Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2000, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2000, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2000 29 DV Tilvera Paltrow getur sofið rólega nú Stórleikkonan Gwyneth Paltrow ætti að geta sofið rólega um jólin vitandi það að náungi nokkur sem var búinn að ofsækja hana um langa hríð hefur verið lokaður inni fyrir tiltækið. Maður þessi ku víst hafa sent leikkonunni pakka með klámfengnu efni í tvígang, auk þess sem hann skaut tvisvar upp kollinum við heimili foreldra hennar í Los Angel- es. Leikkonan var því að vonum hrædd við að kauði myndi nauðga henni. Dómari komst að þeirri niður- stöðu um daginn að ofsækjandinn væri ekki heill á geðsmunum og þvi var hann sendur á geðsjúkrahús þar til honum batnaöi. Hollandsprins trúlofast Constantijn prins, yngsti sonur Beatrix Hollandsdrottningar, kyssir verðandi brúður sína, Laurentien Brinkhorst, dóttur tandbúnaðarráöherra Hollands. Prinsinn og Laurentien opinberuðu trúlofun sína 16. desember. Fyrsti hlutinn afhentur Formaður Þroskahjálpar á Suðurnesjum, Sæmundur Pétursson, tekur við gjöfmni frá eigendum Kósý, húsgagnaverslunar, Skúla Rósantssyni og Guð- rúnu Láru Brynjarsdóttur. fasma vrs Music Hurley sektuð um níu milljónir Elizabeth Hurley hin snoppu- fríða, betur þekkt sem fyrrverandi kærasta hjartaknúsarans Hughs Grants, hefur verið sektuð um tæp,- ar níu milljónir íslenskra króna fyr- ir verkfallsbrot. Þannig er að á með- an auglýsingaleikarar i Hollywood voru í verkfalli sá Hurley, sem er bæði fyrirsæta og leikkona, ástæðu til að leika í auglýsingu fyrir snyrti- vörufyrirtæki. Hurley er að vonum ekki ánægð með sektina en ætlar engu að síður að greiða hana. Hún var þegar búin að láta fjórðung sekt- argreiðslunnar renna til verkfalls- sjóðs leikaranna. Höfðingleg gjöf: Hálf milljón á ári í fimm ár Skúli Rósantsson, Guðrún Lára Brynjarsdóttir, börn þeirra og þeirra fyrirtæki, Kósý - húsgagna- verslun, Síðumúla 24, hafa ákveðið að gefa Þroskahjálp á Suðurnesjun 500 þúsund kr. 1. des. ár hvert næstu fimm árin og fór fyrsta greiðsla fram 1. desember síðastlið- inn. Fyrirtækið gengur vel og vildi Qölskyldan láta gott af sér leiða og styrkja gott málefni á Suðurnesjum. Var þessi ákvörðun tekin hjá þeim hjónum eftir að þau höfðu rætt við Gísla H. Jóhannsson, framkvæmda- stjóra ÞS, og Sæmund Pétursson, formann félagsins, varðandi þjálf- unarlaugina. Það var á þeim tíma er Þroskahjálp á Suðurnesjum var að ræða um að halda áfram byggingu laugarinnar og reyna að klára hana. Þetta hafði mikil áhrif á endanlega ákvörðunartöku um það að bygging- in héldi áfram og að verkið yrði klárað. BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR BORGARTÚN 3-105 REYKJAVÍK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um deiliskipulag í Reykjavík Suðurlandsbraut 2/Hallarmúli 2, deiliskipulag [ samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst til kynningar tillaga að deiliskipulagi lóðanna nr. 2 við Suðurlandsbraut og Hallarmúla. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir breytingu á lóðarmörkum, afmörkun lóðar Orkuveitu Reykjavíkur, breyttu fyrirkomulagi bíla- stæða, viðbyggingarmöguleikum o.fl. Tillagan liggur frammi í sal Borgarskipulags og byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10.00 - 16.00 frá 20. desember til 17. janúar 2001. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur fyrir 31. janúar 2001. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Reykjavík, 20. desember 2000. Borgarskipulag Reykjavíkur ♦ jólatilboð Ein mest selda heilsudýna í heimi. Alþjóðasamtök chiropractora mæla með King Koil-heilsudýnunum. Skipholti 35 • STmi: S88-1955 Listavaktin er vefur sem hefur verið opnaður á Vísi.is. Þar getur þú fengið ítarlega og skemmtilega umfjöllun um allar jólabækurnar. v m Öll sala á vefnum er í samvinnu við ;; netverslun Hagkaups. ■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.