Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2001, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2001, Síða 27
LAUGARDAGUR 10. MARS 2001 27 DV Helgarblað Nokkrir Portenos, eins og íbúar Buenos Aires nefna sig, brostu breiöu brosi og fullyrtu að vorið vœri komið þegar Halldór Ás- giimssón utanríkisráðherra lagði stóra blómaskreytingu aó stalli minnismerkis San Martins herfor- ingja, frelsishetju Argentínu. Þetta var tiltölulega snemma dags sam- kvœmt tímaskyni Portenosa. í borginni fara menn ekki að taka við sér fyrr en síðla dags. Fjöl- skylduboð hefjast jafnvel ekki fyrr en um lágnœttið og standa fram til morguns. Hitinn var kominn upp í rúm- lega 20 stig þrátt fyrir að sumar- dagurinn fyrsti væri ekki fyrr en þann 25. september. Hitinn virtist eiga vel við íslendingana í fylgd- arliði ráðherrans. Þeir stóðu sperrtir og brjóstuðu sig, eins og giímumenn á ungmennafélags- móti, á meðan heióursverðir hers- ins svitnuóu undan stórum og skrautlegum hjálmunum. Draumurinn sem brást Á fánastöngum umhverfis minnis- merkið um San Martin voru fánar Argentínu og íslands við hún en að- eins neðar blakti fánaborði með mynd af bláum fugli með útbreidda vængi. Neðan við fuglsmyndina voru funm kunnuglegir hringir, Ólympíu- hringimir. Þetta var merki Ólympíu- andans og bjartsýni Portenosa í sam- bandi við keppnina um að fá leikana til Buenos Aires árið 2004. Á torginu sögðu menn að þetta allt væri dæmigert fyrir Argentmu. Á sól- ardögum opinberra hebnsókna væri allt bjart og fallegt - jafnvel Ólympíu- leikamir væm taldir vera hinum meg- in við torgið. En á morgun húrraði hitastigið niður í 5 stig og Portenosar, sem væm nú að bjóða í leikana í fimmta sinn, tryðu því ekki sjálflr að leikamir kæmu nokkm sinni til borg- arinnar, þó svo að Argentína væri einn af stofnendum Alþjóða Ólympíu- nefndarinnar árið 1894 og eina stofn- landið sem ekki hefði staðið fyrir Ólympíuleikum á heimavelli. Svartsýni, tregi og hæðni Þessi hugsunarháttur er dæmigerð- ur fyrir Argentínubúa og sérstaklega Portenosa. Þeir velta sér upp úr svart- sýni, trega og hæðni. Til dæmis má nefna hæðnina sem má finna á Plaza del Liberator, þar sem annars vegar stendur hár klukkutum, „Enski tum- inn“, sem Bretar gáfu borgarbúum þegar þeir yfirgáfu landið fyrr á öld- inni. Hins vegar hefur verið reist skeifulaga minnismerki sem gætt er af heiðursvörðum hersins dag og nótt. í skeifuvegginn em greyptar tuttugu og sex granítplötur með nöfhum þeirra sem féllu í styrjöld Argentínu um Maldíveyjar við Breta sem nefiia eyj- amar Falklandseyjar. Þama á torginu blasir við breiðasta breiðgata heims, Avenida del Liberator, en Portenosar segja að breiðgatan þeirra sé fimm sentímetr- um breiðari en þær breiðustu í Evr- ópu! í raun og vem er Buenos Aires sjálf eins konar minnismerki um gaml- ar evrópskar hefðir, bæði í skipulagi og byggingarlist. Portenosamir era 12,5 miiljónir tals- ins og er ekki hægt að segja annað en þeir búi vel. Borgin þeirra er mjög fal- leg hvar sem á hana er litið. Nýtt kerfi neðanjarðarlesta verður tekið í notkun innan þriggja ára en samgöngur innan borgarinnar em tæknilega mjög fuil- komnar. Buenos Aires telst vera ein af ömgg- ustu stórborgum heims en svokölluð glæpatíðni er tiltölulega lág - sé miðað við borgir með sambærilegan fólks- fjölda. Hershófðingjar og frimúrarar Argentínumenn halda minningu San Martins mikið á lofti. Hershöfð- inginn vann sér það meðal annars