Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2000, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2000, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2000 54 Tilvera DV ■» > Netverslun www.colony.is Handfrjóls GSM-búnaður með FM útvarpi. xO 0 XI •H EH Útvarp og handfrjáls GSM-búnaður sem skemmtir þér og kemur um leið í veg fyrir að þú fáir örbylgjurnar beint í kollinn. Útvarpið er með sjálfvirkum stöðvarleitara á tíðnisviðinu 88 MHz - 108 MHz. Fyrir margar gerðir af símum. Verð 3.900. Tilboðsverð 2.900 Verslaðu ódýrt á netinu Celine á frjóvg- að egg í frysti Kanadíska poppsöngkonan Celine Dion á frjóvgað egg í frysti. Hún vonar að úr því verði einhvern tíma tvíburi ófædds sonar hennar. Celine greindi frá því í sjónvarps- viðtali að hún ætti von á barni 14. febrúar, á Valentínusardeginum. Á læknastofu í New York geymir hún frjóvgað egg sem var fryst 5 dögum eftir frjóvgunina. Faðirinn er eiginmaður Celine og umboðsmaður, René Angelil. Um var að ræða gervifrjóvgun. Celine kvaðst ætla að sækja eggið við hent- ugt tækifæri. Hún kvaðst hafa lofað móður sinni því. Celine gekkst und- ir tvær aðgerðir til þess að auka lík- urnar á því að hún yrði barnshaf- andi og var hún í meðferð hjá sér- fræðingum i New York. Sífellt hugfanginn af f j ölbreytileik náttúrunnar - segir Guömundur L. Friðfinnsson, hálftíræður rithöfundur á Egilsá í Skagafirði DV, SAUDÁRKRÓKI: „Samt yfirgaf Guðmundur aldrei dalinn sinn. Hann veit að kyrrstaða er ekki til, en lætur ekki truflast af því. Hann notar ekki veginn hinumegin í dalnum til að elta fólkið burtu“, sagði Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur, sem kvaddi þetta líf nú síðsumars, í formála að endurútgáfu skáldsögu Guðmundar L. Friðfinns- sonar, „Hinumegin við heiminn", sem út kom fyrir síðustu jól. Svo sannarlega er það rétt hjá Indriða að Guðmundur á Egilsá hef- ur ekki notað veginn hinumegin i dalnum til að elta fólkið burtu. Hann er þar enn þótt hann hafi orð- ið hálftíræður fyrr í þessum mán- uði, en um þessar mundir á hann einnig 50 ára rithöfundarafmæli. Það var fyrir jólin 1950 sem hans fyrstu bækur, unglingabækurnar Bjössi á Tréstöðum og Jónsi karlinn í Koti og telpurnar tvær, komu út. „Mér finnst lífið vera stórkostlegt undur og er sífellt hugfanginn af þeim stórkostlega fjölbreytileik sem náttúran býður upp á. Ég hef alltaf verið bjartsýnn og hef trú á því að lífið eigi enn þá eftir að færa mér góða hluti,“ segir Guðmundur og hann er það ern enn þá að heyra og sjá að manni finnst eiginlega fráleitt að minnast á heilsufarið eins og þó gjarnan er gert þegar svo fullorðið fólk á í hlut. En Guðmundur lofar samt hvern dag og þann sem öllu ræður í því efni. Á fimmtíu ára ritafmæli um þessar mundir. Vélaöldin hvíldi hestinn í spjalli sem fréttaritari DV átti við Guðmund á dögunum kom fram að starf bóndans tók æði mikinn tíma, enda bjó Guðmundur stóru búi lengst af og réðst til að mynda í skógrækt á jörðinni, auk þess sem hann starfrækti um árabil bama- heimili ásamt konu sinni, Önnu Sig- urbjörgu Gunnarsdóttur. Guðmund- ur segir að það hafi verið gaman að fást við búskapinn á þeim tíma sem þarfasti þjónninn, hesturinn, var notaður við jarðvinnslu, heyskap og aðdrætti ýmsa. Egilsárbóndinn tók þó vélaöldinni fegins hendi þegar hún gekk í garð og var einn fimm bænda i Akrahreppi sem fengu dráttarvél þegar þær komu fyrst í hreppinn 1949. „Bæði var það að verkin urðu fljótlegri eftir að ég fékk dráttarvél- ina og svo var ég líka óskaplega feg- inn að geta létt okinu af blessuðum hestunum. Þetta var ansi strembið fyrir þá á stundum, svo sem í jarð- vinnslunni, en ég átti alltaf dug- mikla og góða brúkunarhesta." En hvernig stóð á því að bóndi sem hafði yfrið næg verkefni fór að skrifa bækur? „Það var alltaf ríkt í mér að búa eitthvað til. Faðir minn smíðaði mikið og ég nam það tals- vert af honum og fékk útrás í því. Ég smíðaði meðal annars húsgögn fyrir okkur í húsið og svo réðst ég