Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2001, Qupperneq 12
12
MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2001
Skoðun
I>V
Ferðu oft í bústað?
Hrund Guömundsdóttir nemi:
Nei, voöa sjaldan, því miöur er ég
ekki meö aögang aö slíkum munaði.
Bára Þorsteinsdóttir nemi:
Já, kemur fyrir, þaö er góö
afsiöppun.
Alexander Lapas nemi:
Já, viö og viö, stanslaust stuö
í sveitinni.
Daníel Tryggvi Daníelsson nemi:
Já, eins oft og ég kemst. Góö
afslöppun.
Stefán Baldvin Stefánsson nemi:
Nei, þaö geri ég ekki sökum tíma-
leysis. Væri samt alveg til í aö
skreppa.
Aöalsteinn Davíösson nemi:
Nei, hef því miöur ekki aögang, ann-
ars myndi ég eflaust fara.
Dagfari
Frá dreifbýlinu
Víöa eru örhrepparnir.
Sameining sveitarfélaga
Magnús Sigurösson
skrifar:
Það er alveg ótrúlegt hve margir
örhreppar eru enn tO á landinu. En
hvers vegna í ósköpunum hefur ekki
enn þá verið gripið í taumana af
hálfu hins opinbera? Enn þann dag í
dag er íbúatala sveitarfélags svo það
teljist halda sjálfstæði sinu (sem er í
raun sjálfstæði um ekki neitt) miðuð
við ibúatöluna 50 sem lágmark. Það
er með ólíkindum að þessi tala skuli
ekki hafa verið hækkuð. Lágmarksi-
búatala sveitarfélags ætti a.m.k. að
vera tíu sinnum hærri.
Ég tek dæmi af sveitarfélagi, sem
ég þekki, og einkennist af mismun-
andi sjónarmiðum íbúanna, öllum
sem þar búa til hinna mestu leiðinda.
ibúafjöldinn telur tæpa átta tugi, í
sveitarstjórn og til vara eru 10
manns, í skólanefnd eru jafnmargir,
tvo þarf til að endurskoða reikninga
sveitarsjóðs og aöra 2 tO vara. Þarna
eru komnir um 24 aðilar og er þó enn
eftir slatti af nefndum sem skylt er að
manna lögum samkvæmt, en virka
ekki á nokkurn hátt eins og þeim er
- er stærsta byggðamálið
„Smáum sveitarfélögum er
œtlað að veita sams konar
þjónustu og stœrri samfé-
lögum sem er auðvitað úti-
lokað í framkvœmd, og því
hallar undan fœti hjá þeim
þar sem þau eru. Fólkið
sem einhver töggur er í flyt-
ur burtu, hinir verða eftir. “
ætlað, vegna fámennis, kunningja- og
skyldmenna-samfélagsins.
Þá er það einnig kunnara en frá
þurfi að segja að þarna er oftar en
ekki um eldri menn að ræða sem
skilja lítt eða ekkert hvað er að ger-
ast í skólamálum, geta ekki sett sig í
spor ungs fólks eða skilið þeirra þarf-
ir. Það eina sem smáhreppapólitíkin
snýst um er að hanga á sínu eins og
hundur á roði. Þetta skipulag leiðir
til mjög þröngra hagsmunagæslu á
tOtölulega afmörkuðum svæðum sem
þó eru meira og minna háð þróun
næsta stóra sveitarfélags. Þetta er
heimóttarhugsunarháttur þeirra sem
hafa sjóndeildarhring sem er oftast
jafnvíður túngarðinum hjá viðkom-
andi. Aukin menntun vinnur þó
hægt en örugglega gegn fáfræðinni
og skilningsleysinu.
Stundum verður að taka ráðin af
fólkinu, sagði einn virtasti stjórn-
málamaður okkar og forsætisráð-
herra til margra ára eitt sinn. Þessi
orð eiga svo sannarlega við í þessu
sambandi. Og það þarf að gerast fyrr
en seinna. Smáum sveitarfélögum er
ætlað að veita sams konar þjónustu
og stærri samfélögum sem er auðvit-
að útilokað í framkvæmd, og því haO-
ar undan fæti hjá þeim þar sem þau
eru. Fólkið sem einhver töggur er í
flytur burtu, hinir verða eftir.
Ég vO skora á ráðamenn þjóðarinn-
ar að skoða þessi mál af fullri alvöru
áður en það verður of seint. Um jafn
brýnt mál, sem verður allra hagur þeg-
ar frá líður, hlýtur að vera hægt að ná
þverpólitískri samstöðu. Höldum land-
inu í byggð og gerum unga fólkinu ger-
legt að búa í sveitum þess.
