Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2000, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2000, Side 32
32 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000 Helgarblað I>V Christine Jennings hafði mætt mótlæti í lífinu: Taldi sig loks- ins komna í örugga höfn Christine Jennings var að nið- urlotum komin. Hún var með mis- heppnað hjónaband að baki, hún þurfti að sjá fyrir tveimur ungum börnum, reikningarnir hrúguðust upp og hún bjó i hrörlegri ibúð í skuggalegu hverfi. Það var ekki hægt að bjóða henni meira. Það þótti því ekkert undarlegt að Christine, sem var 28 ára göm- ul, dökkhærð og lagleg, skyldi taka geðlyf. Hún var svo svartsýn að hún kom ekki auga á nokkra leið sér til bjargar. Lækninum hennar hugkvæmdist þá að vísa henni til leigumiðlunar bæjarins í þeirri von að hún kæmist að minnsta kosti úr fátækrahverfinu sem hún bjó I eitthvert betra hverfi í hafnarbænum Sout- hampton. Það var þannig sem fundum Christine og yfirmanns leigumiðl- unarinnar, Alans Kershaws, bar saman i fyrsta sinn í ágúst 1991. Hann var hálfflmmtugur og leit alls ekki út fyrir að starfa hjá hinu opinbera. Hann var vel klæddur og snyrtilegur og leit eig- inlega frekar út fyrir að vera kaupsýslumaður. Hann var vin- gjamlegur og viðmótsþýður og hlustaði vinsamlega á harmasögu Christine Jennings. Draumurinn breyttist í martröð Saga hennar var í raun frá- brugðin sögu margra annarra. Hún var læknisdóttir og fyrrver- andi eiginmaður hennar var skipamiðlari. Þau höfðu kynnst þegar hún var 20 ára og var við nám i háskólanum. Það leið ekki á löngu þar til þau giftu sig og fluttu til bæjarins Chester þar sem þau voru hamingjusöm og lifðu þægi- legu lífi. Þetta var draumahjóna- band sem breyttist hins vegar í martröð þegar bömin, John og Francis, komu í heiminn. John Jennings missti allan áhuga á eig- inkonu sinni og fjölskyldu og varði meiri tíma utan heimilisins en innan þess. Að lokum flutti hann heim til ritarans síns og lét Christine og börnin sjá um sig sjálf. Rómantík í loftinu Alan Kershaw var ákaflega skilningsrikur. Hann kvaðst sjálf- ur eiga misheppnað hjónaband að baki og búa í leiguhúsnæði vegna slæms efnahags. Samræður þeirra gengu vel og það var ekki laust við að rómantík svifl yfir vötnun- um. Kershaw lofaði að útvega Christine Jennings raðhús á einu af grænum svæðum bæjarins og hún sveif næstum þvi út af skrif- stofunni. Sama kvöld hringdi síminn heima hjá henni. Alan Kershaw var í símanum. Hann vildi gjarn- an bjóða henni upp á drykk kvöld- ið eftir. Kvöldið varð mjög róman- tískt og Christine hlustaði gjam- an á þjáningarsögu Alans. Þegar hann keyrði hana heim í nýja Heimili Kay Kennedy Viö þetta hús geröist örlagaríkur atburöur aö næturiagi. Á brúðkaupsdaginn Christine Jennings og Alan Kershaw á brúökaupsdaginn. Þau voru gefin saman í ráöhúsinu í Southampton. Benzinum sínum bauð hann henni út að borða næsta kvöld. Tilfinningar þeirra urðu heitari og heitari. Fljótlega voru þau far- in að hittast á hverjum degi, þau fóru í stutt ferðalög með bömin og höguðu sér í einu og öllu eins og fjölskylda. Einum mánuði eftir heimsókn Christine til leigumiðl- unarinnar bað Alan Kershaw hennar og hún tók bónorði hans. Þau voru gefln saman í ráðhús- inu í Southampton í september 1991. Þrátt fyrir aldursmuninn virtust þau fullkomið par. Sam- band þeirra varð innilegt og ástríðufullt. Ári seinna fluttu Kershaw og litla fjölskyldan hans út á land í hús frá 18. öld sem var með útsýni yfir hafið. Þar var einnig pláss fyrir smáhesta barnanna. Svo virtist sem