Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2000, Blaðsíða 26
30
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2000
Ættfræði_____________________________________________________________________________________________________________________py
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson
«. 80 ára
Þórir Einarsson
Þórir Einarsson ríkissáttasemjari.
Þórir er ríkissáttasemjari frá 1995. Áöur sat hann í geröardómi, í Kjaradómi,
Verölagsráöi, var sérstakur sáttasemjari í tilteknum kjaradeildum og formaö-
ur nefnda er könnuöu kjarabreytingar lögreglumanna og tollvaröa.
Ragnar Lúðvík Jónsson,
Böðvarsgötu 7, Borgarnesi.
75ára__________________________
Þorteifur Björnsson,
Safamýri 48, Reykjavík.
70 ára_________________________
Albert B. Guðmundsson,
Stigahlíð 4, Reykjavík.
Kristín Magnúsdóttir,
Rjúpufelli 42, Reykjavík.
Sigriður Jóhanna Lúðvíksdóttir,
^ Dunhaga 15, Reykjavík.
60 ára_________________________
Anna Jóna Hálfdánsdóttir,
Hólsvegi 13, Bolungarvík.
50 ára_________________________
Björn Árnason,
Stuðlabergi 60, Hafnarfirði.
Sigríður Árný Árnadóttir,
Sóleyjarhlíð 1, Hafnarfirði.
Sigurlaug J. Friðriksdóttir,
Eyjabakka 4, Reykjavík.
Sæmundur Einar Valgarðsson,
Hnotubergi 27, Hafnarfirði.
Örlygur Arnljótsson,
Hjarðarlundi 8, Akureyri.
* 40 ára____________________________
Arnar Barðason,
Túngötu 14, Suðureyri.
Baidvin Einar Einarsson,
Birkiteigi la, Mosfellsbæ.
Guðrún Björg Erlingsdóttir,
Einarsnesi 54, Reykjavík.
Jóhanna Guðjónsdóttir,
Baldursbrekku 12, Húsavík.
Jón Ólafur Vilmundarson,
Oddabraut 6, Þorlákshöfn.
Lára Leifsdóttir,
Seljalandsskóla, Hvolsvelli.
Peter Schneider,
Laugavegi 36, Reykjavík.
jt, Þröstur Sævar Steinarsson,
Frostafold 125, Reykjavík.
SKILTI Á LEIÐI
Plastkr.1990.-, Ál kr. 2600.-
Pantið tímanlega fyrir jól
Euro - Visa • sendum í póstkröfu
ríkissáttasemj ari
Þórir Einarsson ríkissáttasemjari
telur að betra hljóð sé í samnings-
aðilum kennaradeilunnar nú og telur
stöðuna liðlegri en oftast áður. Þetta
kom fram í DV-frétt á mánudaginn.
Starfsferill
Þórir fæddist í Reykjavík 2.10.
1933. Hann lauk stúdentsprófi frá MR
1953, viðskiptafræðiprófi frá HÍ 1957,
stundaði framhaldsnám við Uni-
versitát Hamburg og Institut fúr
Industrie- und Gewerbepolitik
1957-60 og dvaldi við nám í Banda-
ríkjunum 1979. Þá stundaði hann
rannsóknir við Universitát Múnster
1977 við Colorado State University
1979 og við Universitát Túbingen
1990.
Þórir var sérfræðingur við Iðnað-
armálastofnun Islands 1961-73, lektor
í viðskiptafræði við Hl 1972-73, dós-
ent þar 1973-74 og prófessor frá 1974
og er ríkissáttasemjari frá 1995.
Þórir var stundakennari við verk-
fræðideild HÍ 1963-67, kennari við
Verkstjómarfræðsluna 1963-83, for-
stöðumaður þar 1971-83, stunda-
kennari við Tækniskóla íslands
1967-71 og deildarforseti viðskipta-
og hagfræðideildar HÍ 1976-83 og
1986-88. Hann hefur gegnt fjölda
trúnaðarstarfa fyrir HÍ.
Þórir var formaður kjaradeilu-
nefndar lyfjafræðinga 1966-68, í
gerðardómi 1985, í Kjaradómi
1974-78, í verðlagsráði 1979-92, sér-
stakur sáttasemjari í kjaradeilu
bankamanna 1992 og formaður
nefnda er könnuðu kjarabreytingar
lögreglumanna 1992 og tollvarða
1993.
