Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2001, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2001, Page 24
24 LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 I>V DV-MYNDIR E.ÓL. Steingrímur J. Sigfússon „Það er ákaflega spennandi tilhugsun að frá og með miðju ári 2003 verði hér vinstristjórn og vinstrimeirihluti í höfuðborginni og í sem flestum stærstu sveit- arfélögum landsins. Eftir langan hægrivetur er kominn tími til að breyta um áherslur. “ Framsókn er í vörn Ókrýndur leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Steingrímur J. Sigfússon, talar um sigurgöngu flokksins, samstarf vinstrimanna í borginni og boðar vinstristjórn. Kolbrún Bergþórsdóttir ræðir við Steingrím. Helgarblað Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyf- ingarínnar - græns fram- hoðs, er á góðri siglingu með sinn flokk og horfir björtum augum til ársins 2003 og vinstristjórnar. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur kall- að Vinstri græna „afturhald og komma“. Hvemig tekurðu þeim köldu kveðjum? „Ég kippi mér ekki upp við slíka innihaldslausa merkimiða eða bjúgverpla frá Halldóri. Ég held að Framsóknarflokkurinn.sé síst í aðstöðu til að úthrópa aðra flokka sem afturhald. En það að framsóknarmenn skuli vera jafn uppteknir af öðrum flokki á sínu eigin flokksþingi finnst mér sýna að þeir séu í vamarstellingum. Við emm greinilega, að þeirra mati, mikil ógnun við þá og gagn- rýni okkar hefur komið við kaun- in á þeim. Það má því segja að Framsóknarflokkurinn hafl gefið út ákveðið gæðavottorð á kraft- mikla stjórnarandstöðu Vinstri- hreyfingarinnar - græns fram- boðs.“ Þið eruð að taka fylgi frá Fram- sóknarflokknum en nú vona fram- sóknarmenn greinilega að kosn- ing Guðna Ágústssonar til vara- formanns muni leiða til þess að fylgi fari frá ykkur yfir til þeirra. Ertu trúaður á að svo verði? „Það efast ég stórlega um. Ég held að það sé mjög langsótt að kosning eins manns í varafor- mannsstöðu skipti miklu meðan Framsóknarflokkurinn breytir ekki um siglingu. Það er athyglis- vert að Guðni leggur sig fram við að undirstrika að enginn málefna- ágreiningur sé milii hans og Hall- dórs og segist á síðustu árum hafa verið að endurmeta afstöðu sína til einkavæðingar og Evrópumála. Þar með undirstrikar hann að kosning hans hafi ekkert málefna- legt inntak. Ég er sammála Ágústi Einars- syni sem sagði i viðtali í Degi sál- uga að kosning varaformanns og ritara Framsóknarflokksins væri ekki meira spennandi en kosning í stjóm húsfélags. Það var alitaf augljóst að ráðherrarnir yrðu kosnir. Framsókn er ekki flokkur sem afhöfðar ráðherra sína í kosn- ingu, auk þess sem ég gat ekki séð að það skipti sköpum í vestrænum stjórnmálum hver yrði ritari Framsóknarflokksins. Þessi kosn- ing boðar engar áherslubreyting- ar og þess vegna hef ég ekki trú á að hún breyti nokkru fyrir Fram- sóknarflokkinn hvað fylgi varð- ar.