Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2001, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2001, Page 4
I LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 Fréttir DV Fangi á Litla-Hrauni ákærður fyrir milljóna fjársvik - umbeðnar millifærslur í síma: Ég er saklaus af þessu — forstjóri stórfyrirtækis, lögfræðingur, kokkur á Litla-Hrauni og samfangar sviknir „Ég er saklaus af þessu,“ sagði fangi á Litla-Hrauni í gær þegar hann var spurður um afstöðu hans til ákæru þar sem honum eru gefin að sök fjársvik upp á þriðju milljón króna með þvi að hringja úr fang- elsinu í ýmsa banka og fá þar í gegn millifærslur af reikningum fólks - allt frá samföngum hans upp í for- stjóra stórfyrirtækis á höfuðborgar- svæðinu. Maðurinn er talinn hafa náð sér í kennitölur viðkomandi, fundið út viðskiptabanka og síðan komist að reikningsnúmerunum, jafnvel með því að segjast þurfa að fá þau upp- gefin þar sem hann þyrfti að greiða inn á viðkomandi reikninga. Síðar hefði hann hringt í viðkomandi banka, þóst vera reikningseigand- inn, geíið upp kennitölu og reikn- ingsnúmer og fengið upphæðir millifærðar. Fyrsta meinta brotið var framið í maí 1999 en það síðasta i júní 2000. Athygli hefur vakið í þessu sakamáli hve sumt starfsfólk bankastofnana Ottar Sveinsson var grandalaust þegar framangreind svik áttu sér stað. Samkvæmt upp- lýsingum DV hafa bankastofnanir hert reglur sínar í kjölfar þessa og hliðstæðra sakamála. Fimm manns eru ákærðir fyrir að hafa aðstoðað fangann við að leysa fjármunina út með ýmsum hætti. Fangi og matsveínn töpuðu hundruðum þúsunda Fanganum, sem er nú aö afplána 30 mánaða dóm í öðru refsimáli, er gefið að sök að hafa í maí 1999 hringt úr fangelsinu á Litla-Hrauni og fengið starfsmann Landsbankans í Hafnarfirði til að millifæra 72 þús- und krónur af bankareikningi manns sem einnig var að afplána refsidóm í sama fangelsi. Pening- arnir fengust millifærðir inn á bankareikning ákærða í Lands- bankanum í Þorlákshöfn. Rúmum mánuði síðar varð fyrr- DV-MYNDIR HARI Dómari, verjandi og sakborningur Eftir að Ingveldur Einarsdóttir héraösdómari setti dómþing las ákæruvaldið upp langa og efnismikla ákæru. Þegar ákæröi var spuröur um afstööu sína til ákæru kvaöst hann alfariö saktaus af ákærum um ijársvik. fyrir barðinu á óprúttnum fjársvik- um hans, samkvæmt ákæru. Fang- anum er gefið að sök að hafa 7. júlí 1999 fengið starfsmann Landsbank- ans á Akranesi með blekkingum til að millifæra 520 þúsund krónur af tékkareikningi forstjórans sem hann átti í Landsbankanum í Breið- holti. Peningarnir voru lagðir inn á reikning eins af meðákærðu í Landsbankanum á Eyrarbakka. Fjárhæðin var síðan millifærð inn á reikning enn annars aðila, konu, sem einnig er ákærð, hjá Landsbankanum á Seyðisflrði. Nokkrar millifærslur áttu sér stað eftir það á umræddu fé. Og fanginn var ekki af baki dott- inn gagnvart fjármálum forstjórans. Sama dag og 520 þúsund krónurnar, sem hann átti, voru sviknar út fékk fanginn, samkvæmt ákæru, starfs- mann Landsbankans í Leifsstöð til að millifæra 822 þúsund krónur af tékkareikningi forstjórans hjá