Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2000, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2000, Side 31
LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000 31 DV Höfuðhögg á Bónstöð Ég er alveg ofboðslegur frétta- fíkill. Byrja að hlusta á útvarps- fréttir klukkan sjö á morgnana og síðan á klukkutímafresti til hádegis - og alltaf sömu fréttirn- ar. í hádeginu les ég svo dagblöðin en í þeim fæ ég fréttirnar síðan í gær, já eða jafnvel eldri fréttir og á kvöldin fæ ég svo fréttir frá tveim sjónvarpsstöövum, síðan tíufréttir og svo miðnæturfréttir sem eru endurteknar útvarps- fréttir í sjónvarpinu. Ætla mætti að slík fréttaflkn bæri þann árangur að flkillinn yrði svona einsog dálítið hagvanur í gangi heimsmála, blóðugum átök- unum í öllum heimshornum, flöldamorðum og útrýmingu heilla þjóða, kennaradeilum, útstreymi gjaldeyris og lækkandi gengi krón- unnar, svo nokkuð sé nefnt. En nú kemur það skrýtna. Mér finnst stundum að ég sé öngvu nær um fréttnæma við- burði sem berast mér í fjölmiðl- um, þó ég marglesi hverja frétt. Fréttum af svindli og svínaríi botna ég ekkert í, en verð þó stundum var við örlítinn öfund- arvott útí þá sem komast upp með skepnuskapinn. Fréttir af stórstyrjöldum, fjöldamorðum og manndrápum vekja mér afturá- móti öngva öfund enda eru frétt- ir af slíkum umsvifum mér ger- samlega óskiljanlegar. Hvers vegna? Vegna þess að það vantar - góðir hálsar - fréttaskýringar; greinargóðar út- listanir á því um hvað mál snú- ast. Já - það vantar fréttaskýring- ar. Þaö bar til tíðinda í hinni vik- unni að einn ástsælasti þingmaö- ur okkar, Árni Johnsen, rotaðist á bónstöð. Frá þessu var skýrt á útsíðu DV enda ekki lítil tíðindi, þar sem þingmaðurinn lá í roti dágóða stund og ekki síður vegna hins að hann jafnaði sig snarlega eftir að hann vaknaði. Slysið vildi til með þeim hætti að mað- ur var að vinna í stiga sem reist- ur hafði verið upp við hurð „og þegar Árni gekk um dyrnar féll stiginn að sjálfsögðu <lbr. mín) niður á Árna.“ „Árni rotaðist en maðurinn í stiganum handleggs- brotnaði." Og áfram segir í frétt- inni: „Ég skil ekki hvernig honum datt í hug að reisa stiga upp við hurð sem opnast inn,“ sagði Páll á Bónstöðinni, sem hlúði að Árna og kom honum svo niðurí Alþingishús. Sjálfur vildi Árni Johnsen sem minnst gera úr þessari heimsókn sinni á Bónstöðina þegar eftir því var leitað. Athygli vekja þó orð hans þegar hann lyfti höfði, raknaður úr öngvitinu: „Maður hefði meitt sig ef mað- ur hefði ekki fengið þetta í höf- uðið.“ ■ ■ Þessi frétt er einsog svo marg- ar aðrar því marki brennd að hún vekur upp fleiri spurningar en hún svarar. Fréttin er einsog sveipuð dulúð. Lesandinn er vak- inn til mikillar forvitni um það hvað var eiginlega á seyði þarna á Bónstöðinni á miðvikudags- morguninn í hinni vikunni. Hér vantar rannsóknarblaða- mennsku; fréttaskýringar. Brýnt er að fá teiknaða afstöðumynd af vettvangi. Sýna Bónstöðina og feril þátttakenda í harmleiknum. Var nefndur Árni að fara inní Bónstööina eða koma útúr henni þegar hann fékk höfuðhöggið. Og þó umfram allt að fá á orðum þingmannsins skýringu þegar hann segir (að vísu skömmu eftir að hann hafði fengið höfuðhögg- ið): „Maður heföi meitt sig ef mað- ur heföi ekki fengið þetta í höf- uðið“. ■ Svo dularfullt er þetta mál að þjóðin er farin að gera því skóna að