Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2001, Qupperneq 18
18
LAUGARDAGUR 24. MARS 2001
Helgarblað
DV
Catherine Zeta-Jones leikkona
Þaö hefur komið í Ijós aö Zeta-Jo-
nes átti ríkan þátt í tilurö kvik-
myndarinnar Traffic sem tilnefnd
er til nokkurra verðlauna.
Catherine bak
við tjöldin
Leikkonan Catherine Zeta-Jones
hefur verið mikið í kastljósi fjöl-
miðla, ekki síst eftir að hún og
Michael Douglas áttu bam saman
og giftu sig með miklum tilfæring-
um og allur heimurinn stóð á önd-
inni með augun á stilkum.
Það er mikill misskilningur að
halda að nú hafi frú Douglas sest í
helgan stein og einbeitt sér að hús-
móðurstarfinu og móðurhlutverk-
inu. Það er aldeilis ekki svoleiðis.
Hún vinnur ötullega bak við tjöldin
að framgangi kvikmyndalistarinn-
ar. Kvikmynd sem heitir Traffic
nýtur um þessar mundir mikilla
vinsælda og er tilnefnd til nokkurra
óskarsverðlauna. Leikstjóri hennar
er snillingurinn Steven Soderbergh
sem oft hefur gert mjög góða hluti.
Nú hefur komið í ljós að fyrstu
drög handrits þessarar góðu mynd-
ar vánn frú Douglas ásamt bróður
sínum, Davíð að nafni. I fyrstu
sýndu framleiðendur engan áhuga
en að lokum setti frú Douglas hnef-
ann í borðið og sagði að ef Harrison
Ford myndi ekki taka að sér hlut-
verk í myndinni kæmi eiginmaður
hennar til skjalanna. Þetta hreif og
myndin var framleidd með frábær-
um árangri. Þegar Soderbergh tek-
ur við óskarsverðlaunum þá er eins
gott að hann muni eftir að þakka
Catherine.
DV í höfuðstöðvum NASA í Houston:
DV. HOUSTON:_____________________
„Samlíkirinn er í stöðugri notkun
24 tíma á dag,“ segir Bjarni
Tryggvason geimfari í samtali við
DV í höfuðstöðvum NASA, banda-
rísku geimferðastofnunarinnar í
Houston. DV slóst í för með Bjarna
í nokkrar ferðir út í geiminn. Ótal
skjáir í stjórnklefa geimskutlunnar,
sem er nákvæmlega eins og í raun-
veruleikanum, sýndu hraða og feril
skutlunnar auk fjölmargra atriða
sem leikmaður botnar ekkert í.
Nokkur þúsund stjómrofar eru þar
til staðar. Meðal þess sem kom upp
á í einni ferðinni var að fjórar af
fimm stjómtölvum skutlunnar voru
úr leik. Þá kom upp alvarleg vélar-
bilun og Bjama og félaga hans var
ætlað að leysa úr vandamálunum.
Skutlan sveif til jarðar og lenti heil
úr öllum ferðunum. Merkilegt var
að horfa út um glugga samlíkisins
sem var í raun videoskjár og sýndi
jörðina nálgast og á endanum flug-
brautina. Sýndarveruleikinn var
slíkur að allt virtist raunverulegt að
því undanskildu að hreyfingar sem
fylgja geimflugi vantaði. Aðrir sam-
líkjar voru með þeim möguleika.
Bjami er fæddur á Islandi og al-
inn þar upp til sjö ára aldurs þegar
foreldrar hans fluttu til Kanada.
Hann var ráðinn geimfari hjá
kanadísku geimferðastofnuninni
áriö 1983 og fór út í geiminn með
geimferjunni Discovery í ágúst 1997.
Auk þess að vera flugmaður er
Bjarni verkfræðingur með sérfræði-
þekkingu á ýmsum sviðum svo sem
varðandi veðurfar og þol bygginga
til að standa af sér hvirfilvind.
