Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2001, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2001, Page 10
10 Skoðun LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óll Björn Kárason Aöstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Visir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Fijáls fjölmiölun hf. Plótugerö: isafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverö 190 kr. m. vsk., Helgarblaö 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eöa fyhr myndbirtingar af þeim. Schengert er gott mál Þaö er ekki Schengen-samkomulaginu að kenna, að stækkun Leifsstöðvar kostar fjóra milljarða króna. Stækkunin leysir dýrari verkefni en að tengja ísland ferðafrelsi milli fjórtán landa í Vestur-Evrópu. Fyrst og fremst er verið að auka afköst stöðvarinnar. Þótt umferð umLeifsstöð sé ekki mikil miðað við stærð stöðvarinnar, er álagið misjafnt yfir daginn. Flug- leiðir reka tengiflug yfir Atlantshaf, sem felur í sér, að af- greiða þarf margar flugvélar á nokkurn veginn sama tíma. Álagið er snemma morguns og síðdegis. __ _ Miðað við núverandi aðstæður er því réttara að segja kostnaðinn við stækkun Leifsstöðvar einkum fela í sér opinberan styrk við stefnu Flugleiða í Atlantshafsflugi. Aðeins íjórðungur stækkunarinnar felur í sér sjálfa landamæravörzlu Schengen-svæðisins. Aðild að Schengen kostar milljarð í framkvæmdum og mikinn rekstur, en alls ekki eins mikinn og andstæðing- ar aðildarinnar vilja vera láta. Fyrir kostnaðinn fáum við nánari tengsli við stærsta markað heims og sitjum þar við sama borð og aðrar þjóðir samstarfsins. Þetta er okkur mikilvægt á tímum andstöðu ýmissa helztu stjórnmálaafla landsins við aukið Evrópusamstarf íslands og á tímum minnkandi verðmætis Efnahagssvæð- is Evrópu. Meðan ráðamenn okkar standa í vegi aðildar að Evrópusambandinu er Schengen ágætt skref. Samt er ástæðulaust að neita því, að ýmsar hættur verða áleitnari við aðildina að Schengen. Sérstaklega er mikilvægt, að hún leiði ekki til, að glæpamenn í skipu- lögðum mafluhópum eigi auðveldara með að ferðast til ís- lands vegna afnáms vegabréfaskoðunar. Flestir mafíumenn eru ekki eftirlýstir, hafa gild vega- bréf og geta komizt hjá því að nota hótel, þar sem fylla þarf út skráningarkort. Það setur óneitanlega að fólki hroll, þegar ráðamenn segja, að eftirlit með glæpamönn- um flytjist af landamærunum og út á göturnar. Óbreytt tollaeftirlit felur í sér, að ekki verður auðveld- ara en áður að smygla inn hættulegum efnum, en það kemur ekki í veg fyrir innflutning hættulegs fólks. Þess vegna ber að leggja sérstaka áherzlu á virka aðild að sam- starfi Schengen-ríkjanna gegn mafíumönnum. Mikilvægt er, að íslenzk löggæzla nýti sér markvisst aðganginn að tölvuskrám Schengen um meira en milljón eftirlýsta menn og um milljónir annarra mikilvægra at- riða, sem varða glæpastarfsemi innan og utan Evrópu. Þannig getur Schengen hert varnir okkar. Viðbótin við Leifsstöð verður tekin í notkun á morgun, þegar farþegar frá Bretlandi fara um sérstaka vegabréfa- skoðun, sem farþegar frá öðrum löndum Vestur-Evrópu þurfa ekki að sæta. Bretar eru ennþá utan aðildar að Schengen eins og írar og Svisslendingar. Ríki Vestur-Evrópu velja sér rétti á hlaðborði mögu- leikanna. Bretland er í Evrópusambandinu, en ekki í Schengen, þar sem ísland er aðili, án þess að vera í Evr- ópusambandinu. Flest ríki Evrópusambandsins, en ekki öll, eru að taka upp evruna sem mynt. Þessi fjölbreytni möguleikanna gerir mörk Evrópusam- bandsins óskýrari en ella. Hún hefur fært okkur Evr- ópska efnahagssvæðið, sem lengi hefur gefizt okkur vel, þótt gildi þess fari nú að minnka. Fjölbreytnin hefur núna fært okkur tækifæri Schengen-samstarfsins. Meðan landsfeðumir hafa að leiðarljósi, að ísland hafni Evrópusambandinu, er brýnt að taka sem mestan þátt í samstarfi Evrópu á afmörkuðum sviðum. _______ Jónas Kristjánsson DV Ástand heimsins undir Bush Það var stundum haft í flimtingum fyrir síðustu forsetakosningar í Bandaríkjunum að eðlilegast væri að fleiri en Bandaríkjamenn fengju að kjósa forseta landsins. Bandaríkjafor- seti ræður ekki bara miklu um stjórn eigin rikis. Hann ræður einnig miklu um gang heimsmála. Það má meira að segja til sanns vegar færa að í utan- ríkismálum komi völd Bandaríkjafor- seta best fram því þar er hann ekki jafn háður þingi og öldungadeild og heima fyrir. En það er greinilega óþarfi að hafa áhyggjur. Þessa dagana er að koma í ljós hvilikt happ það er fyrir heiminn að hafa slikan