Landsbankanum í Breiðholti inn á margnefndan reikning fangans hjá Landsbankanum í Þorlákshöfn. Síð- ar sama dag óskaði fanginn eftir að fjárhæðin yrði millifærð af banka- reikningnum en þá urðu starfs- mönnum Landsbankans ljós svikin og 822 þúsund krónur forstjórans voru bakfærðar. Að síðustu er fanganum gefið að sök að hafa fengið starfsmann ís- landsbanka í Háaleitisútibúi til að millifæra 85 þúsund krónur af reikningi annars fanga inn á reikn- ing eins af meðákærðu hjá Lands- bankanum á Eyrarbakka. Eins og fyrr segir neitar fanginn öllum framangreindum sakargift- um. Réttarhöld fara fram að nokkrum vikum liðnum. Fanginn kemur í Héraðsdóm Suðurlands á Selfossi Honum ergefið aö sök aö hafa svikiö út stórfé af reikningi forstjóra stórfyrir- tækis, kokksins á Litla-Hrauni, lögræöings og samfanga sinna. um matsveinn á Litla-Hrauni fórn- arlamb millifærslusvika. Þá er hinn ákærði fangi sakaður um að hafa millifært 367 þúsund krónur af tékkareikningi matsveinsins hjá ís- landsbanka á Selfossi og inn á reikning eins hinna fimm með- ákærðu í málinu sem var með reikning í íslandsbanka í Breið- holti. Lögfræðingur svikinn um tæpa hálfa mllljón Lögfræðingur í Reykjavik var næst svikinn. Fanganum er gefið að sök að hafa með blekkingum fengið starfsmann Búnaðarbankans á Ak- ureyri til að millifæra heimildar- laust 470 þúsund krónur af reikn- ingi lögfræðings í Reykjavík - inn á reikning fangans í Landsbankanum í Þorlákshöfn. Eftir það segir ákæruvaldið hann hafa millifært 400 þúsund krónur af peningum lög- fræðingsins inn á bankareikning eins af „aðstoðarmönnum" sínum hjá íslandsbanka við Suðurlands- braut en 60 þúsund á annan banka- reikning fangans sem hann átti í Landsbankanum í Grundarfirði. Forstjóri 520 þúsund og „næstum því“ 822 þúsund Forstjóri stórfyrirtækis á höfuð- borgarsvæðinu, sem á engan hátt er talinn tengjast fanganum, varð næst Yfirveguð umfjöllun - segir Þjóðhagsstofnun „Þjóðhagsspáin stendur fyrir sínu og við leggjum metnað okkar í að hún sé rétt og vel úr garði gerð,“ segir Þórður Frið- jónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnun- ar, í samtali við Þórður DV. í ljósvaka- Friðjónsson. fréttum í fyrra- kvöld veitti Davíð Oddsson stofnun- inni harða ofanígjöf vegna nýrrar þjóðhagsspár sem kynnt var í vik- unni. Samdráttur í þjóðarútgjöldum og hagvexti og 5% verðbólga eru helstu efnisatriði spárinnar en brýnasta verkefnið í hagstjórn á ís- landi er hins vegar að draga úr við- skiptahallanum. Spáð er svipuðu verðbólgustigi áfram, eða um 5%. Forsætisráðherra sagði að ekki væri hlutverk Þjóðhagsstofnunar að koma fram með gildishlaðna dóma og túlkanir í spám sínum - og þess utan hefði síðasta verðbólguspá reynst of há. „Ég tel ekki að um gildishlaðna dóma sé að ræða í spánni, hef ekki fundið slíku stað í þeirri gagnrýni sem fram hefur komið. Að mínu mati er þetta yfirveguð umfjöllun um efnahagshorfurnar. Forsætis- ráðherra er hins vegar frjálst að koma með þær athugasemdir sem hann kýs,“ segir Þórður Friðjóns- son, aöspurður um gagnrýni forsæt- isráðherra á Þjóðhagsstofnun vegna spárinnar. -sbs. Æ fleiri kyn- ferðisbrotamál