Þórir sat í Stúdentaráði HÍ
1956-57, í stjórn SUS 1961-67, í
stjórn Neytendasamtakanna
1963-68, formaður BHM 1966-70, for-
maður Félags viðskiptafræðinga og
hagfræðinga 1971-72, formaður
Nemendasambands MR 1979-87 og í
stjóm Germaníu 1979-94.
Þórir ritstýrði og þýddi ritið Nú-
tímastjómun, útg. 1973, samdi
Stjómun, útg. 1979, var meðhöfund-
ur að Ensk-ísl. viðskiptaorðabók,
útg. 1982 og 1990 íslensk-enskri við-
skiptaorðabók 1989 og samdi ritið
Samskiptastjómun, útg. 1993, auk
tímaritsgreina. Hann er formaður
DAAD-félagsins á íslandi sem er fé-
lag fyrrv. námsstyrkþega frá þýska
ríkinu.
Fjölskylda
Þórir kvæntist 14.6. 1963 Renötu
Einarsson, f. 6.3. 1941, dómtúlk og
löggiltum skjalaþýðanda. Hún er
dóttir Martin Scholz, verkstjóra í
Þýskalandi, og Mörthu Scholz hús-
móður.
Synir Þóris og Renötu eru
Marteinn, f. 12.1. 1966, MFA í kvik-
myndahandritagerð, búsettur á ír-
landi en sambýliskona hans er
Clodagh; Einar Gunnar, f. 7.2. 1969,
viðskiptafræðingur og fram-
kvæmdastjóri í Reykjavík, en sam-
býliskona hans er Laufey Sigur-
bergsdóttir og eiga þau eina dóttur.
Systkini Þóris eru Þorsteinn
Hörður Bjömsson, f. 2.6. 1926, d.
2000, vélstjóri í Reykjavík; Sigríður
Erna Einarsdóttir, f. 25.3. 1937,
myndlistarmaður og kennari í
Reykjavík.
Foreldrar Þóris: Einar Óskar Ást-
ráður Þórðarson, f. 20.11. 1905, d.
13.7.1979, húsgagnasmiður í Reykja-
vík, og k.h. G. Laufey Guðmunds-
dóttir, f. 14.7. 1904, d. 7.2. 1993, hús-
móðir.
Ætt
Óskar var sonur Þórðar, hrepp-
stjóra á Suðureyri, Þórðarsonar, b. í
Vatnadal, Þórðarsonar, bróður Guð-
ríðar, langömmu Gils Guðmunds-
sonar alþm., og langömmu Jónu
Margrétar, ömmu Ólafs Þ. Þórðar-
sonar alþm. og Kjartans Ólafssonar,
fyrrv. alþm. og ritstjóra.
Móðir Óskars var Sigríður Elín,
systir Jóns, íshússtjóra á Suðureyri,
föður Sturlu, hreppstjóra þar og Jó-
hannesar Þórðar, fyrrv. kaupfélags-
stjóra. Sigríður var dóttir Einars, b.
á Meiribakka Jónssonar, bróður El-
ínar, ömmu Guðmundu Elíasdóttur
óperusöngkonu.
Laufey var systir Eyrúnar, móður
Guðmundar Jónssonar, fyrrv. hæsta-
réttardómara. Laufey var dóttir Guð-
mundar, kennara á Stokkseyri, bróð-
ur Sigrúnar, ömmu Jóns, fram-
kvæmdastjóra á Grundartanga og
Páls ráðuneytisstjóra Sigurðssona.
Guðmundur er sonur Sæmundar, b.
á Vatnsenda Guðmundssonar og
Guðrúnar Lénharðsdóttur frá Egils-
staðakoti. Móðir Guðrúnar var Guð-
rún Jónsdóttir, systir Árna, langafa
Sigurðar Einarssonar, pr. og skálds í
Holti.
