Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2000, Síða 60
Tilvera
LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000
A/hat Planet Are You From?
V íðáttuvitleysa
Gamanmyndin What Planet
Are You From er nýjasta kvik-
mynd leikstjórans Mike Nichols
sem m.a. er þekktur fyrir The
Graduate,
Birdcage
og Primary
Colors.
Handritið
er skrifað
af grínist-
anum
Garry
Shandling
, sem sjálfur
íeikur sitt
fyrsta aðal-
hlutverk í kvikmynd. í stuttu máli
fjallar myndin um geimveru,
íeikna af Shandling sem er sendur
til jarðar í líki manns að nafni
Harold Anderson, í þeim tilgangi
ið geta barn með konu. Það reyn-
ist að sjálfsögðu hægara sagt en
gert og Harold þarf að yfirstíga
nargar hindranir áður en yfir lýk-
Allt lofar þetta svo sem góðu en
oað er hins vegar umhugsunarefni
ivers vegna gamanmynd, mjög
yndin á köflum, er jafn vond og
nyndin What Planet Are You
’’rom. Shandling beitir dökkum
úmor, svipuðum og er að finna í
ónvarpsþáttum á borð við Sein-
ld og Everybody Loves Raymond,
iida eru þar kollegar hans á ferð.
[yndin byrjar bráðvel á skemmti-
agu atriði á plánetu í öðru sólkerfi
■n eftir því sem líður á kemur í
jós að söguþráðurinn er klisja sem
/art verður við jafnað og þegar
ipp er staðið er ekkert eftir sem
oöfðar til meðalgreindra áhorf-
/nda. Handritið er hugsunar- og
lugsjónalaust og líklegasta ástæð-
an að of margir handritasérfræð-
ngar hafi fengið að þynna það út.
Þegar svo er í pottinn búið skiptir
leikaravalið engu og þrátt fyrir
heiðarlega tilraun Annette Bening,
Johns Goodmans og Bens Kingsley
fá þau ekki bjargað þessari mynd.
Svartur sjónvarpshúmorinn,
hversu fyndinn sem hann er, dugir
heldur ekki til að halda þessari
gömlu lummu á floti.
-aþ
.elkstjórl: Mike Nichois. Útgefandi: Skif-
an. Bandaríkin 2000 Lengd: 107 mínút-
jr. Öllum leyfö.
Rupert Everett:
Man tímana tvenna
„Þaó hefur tekió mig langan tíma
að ná aftur vinsœldum og ég held að
ég hefói ekki þrek í aó taka dýfu einu
sinni enn. Frœgö kemur og fer og er
svo miskunnarlaus að hún getur
gjörbreytt persónuleika þínum. Þeg-
ar svo frœgðin er horfin er nióurlœg-
ingin mikil. Ég get ekki hugsað þá
Ferill Ruperts Everetts
í kvikmyndum:
Another Country, 1984
Arthur The King, 1984
Dance With a Stranger, 1985
Chronicle of a Dead Foretold, 1987
Duetsfor One, 1987
Hearts of Fire, 1987
Tolerance, 1989
The Comfort of Strangers, 1991
Shooting Angels, 1993
Lies, 1994
The Madness of King George, 1994
Prét-a-Porter, 1994
Dunstons Checks In, 1996
My Best Friend’s Wedding, 1997
Shakespeare In Love, 1998
A Midsummer Nights Dream, 1999
An Ideal Husband, 1999
Inspector Gadget, 1999
B Monkey, 1999
The Next Best Thing, 2000
hugsun til enda ef ég þarf sjötíu og
tveggja ára gamall að fara í
leikprufu fyrir lítið hlutverk. “
Þetta eru orð Ruperts Everetts,
sem leikur á móti Madonnu í The
Next Best Thing, sem er vi
sæl á myndbandamarkaðin-
um í dag. Everett man
tímana tvenna. í dag er
hann eftirsóttur leik-
ari, kominn í hóp
stjarnanna, þar sem
hann segist kunna
ákaflega vel við sig.
