Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2000, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2000 9 DV Fréttir Enginn stórbruni á Akureyri á árinu: Gætum fengiö bruna eins og í Eyjum - vegna lélegra brunavama, segir slökkviliðsstjóri DV. AKUREYRI:_______________________ „Sem betur fer hefur þetta bless- ast tO þessa og gerir það vonandi áfram,“ segir Tómas Búi Böðvars- son, slökkviliðsstjóri á Akureyri, en þar í bæ hefur enginn stórbruni orðið á árinu. Tómas Búi segir slökkviliðið þó hafa fengið fjölda út- kaOa eins og venjulega en annað- hvort hafi verið um eitthvað lítið að ræða eða tekist hafi að halda eldi niðri og slökkva hann áður en stór- tjón hlytist af. Það lítur því út fyrir að við ætlum að sleppa í gegnum árið án stórbruna en við skulum samt lofa dag að kvöldi í þeim efn- um,“ segir Tómas Búi. Hann segir að brunavarnir i bæn- um hafi verið að batna smátt og smátt en þó sé víða pottur brotinn. „Við gætum þess vegna alveg lent í því að fá bruna af þeirri stærð- argráðu sem varð í Vestmannaeyj- um á dögunum með tilheyrandi tjóni. Okkar athygli í brunavörnum hefur fyrst og fremst beinst að per- sónuverndinni og þeim þætti þannig að við höfum frekar lagt áherslu á að brunavarnir séu í lagi þar sem margt fólk kemur gjarnan saman. Það þýðir ekki að við höfum ekki reynt að koma hinu áfram en það gengur hægt og menn draga lapp- irnar varðandi brunavarnir. Ég held það sé ekki ástæða fyrir mig að vera að nefna nein fyrirtæki í þessu sambandi en hér í bænum eru fyrir- tæki sem geta farið verulega illa, kæmi upp eldur i þeim, vegna þess hversu slakar brunavarnirnar eru. Ég óttast þetta ástand því hættunni er boðið heim; menn eru jafnvel ekki með viðvörunarkerfi í stórum fyrirtækjum. Þótt menn séu með vakt á einhverra klukkustunda fresti minnkar það hættuna en kem- ur alls ekki í veg fyrir hana,“ segir Tómas Búi. -gk Úthlutun styrkja menningarsjóðs: KASK hefur gefiö 25 milljónir í menninguna DV, HORNAFIRDI: Arleg úthlutun styrkja úr Menn- ingarsjóði Austur-SkaftfeOinga fór fram i Pakkhúsinu á Höfn um síð- ustu helgi. Umsóknir um styrki í ár voru 21 og hlutu 19 aðOar úthlutun að heOdarfjárhæð 1.225.000. Hæstu styrki, 100 þúsund krónur, hlutu Barnakór Homaijarðar, Kvennakór Hornafjarðar, Karlakórinn JökiOl, Samkór Hornafjarðar og Fornleifa- fræðistofa Bjama F. Einarssonar. Kaupfélag Austur-SkaftfeOinga er eini styrktaraðili sjóðsins og hefur að sögn Pálma Guðmundssonar kaupfélagsstjóra greitt 25 mOljónir Slökkviliðin á Akureyri sameinast um áramótin: Höfuðstöövar hugsan- lega viö flugvöllinn DV+/IYND JÚLÍA IMSLAND Fengu styrki í ár Talsmenn þeirra sem styrki hlutu ásamt stjórn sjóösins. tO 106 styrkþega frá árinu 1972. Ár- lega er úthlutað tveim þriðju af tekj- um sjóðsins. -JI DV, AKUREYRI:______________________ Þessi mál eru öU á réttu róli og um áramótin tökum við yfir eftirlit og aöra þjónustu á flugvaUarsvæð- inu. Við munum þá reka tvær slökkvUiðsstöövar þangað tU og ef ákveðið verður að byggja nýja stöð fyrir aUa starfsemina," segir Tómas Búi Böðvarsson slökkvOiðsstjóri, en í athugun er að byggja nýja slökkvi- stöð á flugvaUarsvæðinu, eða nærri því, sem myndi hýsa aUt liðiö. „Þessi mál eru í athugun en nið- urstaða mun ekki liggja fyrir fyrr en í janúar," segir Tómas Búi. Hann segist ekki líta þannig á að verið sé að taka áhættu varðandi bruna i bænum með því að fara með slökkvistöð í útjaðar bæjarins en slökkvistöðin er nú nálægt miðju bæjarins. „Það getur munað ein- hverjum tima að komast á þá staði sem yrðu fjærst nýju stöðinni ef hún yrði á flugvaUarsvæðinu, þetta gæti orðið um þriggja minútna munur þar sem mestu mnnar. Samt sem áður yrðum við langt innan þeirra marka sem eru t.d. í Reykja- vík. En tíminn lengist vissulega. Það munar líka talsverðu hvar á flugvaUarsvæðinu stöðin yrði byggð, hvort það yrði nyrst á svæð- inu eða annars staðar. Svo má líka horfa tU þess að það tæki nokkur ár að koma upp nýrri stöð á flugvaUar- svæðinu og þá yrði væntanlega komin betri tenging upp Naustaveg og hluta af byggðinni utan Glerár myndum við þjóna um þann veg en ekki fara út Glerárgötuna." - Er þetta það sem er líklegast, að það verði byggð slökkvistöð á flug- vaUarsvæðinu? „Það er erfitt að segja um líkum- ar því málið snýst um peninga. Það þarf að sjá hvað sparast í rekstrin- um með því að vera með liðið á ein- um stað, en sá spamaður þarf að standa undir fjárfestingum. Það er þetta sem er verið að skoða og nið- urstaðan mun liggja fyrir um miðj- an janúar,“ segir Tómas Búi. -gk Packard Bell Margmiðlunartölva með öllu og prentari í kaupbæti l-Media 7800a rw Örgjörvi AMD K7 800 MHz Flýtiminni 512 Kb Vinnsluminni 64 Mb, stækkanlegt í 512 Harður diskur 15 GB Skjákort 32Mb TNT II - TV útgangur Skjár 17” DVD x10 Geislaskrifari x8 Hljóð 3D Fjöldi radda 64 Hátalarar Dimand Faxmótald 56k - V.90 Fax í þessu tilboði getur þú valið a milli EPSON 580 eða Hewlett Packard 640 á meðan birgðir endast. i wmwá 169.900 Innifalið í þessu verði eru um 40 forrit og leikir sem koma uppsett með tölvunni. Á 90 sek. ert þú kominn í annan heim. S nishorn: Windows 98 - 2nd edition, PB Softbar, Norton AntiVirus 2000, WinPhone 2000, Real Player G2, Acrobat Reader 4.0, Word 2000, Works 2000, MONEY 2000, Printartist 4. Easy Creator 3.5c, DVD Player, Photo Express 2,0, Video Studio 3.0 SE, ACDSee vs2.4, WINAMP 2.203, CAESAR III, Monaco Grand Prix, BR.ÆÐURNIR Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.is SBHMHn,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.