Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2001, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2001, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 Helgarblað DV aö þeim hafi þótt það skemmtileg- ast þegar þær voru litlar. „Þá var ekkert óeðlilegt við að böm færu og leystu mál sem lögreglan stóð og klóraði sér í hausnum yfir,“ segir Yrsa. „Já, manni fannst full- orðnir vera hálfvitar og krakkar geta allt. Og okkur finnst það eig- inlega ennþá, segir Kristín Helga og hlær.“ Haltar til leiks Innlendar sjónvarpsþáttaraðir fyrir börn hafa varla sést á ís- landi. Það þykir Kristínu og Yrsu ákaflega sorglegt en segja að ástæðan sé sennilega fjárskortur. „Menn era alltaf að tala um hlut- verk Ríkissjónvarpsins," segja þær. „Það hlýtur að vera eitt af hlutverkum þess að sýna æsku landsins efni úr sínu umhverfi en mata hana ekki alltaf á bresku og amerísku efni.“ Eftir síðasta námskeið CEEA hefur BBC framleitt seriu og einnig Spánn og Þýskaland. Vin- konurnar segja það svolitið niður- drepandi að hver stöð hafi fram- leitt þætti eftir landa sína og það gefi til kynna að þær eigi ekki mikla möguleika á erlendum markaði. „Við mætum haltar til leiks,“ segir Yrsa. „Á of litlum striga- skóm eins og flestir íslenskir hlauparar en þá er um að gera að hafa sem mest gaman af þessu.“ En hvað læra þær á námskeið- inu? „Þetta eru fimm dagar og það er kennt frá morgni til kvölds. Svo tekin séu dæmi er kennt hvað það er sem höfðar til barna í sjón- varpi, svo ræðir einhver skrif fyr- ir börn almennt og síðan er eitt- hvað sem kallað er Pitching - en við þurftum nú að fletta því upp í orðabók, segir Yrsa og hlær. „Já, það eru 54 útgáfur af orðinu pitching í orðabók en eftir því sem við komumst næst þýðir það „að selja" bætir Kristín Helga við. „Dagamir áður en við hittum dómnefndina fara eiginlega í að undirbúa sölukynningu á efninu en við þurfum að kunna að mat- reiða efnið ef við viljum selja ein- hverjum hugmyndina." „Sennilega getum við nýtt okk- ur þá kunnáttu I framtíðinni - hvemig sem gengur í París þá get- um við alltaf komið til baka og farið að selja bíla á einhverri bíla- sölunni,“ segir Yrsa. Glærur í stað prufuþáttar Kristín og Yrsa viðurkenna að þær séu svolítið sveitalegar í þessu öllu saman þar sem hinir þátttakendurnir séu allir á vegum kvikmynda- eða sjónvarpsfyrir- tækja í heimalöndum sinum. „Okkur var sagt að við mættum koma með upptekinn prufuþátt fyrir pitchið og sýna ákveðin at- riði sem við viljum leggja áherslu á. Fyrst vorum við að hugsa um að gera myndband sjálfar en okk- ur fannst það allt of amatörlegt þannig að ég teiknaði nokkrar myndir sem við ætlum að setja á glærur til skýringar," segir Krist- in og þær hlæja ofsalega. „í lok námskeiðsins verða síðan þrjú verkefni valin og styrkt í þvi að búa til svokallaðan pilot - sem er frumgerð að sjónvarpsþætti." Þegar þær eru spuröar hvað þær ætli að gera fleira í Frakk- landi segir Yrsa að kannski fái þær sér hálfa rauðvín og skoði Eiffelturninn en Kristín minnir á að dagskráin sé stíf og það sé skyldumæting þannig að ekki þýði að vera að skrðpa neitt. En hvað vonast þær til þess að fá út úr ferðinni í heild? „Við verðum hæstánægðar þó að við komumst ekki lengra en þetta,“ segja þær og virðast einmitt hæstánægðar. „Raunar óraði okkur aldrei fyrir því að við kæmumst svona langt. Stóra mál- ið er að við fáum að taka þátt og hitta allt þetta fólk og sjá hvað það er að gera. Að við fáum að kíkja inn um þennan glugga." -þhs DV-MYND INGÓ Yrsa Siguröardóttir og Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundar „ Viö mætum til ieiks haltar á of litlum strigaskóm eins og flestir íslenskir hlauparar. En þá er bara að hafa sem mest gaman af þessu. “ Á leiðinni á Evrópumeistaramót í sjónvarpsþáttagerð: Skrifa um Sherlock Helmes og Wetson „Námskeiðið var auglýst af Rit- höfundasambandinu og við ákváð- um að slá til þó að við hefðum að- eins tvo daga til þess að undirbúa okkur. Við unnum hugmyndina í snatri en það hvarflaði ekki að okkur að við yrðum fyrir valinu,“ segja þær Yrsa Sigurðardóttir og Kristín Helga Gunnarsdóttir sem báðar eru vel þekktir