Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2000, Qupperneq 63

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2000, Qupperneq 63
I w LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000 Tilvera DV Tvær plötur og tónleikar hjá Tómasi R. Einarssyni: Fjölbreytni kemur í veg fyrir leiða Tómas og félagar Tómas R. Einarsson ásamt félögum sínum sem leika meö honum á sunnudagskvöld. Honum á hægri hönd er Jóel Pálsson saxófónleikari og honum á vinstri hönd eru Eyþór Gunnarsson píanóleikari og Matthías Hemstock trommuleikari. Kontrabassaleikarinn og eitt okkar afkastamesta djasstónskáld, Tómas R. Einarsson, er stórtækur á hinum harða plötumarkaði fyrir þessi jól og sendir frá sér tvær plötur, sem hafa þegar vakið verðskuldaða athygli. Plötumar eru í draumum var þetta helst, þar sem hann leikur ásamt kvartett frumsaminn djass við ljóða- flutning Einars Más Guðmundssonar á eigin ljóðum, og Undir4, þar sem Tómas hefur fengið til liðs við sig danska trompetleikarann Jens Winther, Eyþór Gunnarsson, Matthí- as Hemstock og Jóel Pálsson í flutn- ingi á nýjum verkum eftir hann. Verkin voru flutt á konsert á síðustu Djasshátíð í Reykjavik. Á sunnudags- kvöldið ætlar hann að fylgja plötun- um eftir með tónleikum í Kaffi Reykjavík á vegum Djassklúbbs Múl- ans. í stuttu spjalli sagði Tómas að á tónleikunum myndi hann leggja áherslu á Undir4 og væru þeir sem spiluðu með honum á plötunni fyrir utan Jens Winther, með honum: „Einar Már mun síðan koma til liðs við okkur í lokin og lesa nokkur ljóð.“ Það vekur athygli hversu þessar tvær plötur eru ólíkar: „Það er nú einmitt ástæðan fyrir því að þær koma báðar út. Ég og útgefandi minn vorum sammála um að þær myndu ekki rekast á hvora aðra. Þó má segja að þær hafi ýmislegt sameiginlegt, meðal annars það að ég og félagar mínir Eyþór Gunnarsson og Matthías Hemstock eru á báðum plötunum. Fyrir mig sem tónskáld var þetta tvennt ólíkt. Á plötunni með Einari Má tók ég mið af kveðskap hans, en ég samdi lögin á Undir4 án nokkurra utanaðkomandi áhrifa." Það er orðið langt síðan Tómas hef- ur sent frá sér plötu þar sem áhersla er lögð er á blásturshljóðfæri: „Það voru blásarar í einstökum lögum á Landsýn, en Undir4 er fyrsta plata mín þar sem blásarar eru í fremstu víglínu frá því ég sendi frá mér ís- landsfór 1991, þar sem básúnuleikar- inn Frank Lacy og Sigurður Flosason voru í aðalhlutverki. Ég hef alltaf reynt í mínum verkum að sýna fjöl- breytni, ef ég gerði það ekki yrði ég fljótt leiður á sjálfum mér.“ Þegar þessari tónlistarskorpu lýk- ur hjá Tómasi ætlar hann að hugsa sér til hreyfmgs: „Ég ætla að setjast að í Sevilla á Spáni og dvelja þar í hálft ár. Þar ætla ég að leggjast í híði með kontrabassann og semja.“ Má þá ekki búast við að næsta plata Tómasar verði undir sterkum flameco-áhrifum?: „Ég kem kannski steppandi heim, en varla með fla- menco í farangrinum, þvi það er mjög lítil hefð fyrir kontrabassanum í slíkri tónlist." -HK JolatiWoö Leðursófasett - margír litir Sófasett 3+1+1 Sófasett 3+2+1 kr. 159.000.-stgr. kr. 179.000.-stgr. Opið laugardag 10 - 16 og sunnudag 14-16 □ □□□□□ HUSGAGNAVERSLUN REYKJAVÍKURVEGI 66 HAFNARFIRÐI SÍMI 565 4100
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.