Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2000, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2000, Side 16
16 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000 Helgarblað ____________________________________________________________________________________DV Mótorhjólamenn landsins sameinast á sunnudag: Safna fé fyrir tryggingafélögin „Okkur fannst við verða að gera eitthvað í þessu. Trygginga- félögin virðast hafa það svo bág- borið, samanber hversu há ið- gjöldin eru, að þeim veitir ekki af stuðningi," segir Víðir Finns- son, ritari Bifhjólasamtaka lýð- veldisins, um áheitatónleika þá sem haldnir verða á Ingólfstorgi á simnudag. Þar ætla hin ýmsu bifhjóla- samtök landsins að sameinast og safna fé fyrir tryggingcifélögin. Fjöldi tónlistarmanna Á meðan tónlistarmenn úr röðum bifhjólaeigandanna stiga á stokk, menn eins og Bjarni Tryggva og hljómsveitirnar KFUM and the andskotans og Stimpilhringirnir, munu tón- leikagestir geta sýnt stuðning sinn við tryggingafélögin með fjárframlögum. „Ég býst við að söfnunarbauk- ur verði látinn ganga á milli,“ segir Víðir og bætir við að pen- ingunum verði dreift bróðurlega á milli tryggingafélaganna. Hvað búist þið við að safna miklu? „Við höfum ekki sett okkur nein takmörk en vonum nátt- úrlega að almenningur sé á sama máli og við og sjái það að tryggingafélögin þurfa á stuðningi að halda," segir Víðir. Hann vonast til þess að sjá sem flesta bifhjólaeigendur koma á fákum sínum á Ingólfstorgið enda er þessi góðgerðasamkoma kjörið tækifæri til að sýna hjólin áður en þeim verður flestum lagt inn í skúr fyrir veturinn. Dagskráin hefst kl. 14. -snæ Prinsessan Marta Lovísa hefur ekki hneykslað norsku þjóðina eins mik- ið og Hákon bróðir hennar. Norska prinsessan: Les fyrir börnin Á meðan norski krónprinsinn Há- kon er litinn hornauga fyrir það að vera kominn í óvígða sambúð með einstæðri móður vinnur systir hans, prinsessan Marta Lovísa, sig í álit meðal norsku þjóðarinnar. Fljótlega mun hún nefnilega gleðja börn lands- ins með söguupplestri í norska ríkis- sjónvarpinu. Sögurnar munu að sjálf- sögðu fjalla um prinsessur og prinsa eins og sönnum ævintýrum sæmir en hugmyndina að upplestrinum mun prinsessan sjáif hafa átt. Hverjir eru líka hæfari til þess að lesa upp kon- ungleg ævintýri en einmitt prinsess- ur? Prinsessan mun þó ekki vera á konunglegum launum við verkið held- ur verður hún í sama launaflokki og aðrir starfsmenn ríkissjónvarpsins. Þetta framtak á örugglega eftir að gleðja böm landsins og kannski dreifa athyglinni frá bróður hennar sem hef- ur heldur betur þurft að þola sviðs- ljósið að undanfórnu. Menn með markmíð Sniglarnir standa fyrir útitónleikum á Ingólfstorgi á sunnudag. Bifhjólaeigendur eru hvattir til aö mæta á fákum sínum og almenningur með aflögu aura í vasanum til styrktar tryggingarfélögum landsins. Survivor 16 manns eru sendir á eyðieyju og í lokin stendur aðeins einn eftir með milljón dollara. Þáttur sem er að gera allt vitlaust í USA. i% 'Sfí'íí /-'V; The Practice Líf og starf lögfræðinga á lítilli lögmannsstofu. Þættirnir hlutu EMMY verðlaunin 1999 sem besta þáttaröðin vestanhafs. 'wm* Judging Amy Einstæð móðir flytur í smábæ og gerist dómari. Þættirnir hafa hlotið lof gagnrýnenda og verið tilnefndir til fjölda EMMY verðlauna. föstudagur 0 Charmed Fylgist með systrunum og heillanornunum Charmed berjast við djöfla og dára. Providence Stórborgarlæknirinn sem snýr aftur til heima- bæjarins. Einn vinsælasti þátturinn á SKJ ÁEINUM. Oh! Grow Up Allt getur gerst þegar þrír ólíkir karlmenn búa saman og glíma við ýmis spaugileg vandamál. Two Guys a Girl and a ... Þessi skemmtilegi gamanþáttur snýr aftur og verður á dagskrá á laugardagskvöldum. Everybody loves Raymond Gamanþáttur fyrir alla fjölskylduna. Hlaut EMMY verðlaunin árið 2000 fyrir bestu aðalleikkonu í gamanþætti fimmtudagur 21:00 5 . Son of the Beach Howard Stern er ekkert heilagt og sannar það í þessum sprenghlægilegu þáttum þar sem gert er óspart grín að þáttum á borð við Baywatch.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.