Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2000, Side 34
34
LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000
Helgarblað
Fjármálasviðið
Valdamestu
menn íslands
Völd eru mæld í peningaforráðum og mannaforráðum. Með því að
miða við það er hægt að finna sex valdamestu menn innan höfuð-
skepnanna í íslenskum veruleika, fjármálasviðinu, viðskiptasviðinu,
menningarsviðinu og stjórnmálasviðinu. Stóra myndin er máluð.
Rétt er að hafa hugfastan muninn á völdum og áhrifum. Við röðun á
þessa lista var lögð áhersla á að hinir útvöldu hefðu völd en horft var
fram hjá áhrifum þeirra. Ráðgjafar okkar við gerð listans lögðu fram stutta
lýsingu á hverjum og einum.
Þorgeir
Eyjolfsson
Aldur: 49
Framkvœmda-
stjóri Lífeyris-
sjóðs verslunar-
manna
Lífeyrissjóðim-
ir ráða yfir gifurlegum fjármunum
og þar er Lífeyrissjóður verslunar-
manna hvað sterkastur. 1 gegnum
fjárfestingar sínar hafa sjóðirnir
gríðarleg ítök í atvinnulífinu. Áhrif
þeirra eru slík að Alþingi kennir líf-
eyrissjóðunum um fall krónunnar.
Umsögn: „Æösti hofprestur lífeyr-
issjóóakirkjunnar. “
Jón Ólafsson
Aldur: 46
Stjórnarformad-
ur Norðurljósa
Jón Ólafsson er
einvaldur 1 ís-
lenskum afþrey-
ingariðnaði. Hann
ræður yflr meirihluta útvarpsmark-
aðarins, helmingi sjónvarpsmarkað-
arins, 80% hljómplötumarkaðarins
og er auk þess 40% hluthafi í Tali.
Jón á auk þess hlut í mjög mörgum
íslenskum fyrirtækjum.
Umsögn: „Á stœrsta safn óvina í
einkaeign á íslandi."
Sigurður Gísli
Palmason
Aldur: 46
Stjórnarformað-
ur Þyrpingar
Þyrping á
meira af fasteign-
um en nokkurt
Jón Ásgeir
Jóhannesson
Aldur: 32
Forstjóri Baugs
Jón Ásgeir er
sonur Jóhannesar
Jónssonar, sem
kenndur er við
Bónus. Baugur er langstærsti aðil-
inn á íslenskum matvörumarkaði.
Eignarhaldsfélag hans og fjölskyldu
hans, Gaumur, á hlut í mjög mörg-
um fyrirtækjum og rekur veitinga-
staði, verslanir og fasteignir, svo
eitthvað sé nefnt.
Umsögn: „Skriðdreki í leóur-
jakka. “
herra lengur en nokkur annar.
Umsögn: „Þaó er búið að segja
um Davíð allt sem hœgt er aó
segja. “
Halldór
Asgrímsson
Aldur: 53
Utanrikisráð-
herra
Halldór er for-
maður Fram-
sóknarflokksins
og hefur gríðarleg pólitísk völd.
Skýrasta dæmið um vald Halldórs
er helmingaskipting ríkisstjórn-
arinnar þar sem áhrif Framsókn-
ar vega jafn þungt og áhrif Sjálf-
stæðisflokksins þrátt fyrir mik-
inn fylgismun í síðustu kosning-
um.
Umsögn: „Selurinn hefur manns-
augu. “
Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir
Aldur: 45
Borgarstjóri
Ingibjörg er
borgarstjóri og
óskoraður foringi
vinstri manna á
íslandi. Margir fullyrða að án
hennar væri R-listinn ekki til.
Auk valds hennar sem borgar-
stjóri færa væntingar vinstri
manna til Ingibjargar sem mögu-
legs leiðtoga henni gífurlega
sterka stöðu.
Umsögn: „Tonnatak vinstri-
manna. “
annað fyrirtæki á íslandi. Það á
Holtagarða, Flugleiðahótelin og
Kringluna, svo fátt eitt sé nefnt.
Sigurður Gísli á auk þess með
systkinum sínum Hof, sem er stór
hluthafi í mörgum fyrirtækjum.
Dótturfélag Hofs er 3P fjárhús, sem
er í eigu Sigurðar Gisla, Jóns
Pálmasonar og Páls Kr. Pálssonar
og hefur fjárfest víða í íslensku at-
vinnulífi.
Umsögn: „ET íslensks viðskiptalífs
og er ekki á leiöinni heim. “
Þorsteinn Már
Baldvinsson
Aldur: 48
Framkvœmda-
stjóri Samherja
Þorsteinn er
ókrýndur kon-
ungur sægreif-
anna. Hann er stærsti eigandi og
framkvæmdastjóri stærsta sjávar-
útvegsfyrirtækis landsins, sem
auk þess teygir arma sina til
margra annarra landa. Þorsteinn
á auk þess í mörgum íslenskum
fyrirtækjum, þar á meðal íslands-
banka-FBA.