Atvinnuumsóknir til skoðunar
Kristinn Sigurösson
skrifar:
Það hefur mikið verið skrifað um
og gert úr því að íslandspóstur
óskaði eftir upplýsingum um ákveð-
ið fólk sem sótt hafði um vinnu hjá
fyrirtækinu. En er það bara ekki
mjög eðlilegt aö stofnanir eins og ís-
landspóstur vOji fá upplýsingar um
það fólk sem það ætlar að ráða? All-
ir atvinnurekendur vilja það og
myndu gera slíkt hið sama og ís-
landspóstur gerði, að fá upplýsingar
úr dóms- eða réttarkerfmu um við-
komandi áður en ráðningarsamn-
ingur er undirritaður.
„Ætti íslandspóstur kannski
að ráða til sín fólk sem er á
kafi í eða í tengslum við
fíkniefni? Ég held að flestir
geti verið sammála um að
það eigi ekki að gerast. “
Ekki skiptir svo sem máli hvort
það er lögreglan eöa annar aðOi sem
veitir þessar upplýsingar. Þær eru
nauðsynlegar fyrir fyrirtækin. Mér
finnst það hreint bull sem frá hinni
svokölluðu Persónuvernd kemur, að
fyrirtækin eigi að spyrja viðkom-
andi umsækjendur hvort það sé í
lagi að spyrja um þessi mál. Per-
sónuvernd hefur þegar orðið sér til
minnkunar og ætti aUs ekki að láta
heyra í sér meira. Lögreglu ætti að
vera skylt að veita upplýsingar um
hvort þessi eöa hinn sé á sakaskrá.
Ekkert annað - það nægir.
Ætti íslandspóstur kannski að
ráða tU sín fólk sem er á kafl í eða i
tengslum við fíkniefni? Ég held að
ílestir geti verið sammála um að
það eigi ekki að gerast. AUt tal um
„persónuvernd" á ekki heima í
þessu sambandi.
mmmm
Súlurnar heim
Dagfari getur ekki annað en kennt í brjósti um
þær Cynthiu og Pam sem þurftu að flýja Club 7 til
að komast hjá því að stunda vændi. Tvær 19 ára
breskar blómarósir sem héldu að þær væru lista-
menn þar tU þeim var gerð grein fyrir starfsskyld-
um sínum á súlustaðnum við Hverfisgötu. Stúlk-
urnar urðu hissa en Dagfari varð ekkert hissa þeg-
ar hann frétti þetta. Dagfari hefur nefnilega komið
oftar en einu sinni á súlustað og veit fyrir víst að
vændi er aðeins spurning um skilgreiningu.
Hvernig dettur fullorðnu fólki í hug að vændi teng-
ist ekki skemmtistöðum þar sem naktar ungpíur
dansa og skekja sig fyrir framan dauðadrukkna
karlmenn í lokuðum smáklefum? Skárra væri það
nú náttúruleysið. Ef dansinn kostar peninga þá
kostar drátturinn það lika.
Dagfari hefur aldrei verið í sama stjórnmála-
flokki og Stígamótakonur. En í þessu efni er hann
sammála þeim öOum með tölum. Litlu, lokuðu
klefanir á súlustöðunum, þar sem einkadansinn
fer fram gegn greiðslu, bjóða vændinu heim. Og
það er velkomið. Dagfara er sagt að lágmarksverð
sé 60 þúsund krónur. Það skýrir að sjálfsögðu þá al-
mennu og útbreiddu ánægju dansmeyjanna með
starfið. Varla væru þær svona „happy“ yfir þvi
einu að vefja sig um súluna á sviðinu á tímakaupi?
Klámkóngurinn á Club 7, sem eitt sinn var sveit-
arstjóri á Patreksfirði, viðurkennir í síðdegisblað-
Eiginkonan á þá að breytast í dans-
mey þegar rökkva tékur og sveifla sér
á svefnherbergissúlunni þar til karl-
inn hefur fengið nóg. Og þetta á að
vera ókeypis.
inu í gær að aðsókn að súlustöðunum fari minnk-
andi og starfsemin sé að dala. Þetta kemur heim
og saman við það sem Stígamótakonur hafa sagt
um að starfsemi súlustaðanna sé að færast heim í
svefnherbergin tO viðskiptavinanna sem nenna
ekki lengur á staðina. Konur hafa kvartað til
Stígamóta yfir eiginmönnum sínum sem vilja
koma upp súlu í svefnherberginu og fá þar sömu
þjónustuna og þeir eru vanir á skemmtistöðunum.
Eiginkonan á þá að breytast i dansmey þegar
rökkva tekur og sveifla sér á svefnherbegissúl-
unni þar til karlinn hefur fengið nóg. Og þetta á
að vera ókeypis.
