Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2000, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2000, Side 24
24 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000 Helgarblað______________________________________________________________________________________PV Einar Már Guðmundsson um efni nýjustu skáldsögu sinnar: Þjáningin er drifkraftur orðanna Ég tala uið Einar Má um þján- inguna í nýju bókinni hans, Draumar ájöröu. Lesandinnfœr að vita aö fjallað er um fjölskyldu höf- undarins, líkt og í síöustu tveimur bókum Einars, Fótsporum á himn- um og Englum alheimsins. Þetta er því þjáning sem tengist Einari œtt- arböndum. Finnst honum ekki átakanlegt aö skrifa þessar bœkur? Fer hann ekki aö gráta þegar hann íhugar dapurleg örlög œttingja sinna? „Sögur eru alltaf dálítið átaka- mikiö ferli," segir skáldiö dimm- raddað. -Já, en þessi saga hlýtur aö vera nœr þér en ef þú værir aó skrifa Sögu Húnvetninga eöa eitthvaö. „Nei, þá fyrst fœri ég aö gráta, “ segir Einar Már og hlœr. Einar segir að einhverja fjarlægð verði hann að hafa á sögurnar sem hann skrifar, því annars væri hætta á að hann dytti inn í ofurvið- kvæmni. Og sögurnar í Draumum á jörðu hafa verið að veltast í honum lengi. „Þetta voru sögurnar sem ég hafði heyrt við eldhúsborðið heima hjá mér og i kafíiboðum fjölskyld- unnar. Ég ætlaði að skrifa þessa sögu strax þegar ég var búinn meö Riddara hringstigans og hafði hugs- að mér að nota hugarflugið eitt til verksins, en það var ansi lausbeisl- að á þeim tíma.“ Einar Már bætir við að hugar- flugið hafi heldur ekki dugað eitt saman, heldur hafi hann gengið að viðfangsefninu með það fyrir aug- um að öðlast sem mesta vitneskju um það áður en hann færi að skrifa. „En auðvitað hef ég upplifað sorgina og gleðina í þvi sem ég er að segja. Oft tekur atvikið sem ég er að lýsa völdin og þróar sig sjálft áfram. Þá er ég orðinn verkfæri minnar Ég œtlaði að skrifa þessa sögu strax þegar ég var búinn með Riddara hringstigans og hafði hugsað mér að nota hug- arflugið eitt til verksins, en það var ansi lausbeisl- að á þeim tíma. eigin sögu og upplifi mikinn harm. Dæmi get ég nefnt þegar ég var að ljúka við Englana og skrifaði undir lokin um þann heim glataðra mögu- leika sem bróðir minn horfðist í augu við.“ Búningurinn tilbúningur „Ég myndi bara kalla bókina skáldsögu, enda byggja skáldsögur alltaf á heimildum,“ segir Einar þegar hann er spurður hvort verkið sé einhvers konar heimildaskáld- saga, þar sem í henni er vitnað til bréfa og jafnvel samtala við ætt- ingja. „Heimildir eru auðvitað mjög af- stætt fyrirbæri. Heimild getur verið eitthvað hluttækt eins og bréf, en heimild getur einnig verið minning. Hið skáldlega í sögunni getur verið byggt á heimildum, eins getur heim- ildin verið skálduð. Búningur sögumannsins getur verið tilbúningur. Hann segist ekki vera skáld, heldur sé hann aðeins að segja satt og rétt frá, en sögumað- ur tekur sér ýmis skáldaleyfi einmitt þegar hann segir að allt sé satt í sögunni og menn geti jafnvel flett því upp í símaskránni. En þá er það kannski einhver önnur sima- skrá,“ segir Einar og hlær. - Þú ert óhjákvæmilega nálægur sjálfur þar sem við vitum að sagan er byggð á reynslu þinna ættingja. Ertu að einhverju leyti að reyna að staðsetja þig í heiminum? „Mín kynslóð er meira baksviðs í sögunni, enda er ég að segja af for- eldrum hennar. Kannski munu sagnfræðingar framtíðarinnar koma með þá skýringu á bókinni að ég hafi lifað á tímum þegar breyt- ingar voru svo örar. Þannig hafi ég reynt að halda í timann - og koma minningunum til skila." - Það er ákaflega sterkt í bókinni hversu stutt er síðan þetta var. Fá- tæk