“ Engln frátekin sæti Nú hafa sennilega fæstir átt von á því þegar Samfylkingin var að fæðast að Vinstri grænir ættu eft- ir að verða stærri flokkur en hún. Af hverju eruð þið stærri flokkur en Samfylkingin? „Við skulum hafa í huga að hér erum við að tala um vísbendingar úr skoöanakönnunum en ekki kosningaúrslit. Ég taldi alltaf mjög „Það er býsna skondið þegar menn eru að stimpla sem afturhalds- stefnu viðhorf sem eru að fara sigurför um heim- inn. Það rignir yfir okkur fréttum um þœr þreng- ingar sem fram undan eru x vatnsbúskap heims- ins, um áhrifin af lofts- lagsmengun og gróður- húsaáhrifum og hlýn- andi loftslagi. Menn geta ekki lengur daufheyrst við því að taka þessi mál á dagskrá. “ óraunhæft að hægt væri að smala fylginu saman með svokallaðri sameiningu flokkanna. Það var talað líkt og þetta væri jafn einfalt samlagningardæmi og böm glíma við í fyrsta bekk grunnskóla. Flokkar eiga ekki frátekið rými í pólitík. Framsóknarflokkurinn lif- ir líka í þessum misskilningi og neitar að horfast í augu við þá staðreynd að hann er að tapa fylgi. Framsóknarmönnum finnst að þeir eigi að vera 20-25 prósenta flokkur, þjóðin sé bara eitthvað að misskilja hlutina þegar hún hlýði því ekki. Sama rétttrúnaðarhugs- un svífur yfir vötnunum hjá vin- um mínum i Samfylkingunni og var áberandi í aðdraganda sam- fylkingarferlisins. Það er ekki seinna vænna að Samfylkingin horfist í augu við það að hún á ekkert frátekið sæti i íslenskum stjómmálum heldur verður, eins og hver annar stjórnmálaflokkur, að berjast fyrir sínum hlut.“ Nú hefur Davið Oddsson, og reyndar fleiri foringjar Sjálfstæð- isflokksins, talað tiltölulega hlý- lega um Vinstri græna. Hvernig er að fá hrós úr hægri áttinni? „Það hefur alltaf þótt tvibent fyrir menn á vinstri vængnum að fá hrós frá hægrimönnum, en þetta fer reyndar líka eftir þvi hverju er verið að hrósa. Það er ekkert athugavert við það þótt menn virði andstæðinga sína sem burðuga stjómmálamenn eða flokka fyrir að starfa með einörð- um og einbeittum hætti og hafa skýrar áherslur. Verra þætti mér ef til dæmis Davíð Oddsson eða Morgunblaöið færu sérstaklega að hrósa stefnu og pólitík Vinstri grænna og það hafa þeir vissulega ekki gert. Sjálfstæðismenn eru ekki einir um að hafa taliö árangur okkar at- hyglisverðan. Þeir hafa haft orð á þvi, en það kæmi mér ekki á óvart þótt ýmsum framsóknarmönnum og samfylkingarmönnum finnist líka í hjarta sínu að árangur okk- ar sé merkilegur en af skiljanleg- um ástæðum segja þeir það ekki.“ Ögmundur Jónasson hefur sagt að samstarf Vinstri grænna við Sjálfstæðisflokk í borg og land- stjóm sé mjög ósennilegt. Ertu sammála því sjónarmiði? „Þessir tveir flokkar eru endapólarnir í íslenskum stjórn- málum og eitthvað mjög sérstakt þyrfti að gerast tfl að þeir færu að rugla saman reytum sinum. Ég hef orðað það svo, og það stendur, að slikt samstarf sé langólíklegasti kosturinn í íslenskum stjórnmál- um.“ Félagshyggja án Framsóknar Hvernig flokkur er Sjálfstæðis- flokkurinn í þínum huga? „Hann er stór og mikil stofnun, ótrúlega öflugt fyrirbæri því mið- ur, alveg burtséð frá þeirri hæ- gripólitík sem hann stendur fyrir í reynd og mér hugnast auðvitað ekki. Hann hefur í sér fólgna galla og hættur sem eru því samfara að hafa lengi verið mikil valdastofn- un í samfélaginu og það eru á hon- um talsverð þreytumerki. Hann hefur hyggt á því að eiga foringja sem hafa verið settir á sérstakan stall og síðan er hlaðinn grunnur utan um styttuna. Það sem hefur hjálpaö Sjálfstæð- isflokknum griöarlega á þessu langa valdaskeiði Davíðs sem for- sætisráðherra er að hann hefur haft hagsveifluna með sér, en nú er það að breytast. Með nákvæm- lega sama hætti og Davíð Oddsson hefur eignað sér góðærið hlýtur hann aö taka ábyrgð á niðursveifl- unni.