Umsögn: „Hann fagnar milljarða-
samningum meö því að fá sér Big
Mac. “
Stjórnmálasviðið
Davíö Oddsson
Aldur: 52
Forsœtisráð-
herra
Davíð er óskor-
aður foringi Sjálf-
stæðisflokksins
og forsætisráð-
*
Bjarni
Armannsson
Aldur: 32
Bankastjóri ís-
landsbanka-FBA
Bjarni varö
bankastjóri FBA
og skilaði bankan-
um sjálfum, ríkissjóði og hluthöfum
gífurlegum hagnaði fyrstu þrjú
starfsár bankans. Hann er annar
bankastjóri Íslandsbanka-FBA og
andlit bankans út á við. Mikið mark
er tekið á orðum hans í fjármála-
heiminum.
Umsögn: „Unglingurinn í verð-
bréfafrumskóginum. Eia perlur, eia
gimsteinar. “
Halldór J.
Kristjánsson
Aldur: 45
Bankastjóri
Landsbankans
Halldór stýrir
Landsbankanum
einn í stað nokk-
urra bankastjóra áður. Bankaráð
Landsbankans hefur tekið nokkrum
breytingum síðustu ár og er veikara
nú en oft áður. Landsbankinn gegn-
ir lykilhlutverki i fjármögnun í at-
vinnulífinu og hefur lengi gert.
Halldór hefur neitunarvald um allar
lánveitingar og veitir það honum
mikil völd.
Umsögn: „Einn fyrir alla. Þriggja
manna maki í bankastjórn. “
Sigurður
Einarsson
Aldur: 40
Forstjóri Kaup-
þings
Sigurður stýrir
Kaupþingi, sem
hefur verið mjög
virkt í viðskiptalífl landsins og ver-
ið aflvaki í ýmsum merkum samein-
ingarferlum. Tengsl Kaupþings við
mörg fyrirtæki eru náin, til dæmis
er Kaupþing stór hluthafl í íslands-
banka-FBA. Ættartengsl Sigurðar
skemma ekki fyrir, en hann er son-
ur Einars Ágústssonar, alþingis-
manns, ráöherra, sendiherra og
framsóknarmanns.
Umsögn: „Skjaldbakan kemst
þangað líka. “
&
Valur Valsson
Aldur: 56
Bankastjóri ís-
landsbanka-FBA
Til marks um
vald Vals er aö
skömmu fyrir
sameiningu ís-
landsbanka og FBA er að skömmu
fyrir sameiningu tók hann öll völd í
íslandsbanka samkvæmt nýju
skipuriti. Valur er þungavigtarmað-
ur í fjármálaheiminum og með gríð-
arlega reynslu og tengist efnafjöl-
skyldum fjölskylduböndum.
Umsögn: „Menn voru aó hugsa um
Val þegar þeir settu hákarl í auglýs-
ingar íslandsbanka. “
Friörik
Jóhannsson
Aldur: 43
Framkvœmda-
stjóri Burðaráss
Friðrik stjómar
íjárfestingafélag-
inu Burðarási,
sem á hlut i fleiri sjávarútvegsfyrir-
tækjum en tölu verður á komið.
Auk þess hefur félagið fjárfest í
tæknigeiranum og er meðal annars
stór hluthafl í liftæknifyrirtækinu
Urði Verðandi Skuld.
Umsögn: „Stjórnar egginu sem
getur vaxið hœnunni yfir höfuð. “
Viðskiptasviðið
Benedikt
Jóhannesson
Aldur: 45
Forstjóri Talna-
könnunar
Vald Benedikts
liggur meðal ann-
ars I þeim vænt-
ingum sem gerðar eru til hans af
valdamiklum mönnum. Benedikt
á og rekur útgáfu- og ráðgjafarfyr-
irtækið Talnakönnun. Hann situr
í stjórnum Útgerðarfélags Akur-
eyringa og Eimskips og er stjórn-
arformaður Nýherja, Skeljungs og
Myllunnar. Benedikt er af Engeyj-
arætt.
Umsögn: „ Vonarstjarnan á kvöld-
himni íslensks viðskiptalífs. “
Benedikt
Svelnsson
Aldur: 62
Stjórnarformað-
ur Eimskips
Benedikt er
kallaður stjórnar-
formaður íslands
vegna setu sinnar í stjómum fleiri
fyrirtækja en tölu verður á komið.
Hann er stjórnarformaður Eim-
skips, Sjóvá-Almennra og Marel,
svo örfá séu nefnd. Þar fyrir utan er
hann forseti bæjarstjórnar í Garða-
bæ og stýrir þar hreinum meiri-
hluta sjálfstæðismanna.
Umsögn: „Guðfaöir Engeyjarœtt-
arinnar. ítök hennar veröa ekki rak-
in í stuttu máli. “
rr