til ágætis að reka Spánverja frá Suður- Ameríku, eftir því sem sagt er. íslenski ræðismaðurinn í Argentínu, Snr. Walt- er r Itonski, bráðskemmtilegur sögu- maður og stórvinur margra ágætra landa okkar, segir að það hafi í raun verið Símon Bolivar og San Martin Olafur Stephensen jassleikari heilsar lifandi myndastyttu í Buenos Aires Viö nðna athugun kom í Ijós að hér voru argentínskir og ítalskir leikarar í samstarfi um myndastyttu- leik. Leikurinn var geröur til þess að safna peningum til styrktar sjúkum börnum. Hann hefur aldrei sungið betur - um Ara Alexander og þjóðhetjur í Buenos Aires sem skiptu með sér verkum í brott- rekstri Spánverja. „Þegar þetta þarfaverk var á enda mættust þeir hershöfðingjamir í Úrú- gvæ og öll álfan stóð á öndinni. Nú var búist við blóðugri styrjöld á milli herja þessara mUdu hershöfðingja," sagði ræðismaðurinn um leið og hann bauð mér lútsterkt espresso-kaffi. „Hershöfðingjamir hittust, tókust í hendur á dálítið sérkennUegan máta, klöppuðu hvor öðrum á bakið og sögðu: „Helv... var þetta gott hjá okk- ur, bróðir!“ Síðan héldu þeir hvor sína leið og herliðamir vora sendir heim. Þetta sýnir greinUega hvað Frímúrara- reglan getur látið gott af sér leiða. Þeir voru nefnUega frímúrarabræður, karl- amir!“ sagði ræðismaðurinn og glotti. íslenski Jakútinn og skáldið Borges Athöfiiin við minnismerki San Martins, hershöfðingja og frelsishetju þjóðarinnar, tók ekki nema nokkrar minútur. Að henni lokinni bauð utan- rikisráðherra Argentínu, Snr. DiTella, tU hádegisverðar tU heiðurs utanríkis- ráðherra íslands. Meðal gesta var Mar- ía Kodena, ekkja þjóðskáldsins og ís- landsvinarins J.L. Borges. Frú María Kodena bauð síðan íslenskum gestum í heimsókn í stofnun sem ber nafn skáldsins. Vinir mínir og ferðafélagar, þeir Tómas og Guðmundur, vom svo skotn- ir í frúnni að Tómas setti upp hom- spangagleraugu og þverslaufu og fékk að fara með sem túlkur. Guðmundur setti aftur á móti myndavélina um hálsinn og lék ljósmyndara af mikilli innlifun. Á sama tíma var íslenski Jakútinn Ari Alexander Ergis Magnússon myndlistarmaður að paufast við upp- stiUingu á málverkum sínum i menn- ingarmiðstöð Buenos Aires í Recoleta. Þessi óvænti hiti að vetrarlagi bætti ekki úr skák en Ari Alexander var bú- inn að ganga í gegnum miklar hremm- ingar í sambandi við flutning rúmlega þrjátíu málverka frá íslandi tU Argent- ínu. Sýningin í Recoleta var fyrsta sýn- ing íslensks listamanns í Árgentínu eftir því sem best er vitað. Fingraför Peróns í Recoleta búa auðugustu fjölskyld- ur borgarinnar. Þar em dýrustu veit- ingastaðfrnir, faUegustu húsin, fínustu verslanfrnar og obbinn af þotuliðinu svokaUaða sem býr ekki í Recoleta nema að nafninu tU. Það er aUtaf á ferðinni á mUli helstu heimsborganna, veisluhótelanna og skemmtistaðanna. Við sýningarsal Ara Alexanders var útsýni yfir grafreit hinna auðugu. Þar geta ekki aUir fengið sína hinstu hvUu - síður en svo. Eina undantekningin, ef svo mætti segja, er vel smurður líkami Evu nokk- urrar Perón sem gerði sitt besta tU að ná peningum af hinum ríku! Perón hershöfðingi, eiginmaður Evítu, hvUir aftur á móti í La Chacarita, þar sem hans er vandlega gætt. Ekki er það nú stjómmálalegt stofufangelsi eins og ætla mætti heldur er það vegna þess að fyrir nokkrum árum bmtust einhverjir dónar inn i líkhús Peróns og stálu af honum hönd- unum. Ekki hefur tekist að hafa uppi á höndum Peróns né að finna ástæðu þessa óhugnanlega