“ Áttu von á vinstristjórn eftir næstu kosningar? „Það er ákaflega spennandi til- hugsun að frá og með miðju ári 2003 verði hér vinstristjórn og vinstrimeirihluti í höfuðborginni og í sem flestum stærstu sveitarfé- lögum landsins. Eftir langan hægrivetur er kominn tími til að breyta um áherslur. í velferöar- málum þarf aö taka til hendi og lagfæra þær skemmdir sem hafa verið unnar á undirstöðum vel- ferðarkerfisins, og við verðum að hverfa frá einkavæðingarfylliríinu sem hefur farið mjög Ula með stöðu almannaþjónustunnar og bitnað sérstaklega illa á lands- byggðinni. Það eru komin talsverð þreytu- merki á þetta stjórnarsamstarf. Svo komið sé aftur að flokksþingi framsóknarmanna þá hefði maður gjaman viljað sjá einhver merki um þaö að til stæði að breyta sigl- ingunni af hálfu Framsóknar- flokksins. Framsóknarflokkurinn er búinn að binda sig utan á sið- una á þessu hafskipi, Sjálfstæðis- flokknum, og þar er skútan með lestirnar hálffullar af sjó - hangir þar í köðlunum ef svo má segja. Ég hef einhvers staðar orðað það svo að Framsóknarforustan virðist vera sátt viö það hlutskipti að koðna niður í smáflokk í kjöltu íhaldsins. Þá vaknar sú stóra spuming hvort nokkuð þurfi á Framsóknar- flokknum að halda við myndun næstu ríkisstjórnar. Kannski er bjartasta vonin sú að hér takist að mynda félags- hyggjustjórn án Framsóknar- flokksins." Víkjum að borgarmálum. Það hefur veriö sagt að Vinstri grænir ráði örlögum R-listans: „Ég held að það sé nú ekki svo þvi samstarf verður ekki nema all- ir aðilar séu þátttakendur á þeim forsendum sem þeir sætta sig við. Það er svo sem ekki margt nýtt um þessa stöðu að segja. Þetta mál er í höndum félaga okkar hér í Reykjavík og ekkert hefur verið útilokað í þessum efnum. Vel má vera að þetta samstarf haldi áfram, þá væntanlega alveg á nýj- um forsendum, en við erum einnig reiðubúin til að bjóða fram í eigin nafni þar sem við teljum slíkt henta betur. Við ætlum okkur að hafa sem mest áhrif í sveitar- stjómarmálum, jafnt hér í höfuð- borginni sem annars staðar." Mikilvæg viðhorf Víkjum aftur að þeim orðum Halldórs Ásgrímssonar að Vinstri grænir séu afturhald. Ef þið eruð það ekki, hver er þá framtíðarsýn ykkar? „Þeir sem ijalla um stjórnmál í heiminum í dag eru sammála um að umhverfismálin verði eitt af stóru viðfangsefnum þessarar ald- ar. Meðal stóru framtíðarverkefn- anna í íslenskum stjórnmálum er endureisn velferðarkerfisins en sérhyggja hefur undanfarin ár ver- ið að mola grunn þess. Við viljum standa vörð um sjálf- stæöi þjóðarinnar og móta áhersl- ur sjáífstæðs smáríkis í heimi hnattvæðingar. Það er spennandi og heillandi verkefni en til þess þarf kjark og áræði. I þeirri til- hneigingu að flýja undir pilsfald Evrópusambandsins er fólgin viss vantrú á möguleika íslands til að vera í framtíðinni pólitískt og efnahagslega sjálfstætt. Ég er sannfærður um að sem sjálfstæðri þjóð mun okkur vegna best. Vegna þessara áherslna okkar í Vinstri hreyfingunni - grænu framboði er stundum sagt að viö viljum ein- angra okkur og að við séum á móti þeim breytingum sem eru að eiga sér stað í heiminum. Menn eins og Halldór Ásgrímsson halda að þeir þurfi að segja okkur að heimurinn sé að breytast. Ég þarf enga hjálp til að sjá það. En mér er ekki sama hvernig heimurinn er að breytast

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.