Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2000, Blaðsíða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2000
Fréttir
I>V
Mexíkófararnir komnir heim í 450 þúsund króna lögreglufylgd:
Fengum okkur
bara nokkra öllara
- segir Ómar Konráðsson tannlæknir sem ætlar í mál við Flugleiðir
„Ég ætla ekki aö láta rugguhesta og
mafiósa hjá Flugleiðum eyðileggja
mannorð mitt. Ég ætla í mál við þessa
kauða,“ sagði Ómar Konráðsson tann-
læknir, einn þeirra sem komu heim
frá Mexíkó í gærdag eftir ævintýralegt
vetrarfrí. Ómari var sem kunnugt er
vísað úr Flugleiðavél í Minneapohs á
leið til Mexíkós ásamt fylgdarkonu
sinni og hjónum frá Vestmannaeyjum
sem vom að halda upp á fimmtugsaf-
mæli húsfreyjunnar. Þótti framkoma
þeirra og drykkja í flugvélinni ekki
vera forsvaranleg.
Á þetta ekki skilið
„Þetta em ekkert annað en ofsóknir
af hálfu Flugleiða. Við fengum okkur
bara nokkra öllara í vélinni eins og
gerist og gengur og fyrir bragðið á að
banna mér aö fljúga um aldur og ævi
með Flugleiðum. Ég á þetta ekki skil-
ið,“ sagði Ómar tannlæknir sem að
öðm leyti skemmti sér vel í Mexíkó
ásamt fylgdarkonu sinni, Kolbrúnu
Jónsdóttur.
Ómar, Kolbrún og hjónin úr Vest-
mannaeyjum flugu heim úr vetrarfrí-
inu í lögregluvemd og vom höfð í
ströngu áfengisbindindi á leiðinni yfir
hafið. Fjórmenningamir vora látnir
sitja aftast í vélinni með lögreglu-
mennina sér við hlið:
Hálfgerðir kjúkiingar
„Þetta vom hálfgerðir kjúklingar og
Omar Konráðsson kemur heim
„Ég á þetta ekki skiliö ... Ég aetlaímál viö þessa kauöa.
ekkert hægt við þá að tala. Þeir gátu
ekki einu sinni hjálpað okkur að fmna
töskumar okkar sem týndust á leið-
inni og kostuðu mig næstum lífið. Ég
er sykursjúklingur og hjartasjúklingur
og í töskunum vora öll lyfin mfn sem
ég verð að hafa við höndina. Þar sem
ég er hálfgerður læknir tókst mér að fá
mexíkóskan lækni til að skrifa upp á
nýjan lyfjaskammt fyrir mig,“ sagði
Ómar sem vildi aðspurður ekki kann-
ast við að hafa verið með ólæti í flug-
vélinni í upphafi ferðarinnar. Að vísu
hefði Vestmannaeyingurinn reykt eins
og strompur í vélinni og slegið flug-
freyju en sjálfur hefði hann verið til
friðs þrátt fyrir „nokkra öllara" eins
og hann kýs að orða það sjálíúr:
Æðaþrengsli
„Hún Kolbrún mín þjáist af æða-
þrengslum og þurfti því að hreyfa sig
aðeins í vélinni. Það þoldu farþegamir
ekki enda vom þetta aðallega vist-
menn af eUiheimilinu Grand sem hafa
ama af flestu," sagði Ómar tannlæknir
sem lét það verða sitt fyrsta verk eftir
heimkomuna frá Mexíkó að hafa sam-
band við lögmann sinn með málsókn á
hendur Flugleiðum í huga. Ómar segir
að aukakostnaður vegna lögreglufylgd-
arinnar nemi 150 þúsund krónum á
mann en eiginkona Vestmannaeyings-
ins hafi sloppið við að greiða þá upp-
hæð. Þá sé ótahnn hótelkostnaður í
Minneapolis og tengiflug Minneapolis
- Los Angeles - Mexikó sem fjórmenn-
ingamir þurftu að greiða sjálfir til að
ná fundum við ferðafélaga sína.
Stuöningsskjal
„Ferðafélagamir hafa margir skrif-
að undir stuðningsskjal við mig og
Kolbrúnu þar sem þeir votta að fram-
koma okkar í ferðinni hafi verið til fyr-
irmyndar," sagði Ómar Konráðsson,
hress í bragði eftir Mexíkóferðina.