heimili leyst upp og systkinun- um dreift um allt. „Já, og hið sama er uppi á ten- ingnum með fyrirbæri eins og berklana. Þú getur talað við hvern sem er af þessari kynslóð og allir þekkja til berklanna. Þó að útlínur sögunnar taki mið af mínu fólki, þá er mitt fólk dæmi um svo margt annað fólk. En auðvitað er engin ástæða til þess að segja sögu nema hún sé að einhverju leyti sérstök." - Staða tökubamsins er líka ígrunduð og nokkrar sögur ófagrar. Sástu þættina Þjóð í hlekkjum hug- arfarsins? „í þeim þremur bókum sem ég hef verið að skrifa síðast er ég að skrifa gegn alhæfingum um Að vera tökubarn er staða. Þú ert ekki einn af hinum, þú ert utan við. Þessi tilfinning „að vera utan við“ getur líka birst á fleiri stöðum og það má segja að ég hafi ákveðna tilhneigingu til þess að sœkja minn efnivið í slíka hópa, samanber þá sjúku í Englunum. ákveðna þjóðfélagshópa. Ég vil ekki trúa því að bændur séu svona og heildsalar hinsegin, því persónuein- kenni hverrar manneskju fyrir sig hljóta að skipta máli. Faðirinn i sög- unni lendir á fátækum bæ, en bónd- inn er góður við hann. Hins vegar má segja að ansi margir í sögunni séu í hlekkjum hugarfarsins." Gangverkið á bak við bókmenntirnar Einar heldur áfram að tala um tökubörnin, sem voru svo mörg í byrjun aldar. „Að vera tökubarn er staða," segir hann. „Þú ert ekki einn af hinum, þú ert utan við. Þessi tilfinning „að vera utan við“ getur líka birst á fleiri stöðum og það má segja að ég hafi ákveðna til- hneigingu til þess að sækja minn efnivið í slíka hópa, samanber þá sjúku í Englunum." - Þjáningin er einmitt ríkjandi í síðustu þremur bókum þínum. í Englum alheimsins líkirðu geðspít- alanum við höll, en það er einmitt sama líking og þú notar um Vífils- staðaspítala. Ertu á einhvern hátt að vegsama þjáninguna? „Þetta er erfið spurning. Þjáning- in er kannski drifkraftur orðanna og gangverkið á bak við bókmennt- irnar. Á hinn bóginn er ákveðin tog- streita milli þjáningarinnar og gleð- innar í mínum verkum. Fólkið í sögunni er ekkert sérstaklega sorg- mætt fólk. Ég umgengst þjáninguna ekki út frá neinu sérstöku sjónarmiði, þó að það kunni að koma þannig út. En erum við mennirnir ekki alltaf að leita í einhverjar píslarsögur?" Milli mannsins og heimsins... - „Úti er stríð og ég er að deyja," segir berklaveika stúlkan Sæunn í bókinni. Þar stillirðu einstaklingn- um andspænis heiminum, Páll i Englunum fæddist sama dag og ís- land gekk í Nató... „Já, ég hef vissa tilhneigingu til Það eru ekki bara mikil- mennin í sögubókunum sem skapa söguna, heldur fjöldinn sem er á bak við. Og fjöldinn er manneskj- ur sem allar eiga sína sögu. Að mínu mati er áhugaverðasta fólkið það fólk sem gleymdist að tala um. þess að finna samsvörun milli ein- staklingsins og heimsins," segir Einar. „Það sem menn hafa talið vera upphaf nútímabókmenntanna er ljóð eftir Baudelaire sem heitir Samsvaranir og byggir á þeim skiln- ingi að samlíkingin falli ekki utan við efnið, eins og í skáldskap þegar þú segir að eitthvað sé eins og eitt- hvað, heldur sé samlíkingin hluti af dæminu. Þetta held ég að hafi ein- kennt mín verk frá þvi ég skrifaði Riddara hringstigans. Strákurinn var alltaf að velta því fyrir sér hver væri munurinn á honum og heimin- um. Striðið er meira í bakgrunni sögunnar Draumar á jörðu vegna þess að einstaklingurinn og örlög hans eru mér hugstæðari sem efni. Það eru ekki bara mikilmennin í sögubókunum sem skapa söguna, heldur fjöldinn sem er á bak við. Og fjöldinn er manneskjur sem allar eiga sína sögu. Að mínu mati er áhugaverðasta fólkið það fólk sem gleymdist að tala um.“ -þhs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.