Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2001, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2001, Side 13
ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 13 DV Sölvi Björn Siguröarson fetar í fótspor afa síns og gefur út Ljóð ungra skálda Erfið prófraun DV-MYND ÞÓK Sölvi Björn Sigurðarson skáld Sumt efni og stemning kallar á bundið form. Sölvi Björn Sigurdarson gaf út tvœr Ijóöabœkur í lok síóasta árs, aóra með sonnettum eftir John Keats sem hann haföi þýtt, hina meö frumortum Ijóðum undir heit- inu Ást og frelsi. Þetta er ungur maöur, rétt rúmlega tvítugur, og vakti athygli strax á menntaskóla- árunum þegar hann gaf út ritið Blóóberg, eins konar „tímarit" i einu tölublaði, ásamt félaga sínum. Síðan eru tœp þrjú ár og Sölvi hef- ur meðal annars verið í Frakklandi að lœra frönsku - meðan hann þýddi Ijóð Keats úr frummálinu, ensku. Þegar hann er spurður hvort ekki hefði verið nœr að fara til Eng- lands horfir hann uppgefinn á blaðamann. Hann bregst betur við spurningunni „af hverju Keats?“ „Hann er bara svo fallegt skáld. Hann gat reynt á þolrifin en á heildina litið var ég þó fremur sátt- ur við árangurinn, í bili að minnsta kosti. Kannski á Keats eft- ir að skamma mig ef við hittumst á himnum - nú eða hinum staðn- um!“ Ekki er nóg með að Sölvi ríg- bindi þýðingar sínar á Keats held- ur eru flest frumsömdu ljóðin líka bundin. Af hverju? „Þetta er einhver sálræn hrynj- andi í manni,“ segir Sölvi og kím- ir, „stundum raðast þetta svona upp í huganum.“ - Finnst þér þú ná betri tökum með þessu? „Eiginlega er þetta tvennt ólíkt, bundið form og óbundið, og sumt efni og stemning kallar á bundið form. Það er sennilega erfiðara að gera vel í óbundnu formi, ef eitthvað er,“ segir Sölvi. „Yngstu ljóðin í bókinni eru flest óbund- in. En það er líka góður skóli að yrkja undir hefðbundnum brag, svona eins og að semja slag- ara til þess að æfa sig á hljómunum!" Ljoð ungra skálda Sölvi var á förum til Spánar þegar við hitt- umst til að vinna þar að nýju frumsömdu prósa- verki og er þar með enn ein gangandi sönnun þess að hið hefðbundna ljóðskáld er komið að fótum fram - þau halda öll fram hjá ljóðinu með prósanum. En þegar hann kemur aftur heim með vorinu bíður hans það spennandi verkefni að safna í nýja bók undir heitinu Ljóð ungra skálda - enda vill svo skemmtilega til að hann er bamabarn Magnúsar Ásgeirssonar sem gaf út merka bók undir því nafni fyrir hartnær hálfri öld. Mein- ingin er að hafa þar ný ljóð eftir ung skáld - þrítug og yngri - og ættu all- ir sem taka þessa lýsingu til sín að fara að safna í sarpinn til eiga eiga nóg af ljóðum þegar kallið kemur. - Þetta er spennandi verkefni. „Já, það verður gaman að fást við þetta,“ segir Sölvi og meinar það. „Mestur vandi verður að finna skáldin; ég þarf að lesa bækur, tíma- rit og blöð, til dæmis skólablöð, og leita.“ - Sigurður Pálsson sagði í viðtali hér á síðunni síðastliðið vor um Bók í mannhafið sem var safn ljóða ungra skálda að ung skáld hugsuðu í of smáu sniði. Ertu sammála því? „Nei, að óreyndu er ég það ekki,“ segir Sölvi. „En þessi útgáfa á ljóð- um ungra skálda gæti orðið próf- raun á fullyrðingu Sigurðar. Stend- ur unga kynslóðin nú jafnfætis ungu kynslóðinni fyrir hálfri öld? Er hún eftirbátur hennar - eða er hún kannski enn þá betri? Það er ansi mikil áskorun og eins gott að skáld- in taki nú við sér.