Christine Jennings væri komin i örugga höfn eftir all- ar hrellingarnar. Hún var svo upptekin af nýja lífinu sínu að hún tók ekki eftir hægfara breyt- ingu á eiginmanni sínum. Hættumerkin voru samt nógu áberandi. Alan Kershaw var orð- inn lokaður og þögull. Vinnudag- ur hans varð lengri og lengri og þegar hann kom heim settist hann fyrir framan sjónvarpið. Christine „Hún var svo upptek- in af nýja lífinu sínu aö hún tók ekki eftir hægfara breytingu hjá eiginmanni sín- um. Hættumerkin voru samt nógu áber- andi. Alan Kershaw var oröinn lokaöur og þögull. Vinnudag- ur hans varð lengri og lengri..." neitaði aö trúa þvi að eitthvað gæti verið að. Ef til vill leiö hon- um illa yfír því að hafa orðið að taka stór lán til húsnæðis- kaupanna. Ef til vill var fjárhag- urinn ekki nógu góður. í janúar 1993 var orðið stirt á milli hjónanna. Christine var far- in að sofa í gestaherberginu. Hún vissi enn ekki hvað amaði að og maðurinn hennar neitaði að tala um það. Hið fullkomna hjónaband virtist vera farið út um þúfur. Christine, sem var þjökuð af áhyggjum, greip nú til bragðs sem hún hafði ekki átt von á að hún væri fær um. Hún leigði einka- spæjara til að fylgjast með ferðum Alans. Hún fékk fljótlega skýrslu þar sem sagði að nýja Benzinum hans Alans væri oft lagt við hús Kay Kennedy, 37 ára gamallar skrifstofustúlku hjá bænum. Aðfaranótt 4. mars 1993 lá Christine svefnlaus. Hugur henn- ar var þungur. Um þrjúleytið fór hún á fætur og ók að húsi Kay Kennedy í Colinstræti. Benzinn var fyrir utan húsið. Christine sagði siðar frá því sem gerðist fyr- ir rétti í Southampton. „Dómgreindin brást mér. Ég hugsaöi bara um að særa Alan og Christine Jennings Christine taldi sig hafa höndlaö hamingjuna þegar hún giftist Alan Kershaw. Hann var bæöi viömótsþýöur og skilningsríkur. Draumahúsið Christine og Alan fluttu í þetta 18. aldar hús úti á landi ári eftir aö þau voru gefin saman í ráöhúsinu. skyndilega kom mér í hug hvem- ig ég gæti hrellt hann.“ Christine var með aukalykil að Benzinum. Hún læddist að bílnum og setti hann í gang. Það var strax kveikt ljós í íbúð Kay Kennedy og Alan, sem alltaf hafði sofið létt, sá út um gluggann hvað var að ger- ast. Hann gerði sér strax grein fyr- ir að þvi sem honum þótti vænst um, bílnum hans dýra, var mikil hætta búin. Þegar Christine bakk- aði út úr stæðinu komu bæði Alan og Kay Kennedy þjótandi á nátt- sloppum. „Ég setti bílinn í gír og ók áfram. En það var eins og ég væri bara áhorfandi að því sem gerðist. Ég stefndi beint á Alan, augljós- lega í þeim tilgangi að aka á manninn sem hafði svikið mig svo gróflega." Bíllinn lenti með braki og brest- um á húsveggnum samtímis því sem sársaukaóp barst út í nátt- myrkrið. Það kom ekki frá Alan Kershaw sem hafði tekist að stökkva til hliðar. Bíllinn hans skemmdist reyndar og sjálfur fékk hann nokkrar skrámur. Kay Kennedy var hins vegar ekki jafn heppin. Billinn hafði rekist á hana með öllum sínum þunga og hún lést einni klukkustund seinna á sjúkrahúsi af völdum innvortis meiðsla. Christine Kershaw játaði sig seka um manndráp. Hún mætti þó skilningi vegna kringumstæðn- anna og hún slapp meö skilorös- bundinn dóm gegn því að hún færi í meðferð hjá geðlækni. Hún sagði síðar að hún hefði sagt skiliö við karlmenn fyrir fullt og allt. Og hún bætti því við að hún myndi aldrei framar leita að- stoðar hjá húsnæðismiðlun bæjar- yfirvalda. Systirin fann morðingjann Terasa fann strax á sér að eitthvað hræðilegt hafði komið fyrir tvíburasystur hennar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.