-EIR
Hótel Keflavík:
Öryggis-
myndavél tók
upp þjófnað
Gestur Hótel Keflavíkur gerðist
fingralangur í anddyri hótelsins að-
faranótt mánudagsins. Gesturinn
teygði sig í peningakassa hótelsins er
starfsmaður brá sér frá og hafði rúmar
10.000 krónur á brott með sér. Öryggis-
myndavél náði atburðinum á mynd-
band og handtók lögreglan í Reykja-
nesbæ manninn. Hann gekkst við at-
burðinum við yfirheyrslur hjá lögregl-
unni og telst málið upplýst. -SMK
Veðrið í kvöld
Kennaraverkf allið:
Davíð er bjartsýnn
DV, AKUREYRI:_______________________
„Það hefur verið heldur betri tónn í
þessu að undanfómu en jafnvel þótt
allt fari á besta veg þá eru nokkrir dag-
ar þangað til þessu lýkur og samning-
ar verða undirritaðir," sagði Davíð
Oddsson forsætisráðherra um samn-
ingamál framhaldsskólakennara og
stjómvalda í gær.
„Já, ég er það reyndar," sagði Davíð
þegar hann var spurður hvort hann
væri bjartsýnni á samninga nú en
hann hafi verið til þessa. „Ég byggi
það á því að báðir aðilar em farnir að
ræða sömu sjónarmiðin en ekki hvor í
sína áttina, og það er jákvætt".
Davíð sagði ljóst að báðir aðilar
væm að nálgast sjónarmið hins að ein-
hveiju leyti. Hann sagði samninga-
nefnd ríkisins ekki hafa farið með
neitt nýtt sérstaklega í umræðumar i
gær en uppleggið væri nokkuð 1 þeim
anda sem rætt hefði verið um við
grunnskólakennara og í þeim anda
sem tillaga
Verslunarskól-
ans var.
„Ég tel að að- _ ...
ilar hafi nálgast Dav* Oddsson
hvor annan og Mem Ukur á samn-
þess vegna em mgum nu.
meiri líkur á samningum en áður en
það er margt óffágengið enn þá. Það er
hugsanlegt að koma þessu í hús fyrir
jól en takist það ekki dregst þetta eitt-
hvað fram í janúar," sagði Davíð. -gk
Sólargangur og sjávarföil
REYKJAVIK
Sólariag í kvöld 15.30
Sólarupprás á morgun 11.22
Síódegisfló& 14.32
Árdegisflóó á morgun 03.16
Skýfiniðr á veöurtáknutti
^'*-'Víndátt *— H1TI
*5L -io°
^VINDSTYRKUR NfrOST
AKUREYRI
14.44
11.38
19.05
07.49
mmsim
i niðtriiín á sekúndu
&
HBÐSKÍRT
-fe -O ^3 O
HALF-
SKÝJAÐ
Hæg su&læg átt
Fremur hæg suölæg eöa breytileg átt. Skýjaö meö
köflum og skúrir á Suöausturlandi. Hiti 0 til 8 stig,
mildast allra syöst.
;;o .........rw
RIGNING SKÚRIR SLYDDA
ÉUAGANGUR PRUMU- SKAF-
VEÐUR RENNINGUR
Viða hálkublettir
Hálkublettir og hálka er á heiöum á
Vesturlandi, Vestfjöröum, Noröurlandi
og Austurlandi. Einnig eru hálkublettir á
vegum í Árnes- og Rangárvallasýslu. Að
öðru leyti er góð færö á vegum.
El og frost á norðanverðu landinu
Á morgun verða NA 8-13 m/s norðvestan til, N 5-8 norðaustanlands en
hæg austlæg átt sunnan til. Dálítil él og frost O til 4 stig á noröanverðu
landinu en skýjað með köflum og O til 5 stiga hiti sunnan til.
Föstudagur
Vindur:'^'
3—8 m/s
Hiti 4° tii -S<
Hæg breytileg átt og lítlls
háttar skúrlr eba slydduél
suövestanlands en annars
léttskýjaó.
Laugardagu
Vindur;
3-8 m/s
Hiti 2° til -6°
Hæg austlæg e&a
breytlleg átt. Lítlls háttar
snjó- eða slydduél og hitl
kringum frostmark á
suðvesturhornlnu en
annars léttskýjað.
