Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2000, Page 38

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2000, Page 38
38 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000 Helgarblað DV Kristín Gunnlaugsdóttir opnar sýningu í anddyri Hallgrímskirkju á sunnudaginn: Sætti hugsun og hjarta með því að hætta að mála Kristín Gunnlaugsdóttir er rauöklædd og rímar vel vió litsterkar myndirnar sem hallast makindalega upp aö háum veggjunum í vinnustofunni. Hún œtlar aö sýna ársframleiösluna, fjögur stór olíumálverk, í and- dyri Hallgrímskirkju frá og meö sunnudegi og því síöustu forvöö aö sjá þau í glannabirtu vinnu- stofunnar. Þau drekka glöö í sig vetrarsólskiniö og áreiöanlega munu þau skila því aftur til gesta í rökkri kirkjunnar. Þeir sem kunnugir eru ferli Krist- ínar verða fljótir að koma auga á ákveöna breytingu í þessum mynd- um. Hún sýndi síðast í Listasafni Akureyrar fyrir þremur árum lítil eggtemperu-verk og þó ekki sé ann- að þá kemur stærðin á óvart. „Ég hef ekki málað svona stór olíumál- verk í einu í mörg ár,“ segir hún. „Síðasta einkasýningin með svona stórum myndum var í Gallerí Ný- höfn 1991. Það var því nokkuð stórt skref sem ég tók þegar ég byrjaði aftur að vinna eftir að ég eignaðist dóttur fyrir ári. Reyndar hef ég gert eina og eina stóra mynd inn á milli síðustu ár og ég gerði altaristöfluna fyrir Stykkishólm á meðan ég var ófrísk.“ Hækjunum hent „Ég tók þá ákvörðun að vinna stórt, sem hlýtur aö þýða það að ég hafi öðlast meira sjálfstraust," held- ur Kristín áfram. „En aðalbreyting- in held ég að sé sú að ég er búin að henda frá mér öllum hækjum. Og það gefur gríðarlegt frelsi. Ég er ekki að stæra mig af að vera orðin meiri listamaður en ég fmn að ég er orðin sjálfstæðari." - Hvað kallarðu hækjur? „Meðal annars skoðanir og álit annarra, allt sem er aö gerast í list- um í samtímanum og fortíðinni, sýningar, bækur... Ég á hundruð listaverkabóka sem ég notaöi áður tO að keyra mig upp en ég þarf ekki á þeim að halda lengur. Ekkert af því sem var mér nauðsynlegt áður tU að fá innblástur hef ég lengur þörf fyrir. Ég leita algerlega í eigin brunn og reynslu og vinn út frá því. Tengingin mUli hugar og hjarta er líka orðin betri. Fyrir mér virkar þetta þannig að vinni maður með huganum skiptir innihaldið og gagnrýnin hugsun svo miklu máli. En það gerist oft á kostnað stemmn- ingar og tilfmninga, hins óræða sem vUl verða áleitnara þegar maö- ur er tengdur hjartanu. Mikið af nú- tímalist gengrn- nær eingöngu út frá huganum, en þeir sem ganga út frá hjartanu eru oft taldir væmnir og með óljósar hugmyndir um það sem þeir eru að gera. Alveg síðan ég byrjaði að vinna í myndlist hef ég reynt að koma á friði mUli þessara tveggja póla, því fyrir mér veröur þetta að vinna saman. Og hjá mér hefur það tekist best með því að hætta algerlega að vinna.“ Eilíföarleitin Kristín hætti alveg að mála um tima frá því að móðir hennar veikt- ist lífshættulega 1996 og þar tU hún lést einu og hálfu ári síðar. „Það var mikU reynsla að þurfa að taka sér algera hvUd,“ segir Kristín. „Þá uppgötvaði ég að ég þurfti ekki að mála. Það var ekki skUyrði fyrir hamingju minni. Það hafði ég ekki þorað að hugsa áður. Hins vegar þykir mér skemmtUegt að mála og því var eðlilegt að taka fram penslana þegar ég hafði tíma og orku í það. En þegar ég byrjaöi að vinna aftur þá hafði það gerst aö ég fann fyrir nýrri og óþekktri frels- istUflnningu. Ég þurfti ekki á neinu að halda tU þess að mála - ég þurfti ekki einu sinni að mála! Nú mála ég fyrst og fremst af innri þörf og leið- in er greiðari með það sem ég vU koma tU skUa.“ - Hverju vUtu koma tU skUa? „Það er auðvitað leit tU eilifðar, en ég gæti sagt að ég væri að fjaUa DV-MYNDIR HILMAR PÓR Á öllum myndunum á sýningunni er barn „Barnið kemur til af því að ég hef sjálf upplifað gleðina viö að eignast barn, en ég styöst ekki við dóttur mína sem persónu á myndunum. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.