Vissulega væri þetta sparnaður fyrir heimilið
og þá sérstaklega barnmargar fjölskyldur. En Dag-
fari tekur enn og aftur undir með Stígamótakon-
um sem vilja gefa út verðskrá fyrir húsmæður
sem neyðast tO að dansa súludans heima í svefn-
herberginu. Að sjálfsögðu gætu þær aldrei tekið
fuflt verð fyrir dansinn heima. Én í ljósi þess að
húsmóðurstarfið hefur verið metið til jafns við
byrjunarlaun sjúkraliða af dómstólum væri ekki
óréttlátt að næturdansinn í svefnherberginu heima
væri metin til jafns við eftirvinnukaup sjúkraliða.
TOlögur Stígamótakvenna myndu leysa tvö vanda-
mál sem orða mætti í einni setningu: Karlinn aUtaf
heima - fleiri krónur fyrir mat. ^ ^ ,
Á flugvallarsvæðinu
Reykjavíkurmál, ekki landsbyggöar.
Framtíð flugvallarins
Einar Árnason skrifar:
í sjónvarpsþætti í Ríkissjónvarpinu
sl. sunnduagskvöld var rætt um mál-
efni ReykjavíkurflugvaOar eftir kynn-
ingu á kostum sem ræddir hafa veriö
færi flugvöOurinn úr Vatnsmýrinni.
Mér fannst eins og fyrirfram væri
ákveðið að láta hafla á þá tvo viðmæl-
endur sem voru fulltrúar fyrir að flug-
völlurinn færi (borgarstjóra og Einar
Karl Haraldsson), því ég sá ekki betur
en þrír væru til staðar sem verjendur
flugvallarins þar sem hann er; nefni-
lega oddviti minnihluta borgarstjórn-
ar og formaður Hollvina Reykjavíkur-
flugvaflar ásamt Ómari fréttamanni,
sem ætla verður hlynntan Reykjavík-
urflugveOi. Hinir tveir óumdeildu
talsmenn landsbyggðarinnar (formað-
ur HoOvinanna og oddviti sjálfstæðis-
manna í borginni) gera sér auðheyri-
lega ekki grein fyrir að umræðan er
einfaldlega ekki á landsvísu, þetta er
innanbæjarumræða um málefni
Reykjavíkur.
Gæsir sem smitberar
Vilhjálmur Alfreðsson skrifar:
Hinn 5. mars sl. birtist prýðflegt
bréf eftir hann Guðmund Guðmunds-
son, fyrrv. bónda, þar sem hann ræddi
um smitsjúkdóma sem kynnu að ber-
ast hingað tO lands með gæsunum. Ég
tek undir hvert orð Guðmundar. Það
vifl svo til að blessuð dýrin sum hver
sem eru á og við landið eru skaðleg
okkur, og þar á ég við bæði fugla, seli
og hvali. Mér þykir vænt um dýrin en
því miður verða yfirvöld að taka harð-
ara á þeirri einkennflegu „þjóðernis-
stefnu“ sem oft er í hávegum höfð
gagnvart dýrum sem smitberum.
Lofrolla um land-
könnuðinn
Sólveig Magnúsdóttir skrifar:
Mér er farin að
leiðast endalaus lof-
rolla og skrif um
landkönnuðinn
„okkar". Ég á hér
auðvitað við Vil-
hjáim Stefánsson,
sem nú er opnuð
sýning um í Lista-
safni íslands. Eftir
að hafa lesið um
hans einkamál og
viðskilnað við
grænlenska konu
sem ól honum son,
sem hann vildi svo
ekkert af vita,
missti ég alla tiltrú á þessum mikla
landkönnuði.
Vilhjálmur
Stefánsson.
landkönnuöur.
Dauðaslys á Reykja-
víkurflugvelli
Rugmaður hringdi:
í nýlegum þætti í Sjónvarpinu var
leitast við að skýra eða telja upp nokk-
ur óhöpp og flugslys sem skeð hafa á og
við ReykjavíkurflugvöU. Ekki var þar
öllu tfl skfla haldið, langt í frá. Ég man
t.d. eftir flugslysi á Reykjavíkurflug-
velli þar sem fórust tveir ungir menn,
annar þeirra þáverandi flugstjóri Loft-
leiða hf. Þetta var með hörmulegri slys-
um á flugvallarsvæðinu og gleymist
seint. Og enn fleiri hafa þau orðið, slys-
in þarna á svæðinu. Ég harma ekki
þótt slysagUdran ReykjavíkurflugvöU-
ur verði lagður af.
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eða sent tölvupóst á netfangið:
gra@ff.is
Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV,
Þverholti 11, 105 Reykiavík.
Lesendur eru hvattir til að senda mynd
af sér til birtingar með bréfunum á
sama póstfang.