Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2000, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2000, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2000 35 ÐV Tilvera DVWNDIR VH Jólalögin sungin og leikin Eldri borgarar á Súgandafiröi áttu góö litlu jól eins og sjá má. Jólalögin voru sungin viö gítarundirleik. Litlu jólin í Sunnuhlíð: Jólasveinum fannst gamla fólkið þroskaðir krakkar DV, SUÐUREYRI:____________________ Hin árlegu litlu jól Sunnuhlíö- ar, dagvistar aldraðra á Suður- eyri, voru haldin nú á dögunum. Hófst dagskráin á því að sóknar- presturinn, séra Valdimar Hreið- arsson, las jólaguðspjallið og flutti hugvekju. Síðan voru sung- in jólalög og spilaði Guðný Krist- ín Guðnadóttir undir á gitar. Ásta Björk Friðbertsdóttir for- stöðukona las svo jólasögu. Að því búnu stóð til að fá sér heitt súkkulaði og gómsætar kökur sem þær Ásta og Sigríður Páls- dóttir höfðu útbúið. Brá þá svo við að barið var heldur stórkarlalega að dyrum. Voru þar komnir tveir jólasvein- Undrandi jólasveinn Undrun jólasveinsins var mikil yfir þvi hversu þroskuð börnin á Suöureyri eru. ar. Sungu þeir fullum hálsi „Krakkar mínir, komið þið sæl“. Þegar þeir litu samkom- una augum brá þeim hins vegar mjög í brún því þeir höfðu ver- ið á leið til bamanna í leikskól- anum Tjarnarborg. Fundust þeim börnin heldur vel þroskuð. Eftir að hafa fengið að bragða á góðgætinu og fengið hughreystandi klapp á bakið tóku þeir gleði sína á ný, hófu gamanmál og sungu jðlasöngva. Síðan var þeim vísað til vegar til leikskólans Tjarnarborgar og hafa eflaust vakið mikla kátínu þar eins og hjá fullorðna fólk- inu í Sunnuhlíð. -VH völusteinn 10 ára ffe'*2rsseff *'* ** 98oeSri & VÖLUSTEINN Völusteinn / Mörkinni 1/108 Reykjavík Sími S88 9505 / www.volusteinn.is 20% í Míru öllum borðstofusettum og sófaborðum til jóla. 30% afsláttur af postulíni og glösum. Bæjarlind 6, sími 554 6300 H www.mira.is 5(Qpið til kl. 22 öll kvöld tíl jóla. • « 'J&t Rúnar Þór - Fimmtán ★★★ Fimmtán ár á föstu Rúnar Þór hefur haft yfírbragð einfarans í íslenskri dægurtónlist þau fimmtán ár sem hann hefur verið með henni á föstu. Hann hef- ur verið með þeim iðnustu í brans- anum, sent frá sér hverja plötuna á fætur annarri, þeyst um landið þvert og endilagt og spilað eigin lög og annarra á misfjölmennum böll- um. Þrátt fyrir það er eins og hann hafl ekki hlotið almennilega viður- kenningu, átt erfitt með að koma lögunum sínum í spilun í músíkút- vörpunum og verið hálfpartinn ut- angarðs. Rúnar Þór hefur eigi að síður gert eitt og annað áheyrilegt og það bita- stæðasta er að finna á nýju plötunni hans, fimmtán. Á henni eru sautján lög, fimmtán áður útgefm og tvö sem hann er að senda frá sér í fyrsta sinn. Þau eru bæði erlend: Maria Isabel og What a Wonderful World. Kannski boðar það að Rúnar Þór er hættur að nenna að reyna að koma eigin tónlist á framfæri. Von- andi ekki. Glöggt má merkja á plötum Rún- ars Þórs hvernig tónlist hans og hæfni í hljóðveri vex. Hápunktur ferilsins var tvímælalaust um og upp úr 1990 þegar út komu plöturn- ar Frostaugun og Yfir hæðina. En af og til fyrir þann tíma og eins eftir hefur Rúnar Þór hitt á ágæta smelli og þá er einmitt að finna á plötunni Fimmtán. Hún hefur alla þá eigin- leika sem yfirlitsplötu prýða. Hún gefur ágæta heildarmynd af ferlin- um og jafnframt því sem best hefur verið gert til þessa. Ásgeir Tómasson ★ Fékkstu kartöflu ★ í skóinn? Snúðu þá vörn í sókn! Einsettu þér að læra allt sem hægt er að læra um kartöflur. Á netinu er að finna mörg þúsund greinar, sögur og alls konar tölur sem tengjast kartöflum á einhvern hátt. Haltu síðan erindi um jarðeplin í öllum jólaboðum fjölskyldunnar; segðu þeim frá því að kartaflan kom fyrst til Evrópu 1570, Danir borða árlega að meðaltali um 70 kíló af kartöflum hver meðan Bretinn borðar rúm 100 kíló og 69% af því eru flögur og franskar o.s.frv. o.s.frv. * | Pínirvinir | íslenskir kartöflubændur i w v * N. * Y Qu(Carm6öncC, frá6(zrt úrvaí, gott verð. ‘Demantshringir QuCC, fivítaguCC, frá6czrt úrvaC, gott verð. frú6(zrt úrvaC, sérsmíði, gott verð. SencCum í póstkröfu. Laugavegi 5, sími 551 3383

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.