Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2001, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2001, Side 14
14 LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 Fréttir DV Er Akureyri vondur bær fyrir konur? Af hverju er Akureyrarbær svona vondur við konur? Hvers vegna gengur hvert kæru- og dómsmálið á fætur öðru á hendur bænum; höfuðstað Norðurlands sem fyrst sveitarfélaga réð til sín jafnréttisfulltrúa? Bæjarfélagi sem kynnti sig með stolti út á við sem frumkvöðul í að auka jafnrétti meðal kynjanna? Þetta eru spurningar sem vakn- að hafa undanfarið en minna hef- ur farið fyrir svörunum. Þegar Ragnhildur Vigfúsdóttir jafnrétt- isfulltrúi var ráðin til bæjarins árið 1995 kviknaði snemma grun- ur hjá henni um að hún bæri skarðan hlut miðað við aðra karl- kyns starfsmenn sem gegndu sam- bærilegum ábyrgðarstörfum. Fleiri kvenkynsyfirmenn hjá bæn- um höfðu þessa tilfinningu. í kjöl- farið fór fram starfsmat og varð niðurstaðan sú að eitthvað væri bogið við launakerfi bæjarins. Hvorki gekk né rak þegar Ragn- hildur og stallsystur hennar vildu fá leiðréttingu á launum sinum. Þar spilaði inn i að bæjarstjórnar- skipti urðu á Akureyri. Jakob Björnsson, fyrrverandi bæjar- stjóri, hafði lýst vOja til að semja við Ragnhildi en Kristján Þór Júl- íusson, sem tók við stjórnar- taumunum árið 1998, taldi best að hlutlægir aðilar myndu fjalla um málið. Kærunefnd jafnréttismála ákvað að reka mál Ragnhildar og fór svo að jafnréttisyfirvöld höfð- uðu mál á hendur bænum. Það vannst bæði í héraðsdómi og Hæstarétti. Akureyrarbær var dæmdur sekur um jafnréttisbrot og fékk Ragnhildur bætur. í kjöl- farið hafa fleiri mál komið upp. Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt Ingibjörgu Eyfells, fyrrum deildarstjóra leikskóla- deildar, bætur og fleiri dómsmál kunna að vera á leiðinni ef ekki semst um. Er Akureyrarbær verri við kon- ur en önnur sveitarfélög? Ekki tel- ur framkvæmdastýra Jafnréttis- stofu svo vera. Það er ekki heldur hægt að segja að bærinn hefði gert rétt með því að semja alltaf við deilendur sína. Þannig tapaði Ragnhildur Vigfúsdóttir síðara dómsmáli sínu sem höfðað var Innlent fréttaljós Björn Þorláksson blaðamaður vegna óánægju hennar með bóta- greiðslur í kjölfar Hæstaréttar- dómsins. Eina færa leiöin? Þótt bærinn tapaði í Hæstarétti telur Kristján Þór Júlíusson að Akureyrarbær hafl ekki gert mis- tök með því að láta það mál fara fyrir dómstóla. Sú leið hafi verið sú eina færa: „Við munum ekki rjúka upp til handa og fóta en þvi verður ekki neitað að dómurinn markar ákveðin tímamót, hver sem þau reynast. Viö verðum að gefa okkur tíma til að meta hvem- ig dómurinn gæti haft áhrif á starfsmat, sveitarfélög og fleira og fleira," sagði bæjarstjórinn í sam- tali við Dag í júní í fyrra, Við sama tækifæri spurði Dag- ur bæjarstjórann hvort ekki hefði verið rétt að semja við jafnréttis- fulltrúann fyrrverandi á sínum tíma í ljósi þess að 2-3 samhljóða Ingibjörg Eyfells, ein þeirra kvenna sem rekið hafa mál gegn bænum, sést hér í dómsal í Héraðsdómi Norðurlands eystra. lögfræðiálit lágu fyrir á þeim tíma þar sem því var spáð að bærinn myndi tapa málinu fyrir dómstól- um. „Nei, þvert á móti held ég að það hafi ekki verið mistök að fara með málið þessa leið. í mínum huga er málið þannig vaxið, að það er tekist á um grundvallarat- riði sem best var að láta reyna á með þessum hætti. Það hefði ekki verið skynsamlegt að semja ein- staklingsbundið í einhverju lok- uðu hólfl. Það var miklu eðlilegra að hafa hlutina uppi á borði og ná niðurstööu eftir hlutlægum leið- um,“ sagði bæjarstjórinn. Hæstaréttardómurinn vakti mikil viðbrögð og m.a. hjá jafn- réttisnefnd Hafnarfjaröar. Hún fagnaði dóminum og ekki síst þeirri hugmyndafræði að starfs- mat væri notað til að skoða verð- mæti starfa. Þessi atburðarás vís- ar út fyrir sig og hefði aldrei orð- ið ef samiö hefði verið um upp- bætur á bak við tjöldin. Vafasöm eftirmál Hitt hefur farið í taugamar á ýmsum að í kjölfar hins fordæmis- gefandi hæstaréttardóms hefur Akureyrarbær áfram kosið að láta mál fara fyrir dómstóla. Þannig sagði Valgerður Bjarnadóttir í Degi, þegar mál Ingibjargar Ey- fells var tekið fyrir, að hún skildi ekki af hverju Akureyrarbær skirrtist við að leiðrétta laun kvenna þrátt fyrir fordæmin. „Það er með ólíkindum að Ak- ureyrarbær skuli láta svona mál fara í hart fyrir dómstólum í stað þess að greiða þann launamismun sem konur í æðstu embættisstörf- um bæjarins hafa goldið fyrir. Það er búið