Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2001, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 24. MARS 2001
27
DV
Helgarblað
Ball í Gúttó
„Þaö er því gríöarlegt áfall og álag sem aumingja strákarnar lenda í, eölilega," segir Valgeir Skagfjörö
þessar mundir vinnur viö aö setja upp nýtt leikverk hjá Leikfélagi Akureyrar.
sem
um
á Akureyri
Valgeir Skagfjörð er ekki við eina
fjölina felldur hvað snertir listræna
hæfileika. Hann er menntaður leik-
ari en auk þess er hánn leikstjóri,
semur handrit að leikritum, tónlist
og söngtexta. Út hafa komið eftir
hann ljóð og sögur og núna síðast
barnabókin „Saklausir sólardagar"
fyrir síðustu jól. Undanfarna mán-
uði hefur Valgeir unnið kappsam-
lega að þvi að setja upp nýtt leik-
verk í Samkomuhúsinu á Akureyri
en þess utan hefur hann verið að
sýsla við ýmislegt annað í menn-
ingu og listum og bráðlega verður
slegið upp balli, bæði i Sjallanum og
gamla Gúttó, þar sem djass og blús
stríðsáranna verður allsráðandi.
Fékk góöa dóma í Kanada
Á næstunni mun Leikfélag Akur-
eyrar frumsýna leikritið Ball í
Gúttó eftir Maju Árdal en Maja, sem
hefur búið og starfað i fjöldamörg ár
i Kanada, sat við að skrifa leikritið
í Davíöshúsi á Akureyri í maí á síð-
asta ári. Maja skrifaði leikritið á
ensku og heitir það á frummálinu
Midnight Sun og hefur nú þegar
verið frumsýnt í stóru leikhúsunum
í Toronto og Ottawa og fengið mjög
góða dóma. Valgeir hefur séð um að
þýða verkið á islensku í samvinnu
við Maju, auk þess sem hann sér
um tónlistarþáttinn og hefur meðal
annars samið nýja söngtexta en tón-
listin er einmitt mikill þáttur í leik-
verkinu. Hann segir að leikritið hafi
tekið töluverðum stakkaskiptum í
umrituninni þvi margt hafi þurft að
umskrifa. I ensku útgáfunni sé til
dæmis ekki gert ráð fyrir að fólk
þekki svo vel til þjóðarsálarinnar.
Óður til íslenskra kvenna
- Hvers konar leikrit er Ball í
Gúttó?
„Leikritið fjallar um þá gríðar-
legu amerísku menningarinnrás
sem var gerð hérna á ísland eftir
striðið, þegar Ameríkanarnir komu
hingað í öllu sínu veldi og með all-
an djassinn og blúsinn í farteskinu.
Leiksviðið er Akureyri og eru aðal-
persónurnar tónlistarfólk, hann er
djassleikari og hún er söngkona.
Hann er að koma aftur heim til
landsins eftir tveggja ára fjarveru
erlendis þar sem hann var búin að
vera aö drekka og spila blús og
djass í Kaupmannahöfn. Persónurn-
ar í verkinu eru ekki bara skáldað-
ar heldur eiga þær sér alvöru fyrir-
myndir úr þjóðfélaginu frá þessum
árum.
Það verður auðvitað uppi fótur og
fit þegar skyndilega mætir í bæinn
allur þessi fjöldi karlmanna í ein-
kennisbúningum og tvöfaldar karl-
peninginn í bænum. Það er því grið-
arlegt áfall og álag sem aumingja
strákarnar lenda í, eðlilega. Svo
snýst allt um þetta ball, þegar Kan-
arnir ákveða að bjóða öllum dömum
á Akureyri á sinn dansleik - vilja
bara fá þær lánaðar svona eina
kvöldstund og það verður auðvitað
allt vitlaust í bænum.
Þótt leikritið sé að mestu leyti um
músík flallar sagan um íslenskar
konur og mennina sem þær elska og
að þær láta hvorki segja sér fyrir
verkum né kúga sig. Ef þær langar
til að fara á Kanaball þá gera þær
það bara, jafnvel þótt þær fái hótan-
ir eins og að ef þær fari á ballið þá
muni nöfn þeirra birtast opinber-
lega í bæjarblaöinu undir fyrirsögn-
inni Kanamellur. Eins og höfundur
verksins leggur þetta upp er þetta
óður til hinnar sjálfstæðu íslensku
konu sem tekur ákvarðanir um sitt
eigið líf,“ segir Valgeir.
