Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2000, Side 75

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2000, Side 75
LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000 88 I>V Tilvera Finnski öskurkórinn Huutajat á Stjörnuhátíð menningarborgarinnar • • Oskruðu sig til heimsfrægðar Öskurkórinn heimsækir Reykjavík menningarborg og kemur fram á einum tónleikum, í porti Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Tónleikarnir verða miðvikudag- inn 6. desember, á þjóðhátíðar- degi Finna, og hefjast kl. 17.00. Aðgangur er ókeypis á meðan húsrúm leyfir. Mieskuoro Huutajat, eða Öskurkórinn, var stofnaður fyrir 13 árum í borginni Oulu í Norð- ur-Finnlandi. Nokkrir ungir finnskir karlmenn komu saman til að stofna karlakór, ekki syngj- andi, heldur kór sem öskraði, hrópaði og gargaði mörg af ást- sælustu lögum finnsks tónlistar- arfs. 6. desember 1987 (á finnska þjóðhátiðardaginn) kom Huutajat fram í fyrsta sinn í heimalandinu og þrátt fyrir að áheyrendur væru sem þrumu lostnir í fyrstu fékk kórinn frábæra dóma. Ári síðar komst kórinn ofarlega á finnska vinsældalistann með fyrstu útgáfu sína en þær eru nú orðnar fjórar talsins. Þetta var upphafið að glæsilegum ferli, sem leitt hefur finnska Öskurkórinn í tónleikaferðir víða um Evrópu þar sem hann hefur komið fram á fjölmörgum tónleikum á ólíkum stöðum - allt frá virtum tónleika- sölum til stórmarkaða og járn- brautarstöðva. Mieskuoro Huuta- jat nýtur nú alþjóðlegrar viöur- kenningar fyrir frumleika og dirfsku í túlkun sinni. Þjóðlög, barnagælur og verkalyössöngvar Við fyrstu sýn virðist Huutajat eins og hver annar virðulegur karlakór - en lengra nær samlík- Oskraö af list Mieskuoro Huutajat, eöa Öskurkórinn, var stofnaður fyrir 13 árum í borginni Oulu í norður-Finnlandi. Nokkrir ungir finnskir karlmenn komu saman til að stofna kariakór, ekki syngjandi, heldur kór sem öskraði, hrópaði og gargaöi mörg af ástsælustu lögum finnsks tónlistararfs. ingin ekki. Markmið Öskurkórs- ins er að búa til nýjan listrænan tjáningarmáta sem er svo fjöl- breyttur og ófyrirsjáanlegur að erfitt hefur reynst að skilgreina hann til hlítar. Á efnisskrá kórs- ins eru mjög fjölbreytt lög, barna- gælur, þjóðlög, verkalýðssöngvar, tilvitnanir í finnska lagabálka eða alþjóðlegar samþykktir. Hvað mesta athygli hefur þó vakið túlk- un þeirra á þjóðsöngvum ýmissa landa. Tónskáldið og stjórnandi kórs- ins, Petri Sirviö, segir að þegar rétta lagið sé fundð hefjist hann handa við að sundurgreina það; fyrst fer laglínan og textinn er að öllu jöfnu styttur og lagaður. Það sem eftir lifir er útsett í algjör- lega nýtt form, sem byggist á fjöl- breytilegum takti og margbreyti- leik mannsraddarinnar og tungu- málsins. Jakkaföt og gúmmíbindi Petri Sirviö segir öskurkórinn þjóna margvíslegum markmiðum; hann og fleiri hafi verið forvitnir að vita hvað kæmi út úr því að safna saman hópi 30 heiðvirðra manna, klæða þá í dökk jakkafot,^^ setja svart gúmmíbindi um háls- inn á þeim og láta þá öskra af öll- um lífs og sálar kröftum einhver af helgustu þjóðlögmn Finna. í ljós hafi komið að það er einstaklega gaman og jafnvel heilsusamlegt að beita röddinni á þennan hátt og smám saman hafi þróast nýtt tján- ingarform sem bæði hræddi og kætti áheyrendur í senn. Frumleg- ar útsetningar Öskurkórsins á vel þekktum lögum og þjóðsöngvum vektu jafnframt upp spurningar um eðli tónlistar, og það hvað telst siðlegt og leyfilegt í sönglist. Bókerbamagaman Bókatíðindi 2000 komin út Félag íslenskra bókaútgefenda i Þátttaka í happdrætti Krabbameinsfélagsins er stuðningur við mikilvægt forvarnastarf fJeittu stuxfnúi& - oertn nieff/ cte&em&er^ 'Sb^mÖagsins, MIÐI NR. 1 Volkswagen Bjalla Verðmæti 1.800.000 kr. 1 Bifreið eða greiðsla upp í ibúð Verðmæti 1.000.000 kr. (iitnsvari), 540 1900 og 15E Úttekt hjá ferðaskrifstofu eða verslun Verðmæti 100.000 kr. httpJiwwvw. krabb.is/happ 18,6 ^nilljorwr krona m/ð* DV-MYNDIR ÞÓRHALLUR ASMUNDSSON Sterk ke&ja Hér eru nokkrir hlekkir í sterkri keðju kennara og barna á Sauöárkróki í gær, 400 metra langri DV. SAUÐÁRKRÓKI: Jólamánuðurinn hóf innreið sína á Sauðárkróki eins og jafnan með því aö kveikt var á krossin- um á Nöfunum, sem lýsir yfir bæ- inn fram yfir hátíðirnar. Að þessu sinni stóðu nemendur og starfslið Árskóla fyrir friðarathöfn í sam- vinnu við Sauðárkrókskirkju. mannlegri keöju. Mynduð var samfeUd keðja frá kirkjunni og upp Kirkjustíginn í Nöfunum að krossinum, um 400 metra leið. Guðbjörg Jóhannesdóttir sókn- arprestur tendraöi friðarljós við kirkjuna og það var síðan látið ganga frá manni til manns upp að krossinum og ljósið tendrað á Vmfojunaríringar, frdbcert úrvat, sérsmíði, gott verð. 15% afsídttur d Cöngum Caugarfegi. n * Sendum ípóstHjöfu. uón íiipunosson Laugavegi 5, sími 551 3383 Sauðkrækingar fögnuðu jólamánuði á hátíðlegan hátt: 400 metra samfelld friðar- keðja frá kirkju að krossi honum þegar friðarljósið var komið alla leið. Nemendur og kennarar kunnu greinilega vei að meta þessa óvenjulegu byrjun á skóladegi. Enn er snjólaust á Sauðárkróki og ekkert bólar á jólasnjónum, en Dalbæingar eru þó búnir að lofa honum og þeir njóta trausts Sauð- krækinga eins og annarra lands- manna. Hins vegar er kominn nægur snjór í Tindastóli og þar er búist við fjölda fólks á skíðum um helgina, enda spáð mjög aðgerðar- litlu veðri fram í miðja næstu viku. -ÞÁ >

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.