að leggja út í mikla vinnu og kostnað með þessu fordæmis- gefandi máli Ragnhildar og bær- inn tapaði því fyrir Hæstarétti. Eina skýringin sem ég hef á þess- um þvergirðingshætti bæjarins er að hann vilji letja konur til að fara i dómsmál. Það þarf þor til að höfða opinbert mál og standa í þeirri baráttu sem fylgir málaferl- um,“ sagði Valgerður þá í samtali við Dag. Svo aftur sé vikið að máli Ingi- bjargar Eyfells kom fram við aðal- meðferð þess í héraðsdómi að óá- nægja með launakjör varð til þess að hún sagði starfi sínu lausu árið 1987 en höfðaði dómsmálið fjórum árum síðar. Lögmaður Ingibjargar notaði orð eins og „hneisu" og „niðurlæg- ingu“ og í kjöl- lokanna sá Ingibjörg sér W fjfcvl ekki annað 7 flytja frá Akur- I —— eyri til Reykja- f víkur. Hún var I á milli tananna Kristján Þór á fólki fyrir Júlíusson. þær sakir m.a. að hafa lagt áherslu á launaleiðréttingu. Ragn- hildur Vigfúsdóttir segist einnig hafa mætt neikvæðum viðhorfum vegna baráttunnar enda er þekkt að karlar eiga auðveldara meö að fara fram á launahækkanir og leiðréttingar. Hitnar í kolunum Lítið hefur borið opinberlega á gagnrýnisröddum vegna þess að Ragnhildur hafi þurft að höfða mál. Eftir mál Ingibjargar Eyfells fór jafnréttisnefnd Akureyrarbæj- ar hins vegar að ókyrrast. Sigrún Stefánsdóttir er formaður nefnd- arinnar og fulltrúi Akureyrarlist- ans sem situr í stjórn ásamt Sjálf- stæðisflokknum. Spurst hafði út að fleiri konur, sem sannarlega teldu bæinn hafa beitt sig órétti, vildu fá leiðréttingu en óljóst var hvort bærinn myndi semja eða láta málin fara í hart. Þá sagði Sigrún: „Nú er nóg komið. Það var öðruvísi með Ragnhildarmál- ið, mér fannst ágætt að það færi fyrir dóm sem prófmál, en mín skoðun er að bærinn eigi í sam- bærilegum málum að reyna að semja við þær konur sem telja á sér brotið. Nú er búið að dæma í tveimur málum og þá hlýtur að vera kominn grundvöllur fyrir áframhaldandi samningaleið." (Dagur 14. mars 2001) í kjölfarið bókaði jafnréttis- Valgeröur Ragnhildur Bjarnadóttir. Vigfúsdóttir. nefnd bæjarins að hún væri ekki sátt við að bær- inn fengi ítrekað á sig mál vegna jafnréttisbrota og var bæjarstjórn- in hvött til að fara að lögum. Bæj- arstjórinn á Akureyri brást við með að lýsa eftir vitneskju um hvort bæjarstjórnin hefði brotið lög. Hann sagðist telja að engin brot hefðu átt sér stað í tíð núver- andi stjómar heldur hefðu brotin verið framin fyrir tíö núverandi meirihluta einungis. DV bar þessi ummæli undir formann jafnréttis- nefndar í gær og sagði Sigrún þá að hér virtist um misskilning að ræða. „Ég leit ekki svo á að með bók- uninni væri sagt að núverandi bæjarstjórn hefði brotið lög. Bæj- arstjóri hefur sagt að svo mætti skilja og það er kannski rétt að við hefðum getað farið fínlegar i þessa bókun. Eigi að síður var það ekki meining jafnréttisnefndar að væna núverandi bæjarstjóm um brot á jafnréttislögum. Þetta er því einhver misskilningur. Eng- inn i nefndinni léit svo á að við værum að væna bæjarstjórn um lögbrot." Sáttahljóð á ný Það nýjasta í þessum málum er að Kristján Þór bæjarstjóri átti fund með Valgerði Bjarnadóttur í fyrradag. Valgerður er fyrrum starfsmaður bæjarins og ein þeirra sem sannarlega telur að á þeim tíma sem hún vann hjá bæn- um hafi Akureyri brotið jafnrétt- islög. Sáttatónninn er því farinn að hljóma eftir langt og mikið streð en margir telja að til ein- hvers hafi verið unnið. Umræðan hafl orðið til þess að stofnanir og fyrirtæki muni sjá launamál kynj- anna í nýju og breyttu ljósi sem væntanlega muni gagnast konum í áfangaskrefum að fullu jafnrétti. Ekki er vanþörf á frekari um- ræðu um launamun kynjanna. Þannig telur Bandalag háskóla- manna að þrátt fyrir allt hafi launamunur kynjanna enn aukist í seinni tíð. „Við höfum þurft að hlusta á endalausar afsakanir um hvers vegna ekkert hefur gerst í þessu máli,“ segir Björk Vilhelms- dóttir, formaður BHM. Eins og áður kom fram telur framkvæmdastýra Jafnréttisstofu ekki að jafnréttisbrot hafi verið al- gengari á Akureyri en annars staðar í samfélaginu. Hún segir að atburðarásina megi fyrst og fremst rekja til þess að Akureyri hafi verið fyrsta sveitarfélagið sem réð sérstakan jafnréttisfull- trúa og það hafi öðru fremur orð- ið til þess að starfsmenn hafi orð- ið meðvitaðri um rétt sinn og leit- að ásjár þar til gerðra yfirvalda. „Akureyrarbær ætti bara að vera ánægður með að hafa rutt braut- ina,“ segir framkvæmdastýra Jafnréttisstofu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.