Þessa frægð á hann
að þakka frammi-
stöðu sinni í My Best
Friend’s Wedding.
Endurkomu Everetts
má líkja við endur-
komu John Travolta
í Pulp Fiction. Báðir
höfðu verið vinsælir
ungir en lent í mik-
illi lægð.
Everett fæddist 29.
maí 1959 og var faðir
hans háttsettur for-
ingi í breska hem-
um sem fór út í við-
skipti með góðum árangri þegar
herþjónustu lauk. Everett ólst upp í
lúxus og fór hefðbundna leið í gegn-
um skólanám með viðkomu í góð-
um háskólum. Hann byrjaði í kvik-
myndum með miklum stæl í
Another Country árið 1984 og var
talað um hann sem efnilegasta leik-
ara Breta. í nokkur ár var hann
áberandi og lék í góðum breskum
kvikmyndum. Hann var þó
óafvitandi að vinna gegn sér
með alls konar óhentug-
um athugasemdum um
blaðamenn og kollega
auk þess sem hann
þótti sjálfselskur í
meira lagi. Eftir að
hafa farið til
Hollywood og leikið í
Hearts of Fire, sem
enginn man eftir í
dag, fjaraði ferill
hans nánast út og
þegar hann lék í My
Best Friend’s Wedd-
ing var hann nánast
öllum gleymdur. Að-
allega var hann í frétt-
um vegna þess að hann
leyndi því aldrei að hann
var hommi og svaraði
blaðamönnum fullum
hálsi þegar hann var
spurður hvort það
væri ekki
að
eyðileggja feril hans að vera „opin-
ber“ hommi.
Þegar leikferillinn virtist vera
kominn í strand reyndi Rupert Ev-
erett fyrir sér sem poppsöngvari
með skelfilegum árangri og sem
módel og tókst þar betur upp. Leik-
stjóri My Best Frend’s Wedding, PJ
Hogan, var á báðum áttum hvort
hann ætti að ráða
Everett í hlut-
verk vinar
Juliu Ro-
berts sem
er hommi
en lét
slag
standa
þrátt fyr-
ir aðvar-
anir.
Þetta var
happa-
drjúg
ákvörðun
fyrir hann
og þá ekki
síður fyrir
Rupert Ever-
ett, sem hefur
vaðið í tilboðum
síðan og lætur fara
vel um sig í hinum
fallvalta heimi kvik-
myndastjarnanna.
-HK
Talnapúk-
inn á
myndband
Talnapúkinn er þjóðþekkt
teiknimyndapersóna eftir Berg-
ljótu Amalds, sem kom fyrst út á
bók 1998 og fór sú bók strax á met-
sölulista. Ári síðar var gerður
margmiðlunardiskur upp úr sama
efni, en þar lifnar sagan við með
tónlist, talsetningu og hreyfimynd-
um. Á disknum eru líka fimm sjálf-
stæðir leikir sem hafa fjögur
þyngdarstig. Þá hefur TáLnapúkinn
komið fram í ævintýraþættinum
2001 nótt á Skjá 1 og er hann fyrsta
íslenska teiknimyndapersónan
sem hefur tekið að sér umsjón á
barnaþætti í sjónvarpi.
Nú gerir talnapúkinn enn frekar
víðreist því nú er hann kominn á
myndband með tali og tónum og er
það samruni á bókarforminu og
teiknimyndum. Persónurnar öðl-
ast líf og tala beint til krakkanna
en bókarformið heldur sér að því
leyti að sagan er síðuskipt og er
flett með fjölbreyttum aðferðum.
Þá birtist textinn áfram neðst á
skjámyndinni, en það hvetur böm-
in til að þjálfa sig í lestri og auð-
veldar heymarskertmn að fylgjast
með.