“ Meðal ungu skáldanna fyrir hálfri öld má nefna Hannes Sigfússon sem þar birti ljóðaflokkinn Dymbilvöku endurskoðaðan, Arnfríði Jónatans- dóttur sem einnig birti athyglisverð- an ljóðaflokk en mun styttri, og Hannes Péturs- son sem þótti kraftaverkið í bókinni með sín þroskuðu og fögru ljóð þrátt fyrir ungan aldur. Hver skyldi verða kraftaverkið í nýjum Ljóðum ungra skálda? Bókmenntir Islensk fjölmiðlasaga Það er ekki litið verk að skrifa sögu fjölmiðlunar á ís- landi og með myndarlegu riti Guðjóns Friðrikssonar, Nýjustu fréttum, er ekki hinsta orðið sagt um það mál. Mikið rit er þetta hins vegar að vöxtum og haganlega úr garði gert, prýtt fjölda mynda og textinn hinn læsilegasti. Með því er bætt úr brýnni þörf þar sem 30 ára göm- ul bók Vilhjálms Þ. Gíslasonar er nýjasta heildstæða ritið um íslenska blaðamenn. Sagan hefst seint á átjándu öld, á Magnúsi Ketilssyni sýslu- manni og Islandske maaneds tidender. Síðan er farið hratt yfir sögu en að sjálfsögðu staldr- að við Sveinbjörn Hallgrímsson, Jón Guðmundsson og síðast en ekki síst vandræðabarnið Jón Ólafsson sem hefur líklega rit- stýrt fleiri blöðum en nokkur annar Islendingur. Þá koma ár valtýsku og heimastjórnar með líflegum pólitískum blöðum sem léku lykUhlutverk i sjálfstæðis- baráttunni. Segja má að ákveðnu risi sögunnar sé náð þegar dagblöðin fara að festa sig í sessi á öðrum áratug nýliðinnar aldar. Síðan fer sagan að kvíslast nokkuð um leið og sagt er frá þeim óliku dagblöðum sem settu svip á seinustu öld en dóu svo öll nema tvö drottni sínum fyrir nokkrum árum. Þrátt fyrir heiti bókarinnar lætur Guðjón ekki nægja að segja frá fréttamiðlum - sem betur fer. Jafnframt sögu dagblaðanna rekur hann sögu útvarpsins og síðar sjónvarpsins og enn fremur segir hann frá tímaritum, glansblöðum, héraðsfréttablöð- um, hasarblöðum og gamanblöðum eins og DV-MYND E.ÓL. Guöjón Friðriksson rithöfundur Bók hans er góður vegvísir fyrir þá sem viija kafa dýpra og skemmtileg er hún að glugga í og fletta. Speglinum. Hann rekur sögu myndskreytinga, auglýsinga og teiknimyndasagna. Fátt er óvið- komandi þessari sögu og á mörgu er tæpt en frá fáu sagt ítarlega. Góður vegvísir er þó bókin fyr- ir þá sem vilja kafa dýpra og skemmtileg er hún að glugga í og fletta. Oumflýjanleg þróun Þegar nær dregur okkar timum verður sagan ítarlegri. Hún er sögð nokkuö frá sjónarhorni nútímans með sínum tveimur stóru dagblöðum, sterku Ríkisútvarpi og alls konar frjálsum Guöjón Friöriksson: Nýjustu fréttir: Saga fjölmiölunar á íslandi frá upphafi til vorra daga. löunn 2000. stöðvum. Guðjón fjallar ítarlega og skemmtilega um Dagblað- sævintýrið og hina miklu gerj- un í blaðaheiminum sem varð milli 1975 til 1981. Einnig eru ít- arlegir kaflar um Stöð tvö og dauða Alþýðublaðsins, Tímans og Þjóðviljans og i þessari frá- sögn virðist sú þróun nánast óumflýjanleg. Sögunni lýkur á þeim sem eftir lifðu: Morgun- blaðinu og DV. Þessi saga hlýtur að koma öllum við enda fjölmiðlarnir mikilvægar samfélagsstofnanir og allir hafa nokkra reynslu af þeim. Bókin er myndauðug þó að engar séu þar litmyndirnar og uppsetning og frágangur til fyrirmyndar. Blaðamannafélagið stendur að útgáfunni og hún er nokkuð i ætt við stofnanasögur þar sem mikilvægt er að segja frá öllum hagsmuna- aðilum. Guðjón reynir að greina ástandið og skýra þróun fjölmiðlunar hér á landi, en ákveðinnar tilhneigingar gætir til að lýsa breytingum á fjölmiðlaheiminum