meira að segja í það að smíða spunavél, 15 þráða, og fékk reyndar ágæta aðstoð við þá smíði hjá lag- hentum manni sem hér var. Á þess- um tima var heimilisiðnaðurinn enn þá í tísku og sjálfsþurftabúskap- urinn. Fólk reyndi að bjarga sér með flesta hluti. Konan mín átti prjónavél og kom hún oft að góðum notum. Ég las alltaf talsvert og hafði gaman af að pára ýmislegt hjá mér en var feiminn að sýna það öðrum. Það var ekki fyrr en ég var kominn á fimmtugsaldurinn sem ég ákvað að gera alvöru úr því að skrifa bók. Til að byrja með var það lesefni fyr- ir börn og unglinga sem var við- fangsefnið og mínar fyrstu bækur fengu strax mjög góðar viðtökur, sérstaklega Bjössi á Tréstöðum. Þetta var mér mikil hvatning og fjórum árum seinna kom svo fyrsta skáldsagan fyrir fullorðna, Máttur lífs og moldar,“ segir Guðmundur. Uppiskroppa með pappír En það hefur ekki verið mikill tími til skrifta fyrir bóndann? „Það var oft lítill tími til að skrifa og satt að segja reyndist hann mér drjúgur, tíminn sem ég var við gegningar. Ég settist þá gjarnan á garðabandið hjá kindunum og skrif- aði með blýantsstubbi það sem kom í hugann í það og það skiptið. Þetta reyndist mér hin besta skrifstofa. Fyrstu árin handskrifaði ég öll mín handrit og komst upp með að skila þeim þannig til útgefandans. Ég skrifaði ekki sérlega vel sjálfur en naut góðrar aðstoðar konu minnar sem hafði ákaflega fallega rithönd og hreinskrifaði hún mestallt eftir mig. Einu sinni henti það þó að ég var að verða uppiskroppa með papp- ír og hreinskrifuðum við þá bæði hjónin. Ég man að Sigurður Nordal hafði gaman af þessu þegar ég var að segja honum frá fyrstu árum mínum á rithöfundarferlinum," seg- ir Guðmundur. Nýtt leikrit á fjalirnar Listinn yfir verk Guðmundar er orðinn nokkuð langur. Auk þess að skrifa nokkrar skáldsögur og smá- sögur hefur hann skrifað ævisögu, ljóð og leikrit. Nú í vetur ætlar Leikfélag Akureyar að setja á fjal- imar leikrit eftir Guðmund. Hann er svolítið leyndardómsfullur þegar talið berst að efni þess - segir þar á ferð ákaflega alvarlega hluti með gamansömu yfirbragði er geta gerst hvar sem er, líklega þó fremur í þéttbýlinu en dreifbýlinu. Þá má ekki gleyma þeim skerfi sem Guð- mundur á í varðveislu þjóðlegs fróð- leiks en fyrir nokkrum árum komu frá honum þrjár bækur um það efni. Sú seinasta, Þjóðlíf og þjóðhættir, sem út kom 1991, mikið verk að vöxtum sem Guðmundur lagði mikla vinnu í, var m.a. tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki bóka um þjóðlegt efni. Þessi bók hefur notið mikilla vinsælda og er nú nánast ófáanleg. „Ég hef alltaf haft næg áhugamál og nóg fyrir stafni. Mig hefur alltaf vantað tíma i rauninni," segir Guð- mundur þegar hann er spurður að því hvernig hálftíræður maður eyði tímanum. „Annars er ég samt að verða ansi verkalítill, fólk er það nú venjulega þegar það er komið á þennan aldur,“ bætir hann við og segist ekki vita hvað verði, hvort enn sé von á bókum frá honum. „Það var bara að Bjössa á Tré- stöðum sem ég hafði beina fyrir- mynd. í öðrum sögum er um óbein- ar fyrirmyndir að ræða. Ég byggi mín skrif á reynslunni sem ég hef af mannlífi, staðháttum og náttúru; þessa reynslu sem maður fær í skóla lífsins en verður þó seint full- numinn í þeim fræðum. Mér verður stundum hugsað til þess að ef ég mundi stökkva inn í lífið eins og það er í dag þá væri það eins og að koma á aðra plánetu ef landið væri ekki að mestu leyti eins og það var. Miðað við það sem liflð var þegar ég kynntist því fyrst þá er byltingin mikil. Fólkið hefur breyst svo mik- ið, yfirbragðið er allt öðruvísi, klæðaburðurinn annar og það talar allt annað mál. Ég er nú alltaf að vonast til að þetta fari að snúast við og fólkið leiti út í sveitirnar aftur,“ sagði Guðmundur í lok þessa af- mælisspjalls, en á afmæli sínu dvaldi hann hjá slnu fólki syðra. -ÞÁ KMg Einar Farestveit & Co.hf. ÍMJa Borgaitúni 28 P 562 2901 on 562 2900

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.