Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2001, Page 8
8
LAUGARDAGUR 24. MARS 2001
Útlönd
DV
Carl I. Hagen
Tapar fylgi vegna ágreinings innan
Framfaraflokksins.
Kjósendur snúa
baki við Hagen
Á meðan Carl I. Hagen, leiðtogi
Framfaraflokksins í Noregi, gekk á
mifli sjónvarpsstöðva til að svara
spurningum um ágreining innan
flokksins sneru kjósendur baki við
honum. Framfaraflokkurinn hefur
tapað 20,9 prósentustiga fylgi síðan í
september í fyrra. Á sama tímabili
hefur Hægri flokkurinn aukið fylgi
sitt en Verkamannaflokkurinn
stendur i stað.
Aðeins 55 prósent þeirra sem kusu
Framfaraflokkinn í síðustu þing-
kosningum myndu greiða honum at-
kvæði nú. Af kjósendum Hægri
flokksins í siðustu kosningum
myndu 74 prósent kjósa hann nú.
DNA-rannsókn á
hengdum morð-
ingja eftir 40 ár
Líkamsleifar James Hanratty,
sem var hengdur árið 1962 eftir að
hafa verið dæmdur fyrir morð og
nauðgun, hafa verið grafnar upp úr
kirkjugarðinum í Bushey í Hert-
fordskíri í Englandi. Hanratty var
dæmdur fyrir morð á Michael
Gregsten og fyrir að hafa nauðgað
og reynt að myrða unnustu hans,
Valerie Store.
Ættingjar Hanrattys hafa alltaf
haldið fram sakleysi hans og nokkr-
ir rannsóknarmenn styðja kenn-
ingu þeirra. Lífsýni úr morðingjan-
um fannst á nærfötum Valerie.
Verður það borið saman við erfða-
efni úr Hanratty.
Gerhard og Doris Schröder
Ekur heldur um í Gotf eiginkonunnar
en límósínu.
Flytur úr embætt-
isbústað vegna
hárra skatta
Gerhard Schröder, kanslari
Þýskalands, íhugar að flytja úr emb-
ættisíbúð sinni í Berlín í þriggja
herbergja íbúð til þess að létta á
skattaþunga. Kanslarinn þarf ekki
að greiða leigu fyrir embættisbú-
staðinn en hann þarf hins vegar að
greiða 3.600 mörk á mánuði í skatta
vegna nota af bústaðnum. Um helg-
ar er Schröder oftast heima í íbúð-
inni sinni í Hannover ásamt eigin-
konu sinni, Doris, og dóttur.
Kanslarinn kýs einnig að aka um
í Volkswagen Golf-bifreið konu
sinnar í Hannover í stað þess að
greiða skatta af akstri í brynvarinni
límósínu.
Gin- og klaufaveiki í brennidepli á leiðtogafundi ESB:
Kunna að missa
helming bústofns
Göran Persson, forsætisráðherra
Sviþjóðar, ætlaði að hafa landbún-
aðarmál neðarlega á dagskránni á
fundi leiðtoga Evrópusambandsins í
Stokkhólmi í gær. En útbreiðsla
gin- og klaufaveikinnar í Evrópu
var í brennidepli í gær. Samkvæmt
beiðni Bretlands og Hollands var
veikin fyrsta málið á dagskrá leið-
togafundarins.
Samtímis því sem leiðtogarnir
komu hver af öðrum til Stokkhólms
greindu sérfræðingar frá því að
hætta væri á að gin- og klaufa-
veikitilfelli í Bretlandi myndu tífald-
ast á næstu vikum og yrðu orðin um
4 þúsund í júní. Sérfræðingarnir
segja ekki útilokað að slátra þurfi
helmingi bústofns Breta sem nú er 62
milljónir dýra. Um 300 þúsund klauf-
dýrum hefur verið fargað frá því að
veikin braust út fyrir um mánuði.
Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, bað leiðtogana um að-
stoð í baráttunni við veikina sem
ekki virðist hægt að hafa hemfl á.
Frakkar hafa þegar sent dýralækna
til Bretlands og Finnar, Svíar og
Bandaríkjamenn hafa lofað að að-
stoða ellefu hundruð breska dýra-
lækna sem reyna að stöðva út-
breiðslu sjúkdómsins.
Dýralæknanefnd Evrópusam-
bandsins leyfði í gær takmarkaða
notkun bóluefnis í Hollandi í bar-
áttunni gegn gin- og klaufaveiki.
Víðtæk bólusetning var þó útilok-
uð.
Dýralæknanefndin vísaði í gær á
bug tillögu Dana um bann við öll-
um flutningi á lifandi klaufdýrum
mifli Evrópusambandslanda. Nú er
flutningur leyfður sé látið vita af
honum með sólarhrings fyrirvara
og samþykki bæði móttakanda og
sendanda liggi fyrir.
Framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins gagnrýndi í gær bæði inn-
flutningsbann Japana á öllu kjöti
frá bændum í Evrópusambands-
löndum og innflutningsbann Dana
á fóðri frá löndum þar sem gin- og
klaufaveiki hefur brotist út. Sagði
framkvæmdastjórnin þessar ráð-
stafanir óþarfar öryggisaðgerðir.
Evrópskir bændur flytja út mikið
magn kjöts til Japans. 40 prósent af
öllu svínakjöti, sem Japanar leggja
sér til munns, koma frá Evrópu-
sambandinu.
Þriðjungur af öllu svínakjöti,
sem Japanar borða, er fluttur inn
frá Danmörku. Danir hafa miklar
áhyggjur af tekjumissinum. Þeir
vonast til að Japanar aflétti bann-
inu hið fyrsta.
'■ ÆBm ^
ÁriÉMMmmáw
'fesv-u •
[M* W
ams, me nm^rrtFfrr f .1
Þjarmað aö ráöherra
Fjðlmiðlamenn þyrptust að utanríkisráöherra Rússlands, Igor Ivanov, á leiðtogafundi ESB í Stokkhótmi í gær og
spurðu hann spjörunum úr um brottvísanir bandarískra sendifulltrúa frá Rússtandi. Vladimir Pútín Rússlandsforseti
gerði lítið úr vangaveltum að nýs kaldastríðs væri að vænta.
Pútín krefst harðari
aðgerða í Makedóníu
Vladimir Pútín Rússlandsforseti
varaði í gær leiðtoga Evrópusam-
bandsins við og sagði átökin í
Makedóníu geta þróast í ástand eins
og rikti í Tsjetsjeníu yrði ekki grip-
ið til harðra aðgerða gegn albönsk-
um skæruliðum. Pútin varði jafn-
framt hernað Rússa í Tsjetsjeníu.
Rússlandsforseti kom í gær til
Stokkhólms þar sem leiötogar Evr-
ópusambandsins funda. Göran Pers-
son, forsætisráðherra Svíþjóðar
benti á að þetta væri í fyrsta sinn
sem rússneskur forseti fengi að taka
þátt í viðræðum á fundi sambands-
ins.
Forseta Makedóníu, Borís Traj-
kovski, hafði einnig verið boðið til
fundarins og ræddi hann við Pútín
síðdegis í gær áður en fundargestir
snæddu kvöldverð í konungshöll-
inni í Stokkhólmi.
Fyrr um daginn birti rússneska
utanríkisráðuneytið yfirlýsingu þar
sem sagði að Kosovo væri vagga
Skotiö á Albana
Hermaður í Makedóníu skýtur á al-
banska uppreisnarmenn í fjöitunum
fyrir ofan Tetovo í gær.
hryðjuverka á Balkanskaganum
vegna stríðs NATO gegn Júgóslavíu
fyrir tveimur árum.
í yfírlýsingunni sagði jafnframt
að aðgerðir NATO hefðu ekki leyst
mörg vandamál svæðisins heldur
aukið þau.