glæps. Ein af kjaflasögunum sem gengur meðal Por- tenosa er að höndunum hafi verið stolið til þess að nota fingraforin við úttektir af leynireikningum í Sviss. Ekki er öll vitleysan eins. Rétt við La Chacarita er einn fræg- asti tangóklúbbur landsins. Portenosar taka tangódansinn alvarlega. Það þóttu því mikil tíðindi þegar einn af ferðafé- lögum okkar tók sig tU eitt kvöldið og sýndi argentínsku þjóðinni hvemig ætti að dansa tangó! Fagnaðarlætin í tangóklúbbnum, sem stóðu í rúmlega tíu mínútur, vom þau mestu sem heyrst hafa þar um slóðir. Tveir pakkar á dag! Það er ekki hægt að skUja við spjaU um grafreiti í Buenos Aires án þess að minnast lítUlega á hina ástsælu stjömu og tangósöngvara Carlos Gar- del. Gardel hefur því sem næst verið tekinn í guðatölu. Ef rætt er um Gar- del á almannafæri er það gert í hálfum hljóðum og af mUcUli virðingu, líkt og eiturlyfjafikiar lækka róminn inni í apótekum. Tangósöngvarinn, sem lést í flug- slysi fyrir 65 ámm, er enn þá meðal þeirra sem selja flestar hljómplötur í Suður-Ameríku. Hann er enn þá vin- sælasti alþýðulistamaður Argentínu, án nokkurs vafa. Við grafhýsi Gardels, sem er fagur- lega skreytt með lUcneski af grátandi gyðju tónlistarinnar, er sífeftt verið að leggja blómvendi og skilaboð með þakklæti fyrir að bregðast skjótt við áheitum o.s.frv. Gardel var mikUl reykingamaður. Á sínum tima var hann svo að segja aUtaf með vindling á milli fingranna. Við grafhýsið er stytta af Gardel í fullri líkamsstærð. Við styttuna stóð ungur pUtur, varla meira en 14 ára, sem kom logandi sígarettu fyrir í hægri hendi goðsins. „Hann reykir næstum því tvo pakka Ferðafélagar í Suður-Ameríku við útflutning á jassi Tómas R. Einarsson á bassa og Guömundur Steingrímsson á trumbur. Heit tónlist í heitu loftslagi. á dag,“ sagði pUturinn hróðugur - „og hann hefur aldrei sungið betur!“ Gamlar heföir, pitsubotnar og myndastyttur Annars er Recoleta eins og volgt vatnsrúm, sagöi góður Portenosi. „Maður sekkur ofan í umhverfið eins og í mjúkt rúm sem því næst gleypir mann. Þess vegna eigum við svona erfitt með að fara á fætur fyrri hluta dags!“ Recoleta minnir mig, þrátt fyrir ríkidæmið, aUtaf á gamlar og jafnvel úreltar evrópskar hefðir sem enginn hefur not fyrir. Þegar maður fer í burtu gerir enginn sér grein fyrir því að maður er farinn og þegar maður kemur aftur hefur enginn áhuga á því að vita hvar maður hefur verið. Meiri- hluti íbúanna er af ítölsku bergi brot- inn og þess vegna em pitsubotnamir betri hér en annars staðar! Sannarlega mikilsverðar upplýsingar fyrir þá sem ætla að heimsækja Buenos Aires. Samband Portenosa og ítala er nán- ara en flesta grunar. Allmargir tala ítölsku og spænskan þeirra er með syngjandi framburði sem líka á rætur sínar að rekja til ítölskunnar. Á Flór- ídastræti, helstu verslunargötu Buen- os Aires, þar sem hver tískuverslunin tekur við af annarri, líkt og á 5th Avenue i New York, vom snjóhvítar myndastyttur á öðm hveiju homi. Við nána athugun kom í ljós að hér vom argentínskir og ítalskir leikarar í sam- starfi um myndastyttuleik. Leikurinn var til þess gerður að safna peningum til styrktar sjúkum bömum. Ef til vill er hér góð hugmynd fyrir Félag ís- lenskra leikara. Það væri ekki ónýtt að fá til dæmis þá Rúrik Haraldsson og Róbert Amfinnsson til að leika mynda- styttur í Lækjargötunni einhvem tim- ann í vetur! Ólafur Stephensen

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.