Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2000, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2000, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000 Helgarblað 29 DV og gat m.a.s. hlustað á leik á lútu, tamborínur og miðaldahörpu á með- an ég skrifaði þennan kafla. Sama gilti um vopnaburð og hernaö þessa tíma sem miklar upp- lýsingar er að finna um á Netinu. Þar fann ég lýsingu á gerð her- brests sem er nokkurs konar há- vaðasprengja sem menn voru að ná valdi á um þessar mundir. Þar er blandað saman brennisteini, viðar- kolum og saltpétri í tilteknum hlut- föllum til að fá mikinn hvell og eld- glæringar. Á þessum tíma var brennisteinn mikilvæg útflutnings- vara frá íslandi, en hann var aðal- lega notaður til púðurgerðar, svo segja má að íslendingar hafi verið í hergagnaframleiðslu fyrir Evrópu á þessum tíma.“ Ekki unglingabók Tvær fyrstu bækur Vilborgar, Við Urðarbrunn og Nornadómur, gerast á landnámsöldinni og voru samstæðar. Þær voru skrifaðar fyr- ir unglinga og hafa raunar notið mikilla vinsælda fólks á öllum aldri. Síðan skrifaði Vilborg bókina Eld- fórnina 1997, sem er einnig söguleg skáldsaga, byggð á þjóðsögum og heimildum, en er ekki unglingabók. Þessi nýja bók heitir Galdur og hef- ur undirtitilinn skáldsaga og kom því nokkuð á óvart að sjá fjallaö um hana í ritdómi i Morgunblaðinu undir flokkuninni „Unglingabók". „Þetta voru auðvitað ekki fagleg vinnubrögð og ég er reyndar nokk- uð undrandi á þeim. Þetta voru mannleg mistök og blaðið hefur beðist velvirðingar á þeim en þetta kom sér ekki sérlega vel fyrir mark- aðssetningu bókarinnar þótt dómur- inn sjálfur væri glimrandi góður og jákvæður." Gerir menn ekki ríka Vilborg skrifaði fyrstu tvær bæk- urnar meðfram fullu starfi við fréttamennsku en hefur undanfarin ár notið starfslauna úr Launasjóði rithöfunda sex mánuði í senn ár hvert, en segir að það sé sjóður í hálfgerðri kreppu, umdeilanlegur en þó lífsnauðsynlegur. „Starfslaunin gera manni auðvit- að kleift að skrifa en sex mánaða laun eru ekki nóg til að helga sig skriftum eingöngu í svo fámennu landi. Það verða fáir ríkir af því að skrifa skáldsögur enda er það yfir- leitt ekki hvatinn að því að fólk leggur það fyrir sig. Kannski er þessi sjóður svona rýr vegna þess að mýtan um að besti skáldskapurinn verði til í skorti og þjáningu undir saggafylltri súð lifir enn með þjóð- inni...“ Bertelsmann kaupir Risaútgáfufyrirtækið Bertels- mann i Þýskalandi keypti í sumar útgáfurétt á skáldsögunni Eldfóm- in. Bertelsmann hefur gefið út bæk- ur eftir tvo íslenska rithöfunda, þá Einar Má Guðmundsson og Einar Kárason, og má ætla að reynslan hafi verið svo góð að fyrirtækið hafi ákveðið að gera næst samning við íslenskan höfund sem héti ekki Ein- ar. „Bókin kemur út á þýsku á næsta ári og þetta er mikill áfangi fyrir mig. Þetta tryggir dreifmgu um allt Þýskaland og Bertelsmann er leið- andi fyrirtæki á sínu sviði sem aðr- ir útgefendur lita til, svo það er aldrei að vita hvaða dyr þetta getur opnað.“ Alin upp við ást á bókum Vilborg, sem er fædd árið 1965, er alin upp á Þingeyri við Dýrafjörð i hópi sex systkina. Hún fór 12 ára að vinna í frystihúsi og hver króna fór inn á bók til að greiða fyrir heima- vist í Menntaskólanum á ísafirði, enda voru kostirnir í augum ungra Dýrfirðinga aðeins tveir: menntun eða frystihúsið. Þannig var frysti- húsið menntunarhvetjandi. „Ég er alin upp við mikla ást á bókum. Vestfirskt sjávarþorp hefur ekki alltaf skilning á slíku en samt tókst foreldrum minum að ala okk- ur upp við mikinn bóklestur. Við fengum bækur við öll möguleg tæki- færi: á afmælum, eftir próf í skólan- um, á sumardaginn fyrsta og að sjálfsögðu á jólunum. Á Þorláks- messu fékk ég bók aukreitis til að stytta biðina eftir jólunum. Ástin og áhrifavaldarnir Ég var sílesandi og sískrifandi sem krakki og kannski flúði ég veruleikann inn í ævintýraheim bókanna. Þegar ég var 12 eða 13 ára sendi ég smásögu í „blaðið okkar“ sem var Þjóðviljinn. Vilborg Dag- bjartsdóttir, sem sá um bamasíð- una, Kompuna, birti hana í heilu lagi og sendi mér bókina um Hobbit eftir J.R.R. Tolkien í ritlaun og hvatti mig til dáða. Þetta hafði djúp áhrif á mig,“ segir Vilborg þegar hún er spurð um áhrifavalda sem er leiðindaspuming númer eitt hjá flestum rithöfundum, en bætir svo Isabellu Allende, Umberto Eco, Ed- ward Rutherford, Ellis Peters og Jean Plaidy á listann yfir áhrifa- valda sína fyrir utan Vilborgu. Þeim nöfnum er ótrúlega oft ruglað saman þrátt fyrir 35 ára aldursmun og seinast fengu þær félagsskírteini hvor annarrar í Rithöfundasam- bandinu heimsent í pósti. Vilborg er sjálfstæð móðir, á tvö börn, sitt með hvorum Isfirðingn- um, eins og hún orðar það, en er nýtrúlofuð og ástfangin upp fyrir haus af Þórarni Jóni Þórarinssyni sem hún segir að sé fallegasti mað- ur á íslandi, jafnt hið innra sem ytra..Það er ekkert minna en upp- örvandi fyrir blaðamann á hlaup- um undan bókaflóði jólanna, sem senn brotnar á sandströnd kaup- getu alþýðunnar, að hitta ham- ingjusaman rithöfund. -PÁÁ Rafmagnsgítar, magnari m/effekt, ól og snúra. Áður 40.400 kr. Nú 27.900 kr. Kassagítarar frá 7.900 kr. ^ v Trommusett m/diskum + kjuðum, 45.900,-^“ . ☆☆☆☆☆☆ Nokkur sœti laus f jólaferðirnar: Sól og hiti í Mexíkó og d Kanaríeyjum Sól og snjór d skíðum d italiu Puerto Vallarta í Mexfkó Staður fyrir vandláta 18. desember í 14 nætur. Kanarfeyjar Örfá forfallasæti 19. eða 21. desember í 15 nætur Skíðaferð til ltalíu 22. desember í 11 nætur (aðeins 5 vinnudagar). Aðventutilboð: Kanaríeyjar 6. desember/13 nætur Verð: 49.900 kr. ^jn.v. lágmark 2 í íbúð á Las Camelias Lágmúla 4: sími 585 4000, grænt numer: 800 bSUOj Kringlan: sími 585 4070, Kópavogi: sími 585 4100, Keflavík: sími 585 4250, Akureyri: sími 585 4200, Selfoss: sími 482 1666 - og hjá umboösmönnum um land allt. www.urvalutsyn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.