Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2001, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2001, Side 16
16 LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 Helgarblað DV Bátur veiðimannsins: Frelsið býr í kajaknum - Róbert Schmidt veiðimaður kann best við sig á sjónum Róbert Schmidt er veiðimaður Hann byrjaöi 18 ára gamall aö róa á kajak ogveiöa sér til matar og er í dag sá íslendinga sem hefur hvaö mesta reynslu á þessu sviöi. Róbert hefur stofnað Félag íslenskra kajakveiðimanna sem hefur innan sinna vébanda 70 félagsmenn aöeins tveim mánuöum eftir stofnun. Annað kvöld verður sýnd í sjónvarpinu heimildar- mynd sen ber yfirskrift- ina Kajak - bdtur veiði- mannsins. Þar er fylgst með Róbert Schmidt, veiðimanni og kajakrœð- ara, að vetrarveiðum í Hrútafirði við erfiðar að- stœður, kulda og vosbúð. Það er Valdimar Leifsson sem gerir myndina. „Viö vildum draga upp raunsanna mynd af þeim erfiðu aðstæðum sem geta mætt manni sem vill stunda veiðar á sjókajak á besta tíma sem er veturinn. Við lentum þarna í talsverðum kuld- um og vorum reyndar tepptir frá tökum í talsverðan tíma vegna veðurs,“ segir Róbert sem skaut rúmlega 30 fugla meðan á tökum stóð en myndin sýnir allar hliðar veiðanna, eltingaleikinn, biðina, meðhöndlun bráðarinnar og mat- reiðslu aö lokum. Þeir sem veiða á sjókajak skjóta aðallega skarf og hávellu og stöku sel en menn nota kajak í vaxandi mæli til veiða á vötnum. Veiðar í 4000 ár Róbert segir að kajakveiöar með haglabyssu séu fyrirbæri sem er nýtt á íslandi en Inúítar á Grænlandi hafa notað kajak til veiða með skutli í um 4000 ár. Ró- bert hefur stundað kajaksiglingar í 18 ár og er einn af brautryðjend- um í þessum sérstæða veiði- og ferðamáta á íslandi. Hann stofn- aði Félag íslenskra kajakveiði- manna í janúar síðastliðnum og þegar hafa 70 manns gengið tii liðs við félagið sem sýnir best áhuga manna á þessu einkenni- lega sporti. En hvemig kynntist Róbert sjálfur kajakróðri? Sjórinn togaði „Ég ólst upp vestur á Suðureyri við Súgandafjörð og oft starði ég út á lygnan íjörðinn og var hald- inn mikilli sjóþrá en átti engan bát. Svo var það þegar ég var 18 ára að ég sá sjókajak auglýstan til sölu í smáauglýsingum DV. Ég hafði aldrei séð svona bát áður en keypti hann óséðan og hann var sendur vestur með flutningabíl. Svo fór ég bara að róa um allan fjörð og nágrennið og fannst þetta eitthvað þaö skemmtilegasta sem ég hefði nokkurn tímann kynnst. Statífið fyrir byssuna bjó ég svo til úr gömlu járnadrasli og svo fór ég bara að veiða.“ Róbert reri einn á sínum kajak árum saman en segist ekki ráð- leggja neinum að læra kajaksigl- ingar af sjálfum sér eins og hann gerði, án alls öryggisbúnaðar eins og flotbúninga eða björgunar- vesta. Hann segir að flestir þeir sem stunda vetrarveiði séu í flot- göllum til öryggis. „Við höfum þegar farið eina ferð á vegum félagsins og haldið öryggisnámskeið en við leggjum mikla áherslu á öryggið." Einn maður velti - En geta allir lært að með- höndla kajak og róa honum? „Ég hef tekið um 300 manns á kynningarnámskeið og þátttak- endur hafa verið frá 10 ára upp í 70 ára. Það hefur einu sinni kom- ið fyrir að maður velti kajak á námskeiði hjá mér og hann var reyndar vanur björgunarsveitar- maður. Þetta er auðvitað einstaklings- bundið en mér hefur sýnst að fólk sem hefur gott jafnvægi eða hefur einhvern tímann kynnst sjóvolki eða stígið ölduna hafi ákveðið for- skot í þessum efnum. Almennt hefur mér sýnst að vant fólk hvolfi aldrei undir sér kajak.“ Sjókajakar eru 20-25 kíló að þyngd og með öllum búnaði kost- ar slíkur gripur í kringum 150 þúsund krónur hið minnsta. Ró- bert starfar í Sportbúð Títans og á síðasta ári seldi hann 200 kajaka sem segir sína sögu um það hve góðar undirtektir þetta fær. Maöurinn eitt af dýrunum „í kajaknum situr þú alveg niðri við sjávarborðið og ferðast algerlega hljóðlaust. Þú getur far- ið um víkur og voga og skoðað króka og kima i lífríkinu sem þig hefði aldrei dreymt um. Lífríkið í sjónum og fjörunni, hvort sem það er fugl eða selur, hræðist þig ekki. Þú verður hluti af þessu líf- ríki, eitt af dýrunum. Ég hef rennt mér í fárra metra fjarlægð frá hópi 50 sela sem lágu uppi á skerjum og þeir rótuðu sér ekki. Frelsistilfinningin sem maöur upplifir er algerlega einstök ásamt þessari mögnuðu nálægð við lífríkið og sjónarhorninu sem er afar sérstakt. Um borð í sínum kajak gerist hver maður land- könnuður og skoðar vikur og voga og horfist í augu við sel og skarf.“ ísland er paradís Róbert er hundvanur veiðimað- ur frá blautu barnsbeini og er reyndar rómuð rjúpna- og gæsa- skytta sem þekkir landið eins og lófann á sér. Hann hefur skotið fasana i Minnesota, snæhéra, hreindýr og rjúpu á Grænlandi að ógleymdum selum og refum og hefur ferðast á kajökum við Grænland. Hann segir að vinsælustu kajaksvæðin í nágrenni við Reykjavík séu vogarnir kringum borgina, sundin milli eyjanna og Kollafjörður en menn sæki einnig mikið í Hvalfjörð. Breiðafjörður er draumaland allra kajakræðara og Hornstrandir alger paradís. Al- mennt segir Róbert að íslands vogskornu strendur og lygnu og djúpu firðir séu gósenland fyrir kajakróður. „Það er ögn flóknara að ferðast á kajökum á opnu hafi og fara fyr- ir nes og odda við ísland og nauð- synlegt að rata vel og kunna sigl- ingafræði en það er vel hægt og mjög skemmtilegt að fara í lengri ferðir með allan sinn farangur og taka land og slá tjöldum þar sem hugurinn girnist. Þar finnur mað- ur sterkt þetta frelsi sem við erum öll að leita að.“ Veiöar eru mannréttindi Þótt Róbert sé þrautreyndur veiðimaður þá er hann ekki jafn- Selur í matinn Á sjókajak skjóta menn aðallega fugl en sumum þykir selkjöt gott og þaö er auövelt að komast í færi viö kobba á kajaknum. Hér sést einn veiðifélaga Róberts, Unnsteinn Guömundsson aö nafni, meö nýskotinn sel.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.