Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2000, Blaðsíða 8
8
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2000
Viðskipti
Umsjón: Viðskiptabladiö
Fiskaflinn eykst milli
nóvembermánaða
Fiskaflinn í nóvembermánuði
síðastliðnum var 92.352 tonn, sam-
anborið við 86.445 tonn í nóvem-
bermánuði árið 1999, og jókst því
um tæp 6 þúsund tonn á milli ára.
Botnfiskaflinn dróst hins vegar
saman um tæp 6 þúsund tonn.
Þennan samdrátt má aðallega
rekja til minni þorskafla en hann
dróst saman um rúm 8 þúsund
tonn á milli ára. Ufsaaflinn jókst
hins vegar um rúm þúsund tonn.
Þá jókst loðnuaflinn um rúm 20
þúsund tonn, og kolmunnaaflinn
um tæp 3 þúsund tonn. Síldveiðin
dróst aftur á móti saman á milli
ára, eða um tæp 11 þúsund tonn,
ásamt skel- og krabbadýraaflanum,
sem fór úr 4.783 tonnum árið 1999 í
3.777 tonn nú. Þetta kemur fram í
frétt frá Hagstofunni.
Heildaraflinn það sem af er ár-
inu er 1.625.117 tonn sem er
nokkru meira en veiðst hafði á
sama tíma í fyrra þegar veiddust
1.404.658 tonn. Þessi aukning er að-
allega vegna aukinnar veiði
tveggja tegunda, loðnu og
kolmunna, en báðar þessar tegund-
ir hafa veiðst töluvert betur í ár en
í fyrra. Botnfiskaflinn dregst hins
vegar saman um tæp 22 þúsund
tonn og er meginuppistaðan í þeim
samdrætti minnkandi þorskafli en
hann hefur dregist saman um tæpt
21 þúsund tonn það sem af er ári.
Þá hefur skel- og krabbadýraaflinn
dregist saman um rúm 8 þúsund
tonn á milli ára. -Óh
Bókin um
Netið
komin út
FBA spáir vaxta-
lækkun á næsta ári
FBA spáir þvi að
Seðlabanki íslands lækki
vexti um og eftir mitt
næsta ár til að bregðast
við lækkun vaxta í
nokkrum af helstu við-
skiptalöndum íslendinga
og til að draga úr að-
haldsstigi peningastjóm-
unar hér á landi.
Kemur þetta fram í
Markaðsgreiningu bank-
ans sem kom út í fyrra-
dag. Þar kemur einnig
fram að FBA spáir því að
krónan veikist um 2%
fram til loka næsta árs.
FBA gerir ráð fyrir aö
mikið flæði fjármagns
verði áfram úr krónum
yfir í erlendan gjaldeyri
vegna viðskiptahalla og
flæðis áhættufjármagns
en væntir þess á móti að
trú fjárfesta á krónunni
aukist á næstunni og að
stöðutaka með henni
vaxi. FBA spáir því að á næstu 6-12 og jenið gagnvart krónunni en að ásamt evrunni komi til með að
mánuðum lækki dollarinn, pundið norska, sænska og danska krónan styrkjast.
Íslandsbanki-FBA hf. kaupir
20,6% í Hlutabréfasjóðnum hf.
Íslandsbanki-FBA hf. hefur
keypt bréf í Hlutabréfasjóðnum
hf. fyrir 1,2 milljarða króna. Eft-
ir viðskiptin á bankinn 20,6% af
hlutafé sjóðsins og er stærsti
hluthafinn.
Kaupin voru gerð í samráði
við stjórn sjóðsins og tilgangur-
inn er að taka þátt í nýjum fjár-
festingartækifærum sem fram
undan eru.
Hlutabréfasjóðurinn hf. hefur
aðallega fjárfest í skráðum hluta-
félögum.
í frétt frá Íslandsbanka-FBA
hf. segir að sjóðurinn hyggist nú
leggja meiri áherslu á þátttöku í
umbreytingarverkefnum, t.d.
endurskipulagningu fyrirtækja,
sem gætu fært sjóðnum hærri
arðsemi og bætt þannig hag hlut-
hafa.
Eigið fé sjóðsins er nú um 5,4
milljarðar og heildareignir rif-
lega 8,5 milljarðar króna.
Bókaklúbbur atvinnulífsins
hefur geflð út Bókina um Netið
eftir Þórð Viking Friðgeirsson.
Bókin fjallar m.a. um sögu Nets-
ins og þróun og sérstök áhersla
er lögð á rafræn viðskipti. Bókin
um Netið á erindi til allra stjórn-
enda í fyrirtækjum og stofnun-
um, almennra áhugamanna og
ekki síst til frumkvöðlanna.
Fátt hefur leitt af sér meiri
breytingar fyrir rekstrarum-
hverfl fyrirtækja á síðustu árum
en tilkoma Netsins. Hvernig geta
fyrirtæki og stofnanir aðlagað
starfsemi sína þessum breyting-
um? Hvaða tækifæri býður Netið
upp á og hvaða hættur eru þar
sem ber að varast? í Bókinni um
Netið eru tekin fjölmörg dæmi af
íslenskum og erlendum fyrirtækj-
um sem gert hafa góða hluti á
Netinu og einnig af öðrum sem
ekki hefur gengið eins vel.