Móðir Laufeyjar var Eyrún Eiríks-
dóttir, smiðs í Fellskoti, bróður Guð-
mundar í Miðdal, langafa Errós og
Vigdísar Finnbogadóttur. Eiríkur
var sonur Einars, b. á Álfsstöðum
Gíslasonar, b. þar, bróður Ingveldar,
móður Ófeigs ríka á Fjalli og Sól-
veigar.
mm
Simi: 565-1995
Fax: 565-1811
Dalshrauni 11, Hafnarfirði • marko-m8rki@isholf.is
■i
03 *XO
©
550 5000
tr>
@ m* mm mm
visir.is
■OJO
-3 n,
550 5727
03
'03 ■
E Þverholt 11,
1.05 Reykjavík
co
Andlát
Sigurjón F. Jónsson, Otrateigi 38,
Reykjavík, lést á Landspítalanum við
Hringbraut föstud. 8.12. Útförin hefur
farið fram í kyrrþey.
Oddur Ófeigsson lést á Droplaugarstöð-
um föstud. 8.12. Jarðarförin hefur þeg-
ar farið fram.
Herdís Torfadóttir, Víkurgötu 4, Stykkis-
hólmi, lést laugard. 16.12. á St.
Fransiskusspítala í Stykkishólmi.
Aöalheiöur Bjarnadóttir andaðist á
Droplaugarstööum föstud. 15.12.
Sigurður Finnsson, útgerðarmaður frá
Siglufirði, lést á heimili sínu, Álftamýri
4, laugard. 16.12.
Hannes Þór Traustason lést á gjör-
gæsludeild Landspítalans í Fossvogi
sunnud. 17.12.
Ársól Klara Guðmundsdóttir andaöist á
Hrafnistu sunnud. 17.12.
Sjötugur
Jón Sigurðsson
vélstjóri á Hvammstanga
Jón Sigurðsson, vélstjóri við
frystihús Goða á Hvammstanga, til
heimilis að Lækjargötu 4,
Hvammstanga, er sjötugur í dag.
Starfsferlll
Jón er fæddur í Syðsta-Hvammi í
Vestur-Húnavatnssýslu en ólst upp
á Hvammstanga í foreldrahúsum.
Hann stundaði ýmis störf á árum
áður en starfaði lengst af hjá
Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga á
Hvammstanga, fyrst sem
vöruflutningabílstjóri en síðan sem
vélstjóri við frystihús fyrirtækisins.
Hann hefur nú starfað við
frystihúsið sl. þrjátíu og fimm ár,
fyrst á meðan það var í eigu
Kaupfélags Vestur-Húnvetninga á
Hvammstanga en það er nú í eigu
Goða.
Fjölskylda
Jón kvæntist 20.12. 1953
Ástbjörgu ögmundsdóttur, f. 5.5.
1932, lengi starfsmanni hjá Pósti og
síma, nú hjá Landssímanum.
Foreldrar Ástbjargar voru
Ögmundur Kr. Sigurgeirsson, f. 3.6.
1901, d. 11. 4. 1969, og k.h., Anna
Gunnlaugsdóttir, f. 31.7. 1900, nú
látin.
Jón og Ástbjörg eiga þrjú börn.
Þau eru Sigurður Birgir Jónsson, f.
11.8.1953, búsettur á Hvammstanga,
starfar hjá Meleyri hf., var kvæntur
Ernu Ingibjörgu Helgadóttur og eiga
þau þrjú börn en sambýliskona
Birgis er Snjólaug Grétarsdóttir, f.
12.7. 1969, matráðskona við
leikskóla á Hvammstanga; Anna
Kristín Jónsdóttir, f. 5.3. 1956,
sjúkraliði, búsett í Noregi en maður
hennar er Arne Lahaug lagerstjóri
og eiga þau þrjá syni; Ösk
Jónsdóttir, f. 16.3. 1959,
hárskerameistari í Reykjavík, en
maður hennar er Magnús
Kristinsson pípulagningameistari
og eiga þau fjögur börn.
Jón á sex systkini, einn albróður
og fimm hálfsystkini, samfeðra.
Albróðir Jóns er Bjöm Þórir,
búsettur á Hvammstanga.
Hálfsystkini Jóns samfeðra eru
Davíð, sem er látinn, bilasali í
Reykjavík; Anna, nú látin,
húsmóðir i Kópavogi; Garðar, lengst
af verslunarmaður, nú búsettur í
Kópavogi; Guðmann, búsettur í
Kópavogi; Gunnar Dal rithöfundur,
búsettur í Reykjavík.
Foreldrar Jóns voru Sigurður
Davíðsson, f. 13.9. 1896, d. 27.3. 1978,
kaupmaður á Hvammstanga, og
s.k.h., Ósk Jónsdóttir, f. 10.7.1893, d.