Leiðtogar Albana í Kosovo hvöttu
í gær albanska uppreisnarmenn í
Makedóníu til að leggja niður vopn
og snúa aftur heim. í yfirlýsingu frá
þremur helstu stjórnmálaleiðtogum
Kosovo voru öryggissveitir í
Makedóníu einnig hvattar tfl að
sýna stillingu og leysa vanda Al-
bana í Makedóníu.
Talsmaður friðargæsluliða NATO
í Kosovo vísaði í gær á bug fregnum
um að 200 óbreyttir borgarar hefðu
særst í árásum hersins í Makedón-
iu. „Samkvæmt okkar upplýsingum
fóru 20 manns yflr landamærin til
Kosovo, 11 börn og 9 fullorðnir.
Einn úr hópnum særðist,“ sagði
talsmaðurinn.
Bréf gegn Haider
Sextíu og sjö
menntamenn frá
ýmsum löndum
gagnrýndu í gær í
bréfi linkind aust-
urrískra stjórn-
valda gagnvart
hægrimanninum
Jörg Haider vegna
meintra árása
hans á gyðinga. Bréf menntamann-
anna, sem var opið og birt í dag-
blaði, var til Thomas Klestils, for-
seta Austurríkis.
Formannsslagur
Edmund Joensen, fyrrverandi
lögmaður Færeyja, berst á lands-
fundi Sambandsflokksins um helg-
ina við Lisbeth L. Petersen um for-
mannsembættið.
Ástríðumorð
Sænska lögreglan hefur handtek-
ið 37 ára gamlan mann sem grunað-
ur er um morð á fyrrverandi unn-
ustu sinni og vini hennar í Gauta-
borg. Hinn handtekni sætti sig ekki
við að unnusta hans fór frá honum.
Mótmæla gyðingabyggð
ísraelskir hermenn skutu í gær á
Palestínumenn á Vesturbakkanum
sem mótmæltu nýjum gyðinga-
byggðum fyrir 6 þúsund fjölskyldur
sunnan Jerúsalem. Palestínumenn
köstuðu grjóti að hermönnunum og
særðist fjöldi í átökunum. Á Gaza-
svæðinu braust út skotbardagi milli
Palestínumanna og Israela.
Heidi Fleiss á kreik á ný
Hórumamman Heidi Fleiss í
Hoflywood er komin í sviðsljósið á
ný og útvegar ríkum mönnum í
kvikmyndaborginni vændiskonur.
Hún var dæmd í 2 ára fangelsi fyrir
nokkrum árum fyrir iðju sina.
Sprengjumaður gripinn
Heyrnarlaus
Kínverji, Jin
Ruchao, sem
var handtekinn
í Kína i gær,
hefur viður-
kennt að hafa
staðið á bak
við sprenging-
amar í fjórum fjölbýlishúsum í síð-
ustu viku. Viku áður hafði hann
myrt unnustu sína.
Gróðurhúsalofttegundir
Göran Persson, forsætisráðherra
Svíþjóðar, og Romano Prodi, fram-
kvæmdastjóri Evrópusambandsins,
biðja George W. Bush Bandaríkja-
forseta i bréfi um viðræður um
hvernig draga megi úr losun gróð-
urhúsalofttegunda.
Njósnamálinu lokið
George W. Bush
Bandaríkjaforseti lít-
ur svo á að njósna-
máli Bandaríkjanna
og Rússlands sé lok-
ið. Bandaríkjamenn
vísuðu fyrr í vikunni
50 Rússum úr landi
vegna njósna. Rúss-
ar svöruðu í gær með því að vísa
strax fjórum Bandaríkjamönnum úr
landi. 46 verða reknir frá Rússlandi
í sumar.
Stjórnin neitar að víkja
Samsteypustjórnin á Indiandi
neitaði í gær að verða við kröfum
stjórnarandstöðunnar um afsögn
vegna mútuhneykslis.