Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2000, Blaðsíða 8
8 Útlönd LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000 DV Trúir á kjötmjölsbann David Byrne, kommissar hjá ESB, er fullviss um að samþykkt veröi bann viö notkun kjötmjöls í dýrafóöur. Búist við að ráð- herrar samþykki bann á kjötmjöli David Byme, sem fer með öryggi matvæla í framkvæmdastjóm Evr- ópusambandsins, sagðist í gær full- viss um að landbúnaðarráðherrar ESB myndu samþykkja bann við notkun dýramjöls í fóður á fundi sínum á mánudag. „Ég á von á því að eining náist á mánudag," sagði Byme á fundi meö fréttamönnum í Madríd í gær. Byme lagði tU á miðvikudag að bannið myndi gUda í sex mánuði, frá 1. janúar næstkomandi. Talið er að kúariða berist í naut- gripi með fóðri úr dýramjöli. Vís- indamenn telja að kjöt af smituðum gripum geti valdið nýju afbrigði af Creutzfeldt-Jakob heilarýmunar- sjúkdóminum í mönnum. Ný kjarnorkuver í slæmu ástandi Tvö kjamorkuver sem eiga að koma í staðinn fyrir kjarnaofnana i Tsjemobýl í Úkraínu em í hættu- lega lélegu ástandi. Þetta kemur fram í austurriskri skýrslu sem um- hverfissamtökin Greenpeace gerðu opinbera í London í fyrradag. Stjómendur Þróunarbanka Evr- ópu koma saman í næstu viku til að ákveða hvort styrkja eigi verkið um sem svarar 120 milljörðum is- lenskra króna. Grænfriðungar segja að hætta eigi við kjarnorkuver þessi vegna bágborins öryggisástands. í þeirra stað eigi að reisa hefðbundin orku- ver. Mesta kjarnorkuslys sögunnar varö í Tsjernobýl 1986. Hákon og Mette-Marit Norski krónprinsinn og kærastan op- inberuöu trúlofun sína í gær. Hákon krónprins bað kærustunnar Hákon krónprins í Noregi og kærastan hans, Mette-Marit Tjessem Haiby, eru nú búin að ákveöa aö ganga í hjónaband. „Ég bað hennar og gaf henni hring í dag. Við emm búin að ákveða að gifta okkur 25. ágúst 2001,“ sagði Hákon á fundi með fréttamönnum í gær. Hákon starfar í utanríkisráðu- neyti Noregs þar sem hann er að læra til diplómats en Mette-Marit, sem hefur verið kölluö Öskubuskan frá Kristianscmd, stundar háskóla- nám. Mette-Marit verður titluð krónprinsessa eftir giftinguna. „Ég hlakka til að giftast Hákoni og ég hlakka til að takast á við nýtt hlutverk," sagði Mette-Marit við fréttamenn. Hún á þriggja ára gaml- an son frá fyma sambandi. Lögmenn Bush og Gores fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna: Úrskurður væntan- legur Hæstiréttur Bandaríkjanna tók deiluna um atkvæðatalninguna úr forsetakosningunum í Flórída fyrir í gær þegar dómararnir níu hlýddu á málflutning lögmanna forseta- frambjóðendanna Georges W. Bush og Als Gores. Niðurstaða dómaranna, sem ekki er væntanleg fyrr en eftir nokkra daga, gæti ráöið úrslitum um hvor þeirra Bush eða Gores verður næsti forseti Bandaríkjanna. En málið er ekki aðeins mikil- vægt fyrir frambjóðenduma, heldur einnig Hæstarétt sjálfan sem aldrei fyrr hefur þurft að hafa afskipti af forsetakosningum. Sjö dómaranna voru skipaðir af repúblikönum og tveir af demókröt- um. Dómaramir spurðu lögmenn Bush og Gores spjörunum úr. Theodore Olson, lögmaður Bush, færöi rök fyrir því að Hæstiréttur Flórídarikis heföi farið út fyrir valdsvið sitt þegar hann úrskurðaði einróma fyrir tveimur vikum að framlengja frestinn til að handtelja næstu Mótmælendur við Hæstarétt Mikill fjöldi manna safnaöíst saman utan viö Hæstarétt Bandaríkjanna í gær þegar rétturinn tók fyrir deiluna um kosningaúrslitin í Flórída. atkvæði úr forsetakosningunum í Flórída. Laurence Tribe, lögmaður Gores, var ekki á sama máli. Hann sagði að daga úrskurðurinn hefði tryggt að öll at- kvæði sem greidd voru í Flórída væru tekin með þegar kosningamar væm gerðar upp. Dómararnir hlýddu á lögmennina í hálfa aðra klukkustund. Þeir létu ekkert uppi um á hvorn veginn þeir myndu úrskurða og af spurningum þeirra að dæma mátti ætla að þeir skiptust í tvö hom. Ef úrskurðurinn verður Bush í hag eykst forskot hans úr 537 at- kvæðum í 930, eins og það var áður en handtalin atkvæði voru tekin með. Fari svo, verður nær útilokað fyrir Gore að halda frekari málaferl- um í Flórída áfram, að sögn lög- manna sem fréttamaður Reuters ræddi við. Úrskurði Hæstiréttur hins vegar Gore í hag gefur það honum aukinn tíma og tækifæri til að fá hnekkt staöfestingu kjörstjómar Flórída á sigri Bush. En Gore á ekki létt verk fyrir höndum því 12. desember verð- ur að liggja fyrir hverjir kjörmenn Flórída verða. Kjörmenn velja síðan forsetann þann 