Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2001, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2001, Síða 22
22 LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 Sveitadrengur af lífi og sál Frá því Friörík hætti sem forstjóri Sölumiöstöövar hraöfrystihúsanna fyrir réttum tveimur árum hefur hann sinnt stjórn- arformennsku og ráögjöf. Hann hefur einnig fjárfest í feröaþjónustu og á hlut í hóteli á Rangárbökkum og gistiaö- stööu í Kerlingarfjöllum. Sveitamaður inn við beinið Friðrik Pálsson, stjórnarformaður, ráðgjafi og talsmaður, sóttur heim að Vindási í Fljótshlíð. Helgarblað Ihinu langdregna flugvallar- stríði sem fyrir skömmu var háð um skoðanir Reykvíkinga kom einn skeleggastur talsmanna úr óvæntri átt. Friðrik Pálsson var í 13 ár forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, stærsta fyrir- tækis á íslandi, og hafði talaö við þjóðina um ástand og horfur í fisk- sölumálum í áratugi. Hann geröist talsmaður Hollvina Reykjavíkur- flugvallar og slóst við stjórnmála- menn í beinum útsendingum, sat í forsvari á fundum og ekkert virtist geta raskað ró þessa manns með dökku gleraugun I ljósu jakkafötun- um. Grettir sterki Þegar Friðrik Pálsson var að al- ast upp á hinum sögufræga sveita- bæ, Bjargi í Miðfirði, var hann, að eigin sögn, latur við hefðbundin bú- störf en kaus frekar að liggja með nefið niðri í bókum frá blautu bamsbeini. Bjarg er fæðingarbær Grettis Ásmundarsonar, einhvers mesta kappa sem íslendingasögurn- ar fjalla um, þó eitthvað hafi skort á gæfuna. „Ég held ég hafi aldrei litið bein- línis upp til Grettis en það er steinn í túninu þar sem er sagt að höfuð hans sé graflð og við krakkarnir bámm mikla virðingu fyrir honum og trúðum því að þarna væri haus- inn.“ Friðrik er næstyngstur sjö systk- ina sem uxu úr grasi í Miðfirðinum en hann var eina systkinið sem fór úr héraði og gekk menntaveginn í Verslunarskólanum. Sveitin togaði alltaf í hann. Ræturnar í moldinni „Ég ætlaði aldrei beinlínis að verða bóndi,“ segir Friðrik í viðtali við DV. Það fer að mestu fram um borð í rauðum LandCruiser, nálægt löglegum hraða á þjóðvegi eitt. Stefnan er í austur, yfir Hellisheiði. gegnum Selfoss og áfangastaðurinn er Vindás í Fljótshlíð. Vindás er í Hvolhreppi, rétt við hreppamörk hinnar eiginlegu Fljótshlíðar. Þama hafa Friðrik og þrir meðeigendur hans rekiö nokkuð stöndugan bú- skap frá árinu 1983 og þama liggja rætumar í moldina, aftur til upp- runans. Þarna eru söguslóðir ekki síður en á Bjargi því hér réðust ör- lögin í frægustu sögu alls menning- ararfsins, Brennu-Njáls sögu. Þetta er i dag ein eftirsóttasta sveit lands- ins meðal malbiksbúa sem dreymir um að eiga land og þarna er hægt að benda á jarðir og nefna nöfn þekktra eigenda úr viðskiptum og athafnalífi. Það er sólskin í þessu ferðalagi, auð jörð á láglendi en hvítir fjall- arisar gæta hins flata Suðurlands. Bláfell, Jarlhettur, Kerlingarfjöll, Hekla, Vatnafjöll, Tindflöll og Eyja- flallajökull. Þetta er festin um háls landvættanna hér á Suðurlandi. Sveitastrákar Meðeigendur Friðriks í Vindási eru bræður tveir frá Skinnastað í Öxarflrði, Stefán og Þorleifur Páls- synir, sem fást við flármál og lög- fræði, og Kári Arnórsson, skóla- stjóri og hestamaður. Þeir kynntust gegnum hestamennskuna fyrir ára- tugum og hafa staðið saman fyrir búi á Vindási síðan ásamt eiginkon- um sínum og þeim bömum sem finnst gaman í sveit. Þegar talað er um að standa fyrir búi er yfirleitt átt við að reka ein- hvers konar búskap. Fæstir jarðeig- endur af mölinni, sem eiga fomar vildisjarðir úti á landi, gera það en Vindás er meira en sumarbústaður. Þar eru 25 hektarar heyjaðir á hverju sumri og af sjálfu leiðir að það þarf að dytta að girðingum, halda við húsum, bera á og vinna í heyskap þegar færi gefst. 