Gæti orðið góð bíómynd
- Er þetta skemmtilegt leikrit?
„Þetta er mjög skemmtilegt leik-
rit og skemmtileg saga sem gerist á
fjórum dögum. Það er miðsumar -
Jónsmessa - þegar Kanarnar koma,
þeir hafa aldrei upplifað miðnætur-
sól, sofa ekki og verða bara skrýtn-
ir. Þeir skilja heldur ekkert í öllum
þessum fallegu konum sem koma og
standa á bryggjunni þegar þeir sigla
inn í höfnina - fegurðardrottningar
í löngum bunum.“
- Þetta er þá fyrir þá eins og að
sigla inn í eitthvert ævintýri?
„Já, gjörsamlega, og eins og einn.
ameríski hermaðurinn í leikritinu
segir: „Ég er ekkert viss um að þið
íslendingar séuð bara raunverulegt
fólk.“
- Verður sýningin sett upp ann-
ars staðar en á Akureyri?
„Þetta er það flókin sýning tækni-
lega að ég stórefast um það. Það er
mikið að gerast á sviðinu, verið er
að leika á mörgum stöðum í einu og
það er vandasamt að koma þessu
öllu saman. Viö erum inni á balli,
uppi í fialli, heima í stofu, inni á
tveimur heimilum, niðri við höfn og
svo framvegis. Ég sé alveg fyrir mér
að þetta gæti orðið góð bíómynd
einhvern tímann ef einhverjir
tækju sig saman og settu svolítið af
peningum í það verk.“
Á leið í útvarpið
- Ertu alveg hættur að leika?
„Ég lék i Berfætlingunum eftir
Guðmund Friðfinnsson sem óvænt
var sett upp hér hjá Leikfélagi Ak-
ureyrar fyrir skemmstu. Svo á að
fara að taka upp útvarpsleikrit hjá
RÚVAK sem er eftir mig og kannski
leik ég i þvi líka. Það var talað um
það fyrir nokkrum árum að gaman
væri að taka upp útvarpsleikrit hér
á Akureyri, nýta starfskraftana sem
hér eru og gefa tæknimönnunum
hjá RÚVAK tækifæri til að æfa sig i
að taka upp eitthvað annað en frétt-
ir og þvíumlíkt. Mönnum fannst al-
veg tilvalið fyrst ég var að koma
hingað norður á annað borð að láta
nú slag standa og láta verða af
þessu. Leikritiö heitir „Píanótím-
inn“ og sigraði í leikritasamkeppni
sem var haldin í samvinnu Leikfé-
lags Akureyrar og MENOR. Ég
breytti því úr sviðsleikriti í út-
varpsleikrit, en það þýðir ekki endi-
lega að það fari ekki á svið einhvem
tímann i framtíðinni," segir Valgeir
Skagfjörð.
Stríðsáraball i Sjallanum
Og það er fleira skemmtilegt sem
Valgeir hristir fram úr erminni til
að auðga menningarlifið á Akureyri
á meðan á dvöl hans stendur þar.
Með aðstoð tónlistarfólksins sem
vinnur að sýningunni í LA hefur
verið ákveðið að slá upp Stríðsára-
balli i Sjallanum 30. mars næstkom-
andi. „Það verður að virkja kraft-
ana sem hér eru,“ segir Valgeir,
„enda frjór jarövegurinn." Hljóm-
sveitina skipa þeir Pálmi Gunnars-
son og Kristján Edelstein gítarleik-
arar, Vilhjálmur Ingi á blásturs-
hljóðfæri og Benedikt Brynleifsson
trommuleikari ásamt söngvurum úr
leiksýningunni en auk þeirra koma
fram grínistarnir Karl Ágúst Úlfs-
son og Örn Árnason. Það verður því
búið að kynda undir ærlegri striðs-
árastemningu þegar Ball í Gúttó
verður frumsýnt 11. apríl næstkom-
andi. -w
aðu >ér. ad boTga
lOO\tr.fyrír
^OcJur aise'