Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2001, Qupperneq 28
■>
7 manna bíll
Bílhelmar
FRÉTTASKOTIO
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá f síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
Björn Sigurösson, bóndi í Úthlíð:
„ekki ungur til eilífðar“:
Tilbúinn að selja
á 300 milljónir
- jarðarsala þó háð „þjóðlendumálinu“
Björn Sigurösson, bóndi i Úthlíð í
Biskupstungum, segist hafa hugleitt
að selja jörð sína fyrir um 300 millj-
ónir króna - eina landmestu jörð
landsins og umsvifamestu í ferðabú-
skap. Þar eru 150 sumarhús með til-
heyrandi leigutekjum, sundlaug,
veitingastað, gistihúsum, golfvelli
og fleiru - allt á einum vinsælasta
dvalarstað Islendinga til sveita hin
siðari ár.
Björn, sem fékk blóðtappa i höfuð
á síðasta ári, kveðst orðinn nokkuð
heilsuveill. Hann segist vissulega
„ekki verða ungur til eilífðar". „Ég
lamaðist aðeins í skrokknum sem
ekki er gengið til baka - ég er því
ekki heill heilsu enda farinn að
reskjast og búinn að vinna langan
dag. Það kemur að því með okkur
öll, manni er afmarkaður takmark-
aður tími á þessari jörð til athafna,"
sagði Bjöm sem var á leið út til að
sinna skepnum í morgun þegar DV
ræddi við hann.
Björn segir að hann sé „alveg
Úthlíö til sölu
Ein stærsta jörð landsins þar sem
blómiegur ferðabúskapur er stund-
aður er nú til sölu.
eins“ tilbúinn að selja jörðina. Hins
vegar sé það háö svokölluðu þjóð-
lendumáli þar sem ríkið gerir kröfu
til hluta stórra jarða, þar á meðal
Úthlíðar og Haukadals.
„Ef ég seldi þetta einhverjum
áður en dómar falla í þessum mál-
um yrði ekki hægt að fá þeim lönd-
um þinglýst sem eru í þessari kröfu-
gerð ríkisvaldsins," sagði Bjöm sem
hefur þegar rætt um sölu á jörðinni
í heild við einn aðila á síöasta ári en
þeim viðræðum var þó slitið.
Björn sagði að engu að síður sé til
sölu veitingahúsið, 5 gistihús sem
eru þar við hliðina, verslunin, sund-
laugin og tjaldstæði fyrir 70 milljón-
ir króna. Einnig kveðst hann tilbú-
inn að leigja reksturinn.
En um hvað er að ræða varðandi
sölu á jörðinni ef út í það yrði far-
ið?
„Þá er ég að tala um svo til allt
sem á landinu er, jörðina, fram-
kvæmdir, húsakostinn og leigutekj-
ur af um 150 sumarhúsum. En þetta
er háð svokölluðu þjóðlendumáli,"
sagði Bjöm Sigurðsson sem hefur
notað tímann til að ferðast mikið er-
lendis með eiginkonu sinni í haust
og vetur. -Ótt
Deiluaðilar ræddust ekki við á samningafundi:
Verkfallið skellur á
„Ég get engu spáð um það hvort
til verkfalls kemur eða hversu langt
það yrði. Það er hins vegar ljóst að
eitthvað verður að fara að gerast ef
takast á að afstýra því aö til verk-
fallsins komi,“ sagði Friðrik J. Arn-
grímsson, framkvæmdastjóri Lands-
sambands íslenskra útvegsmanna,
þegar DV ræddi við hann í morgun
um stöðuna i samningaviðræðunum
við sjómenn, en verkfall sjómanna
hefst á miðnætti annað kvöld hafi
samningar ekki tekist. Og sem fyrr
er ekkert í spilunum sem bendir til
að lausn finnist fyrir þann tima.
„Það eru engin tilefni til neinnar
bjartsýni,“ sagði Sævar Gunnars-
son, formaður Sjómannasambands
Islands, í morgun.
Gagnrýnisraddir á samninga-
nefndir deiluaðila verða nú hávær-
ari. Þannig segir Sverrir Leósson
útgerðarmaður í DV í dag að nefnd-
armenn beggja vegna borðsins séu
ábyrgðarlausustu menn þjóðfélags-
ins sem kasti á milli sín fjöreggi
þjóðarinnar. „Ég svara þessu ekki.
Menn sem tala svona virðast ekki
Sævar Friörik J.
