Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2000, Síða 61

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2000, Síða 61
LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000 69 DV Tilvera Mumford Kæri sáli +++■ Það þykja alltaf tíðindi þeg- ar Lawrence Kasdan gerir nýja mynd enda spennandi leikstjóri og handritshöfund- ur þótt mis- tækur sé. Bestu kvik- myndir hans, á borð við Body Heat og The Big Chill, eru eftirminnileg- ar myndir þar sem frásagnar- mátinn er sér- lega markviss og skemmtileg- ur. Svo er einnig um nýjustu kvik- mynd hans, Mumford, sem er virkilega góð mynd þótt ekki standist hún samanburð við tvær þær fyrrnefndu. í myndinni segir af sálfræðingn- um Mumford sem starfar i bænum Mumford. Þetta er ungur og við- kunnanlegur maður sem verður fljótt vinsæll hjá hrjáðum bæjar- búum. Mumford tekur líflnu létt og fer frjálslega með þagnareið sál- fræðinga gagnvart sjúklingum. Þetta breytist þegar hann kynnist ungri stúlku sem þjáist af sí- þreytu. Hann verður ástfanginn af henni og tekur meira en góðu hófi gegnir þátt í lífl hennar. Auk hennar vingast hann við einn sjúklinginn sem er margmilljónari og ferðast um á hlaupabretti. Fleiri skrautlegar persónur eru sjúklingar Mumfords og allar eiga sín leyndarmál og það á Mumford einnig eins og síðar kemur í ljós. Mumford er einkar skemmtileg og lífleg mynd þar sem tekið er á al- vörunni á léttum nótum. Leikarar, sem margir hverjir eru þekktir, eru upp til hópa góðir og öllum ætti að líða vel eftir að hafa horft á hana. -HK Útgefandi: Sam-myndbönd. Leikstjóri: Lawrence Kasdan. Bandarísk, 2000. Lengd: 111 mín. Leyfö öilum aldurshóp- um. This Year’s Love íjpra Allir með öllum icitir Á undanfomum árum hafa nokkrar breskar myndir gert það að verkum að visst breskt bíó er að veröa til. Þetta eru myndir á borð við Four Weddings and a Funeral, Trainspotting og A Full Monty. This Year’s Love sækir nánast í alla flóruna og tekst það bara nokkuð vel. Myndin er fynd- in með gráglettnum húmor sem er misgóður aö vísu en lunkinn þeg- ar á heildina er litið. í upphafi fylgjumst við með ung- um brúðhjónum, Hönnu og Danny, í brúðkaupi þeirra. Þetta hjóna- band endist í nákvæmlega 35 mín- útur. Þá sturtar brúðguminn brúð- artertunni niður og heldur á brott. Ástæðan er að hann hef- ur frétt að hans heittelskaða hefur haldið við svaramann hans. Brúðhjón- in fara hvort i sína áttina og hitta fjórar per- nHIULA»iOUS.. ''MMwvncagL'^ún cr nw Years Love sónur sem eiga eftir að hafa mikil áhrif á líf þeirra næstu sex árin. Þegar flókin saga á í hlut þar sem sex persónum er gert jafn hátt undir höfði er oft erfitt að fá rétta stígandi. Það tekst leikstjóra myndarinnar, David Kane, með ágætum þótt stundum verði botn- fall í atburðarásinni. Leikarar eru, að ég held, flestir skoskir og passa vel í þær persónur sem þær túlka, sérlega vel lék Ian Hart hlutverk nörds sem nánast enginn þolir til lengdar. -HK Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: David Kane. Bresk, 1999. Lengd: 104 mín. Bönnuö börnum innan 12 ára. Auðhildur í gamla Isafoldarhúsinu Auður Sturludóttir og Ragnhildur Magnúsdóttir opna sýninguna Auð- hildi í Þingholtsstræti 5 laugardaginn 2. desember, kl. 17. Á sýningunni verða bæði olíu- og akrýlmálverk. Auður er ættuð úr Húnavatnssýslu og málar myndir af fjöllum og hestum þaðan. Hún málar með oliulitum á jútustriga. Auður var 2 ár i Myndlista- skólanum á Akureyri en útskrifaðist úr Myndlista- og handiðaskóla Islands árið 1999. Hún hélt sýningu í Kaupfé- lagi Austur-Húnvetninga á Blönduósi í sumar. Ragnhildur er uppalin á Akur- eyri og útskrifaðist úr málunardeild Myndlistaskólans á Akureyri vorið 1999. Hún var gestanemi í grafíkdeild MHÍ 1997 og skiptinemi í listaskóla í Lahti í Finnlandi 1998. Myndir hennar eru af Öskjuvatni og Víti, málaðar með akrýllitum á bómullarstriga. Ragnhild- ur hélt einkasýningu í gallerí Ash í Varmahlíð sumarið 1999. Þetta er fyrsta sýning þeirra beggja eftir skóla á höfuðborgarsvæðinu. Sýn- ingarhúsnæðið er í Þingholtsstræti 5 en þar var verslunin Spaksmanns- spjarir áður til húsa. Sýningin stendur til 10. desember og er opin alla daga frá 14-18. Auður og Ragnhlldur Myndlistarkonur sem sýna undir yfirskriftinni Auöhildur. Hvaða dekk er betra í snjó en nagladekk? Svarið er: Bridgestone Blizzak Þegar þú velur þér vetrardekk, snýst sú ákvörðun fyrst og fremst um öryggi. Dekkið sé það fjölhæft að eiginleikar þess dekki allar aðstæður, en ekki bara undantekningatilvik. Bridgestone Blizzak er sérstaklega hannað fyrir norðlægar slóðir og hin einstaka tækni, sem var notuð við hönnun þess, gefur ótvíræða kosti: Betri aksturseiginleika, meiri stöðugleika, minni eldneytiseyðslu, betri endingu, auk þess sem þau eru hljóðlátari og afburðargóð í snjó og hálku. Þar fyrir utan veldur notkun þess ekki hávaða- og loftmengun og gríðarlegum kostnaði og óþægindum við lagfæringu gatnakerfisins á hverju ári. Sparaðu naglana og sparaðu aurinn - veldu dekkið sem var hannað fyrir þær aðstæður sem við búum við. bliL b.irrt CnlAr Quntl / grafínu eru bomar saman tvær gerðir dekkja frá Brídgcstonc. Nagladekkln hefa vlnnlnglnn f mlkllll hálku en fmmmlstaða þeirra er að öðru leyti ábemndl slök I samanburðl vlð BLIZZAK dekkln. • Frábær I snjó og hálku • Meiri stööugleiki • Miklu hljóölátari • Betri aksturseiginleikar • Minni eldsneytiseyösla • Aukin þæglndi og betri ending • Gói allt áriö StMDGESTOnE UMBOÐSAÐILI: BRÆÐURNIR ^MSSON Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.