18. desember. Löggan stuggar viö lögmönnum Franska lögreglan þurfti aö stugga viö lögmönnum sem efndu til mótmælaaögerða fyrir utan dómsmálaráöuneytiö í París I gær. Lögmenn kröföust þess aö fá hærri greiöslur fyrir vinnu sína. Til smáryskinga kom milli hópanna. Alþjóðlegur baráttudagur gegn alnæmi í gær: Heimurinn verður að vakna - segir forstjóri alnæmisstofnunar SÞ Afríkubúum sem smituöust af HlV-veimnni fækkaði í fyrsta skipti á þessu ári. 1 nýrri skýrslu kemur fram að 3,8 milljónir manna í Afríku sunnan Saharaeyðimerkur- innar hafi smitast af veirunni sem veldur alnæmi. í fyrra smituðust fjórar milljónir manna. Skýrslan sem var gerð á vegum alnæmisstofnunar Sameinuðu þjóð- anna (UNAIDS) greinir frá því að 36 milljónir manna í heiminum eru smitaðar af HIV. Mest er aukningin í Austur-Evrópu og Rússlandi. Peter Piot, forstöðumaður UNAIDS, var vonsvikinn þegar hann lagði skýrsluna fram í gær, á alþjóðlegum baráttudegi gegn al- næmi. „Nú verður heimurinn að vakna. Þessar tölur slá út jafnvel svartsýn- ustu spár. Þetta er miklu verra en nokkur sá fyrir fyrir tíu árum,“ sagði Piot. Þrjár milljónir manna hafa látist Barist gegn alnhæmi Hin 13 ára gamla Evelina Andova, sjálfboöaliöi hjá Rauöa krossinum í Búlgaríu, skrifar slagorö gegn al- næmi á kinn sér áöur en hún heldur út á götur til aö dreifa smokkum og bæklingum um alnæmi. úr alnæmi í heiminum á þessu ári, fleiri en nokkru sinni fyrr. „Tölumar eru að minnsta kosti 50 prósentum hærri en svartsýnustu vísindamenn og stjómmálamenn á sínum tíma sáu fyrir. Heimurinn hefur greinilega vanmetið hversu alvarlegur þessi faraldur myndi verða," sagði Piot. Rúmlega þrettán milljónir bama eru munaðarlausar af völdum al- næmis. Alvarlegast er ástandið í Afríku þar sem búa 25 milljónir af þeim 36 milljónum manna sem smit- aðar eru af HIV-veirunni. Það þýðir að um tíundi hver íbúi Afríku sunn- an Sahara er smitaður. Nelson Mandela, fyrrum forseti Suður-Afríku, flutti ávarp í tilefni dagsins í gær og hvatti fólk til að nota smokka til að hefta útbreiðslu alnæmis. „Veriö trú einum aðila og notið smokka. Sýnum aðgæslu,“ sagði hinn 82 ára gamli Mandela. Stuttar fréttir Páfi enn á móti smokkum Ef einhverjum hefur dottið í hug að páfi og kaþólska kirkjan væru um það bil að breyta af- stöðu sinni til smokka, þá er það borin von. Ráða- menn í Páfagarði hafa ítrekað andstöðu sína við notk- un smokksins til að hefta útbreiðslu alnæmis. Muna eftir Ijósunum Rúmlega þrír af hverjum fjórum hjólreiðamönnum í Danmörku muna eftir að setja luktir á hjól sín áður en þeir fara út í haustmyrkrið. Þetta kemur fram í árlegri lukta- talningu hjólreiðasamtakanna. Á spítala eftir e-pilluát Fjögur ungmenni í Danmörku voru flutt á sjúkrahús aðfaranótt föstudagsins eftir að hafa gleyt e- pillur, að sögn sjúkrahúslækna. Unglingar takast á í Kenía Átök brutust út milli íslamskra og kristinna unglinga í Naíróbí, höf; uðborg Kenía, í gær. Æðsti klerkur landsins særðist þegar hann reyndi að stilla til friðar. Niðurskurður í Norðursjó Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins hefur lagt til mikinn nið- urskurð á fiskveiöikvótum í Norð- ursjó. Meðal annars er lagt til að þorksveiðar dragist saman um helming vegna þess að stofninn er í útrýmingarhættu. Danaprins til Bosníu Friörik Dana- prins heldur til Bosníu siðar i mán- uðinum til að ræða við danska her- menn sem eru þar í alþjóðlega friðar- gæsluliðinu. Frið- rik verður þrjá daga í Bosníu og mun hafa aðsetur í bænum Doboj, norður af Tuzla. Króatar klárir í ESB 2006 Króatar ætla að verða tilbúnir til að ganga í Evrópusambandið við árslok 2006. Að sögn helsta samn- ingamanns þeirra við ESB gera þeir sér vonir um að fara fram fyrir hægfara ríki á leiðinni. semja Bill Clinton Bandaríkjaforseti hefur sett sig í sam- band við Evrópu- sambandið og lagt til að viðræöumar um loftslagsbreyt- ingar verði teknar upp að nýju seni allra fyrst. Clinton vill aö samkomuí lag takist um leiðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, helst fyrir áramót, að sögn þýska dagj blaðsins Súddeutsche Zeitung. Pinochet skuli handtekinn Dómari í Chile úrskurðaði í gær aö Augusto Pinochet, fyrrum harð- stjóri, yrði handtekinn og að réttað verði yfir honum fyrir mannrán. ísraelar drápu tvo ísraelskir hermenn drápu tvo Palestínumenn á heimastjórnar- svæðunum í gær, á fyrsta fostudegi Ramadans, fóstumánaðar múslíma. Clínton vill
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.