gegn börnum Héraðsdómi Reykjaness hafa borist 34 beiðnir vegna meintra kynferðisbrota gagnvart börnum, yngri en 18 ára, á árabilinu 1999-2001. Árið 1999 bárust 11 beiðn- ir, árið 2000 urðu þær 18 og það sem af er þessa árs hafa borist 5 beiðnir. Þetta kemur fram í svörum dóm- stjóra, Ólafar Pétursdóttur, við fyr- irspum blaðsins. DV greindi frá því í vikunni að mikH aukning beiðna hefði átt sér stað á Norðurlandi vegna rannsókn- ar á kynferðisafbrotum gegn börn- um. Slíkar beiðnir eru í ár orðnar jafnmargar hjá Héraðsdómi Norður- lands eystra og urðu allt árið í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá Héraðsdómi Reykjaness er slikum málum einnig að fjölga á Reykja- nesi. -BÞ Veöriö i kvold ^ % y<B 4sOÁ Solargangur og sjavarföll REYKJAVlK AKUREYRI Sólarlag i kvöld 19.56 18.11 Sólarupprás á morgun 07.10 08.32 Síódeglsflóó 18.38 23.11 Árdeglsflóö á morgun 06.51 11.24 Skýringar á veöurtáknum /♦^VINDÁ 15] -10° 'J\viNDSTYRKUR ’ V„ncT i mfltrnm á snkúndii ^ I í metrum á sokúndu Breytileg og norölæg átt Fremur hæg breytileg eða norðlæg átt. Léttskýjað aö mestu suðvestanlands en annars dálítil él. Frostlaust suöaustanlands síödegis en annars allt að 14 stiga frost, kaldast inn til landsins. O €3 0 LÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ SKÝJAÐ í? w W Ö RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOMA ÉUAGANGUR ÞRUMU- SKAF- Þ0KA VEÐUR RENNINGUR MMfjfr /bÚfiHr Stríönir veöurguðir Óhætt er að segja aö veöriö sé fljótt aö breytast á íslandi. Eftir góöa tíö að undanförnu var eins og veðurguðirnir þyrftu aöeins að stríða borgarbúum og fleirum meö því að láta snjóa eina nótt eöa svo. Líklega eru þeir búnir aö jafna sig því snjórinn viröist á góðri leið meö hverfa aftur. Norðlæg eða breytileg átt Hæg norölæg eöa breytileg átt. Él á annesjum noröan- og austanlands en annars léttskýjaö. Frost 3 til 12 stig. (Vl.imuht. Hiti -2' til Noröan 5 tll 10, éljagangur : noröanlands en léttskýjaö syöra. Kalt I veörl. MriOjiiil Vindur: ( 5-10 .nrtX Hiti -2* til -8° Noröan 5 tll 10, éljagangur noróanlands en léttskýjaö syöra. Kalt i veöri. IVIiAvikii Vindun 3-8 SHBSBS • c 1 «v» \ Hiti 0° tíl -6° Hæg breytlleg átt og skýjaö meö köflum eóa léttskýjaö. wm- i AKUREYRI úrkoma í grennd -6 BERGSSTAÐIR úrkoma í grennd -8 B0LUNGARVÍK úrkoma! grennd -9 EGILSSTAÐIR -7 KIRKJUBÆJARKL. léttskýjaö 3 KEFLAVÍK skafrenningur -5 RAUFARHÖFN alskýjaö -9 REYKJAVÍK skýjaö -3 STÓRHÖFÐI snjóél 2 BERGEN léttskýjað 3 HELSINKI skýjaö -5 KAUPMANNAHÖFN léttskýjaö 3 ÓSLÓ léttskýjaö 1 STOKKHÓLMUR 1 ÞÓRSHÖFN snjóél á síö. klst. 2 ÞRÁNDHEIMUR úrkoma í grennd -1 ALGARVE þokumóöa 19 AMSTERDAM rigning og súld 7 BARCELONA skýjað 18 BERLÍN þokumóöa 2 CHICAGO þokumóöa 1 DUBLIN þokumóöa 9 HALIFAX rigning 2 FRANKFURT rigning 9 HAMB0RG alskýjaö 1 JAN MAYEN snjókoma -1 LONDON rign. á síö. klst. 10 LÚXEMBORG rigning og súld 10 MALLORCA skýjaö 24 MONTREAL 0 NARSSARSSUAQ heiöskírt -6 NEW YORK skýjaö 5 ORLANDO þokumóða 11 PARÍS skýjaö 15 VÍN skýjaö 11 WASHINGTON heiðskírt 5 WINNIPEG sssuasúsasd -16 32« t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.