Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2001, Blaðsíða 12
12
LAUGARDAGUR 24. MARS 2001
Helgarblað E>V
--------T------------—
ítalskir fjölmiðlar gagnrýndir fyrir linku gagnvart stjórnmálamönnum:
Berlusconi fær blíðari
meðferð en allir aðrir
Silvio Berlusconi
ítalski fjölmiölakóngurinn og margmilljarðamæringurinn veröur væntanlega næsti forsætisráðherra Ítalíu, ef marka má
skoöanakannanir sem geröar hafa veriö vegna kosninganna í maí. Stuöningsmenn Berlusconis kvörtuöu á dögunum
yfir meöferð á honum i háöádeiluþætti í ríkissjónvarpinu. Könnun hefur hins vegar leitt í Ijós aö enginn ítalskur stjórn-
málamaður kemur oftar fram í sjónvarpi, hvort sem er í ríkissjónvarpinu eöa á stöövunum hans sjálfs.
ítalskir stjórnmálamenn eru ekki
vanir öðru en að fjölmiðlar taki á
þeim með silkihönskum. Því varð
skiljanlega uppi fótur og fit þegar
ríkissjónvarpið Rai flutti á dögun-
um viðtal við blaðamann sem hefur
skrifað bók þar sem reynt er að
varpa ljósi á hvernig fjölmiðlakóng-
urinn Silvio Berlusconi auðgaðist.
Nei, það var ekki innihald bókar-
innar sem fór fyrir brjóstið á stjórn-
málamönnunum, heldur hitt að við-
talið við blaðamanninn Marco Tra-
vaglio skyldi yfirleitt flutt í háðsá-
deiluþættinum Satyricon.
„Pólitísk aftaka,“ segir talsmaður
Berlusconis og hægriflokkarnir
kröfðust þess að stjórn ríkisstjórn-
varpsins færi þegar í stað frá og að
þátturinn yrði tekinn út af dagskrá.
Það síðarnefnda hefur þegar verið
gert. Hins verður kannski ekki
langt að bíða því ítalir ganga að
kjörborðinu eftir tæpa tvo mánuði
og allt bendir til að mið- og hægri-
flokkarnir fari með sigur af hólmi.
Ríkasti maöur Ítalíu
Leiðtogi þess bandalags og for-
sætisráðherraefni er einmitt þessi
sami Silvio Berlusconi, fjölmiðla-
kóngur, margmilljarðamæringur og
fyrrum forsætisráðherra ítaliu.
Hann stjórnaði landinu í sjö mán-
uði á árinu 1994 og telur fyrir löngu
kominn tíma til að hann taki aftur
við stjórnartaumunum af sam-
steypustjórn vinstriflokkanna.
Berlusconi er ríkasti maður ítal-
íu. Auðævi hans eru metin á sem
svarar rúma eitt þúsund og sex
hundruð milljarða króna. í bókinni
„Peningalykt" reynir Marco Tra-
vaglio, í samvinnu við þingmann-
inn Elio Veltri, að grafast fyrir um
og varpa ljósi á hvernig fjármála-
veldi Berlusconis varð til.
Á þeirri sögu eru margar skugga-
hliðar, ef marka má bók þeirra fé-
laganna. Þar eru dregin fram í dags-
ljósið alls kyns dularfull fyrirtæki
og leppar. Fjallað er um rúmlega
fjóra og hálfan milljarð króna sem
flakkaði milli fyrirtækja Berluscon-
is á áttunda áratugnum. Enginn
veit hvaðan þeir peningar komu né
hvert þeir fóru að lokum.
Á traustum grunni
Bókarhöfundarnir fjalla einnig
um um tengsl fjölmiðlakóngsins við
mafiósann Vittorio Mangano sem
eitt sinn gegndi starfi stallara í lúx-
usvillu Berlusconis í Mílanó.
Þá staðhæfa þeir Travaglio og
Veltri í bók sinni að á árinu 1994
hafi fjölmiðlafyrirtæki Berlusconis,
Mediaset, grætt hátt í einn milljarð
króna á breytingum á skattalögun-
um sem ríkisstjórn þessa sama
Berlusconis fékk samþykktar í þing-
inu. Þar voru álögur á fyrirtæki
lækkaðar.
Bókin, sem kom út fyrir einum
mánuði hjá forlaginu Editori
Riuniti, byggir á traustum gögnum
sem höfundarnir hafa komist yfir,
þar á meðal dómskjölum og skýrsl-
um frá ítalska seðlabankanum og
frá þeirri deild lögreglunnar sem
herst gegn mafíunni.
Vel hefði mátt ætla að bók sem
þessi myndi vekja mikla athygli í
aðdraganda kosninganna. Maður-
inn sem þar er til umfjöllunar verð-
ur jú væntanlega næsti forsætisráð-
herra Ítalíu. En sú var nú aldeilis
ekki raunin, það er að segja ekki
þar til viðtalið við Travaglio var
sýnt í ríkissjónvarpinu um daginn.
Fram að því hafði bókarinnar að-
eins verið getið í fáum fjölmiðlum.
Pólitískur jaröskjálfti
Höfundarnir sáu það sosum fyrir
að bók þeirra yrði sýnt mikiö tóm-
læti, eins og fram kemur í eftirfar-
andi broti úr formála þeirra að bók-
inni:
„í öðrum löndum Evrópusam-
bandsins hefðu þær staðreyndir
sem rætt er um valdið pólitiskum
jarðskjálfta og þvingað þá sem í hlut
eiga til að hætta afskiptum af opin-
herum málum. En það gerist ekki á
Ítalíu. Það er ekki einu sinni lögð
fram ein vesæl spurning til viðkom-
andi í einum af mörgum undir-
gengnum viðtölum sem eitra dag-
blöð og ríkisreknar sjónvarpsstöðv-
ar og einkastöðvar."
