Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2001, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2001, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 10. MARS 2001 27 DV Helgarblað Nokkrir Portenos, eins og íbúar Buenos Aires nefna sig, brostu breiöu brosi og fullyrtu að vorið vœri komið þegar Halldór Ás- giimssón utanríkisráðherra lagði stóra blómaskreytingu aó stalli minnismerkis San Martins herfor- ingja, frelsishetju Argentínu. Þetta var tiltölulega snemma dags sam- kvœmt tímaskyni Portenosa. í borginni fara menn ekki að taka við sér fyrr en síðla dags. Fjöl- skylduboð hefjast jafnvel ekki fyrr en um lágnœttið og standa fram til morguns. Hitinn var kominn upp í rúm- lega 20 stig þrátt fyrir að sumar- dagurinn fyrsti væri ekki fyrr en þann 25. september. Hitinn virtist eiga vel við íslendingana í fylgd- arliði ráðherrans. Þeir stóðu sperrtir og brjóstuðu sig, eins og giímumenn á ungmennafélags- móti, á meðan heióursverðir hers- ins svitnuóu undan stórum og skrautlegum hjálmunum. Draumurinn sem brást Á fánastöngum umhverfis minnis- merkið um San Martin voru fánar Argentínu og íslands við hún en að- eins neðar blakti fánaborði með mynd af bláum fugli með útbreidda vængi. Neðan við fuglsmyndina voru funm kunnuglegir hringir, Ólympíu- hringimir. Þetta var merki Ólympíu- andans og bjartsýni Portenosa í sam- bandi við keppnina um að fá leikana til Buenos Aires árið 2004. Á torginu sögðu menn að þetta allt væri dæmigert fyrir Argentmu. Á sól- ardögum opinberra hebnsókna væri allt bjart og fallegt - jafnvel Ólympíu- leikamir væm taldir vera hinum meg- in við torgið. En á morgun húrraði hitastigið niður í 5 stig og Portenosar, sem væm nú að bjóða í leikana í fimmta sinn, tryðu því ekki sjálflr að leikamir kæmu nokkm sinni til borg- arinnar, þó svo að Argentína væri einn af stofnendum Alþjóða Ólympíu- nefndarinnar árið 1894 og eina stofn- landið sem ekki hefði staðið fyrir Ólympíuleikum á heimavelli. Svartsýni, tregi og hæðni Þessi hugsunarháttur er dæmigerð- ur fyrir Argentínubúa og sérstaklega Portenosa. Þeir velta sér upp úr svart- sýni, trega og hæðni. Til dæmis má nefna hæðnina sem má finna á Plaza del Liberator, þar sem annars vegar stendur hár klukkutum, „Enski tum- inn“, sem Bretar gáfu borgarbúum þegar þeir yfirgáfu landið fyrr á öld- inni. Hins vegar hefur verið reist skeifulaga minnismerki sem gætt er af heiðursvörðum hersins dag og nótt. í skeifuvegginn em greyptar tuttugu og sex granítplötur með nöfhum þeirra sem féllu í styrjöld Argentínu um Maldíveyjar við Breta sem nefiia eyj- amar Falklandseyjar. Þama á torginu blasir við breiðasta breiðgata heims, Avenida del Liberator, en Portenosar segja að breiðgatan þeirra sé fimm sentímetr- um breiðari en þær breiðustu í Evr- ópu! í raun og vem er Buenos Aires sjálf eins konar minnismerki um gaml- ar evrópskar hefðir, bæði í skipulagi og byggingarlist. Portenosamir era 12,5 miiljónir tals- ins og er ekki hægt að segja annað en þeir búi vel. Borgin þeirra er mjög fal- leg hvar sem á hana er litið. Nýtt kerfi neðanjarðarlesta verður tekið í notkun innan þriggja ára en samgöngur innan borgarinnar em tæknilega mjög fuil- komnar. Buenos Aires telst vera ein af ömgg- ustu stórborgum heims en svokölluð glæpatíðni er tiltölulega lág - sé miðað við borgir með sambærilegan fólks- fjölda. Hershófðingjar og frimúrarar Argentínumenn halda minningu San Martins mikið á lofti. Hershöfð- inginn