Þess má geta að fyrir margmiðl-
unardiskana Talnapúkann og
Stafakarlana hlaut Bergljót Am-
alds Auðar-verðlaunin í ár, en þau
eru veitt konum fyrir frumkvöðla-
starf.
lilfgMfi VI
Hvaleyrarbraut 18-20 220 Hafnarfjörðui. Sími: 565-S05S / Fax: 565-5056
Einkaumboð fyrir SCM á ÍSLANDI
*** 26 ára traust samstarf við íslenskan iðnað.***
Höfum til sýnis tölvustýrðan yfirfræsara
og dílavél á staðnum.
Einnig mikið úrval af nýjum
og notuðum véium.
Allt að 30% afsláttur af notuðum vélum.
Opið Laugardag
Klassísk myndbönd
The Apartment ****
Fyndin og fordómalaus
Rómantíska gamanmyndin The
Apartment er ein af perlum leik-
stjórans Billy Wilder. Myndin var
frumsýnd árið 1960 og þrátt fyrir
aldurinn stendur hún fyllilega fyrir
sínu. Wilder sópaði líka til sín ósk-
arsverðlaunum fyrir myndina, alls
fimm, og þess utan voru Jack
Lemmon og Shirley MacLaine bæði
útnefnd fyrir bestan leik í aðalhlut-
verki. Billy Wilder fæddist í Austur-
ríki árið 1906 og hóf að vinna við
kvikmyndir i Þýskalandi á þriðja
áratugnum. Við valdatöku Hitlers
árið 1933 ákvað Wilder að venda
sínu kvæði í kross, flutti til Parísar
og síöar til Kaliforníu þar sem hann
átti eftir að gera stórmyndir á borð
við Sunset Boulevard, The Seven
Year Itch, Some Like It Hot og The
Lost Weekend þvi til stuðnings.
Sögusvið The Apartment ef New
York í lok sjötta áratugarins og að-
alsöguhetjan er skrifstofumaðurinn
C. C. Baxter sem starfar hjá trygg-
ingafélagi. Baxter á við þann
óvenjulega vanda að etja að geta
ekki dvalið i íbúð sinni nema endr-
um og eins. Ástæðan er sú að hann
fyrir tilviljun lánaði yfirmanni sín-
um ibúðina svo sá síðarnefndi gæti
átt þar fund með ástkonu sinni. Vin-
argreiðinn hefur undið upp á sig
þegar myndin hefst og hærra settir
starfsmenn þurfa sífellt að fá íbúð-
ina lánaða. Baxter er sannfærður
um að þetta sé leið til stöðuhækkun-
ar og lætur því undan. Fyrir utan
„húsnæðisleysið” bætist sá vandi
við aö Baxter verður yfir sig ást-
fanginn af ástkonu yfirmannsins.
Jack Lemmon fer hreint á kostum
í hlutverki sínu sem Baxter skrif-
stofumaður og sömu sögu er að
segja um leikkonuna Shirley
MacLaine sem sýnir stjömuleik í
hlutverki sínu sem ástkonan, Fran
Kubelik. Því hefur enda stundum
verið haldið fram að hvorki fyrr né
síðar hafi MacLaine verið jafngóð
og í umræddri mynd.
Sagan er trúverðug og nokkur at-
riði sem benda til að Wilder hafi
verið töluvert á undan sinni samtíð.
Það er til dæmis merkilegt hvemig
tekið er á þeirri staðreynd að per-
sóna Shirley MacLaine á í ástar-
sambandi við giftan mann. Hún er
ekki gerð að léttúðardrós eins og
kannski hefði verið viðbúið og
raunar er fjailað á ótrúlega hispurs-
lausan hátt um framhjáhald og af
miklu fordómaleysi um kynferðis-
mál almennt.
Það er ekki erfiöleikum bundið
að mæla með The Apartment sem
afbragðsgóðri gamanmynd. Kannski
sannar það líka hversu vel myndin
hefur staðist tímans tönn að enn
virðist engum hafa dottið í hug að
endurgera hana eins og títt hefur
verið um margar kvikmyndir frá
sama tíma. -aþ
Lelkstjóri: Bllly Wilder. Aóalhlutverk:
Jack Lemmon, Shirley MacLaine, Fred
MacMurray og Ray Walston. Bandaríkin
1960. Svart/hvít.