sem eðli- legri þróun án mikilla fyrirvara. Það skortir því nokkurn brodd í verkið en vandað er það og veglegt og sýnir fagmennsku höfundar í hvivetna. Ármann Jakobsson ___________Menning Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir Myndir Þorgerðar á sýningunni í Skálholti eru leikur með form og liti en byggðar með krossformið sem grunnhugmynd. Kross Krists Myndlistarmenn ársins í Skálholtsskóla eru að þessu sinni Anna Torfadóttir og Þor- gerður Sigurðardóttir. Fyrsta sýning þeirra á árinu ber heitið Ferill krossins og verður opnuð kl. 15 á morgun, öskudag. Af þessu tilefni hefur verið reistur tveggja og hálfs metra hár kross við Þorláksbúðir norðaust- ur af kirkjunni og þar mun verða helgiat- höfn kl. 18, en kl. 21 verður öskudagsmessa í kirkjunni. Klukkan 14 á sunnudaginn kemur, 4. mars, mun Ólafur H. Torfason rithöfundur flytja erindi í Skálholti sem hann nefnir „Krossmörkin íslensku; kirkjugripir og úti- krossar frá landnámi til samtímans". Gítartónleikar Kl. 20 að kvöldi ösku- dags heldur gitarleikar- inn Kristinn H. Árnason tónleika í Salnum í Kópavogi. Efnisskrá hans spannar nánast alla sögu gítarbókmenntanna - elstu verkin eru eftir John Dowland sem var uppi á 16. öld og yngsta verkið er frumflutt á tónleikunum. Það er eftir Hilmar Þórðarson sem í vikunni sem leið tók við Menningarverðlaunum DV í tónlist fyrir tónlistarhátíðina ART 2000. Að auki leikur Kristinn svítu i d-moll eftir Ro- bert de Visée, passacagliu eftir Silvius Leo- pold Weiss, prelúdíur og æfingar eftir Heitor Villa-Lobos og valsa o.fl. eftir Agustin Barrios. íslensk tónlist í hádeginu á morgun, eða kl. 12.30, verða Háskólatónleikar í Norræna húsinu. Þar leikur Símon H. ívarsson gítarleikari verk eftir Gunnar Reyni Sveinsson, John A. Speight og þjóðlög í útsetningu Jóns Ás- geirssonar. Speglanir Helgu Kress Geflð hefur verið út hjá Rannsóknarstofu í kvennafræðum greina- safnið Speglanir eftir Helgu Kress með fjórtán greinum sem hafa birst á ýmsum stöðum í bók- um og tímaritum. Grein- arnar eiga sameiginlegt að fjalla um konur og kynferði í íslenskum bókmenntum á 20. öld andspænis karlveldi bókmenntahefðar og bókmenntasögu. Helga segir í formála frá fyrstu kvenna- fræðilegu rannsóknum sínum og viðbrögð- um við þeim. Hún segir þá sem skrifuðu um rannsóknir hennar hafa átt það sameig- inlegt að hafa ákaflega litla þekkingu á fræðunum, þess í stað hafi þeir dottið í þá gryfju að vera með gífuryrði sem einkum beindust að bókmenntafræðingnum sem að rannsóknunum stóð. Elstu greinarnar eru frá 1977, Kvenna- rannsóknir í bókmenntum og Um konur og bókmenntir. Þar fjallar Helga á upplýsandi hátt um fræðin, en fyrsti kaflinn ber yfir- skriftina Bókmenntastofnun og bókmennta- hefð. í öðrum kafla fjallar hún um þýðing- ar og viðtalsbækur og 1 þriðja kafla bókar- innar Konan í textanum eru sex greinar sem allar taka mið af kenningum táknfræð- inga um stöðu konunnar í tungumálinu. Þar er m.a. fræg grein Helgu um Tíma- þjófinn eftir Steinunni Sigurðardóttur, og um Grasaferð Jónasar Hallgrímssonar, sem fór fyrir brjóstið á mörgum. I lokagrein bókarinnar fjallar Helga um „íslenska skól- ann“ í íslenskri bókmenntafræði, en þar leitast hún við að svara spurningunni um séríslenska bókmenntafræði og ræðir at- hyglisverð viðbrögð við greinum sínum þar sem hún beitir kenningum táknfræðinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.