Hann starfar ýmist í Montreal í
UV-MYNU KtTNIK IKMUÖIMOUii
íslenskur geimfari
Bjarni Tryggvason geimfari er í stööugri þjálfum til aö vera tilbúinn aö halda aftur út í geiminn. Hér er hann i svoköll-
uöum hermi þar sem líkt er eftir flugi geimskutlu í öllum atriðum. Þegar myndin var tekin sýndu mælar aö geimskutl-
an var komin út úr gufuhvolfinu og á braut umhverfis jöröu.
Kanada eða í höfuðstöðvum NASA i
Houston en sjálfur býr hann í Flór-
ída ásamt fjölskyldu sinni. í Kanada
vinnur hann að rannsóknastörfum
en meginverkefni hans í Houston er
að þjálfa geimfara til að starfa í Al-
þjóðlegu geimstöðinni, Alfa. í John-
sons Space Center í Houston starfar
Bjarni einnig við að fljúga í hermi
Hnattflug með
Bjarna geimfara
Hallgrímur Helgason___________________________________________________________________________________________________
Hin íslenska spilling
Þeir voru fallegir, félagamir í
Deiglunni, á sunnudagskvöldið,
Halldór Ásgrímsson og Guðni
Ágústsson. Þeir vom dálítið fyndnir
líka. Það er alltaf eitthvað óþægilegt
við aö horfa á tvo fullorðna karl-
menn horfast í augu og játa hrifn-
ingu sína hvor á öðrum. Ég held það
væri best fyrir Framsóknarflokkinn
að láta Halldór og Guðna koma fram
hvorn í sínu lagi.
Þegar við sjáum Halldór munum
við líka að þetta er maðurinn sem
bjó til kvótakerfið. Við munum það
líka að hann er kvótaeigandi í ann-
an liö austur á landi. Það er kannski
af þessum sökum sem Halldór,
svona ljómandi hress eftir flokks-
þingið, í viðtali við Jóhönnu Vigdísi,
minnti dálítið á Tony Soprano sitj-
andi hjá sálfræðingnum sínum. Ein-
hvemveginn eru þeir ótrúlega líkir.
í þættinum á mánudagskvöldið var
Tony einmitt svona ljómandi hress
hjá sála sínum því nýbúið var að
ganga frá lykilvitni í máli gegn hon-
um.
Þama í Deiglunni fengum við
enn einu sinni að sjá íslenska frétta-
mennsku eins og hún gerist best:
„Hvað segiði strákar, var ekki gam-
an á flokksþinginu? Þú varst kosinn
varaformaður, var það ekki gam-
an?“
ísland er lítið land.
I byrjun febrúar hélt Guðni
Ágústsson blaðamannafund þar sem
hann kynnti framboð sitt til varafor-
manns Framsóknarflokksins. Við
sáum það í sjónvarpsfréttum og eitt-
hvað fannst okkur bogið við þennan
blaðamannafund; í baksýn blöstu
við ljósmyndir af öllum fyrrverandi
landbúnaðarráðherrum landsins.
Blaðamannafundurinn var semsagt
haldinn í landbúnaðarráðuneytinu.
Af því að Guðni er landbúnaðar-
ráðherra. Þarna sátu fréttamennim-
ir og gæddu sér á kaffi og bakkelsi á
kostnað ráðuneytisins og einhvem-
veginn átti maður von á því að ein-
hver þeirra myndi gera athugasemd
við staðarvalið en það gerðist aldrei.
Jæja, hugsaði maður bara og lét
sig hverfa á netið.
Þremur vikum síðar er ég að
horfa á „West Wing“ í Ríkissjón-
varpinu sem verður líklega að telj-
ast besti sjónvarpsþátturinn í loft-
inu nú um stundir (þú fyrirgefur,
Kolla mín). „Vesturálman" er staö-
sett S Hvíta húsinu og fjallar þáttur-
inn um störf og starfslið Bandaríkja-
forseta. í þessum tiltekna þætti
stendur yfir kosningabarátta um
sæti á Bandaríkjaþingi og forsetinn
er að sjálfsögðu virkjaður; látinn
hringja nokkur símtöl til fjáröflunar
og stuðnings sínum mönnum,
demókrötum. Hann er staddur í
sinni egglaga skrifstofu þegar að-
stoðarmaðurinn vill drífa í því að
hringja. Forsetinn verður hvumsa.