málsvara sem George Bush yngri í forsetaembættinu vestra. Nú er að koma fram að hann ætlar sér að verða fóðurbetrungur og sýnir njósnurum, hryðjuverkamönnum og öðrum misindismönnum heimsins enga miskunn: Rússana sendir hann heim til sín með skottið milli fótanna. Norður-Kóreumönnum segir hann að éta það sem úti frýs; við þá hafi hann ekkert að segja, og ísraelsmönnum til- kynnir hann glaðbeittur að hann hyggist ekki troða friði upp á nokkum mann. Grínlaust þá er Bush smám saman að opinbera stefnu sína í utanríkis- málum. Og hafi einhver haldið að það yrði hófsöm skynsemisstefna í anda Clintonstjórnarinnar þá er það mis- skilningur. Colin Powell, utanrikis- ráðherrann sem margir hafa talið traustasta aflið i framvarðasveit Bushstjórnarinnar, ræður alls ekki ferðinni. Það er hreinræktuð harð- línustefna sem Bushstjórnin ætlar að fylgja. Óvinarímyndin er púkinn á fjósbitanum Síðasta aðgerð Bushstjómarinnar, að reka næstum 50 rússneska sendi- ráðsmenn úr landi vegna njósnastarf- semi Rússa, er skýrasta dæmið um þessa nýju harðlínu. Nú er nokkuð ljóst að brottrekstrar af þessu tagi hafa sáralítil áhrif á njósnir til lengri tíma. Brottreksturinn er fyrst og fremst pólitísk aðgerð, til þess ætluð að gefa Rússum ákveðin skilaboð. Skilaboðin eru eitthvað á þá leið að Bandaríkjamenn ætli sér ekki að sýna linkind í njósnamálum í líkingu við það sem viðgekkst á Clintonámnum. En aðgerðin er líka viðleitni til að sýna Rússum að þeir geti ekki haldið áfram að ímynda sér að þeir séu eitt- hvert stórveldi sem Bandaríkjamenn þurfi að taka sérstakt tillit til. En hvað er stórveldi þegar öllu er á botninn hvolft? Þó að áhrif Rússa á heimsmálin séu ekki mikil í saman- burði við ítök Sovétríkjanna á kalda- stríðsárunum hafa versnandi tengsl Bandaríkjanna og Rússlands gífurleg áhrif á heimsmálin og geta hæglega beint þróun þeirra á viðsjárverðar brautir. Harðlína i utanríkismálum merkir einfaldlega að í stað þess að George Bush yngri. Það var stundum haft í flimtingum fyrir síöustu forsetakosningar í Bandaríkj- unum að eölilegast væri að fleiri en Bandaríkjamenn fengju að kjósa forseta landsins. Bandaríkjaforseti ræöur ekki bara miklu um stjórn eigin ríkis. Hann ræöur einnig miklu um gang heimsmála. beita öllum tiltækum ráðum til að eyða óvinarímynd, koma í veg fyrir skiptingu heimsins í andstæðar fylk- ingar, er látið skeika að sköpuðu. Kannski skiptir það Bandaríkja- stjórn litlu máli hvaða viðhorf til Bandarikjanna verða ofan á meðal Rússa. En það þarf ekki að lesa rúss- nesk dagblöð af gaumgæfni til að sjá að þar er and-amerísk mælska að fest- ast í sessi á nýjan leik. Tortryggni gagnvart Bandaríkjunum og öðrum Erlend tíðindi vestrænum ríkjum verður sífellt meira áberandi. Þetta þýöir ekkert annað en að Rússar hafa stöðugt minni ástæðu til að fylgja Vesturlönd- um í mikilvægum málum. Hugsjónin um alþjóöa- samfélag Þegar Clinton tók við embætti af Bush eldri fyrir rúmum átta árum varð engin veruleg breyting á áhersl- um í utanríkismálum. Clintonstjórnin fylgdi varkárri utanríkisstefnu og sóttist fyrst og fremst eftir þvi að auka möguleika og líkur á uppbyggi- legum viðræðum við Rússa og aðra hugsanlega og fyrrverandi andstæð- inga Bandaríkjamanna. Þó að utan- ríkisstefna Clintons hafi verið gagn- rýnd fyrir margra hluta sakir þá er lítill vafi á því að við ríkjandi aðstæð- ur var framlag Bandaríkjamanna til heimsmálanna jákvætt. Þíðan sem einkenndi tímabilið eftir að kalda striðinu lauk var einstakt tækifæri til að skapa alþjóðlega samstöðu sem þegar fram liðu stundir mundi gera alþjóðasamfélaginu fært að koma í veg fyrir eða stöðva illvígar þjóðerna- deilur. Markmiðið var að skapa al- þjóðlegt öryggiskerfi sem hentaði nýj- um aðstæðum og nýjum hættum. Þetta nýja alþjóðasamfélag er ekk- ert annað en tilraun til að skapa jafn- vægi í heimsmálunum sem er þó ekki ógnarjafnvægi. Til þess þarf að hverfa miklu lengra frá hugsunarhætti kalda striðsins heldur en raunin hefur ver- ið fram að þessu. Og til þess þarf miklu stórfenglegri hugsjónir heldur en leiðtogar stóru ríkjanna virðast hafa um þessar mundir. Það hlýtur að vekja ugg að hófsam- ari öfl í liði Bandaríkjaforseta, eins og til dæmis utanríkisráðherrann Colin Powell, skuli svo augijóslega hafa orð- ið undir en að ferðinni ráði hinir sem eru tröllriðnir orðagjálfri óvinarins. Kalda stríðið kemur að sjálfsögðu ekki aftur en ekki er þar með sagt að ástand heimsins hljóti þá að batna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.