vann sér það meðal annars til ágætis að reka Spánverja frá Suður- Ameríku, eftir því sem sagt er. íslenski ræðismaðurinn í Argentínu, Snr. Walt- er r Itonski, bráðskemmtilegur sögu- maður og stórvinur margra ágætra landa okkar, segir að það hafi í raun verið Símon Bolivar og San Martin Olafur Stephensen jassleikari heilsar lifandi myndastyttu í Buenos Aires Viö nðna athugun kom í Ijós að hér voru argentínskir og ítalskir leikarar í samstarfi um myndastyttu- leik. Leikurinn var geröur til þess að safna peningum til styrktar sjúkum börnum. Hann hefur aldrei sungið betur - um Ara Alexander og þjóðhetjur í Buenos Aires sem skiptu með sér verkum í brott- rekstri Spánverja. „Þegar þetta þarfaverk var á enda mættust þeir hershöfðingjamir í Úrú- gvæ og öll álfan stóð á öndinni. Nú var búist við blóðugri styrjöld á milli herja þessara mUdu hershöfðingja," sagði ræðismaðurinn um leið og hann bauð mér lútsterkt espresso-kaffi. „Hershöfðingjamir hittust, tókust í hendur á dálítið sérkennUegan máta, klöppuðu hvor öðrum á bakið og sögðu: „Helv... var þetta gott hjá okk- ur, bróðir!“ Síðan héldu þeir hvor sína leið og herliðamir vora sendir heim. Þetta sýnir greinUega hvað Frímúrara- reglan getur látið gott af sér leiða. Þeir voru nefnUega frímúrarabræður, karl- amir!“ sagði ræðismaðurinn og glotti. íslenski Jakútinn og skáldið Borges Athöfiiin við minnismerki San Martins, hershöfðingja og frelsishetju þjóðarinnar, tók ekki nema nokkrar minútur. Að henni lokinni bauð utan- rikisráðherra Argentínu, Snr. DiTella, tU hádegisverðar tU heiðurs utanríkis- ráðherra íslands. Meðal gesta var Mar- ía Kodena, ekkja þjóðskáldsins og ís- landsvinarins J.L. Borges. Frú María Kodena bauð síðan íslenskum gestum í heimsókn í stofnun sem ber nafn skáldsins. Vinir mínir og ferðafélagar, þeir Tómas og Guðmundur, vom svo skotn- ir í frúnni að Tómas setti upp hom- spangagleraugu og þverslaufu og fékk að fara með sem túlkur. Guðmundur setti aftur á móti myndavélina um hálsinn og lék ljósmyndara af mikilli innlifun. Á sama tíma var íslenski Jakútinn Ari Alexander Ergis Magnússon myndlistarmaður að paufast við upp- stiUingu á málverkum sínum i menn- ingarmiðstöð Buenos Aires í Recoleta. Þessi óvænti hiti að vetrarlagi bætti ekki úr skák en Ari Alexander var bú- inn að ganga í gegnum miklar hremm- ingar í sambandi við flutning rúmlega þrjátíu málverka frá íslandi tU Argent- ínu. Sýningin í Recoleta var fyrsta sýn- ing íslensks listamanns í Árgentínu eftir því sem best er vitað. Fingraför Peróns í Recoleta búa auðugustu fjölskyld- ur borgarinnar. Þar em dýrustu veit- ingastaðfrnir, faUegustu húsin, fínustu verslanfrnar og obbinn af þotuliðinu svokaUaða sem býr ekki í Recoleta nema að nafninu tU. Það er aUtaf á ferðinni á mUli helstu heimsborganna, veisluhótelanna og skemmtistaðanna. Við sýningarsal Ara Alexanders var útsýni yfir grafreit hinna auðugu. Þar geta ekki aUir fengið sína hinstu hvUu - síður en svo. Eina undantekningin, ef svo mætti segja, er vel smurður líkami Evu nokk- urrar Perón sem gerði sitt besta tU að ná peningum af hinum ríku! Perón hershöfðingi, eiginmaður Evítu, hvUir aftur á móti í La Chacarita, þar sem hans er vandlega gætt. Ekki er það nú stjómmálalegt stofufangelsi eins og ætla mætti heldur er það vegna þess að fyrir nokkrum árum bmtust einhverjir dónar inn i líkhús Peróns og stálu af honum hönd- unum. Ekki hefur tekist að hafa uppi á höndum Peróns né að finna ástæðu