í Bókinni um Netið er m.a.
fjallaö um hagfræði Netsins,
skoðuð mismunandi viðskiptalík-
ön, rætt um virðisnet og einkenni
góðrar heimasíðu. Tæknin sem
liggur að baki Netinu er útskýrð
og fjallað um ýmis tæknihugtök
eins og W3C, EDI, WAP, dulkóð-
un, samskiptastaðla o.fl. í bók-
inni eru leiðbeiningar um gerð e-
viðskiptaáætlunar og hvernig
velja á lausnir, s.s. hugbúnað og
vélbúnað, til að viðskiptamark-
miðin geti orðið að veruleika. í
lok bókarinnar er reynt að ráða í
framtíðina og spá um þróun Nets-
ins á næstu árum.
Bókin er skrifuð á lipran og
læsilegan hátt, með fjölda skýr-
ingarmynda, tilvitnana og dæma
af íslenskum og erlendum fyrir-
tækjum. Þá er einnig i bókinni
fjöldi skemmtilegra fróðleiksmola
sem tengjast sögu Netsins.
Höfundur bókarinnar er Þórð-
ur Víkingur Friðgeirsson verk-
fræðingur en hann hefur starfað
að upplýsingatækni um árabil.
Hann hefur m.a. skrifað reglulega
um málefni Netsins í Viðskipta-
blaðið. Þá hefur höfundurinn
haldið námskeið og fyrirlestra á
vegum Corporate Lifecycles þar
sem hann starfar sem ráðgjafi.
UTBOÐ
F.h. Orkuveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í 18 renniloka í
stærðunum frá DN 350 til DN 500 (PN 25).
Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar.
Opnun tilboða: 17. janúar 2001, kl. 11.00 á sama stað.
BGDOVR 164/0
INNKAUPASTOFNUN
REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3-101 Reykjavfk-Sími 570 5800
Fax 562 2616 - Netfang: isr@rhus.rvk.is
DV
; HEILDARVIÐSKIPTI 3208 m.kr.
; - Hlutabréf 1601 m.kr.
1 - Spariskírteini 740 m.kr.
MEST VIÐSKIPTI
j O Hlutabréfasjóðurinn 1127 m.kr.
j © Hampiðjan 100 m.kr.
© Islandsbanki-FBA 75 m.kr.
MESTA HÆKKUN
©Grandi 3,6 %
© íslenski hlutabréfasjóðurinn 3,2 %
© Bakkavör Group 2,8 %
MESTA LÆKKUN
© SÍF 3,6 %
© Flugleiðir 3,6 %
© Landsbankinn 3,5 %
ÚRVALSVÍSITALAN 1300 stig
- Breyting o 1.39 %
Airbus hefur
A3-verkefniö
Airbus hóf í gær framleiðslu á A3
súper-júmbóþotu-verkefninu sínu
sem er stærsta verkefni á sviði
smiða á farþegaþotum sem ráðist
hefur verið í. Verkefnið felst í smíð-
um á stærstu farþegaþotum sem
búnar hafa verið til en 555 manns
munu geta ferðast með einni vél i
einu.
Smíði þessara véla mun breyta
samkeppninni milli Boeing-verk-
smiðjanna og Airbus-fyrirtækisins
þar sem Boeing hefur einokað
markaðinn fyrir ofurstórar farþega-
vélar síðustu 30 ár.
Talið er að verkefnið muni skapa
96.000 störf í flugvélaframleiðslu, að-
allega i Evrópu og Bandaríkjunum.
Cummins með
afkomuviðvörun
Cummins hefur gefið út afkomu-
viðvörun sem segir að fyrirtækið
muni tapa 35 til 45 centum á bréf á
fjórða ársfjóröungi þess árs en Wall
Street hafði áður spáð að hagnaður-
inn yrði 66 cent á bréf á þessum árs-
fjórðungi.
Cummins, sem framleiðir dísil-
vélar, tilkynnti um 50% minnkun í
pöntunum á vélum frá fyrirtækinu í
stóra trukka.
7
IJrval
- gott í hægindastólinn
_______________20.12.2000 kl. 9.15
l/AIID CAI A
KAUP SALA
fjtej Dollar 85,930 86,370
ÉÉÉPund 126,340 126,990
§*| Kan. dollar 56,400 56,750
Dönskkr. 10,3300 10,3870
-I'-Norskkr 9,4990 9,5510
&lS Sænsk kr. 8,8760 8,9250
H—jFl. mark 12,9580 13,0358
i Fra. franki 11,7454 11,8160
B lÍBelg. franki 1,9099 1,9214
| j Sviss. franki 50,9400 51,2200
dHoll. gyllini 34,9613 35,1714
Þýskt mark 39,3923 39,6290
Oítlíra 0,03979 0,04003
QCjAust. sch. 5,5991 5,6327
SHj Port. escudo 0,3843 0,3866
1 * ISná. peseti 0,4630 0,4658
| • |Jap. yon 0,76080 0,76540
] írskt pund 97,826 98,414
SDR 111,0600 111,7300
JPECU 77,0447 77,5076