Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2000, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2000, Side 10
10 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarforma&ur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason A&stoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaóaafgreiósla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritsljórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plötugerö: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverö 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endur- gjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fýrir myndbirtingar af þeim. Kranablaðamennska Vottur af umræðu hefur orðið á vefnum um leiðara DV fyrir viku, þar sem gagnrýnd var kranablaðamennska i sumum fjölmiðlum og froðusnakk í öðrum. Kveinuðu sumir þeirra, sem töldu að sér eða sínum vegið, og er það vel. En fáir skildu sjálf hugtökin, sem rædd voru. Einn kjaftaskurinn vissi ekki, hvernig sú regla er hing- að komin, að fréttamaður afli fleiri en einnar sjálfstæðr- ar heimildar að frétt. Hann gaf í skyn, að það gæti verið frá Bild Zeitung. Vita þó allir, að þetta er bandarísk regla stórblaða, sem frægust varð á Washington Post. Með Watergate-málinu urðu þáttaskil í vestrænni fréttamennsku. Á dagblöðum hafa verið teknar upp nýjar verklagsreglur, þar sem þær voru ekki til áður, einkum ættaðar frá bandariskum stórblöðum. Þessar reglur eiga að tryggja, að fréttir séu eins réttar og kostur er. Raunar kom í ljós, að kjaftaskurinn lagði ekki mikið upp úr verklagsreglum, enda hafði hann ekki verið lang- lífur í fréttamennskunni. Það var ekki verklagið, sem hann var einkum ósáttur við, heldur umræðuefnin, sem oft snertu einkalíf fólks of mikið að hans mati. Raunar er það eðlilegra og nærtækara umræðuefni, hvort fjölmiðlar gerist of persónulegir, heldur en hvort sjálft verklag þeirra sé í lagi. Það er sígilt vandamál, hvenær einkamálin enda og opinberu málin byrja, en seint verða stórglæpir taldir vera einkamál. Kranablaðamennska er hugtak, sem einn pólitiski vef- miðillinn skilur ekki. Hún felst í, að fjölmiðill fer að því leyti ekki eftir verklagsreglum, að hann skrúfar frá einu sjónarmiði í fréttaflutningi, án þess að leita annarra sjón- armiða, ef ætla má, að þau séu til. Þessi regla gildir fyrir fréttamanninn, en ekki álits- gjafann. Sá siðarnefndi getur dregið misjöfn sjónarmið inn í röksemdafærslu sína, en þarf það ekki, enda er hann bara álitsgjafi. Stundum telja álitsgjafar sum sjón- armið svo vitlaus, að ekki þurfi að ræða þau. Góðir fjölmiðlar reyna að gæta jafnvægis í skoðunum með því að draga inn álitsgjafa úr ýmsum áttum. DV birt- ir til dæmis daglega skoðanir með og móti ákveðinni full- yrðingu í þjóðmálaumræðunni. í kjallaragreinum blaðs- ins birtast iðulega svargreinar við leiðurum þess. Það er góð regla dagblaða að skilja skoðanir frá frétt- um, svo að lesendur viti að hverju þeir ganga á hverjum stað. í fréttahlutanum eiga lesendur að geta treyst því, að ekki sé skrúfað frá krana eins sjónarmiðs, nema einhver málsaðili hafi ekki viljað láta ná í sig. Frá þessari reglu hefur töluvert verið vikið á sumum dagblöðum, en einkum þó í sjónvarpi, sem byggir allt of mikið á einhliða viðtölum. Ríkissjónvarpið leyfir til dæmis útgerðarmönnum að kosta heilan framhaldsþátt um ágæti núverandi gjafakvóta í sjávarútvegi. DV telur líka ástæðu til að vara við