Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2001, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2001, Page 25
LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 25 DV Helgarblað „Framsóknarmönnum finnst að þeir eigi að vera 20-25 prósenta flokkur, þjóðin sé bara eitthvað að misskilja hlutina þeg- ar hún hlýði því ekki. Sama rétttrúnaðarhugs- un svífur yfir vötnunum hjá vinum mínum í Samfylkingunni og var áberandi í aðdraganda samfylkingarferlisins. Það er ekki seinna vœnna að Samfylkingin horfist í augu við það að hún á ekkert frátekið sœti i íslenskum stjórn- málum heldur verður eins og hver annar stjórnmálaflokkur að berjast fyrir sínum hlut. “ og mér er ekki sama hvernig ís- land bregst við þeim breytingum. Ég er ekki á móti hnattvæðingu en ég gagnrýni ýmislegt sem er að gerast undir hennar formerkjum. Tækniframfarirnar opna mikla möguleika, en það er margt nei- kvætt í því hvernig alþjóðlegir auðhringar og fjármálabraskarar eru að gera heiminn að vígvelli sínum, blóðmjólka þróunarlöndin og níðast á náttúrunni. Ég nefni umhverfismálin. Þaö er býsna skondið þegar menn eru að stimpla sem afturhaldsstefnu við- horf sem eru að fara sigurför um heiminn. Það rignir yfir okkur fréttum um þær þrengingar sem fram undan eru í vatnsbúskap heimsins, um áhrifin af loftslags- mengun og gróðurhúsaáhrifum og hlýnandi loftslagi. Menn geta ekki lengur daufheyrst við því að taka þessi mál á dagskrá. Það sem að okkur snýr er að gæta að því sem okkur hefur verið trúað fyrir, sem er náttúra og lífríki íslands. Við verðum að taka málefni sjávarút- vegsins, landbúnaðarins, iðnaðar- ins og svo framvegis til endurskoð- unar með tilliti til þess hvað við getum betur gert í þágu umhverf- isverndar. Sjálfbær orkustefna er afar mikilvægt mál fyrir ísland, við þurfum að móta áherslu á það með hvaða hætti við nýtum okkar endumýjanlegu orku i þágu um- hverfisvænnar starfsemi, til þess að leysa af hólmi innflutt jarðefna- eldsneyti og svo framvegis. Við þurfum að leggja áherslu á um- hverfistækni og þekkingu sem fag, atvinnugrein og sjá i því tækifæri og möguleika en ekki öfugt eins og Framsókn. Ferðaþjónusta og tengdar greinar, lífrænn landbún- aður, endurvinnsla og svo fram- vegis, möguleikarnir og tækifærin eru gríðarleg eins og við erum að benda á í tillögum okkar um sjálf- bæra eða græna atvinnustefnu og orkustefnu. Ef eitthvað er forstokkað aftur- hald og forneskja þá er það einmitt það að ætla að bregðast við um- hverfisvernd og kröfum um sjálf- bæra þróun eins og allt slíkt sé íþyngjandi og hamli framförum. Vinstrihreyfingin - grænt fram- boð hefur sett sér það markmið að koma þessum málum á dagskrá. Og það er að takast. Það hefur orð- ið mikil vakning og viðhorfsbreyt- ing í þessum efnum á síðustu misserum og það á sinn þátt í því góða brautargengi sem við höfum fengið.“ Heilbrigð endurskipulagning Heldurðu að uppstokkun á ís- lenska flokkakerfinu sé lokið í bili? „Það er orðinn til nýr, breiður vinstrisinnaður umhverfisvernd- arsinnaður flokkur, Vinstrihreyf- ingin - grænt framboð, sem byggir á klassískum áherslum róttækrar jafnaöarstefnu, umhverfisvernd og jafnréttismálum. Þessi flokkur, Vinstrihreyfingin - grænt fram- boð, er nú um stundir, þó ýmsum líki það stórlega miður og gangi erfiðlega að kyngja því, í lykilhlut- verki, samanber umræður að und- anförnu. Það er hér miðlægari sós- íaldemókrataflokkur, Evrópusinn- aður, sem er Samfylkingin, og miðjuflokkur, Framsókn, sem að vísu hefur siglt yfir til hægri og tjóðrað sig þar í bili, hvað sem kann að verða, og síðan er sterkur og breiður flokkur til hægri. Hér er einnig frjálslyndur borgara- flokkur sem hefur lagt höfuðá- herslu á eitt mál. Ég held að menn ættu ekki að afskrifa Frjálslynda flokkinn. Ef endurskoðun fisk- veiðistefnunnar og boðuð þjóðar- sátt í þeim efnum frá því fyrir kosningar er að koðna niður i ekki neitt og verða að hálfgerðum skrípaleik, eins og margt bendir nú til, þá skulu menn ekki afskrifa möguleika Frjálslynda flokksins á að höggva í fylgi annarra, einkum Sjálfstæðisflokksins. Mér finnst þetta flokkakerfi að mörgu leyti tiltölulega málefna- lega heilbrigð endurskipulagning á íslenska stjórnmálakerfmu og það er vel. Aðalatriðið er ekki hvort flokkar eru 3, 4 eða 5 í fjöl- flokkakerfi heldur hitt að þeir end- urspegli vel meginstefnumið og strauma þannig að kjósendur hafi val. Ég á von á því að þessu um- breytingarskeiði ljúki í aðalatrið- um með næstu sveitarstjórnar- og alþingiskosningum. Og þegar við leggjum af stað árið 2003 með nýja vinstristjórn við stjónvölinn þá mun þessi endurskipulagning stjórnmálakerfisins í aðalatriðum vera um garð gengin í bili. Og þó veit maður aldrei - stjórnmálin eru nú einu sinni þannig - það er í senn það erfiða og skemmtilega viö þau.“ - KB Steingrímur er í oddaaöstöðu „Ef eitthvað er forstokkað afturhald og forneskja þá er það einmitt það að ætia að þregðast við umhverfisvernd og kröfum um sjálfbæra þróun eins og allt slíkt sé íþyngandi og hamli framförum. “ d mann í vorferðir í Lágmúla 4: sími 585 4000 • Kringlunni: sími 585 4070 Kópavogi: 585 4100 • Keflavík: simi 585 4250 Akureyri: simi 585 4200 • Selfossi: sími 4821666 -og hjó umboðsmönnum um land allt. Síminn í Kringlunni er 585 4070 www.urvaiutsyn.is 100 sœti í sólina á Kringlukasti ^ðeins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.