Hvernig dettur honum í hug að
stunda kosningabaráttu á skrifstofu
Bandaríkjaforseta? Hvemig dettur
manninum í hug að forsetinn muni
blanda saman flokkshagsmunum og
hagsmunum lands og þjóöar? Banda-
rísk lög krefjast þess að öll slík sím-
töl fari fram á heimili forsetans. „At
the residence".
Þátturinn er geysilega raunsær og
handritin skrifuð í samráði við fyrr-
um starfsmenn Hvíta hússins.
Bandaríkin eru stórt land. Og
kannski er óréttlátt að bera þá sam-
an, Guðna Ágústsson og Bandaríkja-
forseta. En það er samt eitthvað ægi-
lega rangt við þá ákvörðun landbún-
aðarráðherra að halda blaðamanna-
fund um sitt eigið framapot í sínum
litla flokki í fundarherbergi ráðu-
neytisins. Guðni blandar saman
þjóðarhagsmunum og eiginhags-
munum. Hann blandar saman starfl
sínu og persónu. Hann misnotar
ráðuneytið.
Hver ætlar að segja okkur það að
ráðherrann hafl ekki hringt nokkur
símtöl úr ráðuneytinu í sinni litlu
kosningabaráttu? Hver ætlar að segja
okkur það að Guðni hafi ekki kallað
til sín fólk, og haldið fundi, látið
starfsfólk ráðuneytisins ljósrita,
koma með kaffl og skreppa útí búð
eftir meiri kleinum handa körlunum
austan úr Flóa svo ráðherrann gæti
orðið varaformaður? Hver ætlar að
segja manni það þegar ráðherrann
hikar ekki við að hefja kosningabar-
áttuna í ráðuneytinu og býður þang-
að öllum blaðamönnum landsins?
Island er lítið land. Og falleg er
okkar litla sæta saklausa spilling.
íslensk spilling er ekki gerð af
kænsku eða illum hug. Framsóknar-
spillingin verður ekki til í ábata-
skyni heldur af sveitamennsku, naí-
viteti; stundum tómri heimsku. Hún
er gerð af hugsunarlausu sakleysi:
tómum barnaskap. Þess vegna standa
spilltir herrar landsins alltaf á gati
þegar komið er upp um þá. Þess
vegna setja þeir alltaf upp sakleysis-
svipinn og segja: „Það hvarflaði nú
bara aldrei að mér að það væri eitt-
hvað rangt við þetta!“
Og þess vegna fyrirgefum við þeim
alltaf: „Æ já, grey karlinn. Hann
gleymdi sér bara. Ég hef nú alltaf
kunnað vel við hann Guðna. Hann
var héma á fundi hjá okkur um dag-
inn. Helvíti skemmtilegur karl.“ Og
málið er dautt.
Vonbrigöin felast því ekki í
ákvörðun framsóknarmannsins. Það
á enginn von á siðbót úr herbúðum
flokks sém gert hefur hina notalegu
íslensku spillingu að listgrein. Von-
brigðin felast í fullkomnu viðbragða-
og krítíkleysi fjölmiðla. Það hefur
enginn neitt að athuga við þetta.
Landbúnaðarráðherra má stunda sitt
innanflokkspot á kostnað skattborg-
ara. Rétt eins og
Samgönguráðherra má prenta
áróðursbækling í borgarmáli, Iðnað-
arráðherra má bjóða starfsmönnum
ráðuneytisins í afmælið sitt á kostn-
að þess og Dómsmálaráðherra má
ljúga að þinginu.
„Og hvað segiði, strákar? Var ekki
gaman á flokksþinginu?"