efnistökum ýmissa vinsælla kjaftaska í sjónvarpi, sem leika eins konar milli- bils-hlutverk skemmtikrafta og álitsgjafa. Þeir fara sjaldnast eftir leikreglum á borð við þær, sem góð dag- blöð víða um heim og hér á landi hafa tamið sér. Sérstaklega er varhugavert, þegar slíkir kjaftaskar byrja að herma eftir pokaprestum og heQa hræsnissöng um tillitsleysi fjölmiðla til að magna kveinstafi viðmæl- enda sinna. Snöktandi Nixon í Watergate-málinu hefði verið fínn viðmælandi íslenzkra kjaftaska. Fjölmiðlar þurfa í senn að hafa gott verklag, vera ágengir og hafa bein í nefinu til að baka sér óbeit margra, ekki sízt smárra og stórra kónga í samfélaginu. Jónas Kristjánsson LAUGARDÁGUR 2. DESEMBER 2000 \ Skoðun___________________________X>V Rúmenar á hálum ís Kannski aðstæður væru aðrar nú ef NATO-ríki hefðu orðið við þeirri ein- dregnu ósk Rúmena að fá aðild að NATO þegar bandalagið var stækkað fyrir tveimur árum. Stækkunin var umdeild og hefði vart getað orðið umdeildari, en kannski aðild Rúmeníu að NATO hefði orðið stjórnvöldum sú innsþýting sem þörf var á. En nú er víst of seint að fást um það og Rúmenía gæti aftur orðið vandræðabarnið í Austur-Evröþu ef Corneliu Tudor kemst þar til valda. Rúmenar steyptu leiðtoga sínum af stóli með afgerandi hætti fyrir 11 árum. Það var ekki látið nægja að svipta hann völdum. Nicolae Ceausescu var tekinn af lífi og konan hans með honum. En það merkilega er að þrátt fyrir þetta eru Rúmenar sennilega sú Austur-Evrópuþjóð sem enn eru bundnust kommúniskri fortíð sinni. Þetta kom glögglega í ljós í kosningunum sem haldnar voru í Rúmeníu fyrir tæpri viku. Þar voru sterkustu ílokkamir annars vegar arf- taki gamla kommúnistaflokksins, hins vegar hægriöfgaflokkur.-Leiðtog- ar flokkanna og forsetaframbjóðendur í leiðinni eru velþekktir menn úr rúmenskum stjórnmáium. Annars vegar Ion Iliescu, en hann var forseti Rúmeníu um sjö ára skeið eftir fall Ceausescus. Hins vegar Corneliu Vadim Tudor, einn hreinræktaðasti fasisti austur-evrópskra stjórnmála. Eitt eiga þessir menn þó sameiginlegt: Fyrir fall Ceausescus voru þeir hon- um báðir handgengnir, jafnvel nánir. Iliescu var skjólstæðingur Ceausescus en Tudor hefur verið nefndur hirð- skáld hans. Þeir Tudor og Iliescu urðu í fyrsta og öðra sæti og verður því kosið á milli þeirra 10. desember næstkomandi. Öfgakenndur málflutníngur Flokkur Tudors, Stór-Rúmeníu flokkurinn, fékk rúmlega 20 prósent atkvæða í kosningunum og er því næststærsti þingflokkurinn á eftir Sósíaldemókrataflokki fliescus, sem fékk 37 prósent atkvæða. Flokkur Tudors hefur ferfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum. Tudor og flokkur hans beita mjög harðsnúnum hatursá- róðri sem beinist ekki síst gegn Gyð- ingum, ungverska þjóðarbrotinu í Rúmeníu og minnihlutahópum. Tudor og hans menn hika ekki við að kalla fliescu og þá sem farið hafa með völd síðan hann fór frá landráðamenn og svikara og ganga jafnvel svo langt að lýsa því yfir að komist Tudor til valda verði stjómað með vélbyssum. Hann var til skamms tíma andsnúinn þeirri stefnu stjórnarinnar að sækjast eftir aðild að NATO og Evrópusam- bandinu en hefur upp á síðkastið lát- ið í veðri vaka að flokkur hans muni ekki snúast gegn þessum stefnumál- um. Það er þó ósannfærandi stefnu- breyting og hætt er við að Rúmenía muni enn á ný einangrast frá Vestur- Evrópu komist Stór-Rúmeníu flokkur- inn til valda. Ion fliescu og flokkur