þessa óhugnanlega glæps. Ein af kjaflasögunum sem gengur meðal Por- tenosa er að höndunum hafi verið stolið til þess að nota fingraforin við úttektir af leynireikningum í Sviss. Ekki er öll vitleysan eins. Rétt við La Chacarita er einn fræg- asti tangóklúbbur landsins. Portenosar taka tangódansinn alvarlega. Það þóttu því mikil tíðindi þegar einn af ferðafé- lögum okkar tók sig tU eitt kvöldið og sýndi argentínsku þjóðinni hvemig ætti að dansa tangó! Fagnaðarlætin í tangóklúbbnum, sem stóðu í rúmlega tíu mínútur, vom þau mestu sem heyrst hafa þar um slóðir. Tveir pakkar á dag! Það er ekki hægt að skUja við spjaU um grafreiti í Buenos Aires án þess að minnast lítUlega á hina ástsælu stjömu og tangósöngvara Carlos Gar- del. Gardel hefur því sem næst verið tekinn í guðatölu. Ef rætt er um Gar- del á almannafæri er það gert í hálfum hljóðum og af mUcUli virðingu, líkt og eiturlyfjafikiar lækka róminn inni í apótekum. Tangósöngvarinn, sem lést í flug- slysi fyrir 65 ámm, er enn þá meðal þeirra sem selja flestar hljómplötur í Suður-Ameríku. Hann er enn þá vin- sælasti alþýðulistamaður Argentínu, án nokkurs vafa. Við grafhýsi Gardels, sem er fagur- lega skreytt með lUcneski af grátandi gyðju tónlistarinnar, er sífeftt verið að leggja blómvendi og skilaboð með þakklæti fyrir að bregðast skjótt við áheitum o.s.frv. Gardel var mikUl reykingamaður. Á sínum tima var hann svo að segja aUtaf með vindling á milli fingranna. Við grafhýsið er stytta af Gardel í fullri líkamsstærð. Við styttuna stóð ungur pUtur, varla meira en 14 ára, sem kom logandi sígarettu fyrir í hægri hendi goðsins. „Hann reykir næstum því tvo pakka Ferðafélagar í Suður-Ameríku við útflutning á jassi Tómas R. Einarsson á bassa og Guömundur Steingrímsson á trumbur. Heit tónlist í heitu loftslagi. á dag,“ sagði pUturinn hróðugur - „og hann hefur aldrei sungið betur!“ Gamlar heföir, pitsubotnar og myndastyttur Annars er Recoleta eins og volgt vatnsrúm, sagöi góður Portenosi. „Maður sekkur ofan í umhverfið eins og í mjúkt rúm sem því næst gleypir mann. Þess vegna eigum við svona erfitt með að fara á fætur fyrri hluta dags!“ Recoleta minnir mig, þrátt fyrir ríkidæmið, aUtaf á gamlar og jafnvel úreltar evrópskar hefðir sem enginn hefur not fyrir. Þegar maður fer í burtu gerir enginn sér grein fyrir því að maður er farinn og þegar maður kemur aftur hefur enginn áhuga á því að vita hvar maður hefur verið. Meiri- hluti íbúanna er af ítölsku bergi brot- inn og þess vegna em pitsubotnamir betri hér en annars staðar! Sannarlega mikilsverðar upplýsingar fyrir þá sem ætla að heimsækja Buenos Aires. Samband Portenosa og ítala er nán- ara en flesta grunar. Allmargir tala ítölsku og spænskan þeirra er með syngjandi framburði sem líka á rætur sínar að rekja til ítölskunnar. Á Flór- ídastræti, helstu verslunargötu Buen- os Aires, þar sem hver tískuverslunin tekur við af annarri, líkt og á 5th Avenue i New York, vom snjóhvítar myndastyttur á öðm hveiju homi. Við nána athugun kom í ljós að hér vom argentínskir og ítalskir leikarar í sam- starfi um myndastyttuleik. Leikurinn var til þess gerður að safna peningum til styrktar sjúkum bömum. Ef til vill er hér góð hugmynd fyrir Félag ís- lenskra leikara. Það væri ekki ónýtt að fá til dæmis þá Rúrik Haraldsson og Róbert Amfinnsson til að leika mynda- styttur í Lækjargötunni einhvem tim- ann í vetur! Ólafur Stephensen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.