hatursmenn Árna hafi þarna séð sér leik á borði að vinna þingmanninum miska eða jafnvel ganga frá honum. Það er ekki einleikið, raunar fáheyrt og á sér áreiðanlega engin fordæmi að menn láti sér detta í hug að reisa stiga upp við hurð sem opnast inn. Og ef útí það er farið - Hversvegna opnast hurð á bónstöð yfirleitt Helgarblað Wc V PWf í si inn? Hún á samkvæmt lögum að opnast út svo maður brenni ekki inni ef kviknar í Bónstöð- inni. Og þegar fullyrt er að þing- maðurinn sé orðinn „algóður" í höfðinu, er þá verið að gefa i skyn að hann hafi verið eitt- hvað vanheill í höföinu fyrir höfuðhöggið? Þetta dularfulla mál verður að upplýsa strax en það verður ekki gert nema rannsóknar- blaðamennska komi til og að í markvissri fréttaskýringu verði frá þvi greint hvað það var sem Árni fékk í höfuðið og varð til þess að hann meiddi sig ekki. Flosi Nýbreytni í jólabókaflóðinu: Einn íslenskur úr- valskarl á mánuöi - dagatal Sölku árið 2001 T ölvumegrunarkúr ? - appelsínuhúðin hvarf Sharon Stone: Megrunar- og útlitskúrar eru mismunandi en sá auðveldasti er eflaust sá sem Sharon Stone tókst á við fyrir skömmu þegar hún sat fyrir hjá Elle. Margir þekkja kúr- inn undir nafninu Photoshop, en þaö er tölvuforrit sem getur breytt útliti fólks til hins óendan- lega. Þrálátur orðrómur þessa efnis hefur gengið á Netinu und- anfarið en Elle hefur neitað öllum ásökunum um að hafa fjarlægt appelsínuhúð og slitna húð af maga Sharonar með tölvutækn- inni. Segja sumar beittar tungur að tölvudeild tímaritsins hafi ver- ið i yfirvinnu við að bjarga því sem bjargað varð. Á myndunum er Sharon klædd í bikini og heldur á ungum syni sínum, Roan Joseph, í fangi sér. Sést vel í maga og læri og þykir það með ólíkindum hversu vel hún er á sig kom- in þrátt fyrir aldur og fyrri störf. Fullyrða menn að lær- in á henni hafi auk þess ver- ið minnkuð nokkuð. Tals- menn Elle-tímaritsins segja að Sharon sé einfaldlega mjög vel á sig komin líkam- lega, hún líti stórkostlega út og ekkert hafi þurft að laga með hjálp tölvunnar. En hvað með það, þegar Basic Instinct 2 kemur í kvik- myndahús fáum við væntan- lega að sjá jafn mikið og í fyrri myndinni. Þá getum við séð allt sem við viljum og kannski meira. íslensk dagatalahefð hefur eink- um markast af íslenskum landslags- myndum og nú í seinni tíð hafa haldið innreið sína á verkstæða- markaðinn dagatöl með konum sem starfa á íslandi eða eru íslenskar. Nú er hins vegar komin sérstök ný- breytni í jólabókaflóðinu. Bókafor- lagið Salka hefur einbeitt sér að konum varðandi markaðssetningu; bækur þess eru um konur, eftir kon- ur eða fyrir konur. Þess vegna kem- ur það kannski ekki á óvart að Salka taki sig til og gefi út dagatal með íslenskum karlmönnum. Ljósmyndarinn sem tekur mynd- ir af karlmönnunum fongulegu er Gréta S. Guðjónsdóttir. Fyrirsæt- urnar eru ekki af verri endanum en þar má nefna Andra Snæ Magnason rithöfund, Stefán Mána rithöfund, Matthías Viðar Sæmundsson og Thor Vilhjálmsson, svo einn þriðji sé nefndur. Rétt er að taka fram að allir eru þeir fullklæddir nema Thor sem reyndar er hálfur niðri í vatni. -sm Desember 2001 Rithöfundurinn Thor Vilhjálmsson Sviðsljós Janúar 2001 Fræöimaöurinn Matthías Viöar Sæmundsson Grýlukertasería 200 Ijósa útisería 2.690 kr. HÚSASMIDJAN Sími 525 3000 • www.husa.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.