hans fengu herfilega útreið í kosningum fyrir fjórum áram, en þá var Emil Con- stantinescu kosinn forseti. Valdatíð fliescus hafði einkennst af stöðnun og spillingu og önduðu margir léttar í nágrannalöndunum þegar til valda kom stjóm mið- og hægrimanna sem hafði þá yfirlýstu stefnu að gera Rúm- eníu að fullgildum aðila í Evrópusam- bandinu og NATO. En Sósíaldemókra- taflokkur Iliescus hefur aukið fylgi sitt á nýjan leik vegna lítils árangurs Constantinescu og stjórnar hans í fjögurra ára valdatíð. Efnahagur landsins hefur lítið batnað og víða í landinu hefur fátækt og örbirgð held- ur aukist. Erfítt uppgjör við fortíðina Viðbrögð við kosningaúrslitunum hafa verið afar neikvæð á vesturlönd- um og eru flestir stjómmálaskýrend- ur á því að hvorki fliescu né Tudor sé líklegur til að láta gott af sér leiða innanlands eða í utanríkismálum. Báðir eru of merktir fortíð sinni til þess að þeir geti nokkru sinni orðið trúverðugir fufltrúar þjóðar sinnar út á við. En hvernig stendur þá á því að samanlagt hafa einmitt þessir menn og flokkar þeirra næstum 60 prósent greiddra atkvæða? Skýringanna hlýt- ur að vera að leita fyrst og fremst í því hörmungarástandi sem ríkir í landinu og vonleysi sem margra ára magnleysi stjórnvalda hefur skapað. En kannski má líka líta til sögu og söguleysis. Nú er að vaxa úr grasi ný kynslóð í Rúmeníu sem þekkir ekki kommúnistatímabilið af eigin raun. Þó að bæði Tudor og fliescu hafi til dæmis verið sakaðir um að hafa starf- að með Securitate, öryggislögreglu kommúnistastjómarinnar, þá er eins og slíkar ásakanir merki lítið lengur. Pólitísk orðræða í Rúmeníu er dálítið sérstök að því leyti að hún hefur alla tíð verið afar þjóðernisleg. Jafnvel á tímum Ceausescus var spurningin um þjóðemi, uppruna og trúarlegan bak- grunn miklu mikilvægari þáttur orð- ræðunnar heldur en í nágrannaríkj- unum. Þetta hefur ekki breyst eftir 1989. Tudor og aðrir áberandi hægriöfgamenn hafa ekki hikað við að sækja sér fyrirmyndir bæði til tíma kommúnistastjórnarinnar og til fasistastjórnarinnar sem var við völd á millistríðsárunum og framan af stríðsárunum. Þetta gerir uppgjör við fortíðina sérstaklega erfitt i Rúmeníu og kyndir sífellt undir hatri á milli þeirra þjóða sem byggja landið, ekki síst á milli Rúmena og fjölmenns ung- versks þjóðarbrots. Hægriflokkar tvístraðir Eins og í Rússlandi hefur sundr- ung mið- og hægriafla í Rúmeníu ver- ið vatn á myllu þeirra flokka sem snúist hafa gegn of mikifli samlögun við vestræn ríki. En sundmng hægriflokkanna á sér skýringar. í þeim ríkjum Austur-Evrópu sem stóðu verst að vígi efnahagslega eftir hrun kommúnismans hefur hægri- flokkum alls ekki tekist að skapa sannfærindi grundvöll umbóta og efnahagsbóta. Þetta er að einhverju leyti sök Vesturlanda. Kannski að- stæður væru aðrar nú ef NATO-ríki hefðu orðið við þeirri eindregnu ósk Rúmena að fá aðild að NATO þegar bandalagið var stækkað fyrir tveim- ur árum. Stækkunin var umdeild, og hefði vart getað orðið umdeildari, en kannski aðild Rúmeníu að NATO hefði orðið stjórnvöldum sú innspýt- ing sem þörf var á. En nú er víst of seint að fást um það og Rúmenía gæti aftur orðið vandræðabarnið í Aust- ur-Evrópu ef Corneliu Tudor kemst þar til valda. Kosningaruglið í Flórída var endanlega leyst í dag með hœrra hitastigi á jörðinni/// Q'oolUB '80$WHGlo@£ U&T-gH TplgUHE AÁE.WA StP\J\CZ5

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.