Guömundur Ingi
Þóroddsson.
E-töflumál frá í fyrra:
Guðmundur
dæmdur í 7
ára fangeisi
Hæstiréttur dæmdi í gær Guð-
mund Inga Þóroddsson, aðalmann
í e-töflumáli sem kom upp fyrir
síðustu jól, í 7
ára fangelsi og
til greiðslu
þriggja milljóna
króna í sekt fyr-
ir að hafa staðið
að innflutningi
á tæpum 4 þús-
und e-töflum og
dreifmgu á
helmingi efn-
anna. Dómur-
inn dæmdi Inga
Þór Arnarson í 4 ára fangelsi og til
að greiða eina milljón króna í sekt
fyrir að leggja fram fé til
kaupanna og stytti þannig dóm
héraðsdóms um eitt ár. Sveinn
Ingi Bjamason fékk þrjú ár og sex
mánuði fyrir svipaðar sakargiftir
en hann hafði fengið 5 ára fangels-
isdóm í héraði. Hann er einnig
dæmdur til að greiða eina milljón
í sekt til ríkissjóðs.
Jón Ágúst Garðarsson fékk
þriggja ára fangelsi og 300 þúsund
króna sekt fyrir aö geyma fíkni-
efnin og fá þau öðrum í hendur.
Þannig stytti Hæstiréttur hans
refsingu um eins árs fangelsi og
lækkaði sektina um 700 þúsund
krónur. Fimmti sakborningurinn,
Andri Vignisson, fékk tíu mánaða
skilorðsbundið fangelsi og 150 þús-
und krónur í sekt fyr-ir að taka við
efnum og ætla þau til sölu.
Sex sakborningar í málinu áfrýj-
uðu ekki sínum dómum til Hæsta-
réttar. -Ótt
Akureyri:
Tveir harðir
árekstrar
DV, AKUREYRI:
Tveir mjög harðir árekstrar urðu
i umferðinni á Akureyri í gærdag,
en meiðsl á fólki reyndust ekki al-
varleg.
Annar áreksturinn varö á mótum
Glerárgötu og Kaupvangsstrætis.
Þar var bifreiö ekiö gegn rauðu um-
ferðarljósi á aðra bifreið og kastað-
ist síðan brak úr annarri bifreiðinni
yfír þriðju bifreiðina. Þama varð
mikið eignatjón.
Stuttu síðar varð árekstur tveggja
bifreiöa á hringtorgi á mótum Hlíð-
arbrautar og Borgarbrautar en þar
urðu engin meiðsl á fólki. -gk
Sunnud
Vmdur:
3—8 m/s
Hiii 2° til -6°
Hæg austlæg e&a
breytlleg átt. Litlls háttar
snjó- e&a slydduél og hltl
kringum frostmark á
su&vesturhorninu en
annars léttskýjaft.
AKUREYRI alskýjað 6
BERGSSTAÐIR alskýjaö 6
BOLUNGARVÍK alskýjað 3
EGILSSTAÐIR 4
KIRKJUBÆJARKL. skúr 4
KEFLAVÍK skýjaö 4
RAUFARHÖFN alskýjaö 5
REYKJAVÍK skýjaö 5
STÓRHÖFÐI skúr 6
BERGEN skýjaö 0
HELSINKI snjókoma -5
KAUPMANNAHÖFN hálfskýjað -2
ÓSLÓ léttskýjað -5
STOKKHÓLMUR moldrok -2
ÞÓRSHÖFN rigning 6
ÞRÁNDHEIMUR heiöskírt -12
ALGARVE 12
AMSTERDAM léttskýjaö 0
BARCELONA þokumóöa 7
BERLÍN léttskýjaö -2
CHICAGO heiöskírt -13
DUBLIN rigning 6
HALIFAX alskýjaö 2
FRANKFURT alskýjað 1
HAMBORG léttskýjaö -1
JAN MAYEN þoka 1
LONDON þokumóöa 9
LÚXEMBORG skýjaö 1
MALLORCA þokumóða 3
MONTREAL -9
NARSSARSSUAQ heiöskírt 3
NEW YORK snjókoma 2
ORLANDO skýjaö 5
PARÍS léttskýjaö 6
VÍN heiðskírt -3
WASHINGTON skafrenningur -4
WINNIPEG þoka -15
BYGGT A UPfÍ.'tSkSGU.V