Hér er rétt að minna á að allt frá
því að Berlusconi stofnaði stjórn-
málaflokk sinn, Forza Italía, eða
Áfram Ítalía, árið 1994 hefur hann
verið flæktur í fjölda spillingarmála
og hlotið dóma fyrir. Honum hefur
þó tekist að hrista þá af sér fyrir
áfrýjunardómstólum og komið því
þannig fyrir að hann sé bara fórnar-
lamb hlutdrægra saksóknara.
Fjöldi gagnrýninna bóka hefur
einnig verið skrifaður um
Berlusconi en þær hafa allar rekist
á þagnarmúra fjölmiðlanna.
Silkihanskarnir settir upp
ítalski heimspekingurinn Paolo
Flores d’Arcais heldur því fram að
blaðamenn fari í silkihanskana þeg-
ar þeir fjalli um Silvio Berlusconi.
„Fjölmiðlamir eru undirgefnir og
hræddir við Berlusconi. Þeir koma
fram eins og undirsátar. Að undan-
skildum nokkrum gagnrýniröddum
eru ekki bornar fram neinar gagn-
rýnar spurningar. Allir ítalskir
stjórnmálamenn fá sérstaka með-
ferð í fjölmiðlunum en Berlusconi
fær einstaka sérmeðferð," segir Pa-
olo Flores d’Arcais sem stýrir tima-
ritinu MicroMega. „Við eigum að
skammast okkar fyrir blaða-
mennskuna á Ítalíu. Ef blaðamenn-
irnir sinntu skyldu sinni væri ekki
nauðsynlegt að gefa út þess lags
bækur. Þá myndu sögurnar birtast
á forsíðum dagblaðanna."
Ritskoöa sjálfa sig
Heimspekingurinn sakar ítalska
fjölmiðla almennt um að vera of ná-
tengda stjórnmálaöflum landsins og
blaðamenn um að ritskoða sjálfa
sig.
„Það er einnig við samsteypu-
stjórn mið- og vinstriflokkanna að
sakast að hluta. í stað þess að setja
sig upp á móti Berlusconi hafa
vinstrimenn unnið með honum. Og
ef vinstrimenn ráðast ekki á hann,
hver á þá að gera það?“ spyr Paolo
Flores d’Arcais.
Fjölmiðlaveldi Berlusconis sam-
anstendur af þremur sjónvarps-
stöðvum sem ná til alls landsins,
bókaforlaginu Mondadori, auglýs-
ingafyrirtækinu Pubitalia og fjölda
dagblaða. Heimspekingurinn hefur
þungar áhyggjur af hagsmunaá-
rekstrinum sem þetta kann að valda
og hættunni sem lýðræðinu stafar
af honum.
„Ef hann (Berlusconi) sigrar í
kosningunum mun hann ekki að-
eins ráða yfir sínum eigin sjón-
varpsstöðvum heldur einnig yfir
þremur stöðvum ríkissjónvarpsins
Rai. Þá munum við sem sagt hafa
forsætisráðherra sem situr á sjón-
varpskerfi landsins. Það getur haft
alvarlegar afleiðingar fyrir Ítalíu.
Þá munum fá póstmóderniska, lýð-
skrumslega og andlýðræðislega
stjórn," segir d’Arcais.
Alltaf í sjónvarpinu
Ramakvein hægrimanna vegna
umfjöllunarinnar um Berlusconi í
háðsádeiluþættinum Satyricon
verða heldur hjákátleg þegar skoð-
aðar eru niðurstöður rannsóknar
Osservatorio di Pavia um hversu
mikið sjónvarpsstöðvarnar fjalla
um tiltekna stjórnmálamenn. Það
kom nefnilega á daginn að
Berlusconi kom oftar fram í öllum
sjónvarpsstöðvum Ítalíu en nokkur
stjórnmálamaður annar frá 1. janú-
ar 2001 til 9. mars. Berlusconi var á
skjá ríkissjónvarpsins í 260 mínútur
á þessum tíma en helsti keppinaut-
ur hans um forsætisráðherrastólinn
í kosningunum í maí, Francesco
Rutelli, fyrrum borgarstjóri í Róm,
var á skjánum í 237 mínútur.
Þegar sjónvarpsstöðvar
Berlusconis eru annars vegar líta
þessar tölur allt öðruvisi út. Fram
til 9. mars var fjölmiðlakóngurinn á
skjánum í 690 mínútur en Rutelli í
tæpsn fjörutíu mínútur.
„Hér höfum við í höndunum, tæp-
um tveimur mánuðum fyrir kosn-
ingarnar, tölur sem leiða okkur í
allan sannleika um fréttaflutning.
Og sannleikurinn er hneyksli,"
sagði Francesco Rutefli við frétta-
menn í Róm í vikunni. Og honum
var ekki skemmt.
Virðing fyrir stjóranum
„Sjónvarpsstöðvar Berlusconis
flalla um hann af mikilli virðingu af
því að hann er yfirmaður þeirra.
Ríkissjónvarpið sýnir Berlusconi
einnig virðingu af því að hann verð-
ur hugsanlega yfirmaður þess í
framtíðinni," segir Omar Calabrese,
sérfræðingur i fjölmiðlun við há-
skólann í Siena. Og hann heldur
áfram:
„Fjölmiðlar liggja undir stjórn-
málamönnunum á Italíu. Óháð
blaðamennska er nánast ekki til og
flest dagblöð hafa á sér pólitískan
lit. Það er alvarlegur galli i lýðræð-
isríki."
Byggt á Jyllands-Posten,
The Guardián, Aftenposten
og Reuters