Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2001, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2001, Síða 11
MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2001 11 Útlönd Yasser Arafat á milljónir dollara á banka í Sviss: Kaupir sér skjól hjá Saddam fyrir leynifé Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu, hefur lagt inn 20 milljónir dollara á reikning í svissneskum banka. Féð hefur hann boðið Saddam Hussein íraksforseta gegn því að fá að dvelja í írak þurfi hann að flýja frá Gaza- svæðinu, að því er norska blaðið Af- tenposten greinir frá. Aftenposten vitnar í ísraelska blaðið Jerusalem Post sem hefur það eftir heimildar- manni innan ísraelsku leyniþjónust- unnar að Arafat hafi lagt féð inn á bankareikninginn skömmu áður en uppreisnin braust út á herteknu svæðunum í september síðastliðn- um. Leyniþjónustumaðurinn segir að Arafat hafi sent leiðtoga Fatah-hreyf- ingarinnar á Vesturbakkanum, Abbas Zaki, til Bagdad til að ganga frá flóttasamningnum. 20 milljónim- ir á reikningnum í Sviss séu þó bara hluti af mörgum stórum sjóðum sem Arafat hafi yfir að ráða. Það þykir engin tilviljun að þessar upplýsingar leki út núna samtímis því sem sendinefnd frá Evrópusam- Við öllu búinn Yasser Arafat Palestínuleiðtogi tekur á móti Önnu Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, á Gazasvæðinu. Þaö þykir engin tilviljun að upþlýsingar um leynisjóði Arafats skuli leka út þegar fulltrúar ESB eru í Miðausturlöndum. bandinu er í Miðausturlöndum til að kanna efnahag Palestínumanna. ísraelskir heimildarmenn fullyrða að þó að Arafat reyni að láta líta út fyrir að hann sé félaus vegna her- náms ísraela eigi hann marga einka- sjóði sem hann hafi sett í fjárframlög til Palestínumanna. Viðskiptafélagi Arafats, Mohammed Rashid, á að hafa séð um fjárfestingar. „Arafat er mjög góður leikari. Hann er samtímis svalur og kaldrifj- aður og ætlar að vera við öllu búinn. Mörg arabalönd hafa þegar neitað honum um aðstoð. Túnis hefur til dæmis dregið sig í hlé,“ segir heim- ildarmaður Jerusalem Post. Hann segir Israela fylgjast með samskipt- um Arafats og yfirvalda í Bagdad en geti lítið gert. Ísíðustu viku sendi Arafat Saddam bréf og bað um að- stoð við palestínsku þjóðina. ísraelar hafa búið sig undir mögulegt brott- hvarf Arafats og hafa verið í sam- bandi við aðra palestínska leiðtoga sem ekkert hafa á móti því að Arafat hverfi. Poul Nyrup Rasmussen Danski forsætisráðherrann vill um- ræður um Færeyjar í þinginu. Danska þingið ræði Færeyjamál Poul Nyrup Rasmussen, forsætis- ráðherra Danmerkur, hefur boðað að danska þingið muni ræða sambandið við Færeyjar í byrjun mai. Nyrup telur það nauðsynlegt, í ljósi þess að færeysk stjórnvöld hafa í þrígang lagt fram eigin tillögur um sjálfstæðismál eyjanna. „Ég tel það mjög mikilvægt að jafnmargir flokkar í þinginu eru einhuga um þá stefnu sem ríkis- stjómin og ég sjálfur höfum,“ segir Poul Nyrup við dönsku fréttastof- una Ritzau. Nyrup kann ekki nákvæm skil á nýjasta útspili færeysku landstjóm- arinnar. Hann lítur þó á það sem merki um að Færeyingar ætli sér enn fullt sjálfstæði. Munkar mótmæla Um 1 þúsund búddamunkar efndu í gær til mótmæla fyrir utan ráðhúsið í Colombo á Sri Lanka vegna eyðileggingar Talíbana í Afganistan á búddalíkneskjum þar. Óvíst hvenær forsætisráðherra Japans fer frá: Neyðarráðstafanir í efna- hagsmálum hafa forgang Ástandið í japönskum stjórnmál- um skýrðist síður en svo í morgun þegar háttsettur leiðtogi stjómar- flokksins sagði að tilraunir til að koma hinum óvinsæla forsætisráð- herra Japans, Yoshiro Mori, frá ættu að víkja fyrir neyðarráðstöfun- um til að rétta af efnahag landsins. Til að flækja málið svo enn frek- ar fékk Mori stuðning þingsins sem felldi vantrauststillögu sem stjórn- arandstaðan lagöi fram í efri deild- inni. Að vísu hafði verið búist við því að tillagan yrði felld þar sem stjómarflokkurinn hefur meirihluta í deildinni. Shizuka Kamei, sem fer með stefnumótun innan stjórnarflokks Moris, gat sterklega til kynna í Yoshiro Morl Enginn veit hvenær hinn óvinsæli forsætisráðherra Japans fer frá. morgun að forsætisráðherrann myndi sitja fram í maí, að minnsta kosti. Almennt hafði verið búist við því að hann myndi fara frá í næsta mánuði. Málamiðlunarsamkomulag sem gert var um helgina fól í sér að Mori myndi sitja í embætti á meðan verið væri að undirbúa afsögn hans, hugsanlega eftir örfáar vikur. Kamei sagði á fundi með þing- mönnum stjómarflokksins að það væri ekki efst á forgangslistanum að flýta kjöri leiðtoga flokksins. „Er í alvörunni hægt að gera það og gera efnahagsráðstafanir á sama tíma?“ spurði hann. Gengi hlutabréfa á mörkuðum í Asíu hækkaði þegar þeir opnuðu í morgun, í kjölfar hækkunar vestra. | BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR I BORGARTÚN 3-105 REYKJAVÍK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík Öskjuhlíð, keiluhöll, breyting á deiliskipulagi, viðbygging. í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á deiliskipulagi Öskjuhlíðar varðandi lóð Keiluhallarinnar. Tillagan gerir ráð fyrir að heimilt verði að byggja 500m2 viðbyggingu á tveimur hæðum sunnan við núverandi hús. Viðbyggingin byggist frá suðurvegg hússins yfir í klettavegg er umlykur húsið. Efnisnotkun og aðlögun hússins verður unnin í samráði við Borgarskipulag. Bílastæðakröfur er 1 bílastæði fyrir hverja 35m2. Ofanleiti 1-2, Verslunarskóli íslands og Háskólinn í Reykjavík, breyting á deiliskipulagi. í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á skipulagi lóða nr. 1 og 2 við Ofanleiti. Lóð nr. 2, Háskólinn í Reykjavík, stækkar en nýtingarhlutfall lækkar úr 1.2 í 1.1 þar sem hámarksbyggingarmagn er óbreytt. Lóð nr. 1, Verslunarskóli íslands, minnkar. Gert er ráð fyrir nýjum byggingarreitum og/eða þeir rýmkaðir. Borgartún 21A, breyting á deiliskipulagi í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á skipulagi lóðar nr. 21A við Borgartún. Hús á lóðinni lengist til norðurs og hækkar um eina, inndregna hæð. Bílastæðum á lóð fækkar. Tillögurnar liggja frammi í sal Borgarskipulags og byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10.00 - 16.00 frá 14. mars til 11. apríl 2001. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflegatil Borgarskipulags Reykjavíkur eigi síðar en 25. apríl 2001. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.