Gunnarsson. Arngrímsson.
skilja að við vinnum samkvæmt
umboði umbjóðenda okkar og þeir
fá sér nýja aðila til að vinna verkið
sinnum við því ekki,“ segir Sævar
Gunnarsson um þessa gagnrýni.
75 skipstjórar, sem margir hverjir
eru einnig útgerðarmenn, hafa skor-
að á samninganefndir beggja deilu-
aðila að vinna af heilindum að
lausn deilunnar og bæjarstjórar í
mörgum sjávarbyggðum tekið und-
ir. „Auðvitað vinnum við af heilind-
um. Við höfum teygt okkur eins
langt og við getum, t.d. höfum viö
lýst yfir að við viljum taka á lægstu
fiskverðunum,“ segir framkvæmda-
stjóri LÍÚ. Hann segir útgerðar-
menn hafa boðið ýmislegt annað og
þeir geti einfaldlega ekki boðið
meira. Um þær raddir að klofningur
sé innan LÍÚ segir Friðrik fram-
kvæmdastjóri: „Það er styrkur LÍÚ
að þar eru menn sameinaðir. Auð-
vitað eru ekki allir í sama rekstri
en hjá okkur er enginn klofningur."
Talsmenn sjómanna hafa marg-
sagt að þeir geti ekki teygt sig
lengra en þeir hafi þegar gert. Til
staðar er því hnútur sem höggva
þarf á en enginn hefur uppi tilburði
í þá átt. Samninganefndir deiluaöila
funduðu hjá sáttasemjara í gær en
án árangurs. Svo breitt er bilið milli
aðila að þótt farið hafi verið yfir
alla hugsanlega þætti nýs kjara-
samnings þá töluðust deiluaöilar
ekki við á fundinum í gær. Samn-
inganefndimar sátu hvor í sínu her-
bergi en sáttasemjari bar á milli
þeirra skilaboð. Ekki er nokkur
hlutur sem bendir til þess að eitt-
hvað muni gerast á samningafund-
um í dag og á morgun sem geti af-
stýrt verkfallinu. -gk
MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2001
Voriö er komiö í Bláa lóniö
Veðrið hefur leikið við landsmenn síðustu daga og fólk notar tækifæriö
til útivistar eins og þessi þokkafulla og léttklædda glæsikvinna sem naut
lífsins í Bláa lóninu í gær.
FRJ ALST, OHAÐ DAGBLAÐ
Byggðastofnun beðin að bíða með afgreiðslu láns til Goða:
Getum ekki staðfest Borgarnes
- segir Kristinn Þór Geirsson framkvæmdastjóri
„Við þurfum smátíma til að átta
okkur á þvi hver sé besti kosturinn,
þarrnig að viö getum ekki staðfest
Borgarnes," sagði Kristinn Þór
Geirsson, framkvæmdastjóri Goða,
við DV í morgun.
Eins og blaðið hefur greint frá
liggur fyrir að velja sameinaðri
kjötvinnslu fyrirtækisins stað utan
Reykjavíkur. Þrír staðir hafa verið
nefndir, Mosfellssveit, Borgames og
Selfoss. Mikið er í húfi, því 100 störf
fyljga kjötvinnslunni. Forráöamenn
Selfoss og Borgamess hafa sett fram
ýmis tilboð til að
fá fyrirtækið til
sín.
Stjómarfundur
Byggðastofnunar
hófst klukkan ell-
efu og stendur
fram eftir degi.
Þar stóð til að
taka fyrir láns-
umsókn Goða
upp á nokkur
hundruð milljóna króna. En nú hafa
forráðamenn Goða beðið Byggða-
stofnun að bíða með umfjöllun þar
sem ákvörðun um staðfestingu liggi
ekki fyrir, að sögn Kristins Þórs
framkvæmdastjóra.
„Þeir hafa leitað eftir fyrir-
greiöslu hjá okkur sem grundvölluð
er á því að þeir flytji starfsemi sína
upp í Borgames,“ sagði Theódór
Bjarnason, framkvæmdastjóri
Byggðastofnunar, við DV. „Við lít-
um það mjög björtum augum, því
það myndi koma sér mjög vel fyrir
atvinnulífiö í Borgamesi."
-JSS
Kristinn Þór
Geirsson.
L J Ó S A
P E R U R
-
SYLVANIA
tilboósveró kr. 2.750,-
Merkilega heimilistækiðS
Rafport
Nú er unnt aö
merkja allt á
heimillnu,
kökubauka,
spólur, skóla-
dót, geisla-
diska o.fl.
Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443
Veffang: www.if.is/rafport
o
3
O
Q_