barnabóka- höfundar. Fyrir síðustu jól sendi Yrsa frá sér bókina Barnapiubóf- inn, Búkolla og bókarránið og Kristín Helga skrifaði um Móa hrekkjusvín, en nú eru þær á leið til Parísar á námskeið i handrita- gerð fyrir kvikmyndir og sjón- varpsmyndir barna á aldrinum 8-12 ára. Þetta er vikulangt nám- skeið sem er einnig nokkurs kon- ar Evrópumeistarmót þar sem tíu höfundar frá öllum Evrópulönd- unum voru valdir úr úrvali um- sókna til þess að taka þátt í nám- skeiðinu með hugmyndir sínar. Á lokadegi mun dómnefnd kveða upp úrskurð og velja þrjú verkefni til framleiðslu og kvikmyndunar. Samtök þessi nota einkennisstaf- ina CEEA og eru samtök evr- ópskra sjónvarpsstöðva sem vinna að þróun og endurmenntun hand- ritahöfunda. Áherslan á grín og glens Yrsa og Kristín Helga hafa þekkst síðan í menntaskóla og þær hafa unnið töluvert saman við skriftir. Hvernig gengur sam- starfið? „Mjög vel,“ segja þær báðar í kór. „Við erum gamlar vinkonur sem hugsum á svipaðan hátt og erum á sömu línu þegar við skrif- um. Við leggjum fremur áherslu á grín og glens heldur en reynslu- sögur, okkur þykir yfirleitt það sama fyndið og við hlæjum ógur- lega þegar við erum að vinna sam- an.“ - Þið skrifið sem sagt það sem ykkur sjálfum finnst fyndið, ekki það sem þið haldið að börnum þyki fyndið? „Annað gengur ekki. Maður er aldrei eins ófyndinn og þegar maður er að setja sig í stellingar," segja þær. „Maður verður líka að vera í sambandi við böm. Það er ótrúlegt hvað sumu fólki hefur tekist að einangra sig frá bernsk- unni.“ - Þið eigið samtals fimm böm, njótið þið aðstoðar þeirra við skriftirnar? „Ég hef alltaf notað mínar dæt- ur til þess að hlusta og segja hvað þeim finnst. Þær eru ódrepandi og láta sig endalaust hafa það að sitja undir upplestri móður sinnar og kasta í sig bunkum af uppköst- um,“ segir Kristín. Yrsa bætir við að ef hún framleiddi tölvuleiki væri hún visast miklu vinsælli á heimilinu. „Sonur minn tilkynnti mér um daginn að hann ætlaði að taka bókina mína sem valbók í skólanum. Ég varð mjög ánægð en þá sagði hann: „Um hvað fjallar hún?“ Þá ætlaði hann einungis að velja hana til þess að að komast sem ódýrast frá verkefninu," segir Yrsa, sármóðguð. Skrifað meö tánum og rassgatinu En hvemig var að hafa svo stuttan tíma til að koma hugmynd á blað þegar þið höfðuð ákveðið að taka þátt í keppninni? „Við skrifuðum þetta með tán- um,“ segir Yrsa. „Mér finnst það lýsa vinnunni mjög vel.“ „Tánum og rassgatinu," segir Kristín Helga. „Það hefur a.m.k. verið sagt,“ og þær hlæja báðar. Langaði ykkur svona ofsalega að vera með? „Já, við höfðum talað um það áður að það gæti verið sniðugt að skrifa eitthvaö annað en bækur, en ef námskeiðið hefði verið hald- ið á Jan Mayen er ég ekki viss um að við hefðum verið svo áfjáðar í það,“ segja þær. „Við héldum fyrst að ef Evrópusambandið styrkti námskeiðið fengju aumingjarnir líka að vera með.Við værum í vestnorræna hópnum - meö Fær- eyjum og Grænlandi. En það reyndist ekki vera. Auglýsingar höfðu verið lagðar inn til sjón- varpsstöðva og rithöfundasam- banda um alla Evrópu. „ Hugmynd Yrsu og Kristínar að sjónvarpsseriu varð að vera þannig löguð að hægt væri að teygja hana í 52 þætti. Þær segja að það hafi verið töluverður höf- uðverkur en aðalpersónan í þeirra hugmynd heitir Sherlock Helmes. „Serían um Sherlock Helmes fjallar um ömur- lega lélegan einkaspæjara sem langar að vera eins og Sherlock Holmes - með pípuna og allt - en skortir bara hæfileikana. Hann heldur að ástæðan fyrir því sé sú að hann hafi ekki Watson og ákveður að ættleiða barn með því nafni. En hann finnur engan Watson, heldur bara Wetson. Wet- son reynist vera alger andstæða Helmes en hann er gæddur raun- verulegum hæfileikum til þess að leysa sakamál. Auðvitað er það þannig að strákurinn leysir þraut- irnar. Þessa hugmynd er hægt að teygja ansi lengi, með nýju plotti í hverjum þætti og hún er alþjóðleg á þann máta að allir vita umsvifa- laust um hvað þáttaröðin fjallar." Við ræðum aðeins um þemað „klári krakkinn reddar málun- um“ sem er vel þekkt í barnabók- menntum og Yrsa og Kristín segja
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.