43 bílhræ „Við keyptum þessa jörð 1983 og satt best að segja fengum við hana fyrir lítið því ég held að menn hafi haldið að húsið væri ónýtt,“ segir Friðrik. „Við gerðum miklar endurbætur á húsinu og gerðum allsherjar hreingerningu á jörðinni sem meðal annars fólst i því að grafa 43 bílhræ sem lágu víðs vegar um landið." Traktor í afmælisgjöf Friðrik er áhugamaður um búvél- ar af ýmsu tagi og í Vindási eru til þrír traktorar, sá elsti Zetor, argerð 1966, ættaður norðan úr Miðfirði, sá næstyngsti er árgerð 1974 af Massey Ferguson sem Friðrik fékk í afmæl- isgjöf þegar hann varð fertugur fyr- ir 14 árum. „Þetta var höfðingleg gjöf frá systkinum mínum og skyldmennum en það fylgdi víxill sem var ábektur en ósamþykktur." Þriðji og yngsti traktorinn á enga sögu. Hann er bara traktor og heitir Massey Ferguson. En Vindásbænd- ur eiga einnig flest algeng hey- vinnutæki og kunna að nota þau. „Ég hef alltaf sagt að vinnan slíti svo í sundur fyrir mér búskapinn að það sé ekki von á góðu. Þetta voru mínar sælustu stundir í æsku þegar heyskaparæði rann á menn. Þegar þeir loksins ákváðu að slá varð ekki aftur snúið og þá var borðað á hlaupum og hlustað með andakt á veðrið og menn horfðu stöðugt til lofts.“ Friðrik gerir við sumt sem aflaga DV „Það er einhver sveita- taug í skrokknum á mér. Þetta er óskaplega sterk tilfinning sem hellist yfir mig og mér líður hvergi eins vel og í sveit. Ég held að það líði öllum betur í sveitinni. “ fer í vélakosti í Vindási. Hann seg- ist ekki vera góður í fíngerðum verkefnum en geti klárað sig af gróf- um viðgerðum. Við eldhúsborðið Komið er við í kaupfélaginu til að kaupa sitt pundið af hvoru og svo er rennt í hlað á Vindási. Þar eru ekki gluggatjöld í stofunni því þau myndu skyggja á jökulinn og innan skamms snörlar kaffikannan í eld- húsinu og það eru kanilsnúðar og kleinur á eldhúsborðinu. Þetta er eins og að koma heim. „Það er einhver sveitataug í skrokknum á mér,“ segir Friðrik þegar hann er beðinn að lýsa tengsl- unum við sveitina. „Þetta er óskaplega sterk tilfinn- ing sem hellist yfir mig og mér líð- ur hvergi eins vel og í sveit. Ég held að það líöi öllum betur í sveitinni.“ Heljarmennið mætir Það marrar í eldhúsgólfinu þeg- ar Smári bóndi og nágranni, sem hárar hestum Vindásbænda á vetrum, kemur og fær sér kaffi. Hann er nokkuð þykkur undir hönd, rómaður söngmaður og kór- maður, járningamaður og heljar- menni sem leikur Gunnar á Hlíð- arenda í sýningum í Njálusetrinu á Hvolsvelli. Það er sagt um Smára að ef það spriklar hestur hjá honum í járningu þá hreyfist hesturinn en ekki maðurinn. Innan skamms snúast umræð- urnar við eldhúsborðið um hesta og ættir þeirra, kórsöng og vígslu- hátíðir þar sem Guðni Ágústsson og hvítur hestur leika eitthvert að- alhlutverk. Friðrik segir að jafnvel hér, í umdæmi héraðshöfðingjans Eggerts Haukdals, sé Guðni vel þokkaður og Smári segir að hann sé eftirsóttur á skemmtanir. „Þeir eru svo vinnusamir, Vind- ásbændur, og svitna svo við hey- skapinn að það hendir niður skúr- um af svitanum af þeim,“ segir Smári og hlær og bollamir hrist- ast á undirskálunum. Svo rifiar hann upp söguna af því þegar rigndi á Vindásbændur í hey- skapnum og þeir fóru heim og máluðu allt húsið að innan frekar en að sitja auðum höndum. „Okkur hefur frá fyrstu tíð ver- ið tekið alveg sérlega vel hér í sveitinni,“ segir Friðrik og riflar síðan upp söguna af því þegar Zetorinn brotnaði í tvo hluta í slægjunni. Það var vondur dagur í Vindási og vofði rigning yfir en þá sem endranær komu ráðagóðir og hjálpsamir nágrannar til skjal- anna og lögðu sitt af mörkum. ísland úr lofti Friðrik segist hafa kynnst ís- landi fyrst á unga aldri í tíðum jeppaferðum um flöll og firnindi en síðan, á þeim árum sem hann stundaði flug sér til skemmtunar, fór hann í tíöar flugferðir um allt land og segist þekkja landið allt úr lofti. Síðan tóku hestaferðirnar völdin og Vindásbændur fara í margar slíkar á hverju sumri og ríða gjarnan inn Fljótshlíð, austur á Emstrur, austur Mælifellssand í Skaftártungu og síðan Jökuldali og Fjallabak til baka aftur. Trúin á landið Það er augljóst af tali Friðriks að hann hefur mikla trú á land- búnaði og framtíð allri í sveitum landsins en ekki síður á ferðaþjón- ustu og uppbyggingu i henni. Þar hefur hann látið verkin tala því hann á með fleiri flárfestum helm- ingshlut í veglegu bjálkahóteli á bökkum Rangár, rétt vestan Hvolsvallar, og keyptu þeir sig inn í þetta fyrirtæki hins þekkta hestamanns, Sigurbjarnar Bárðar-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.