21.2. 1984.
Fyrri kona Sigurðar var Margrét
Halldórsdóttir, f. 3.10. 1895, d. 22.4.
1983, frá Fáskrúðsfirði, húsmóðir.
Ætt
Sigurður var sonur Davíðs i
Kirkjuhvammi, bróður Jóns í
Hrísakoti, afa Jóns Jóhannessonar
prófessors. Annar bróðir Davíðs var
Stefán, b. og málara á Kagaðarhóli,
afi Stefáns Ásbergs Jónssonar, b. á
Kagaðarhóli. Davíð var sonur Jóns,
b. í Syðsta-Hvammi á Vatnsnesi
Arnbjarnarsonar, stúdents á Stóra-
Ósi Árnasonar, pr. á Bægisá
Tómassonar. Móðir Ambjarnar var
Helga Jónsdóttir, systir Þorgríms,
langafa Gríms Thomsens. Móðir
Sigurðar var Ingibjörg
Sigurðardóttir, b. og fræðimanns í
Kirkjuhvammi Ámasonar.
Jón og Ástbjörg eru i útlöndum
um þessar mundir.
Merkir Islendingar
Jón Baldvinsson, fyrsti formaður Alþýðu-
ilokksins og forseti ASÍ, fæddist á
Strandseljum í Ögurhreppi við Djúp 20.
desember 1882. Hann var sonur Baldvins
Jónssonar, bónda þar, og Halldóru Sig-
urðardóttur. Langafi Jóns í föðurætt,
Auöunn, var bróðir Amórs, prófasts í
Vatnsflrði, langafa Hannibals Valdi-
marssonar, föður Jóns Baldvins. Sig-
urður, móðurafi Jóns, var bróðir Rós-
inkrans, langafa Sólveigar, móður Jóns
Baldvins Hannibalssonar.
Jón lærði prentiðn á ísafirði hjá
Skúla Thoroddsen, ritstjóra Þjóðviljans.
Hann var formaður Hins íslenska prent-
arafélags 1913-1914, og forseti Alþýðusam-
bands íslands frá fyrsta sambandsþingi þess
1916 og til dauöadags 1938. Þá var sambandið
hvoru tveggja, stéttarsamband og stjórn-
málaafl. Á þessum róstutímum klofnaði
Alþýðuflokkurinn tvisvar, 1930 við stofn-
un Kommúnistaflokks íslands, og 1938,
við stofnun Sameiningarflokks alþýðu,
Sósíalistaflokks.
Jón þótti traustur leiðtogi, yfirveg-
aður og öfgalaus og naut virðingar
andstæðinga sinna, annarra en komm-
únista. í sinni síðustu ræðu á Dags-
brúnarfundi, skömmu fyrir andlát sitt,
sagði hann m.a.: „Það er hið hættuleg-
asta ævintýri fyrir íslenska alþýðu, að
taka sér merki mannanna frá Moskvu í
hönd og ganga með það út í baráttuna. Undir
því merki mun hún bíða ósigur og falla.”
Jón Baldvinsson
Jaröarfarir
Guðrún Bjarnadóttir, Lækjargötu 34e,
Hafnarfirði, verðurjarðsungin frá Hafnar-
fjarðarkirkju miðvikud. 20.12. kl. 15.
Jón Elís Guðmundsson, Jón Massi, Suð-
urhólum 20, Reykjavík, verður jarðsung-
inn frá Fossvogskirkju fimmtud. 21.12.
kl. 10.30.
Jóna Sigríður Steingrímsdóttir, áður að
Krummahólum 4, Reykjavík, verður jarð-
sungin frá Grafarvogskirkju miðvikud.
20.12. kl. 13.30.
Kristján Guðbjartsson frá Hólakoti,
verður jarðsunginn frá Akraneskirkju
fimmtud. 21.12. kl. 14.
Útför Huldu Njálsdóttur, fyrrv. húsfreyju
á Skúfsstööum, Hjaltadal, fer fram frá
Hóladómkirkju 21.12. kl. 13.30.
Emelía Sigurgeirsdóttir, Auðbrekku,
Húsavík, verður jarðsungin frá Húsavík-
urkirkju fimmtud. 21.12. kl. 14.