Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2001, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2001, Qupperneq 29
LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 29 I>V Helgarblað Óskarsverðlaunin verða afhent nœst- komandi sunnu- dagskvöld ogjulia Roberts er talin nær örugg um að hampa óskarnum fyrir leik sinn í Eric Brockovich. Hún er vinsælasta og hæst- launaða leikkona heims, talin ein fal- legasta leikkonan í Hollywood og senni- lega sú sem hefur mesta útgeislun. Julia Fiona Roberts fæddist árið 1967 í Atlanta og var þriðja barn foreldra sinna, Walters og Bettyar, en fyrir áttu þau soninn Eric og dótturina Lisu. Öll börnin urðu leikarar. Foreldrar Juliu höfðu mikinn áhuga á leiklist og faðirinn stofnaði áhugaleikhús, sem Coretta Scott King, ekkja Martins Luthers Kings, styrkti með fjárframlögum. Eftir sextán ára stormasamt hjónaband sótti Betty um skilnað frá manni sínum. Skömmu síðar neyddist Walter til að loka leik- húsi sínu eftir miklar væringar sem urðu eftir uppfærslu hans á gamanleiknum The Owl and the Pussycat þar sem Yolanda King, dóttir Martins Luthers Kings, lék vændiskonu sem átti í ástarsam- bandi við hvítan mann. Julia var tíu ára þegar faðir hennar lést úr krabbameini og hún hefur ítrekað sagt í viðtölum að hún hafi aldrei jafnað sig á þeim missi. Slúöurdálkahöfundar hafa margir hverjir sagt að föður- missirinn hafi leitt til þess að Jul- ia sé í sífelldri leit að föðurímynd og það sé ástæða þess að hún fari frá einu misheppnuðu ástarsam- bandi yfir í annað. Julia varö strax sem unglingur afar bókelsk. Enn í dag heldur hún dagbók þar sem hún lýsir innstu tilfinningum sínum og allt frá unglingsárum hefur hún ort ljóð sem kunnugir segja afar góð. Hún á sér þann draum að gefa út ljóðabók en móðir hennar segir að ef af því verði muni ljóðin koma út undir dulnefni. Skólafé- lagar hennar áttu flestir von á því að hún yrði rithöfundur. Skammvinnar ástir Julia var átján ára þegar hún flutti til New York en þar bjuggu systkini hennar. Bróðir hennar, Eric, var orðinn þekktur kvik- myndaleikari og hafði komið sér vel fyrir í borginni. í tvö ár leitaði Julia án árangurs fyrir sér um kvikmyndahlutverk eða fyrir- sætustörf en var stöðugt hafnað þar sem hún þótti of feit. Það var Eric sem hafði loks milligöngu um að Julia fékk lítið hlutverk i einni kvikmynda hans. Síðustu árin hefur verið mjög kalt á milli Juliu og Erics og sagt er að þau talist ekki við en eiturlyfjaneysla Erics átti þátt í því að leggja leik- feril hans í rúst. Önnur kvikmynd Juliu hét Sat- isfaction þar sem hún lék á móti Liam Neeson og þau hófu ástar- samband. Næsta mynd var Mystic Pizza en Julia fékk mjög góða dóma fyrir leik sinn. Skömmu eft- ir frumsýningu myndarinnar veiktist hún alvarlega af mænu- veiki og var um tíma vart hugað líf. „Ég hélt að ég myndi deyja,“ sagði hún seinna. „Ég var neydd til að horfast í augu við þá stað- reynd og komst að því að ég var ekki hrædd við að deyja.“ Það var leikkonan Sally Field sem tók Juliu Roberts upp á arma Leikkona og ljóðskáld sína eftir að hafa kynnst henni við upptökur á myndinni Satis- faction sem eiginmaður Sallyar framleiddi. Sally kom því til leið- ar að Julia fékk hlutverk í mynd- inni Steel Magnolias sem færði henni tilnefningu til óskarsverð- launa og Golden Globe verðlaun- in. Við upptökur á þeirri mynd tók Julia upp samband við Dylan McDermott sem lék unnusta hennar í myndinni, sagði skilið við Liam Neeson og trúlofaðist Dylan en sleit þeirri trúlofun eft- ir skamman tima. Brúður á flótta Julia var orðin stórstjarna eftir leik í myndinni Pretty Woman sem færði henni Golden Globe verðlaunin og óskarsverðlaunatil- nefningu þegar hún kynntist leik- aranum Kiefer Sutherland, syni Donalds Sutherlands, við upptök- ur á myndinni Flatliners. Hann var þekktur fyrir hraustlega drykkju og þau Julia voru tíðir gestir á næturklúbbum. Fljótlega komust á kreik sögur um að vel- Það var Eric sem hafði loks milligöngu um ad Julia fékk lítið hlutverk í einni kvik- mynda hans. Síðustu árin hef- ur verið mjög kalt á milli Juliu og Erics og sagt er að þau talist ekki við en eitur- lyfjaneysla Erics átti þátt í því að leggja leikferil hans í rúst. gengni Juliu hefði slæm áhrif á Kiefer sem sagður var þjást af af- brýðisemi. Parið tilkynnti um væntanlega giftingu sína og skömmu síðar birti slúðurblaðið National Enquirer viðtal við fata- fellu sem sagðist hafa átt i ástar- sambandi við Kiefer sem hefði sagt sér að það að vera með Juliu í rúminu væri eins og að vera í faðmlögum við lík. Stuttu eftir að frétt blaðsins birtist lagðist Julia inn á sjúkra- hús. Einhverjir sögðu að framhjá- hald Kiefers hefði lagt hana i rúmið, aðrir sögðu hana vera í meðferð vegna heróínneyslu. Jul- ia harðneitaði sögum um eitur- lyfjaneyslu: „Ég var meö flensu. Ég var veik. Farið þið til fjand- ans. Ég hef aldrei notað eiturlyf. Það þykir kannski óspennandi í Hollywood að vera ungur leikari sem ekki er á eiturlyfjum en þá er ég bara óspennandi." Hún sneri sér að því að undir- búa brúðkaupið, valdi brúðarkjól og brúðartertu og sendi út boðskort. Fjórum dögum fyrir brúðkaupið aflýsti hún brúðkaup- inu. Hún hafði ekki fyrir því að tilkynna unnusta sínum að sér hefði snúist hugur heldur lét um- boðsmann sinn hringja í hann. Hún stakk síðan af í ferðalag með besta vini Kiefers, leikaranum Jason Patric, en sagði skilið við hann rúmu ári síðar þegar hún kynntist leikaranum Daniel Day Lewis. Ástarsamband Juliu og Daniels varð skammvinnt og hún kom umheiminum á óvart með að giftast kúrekasöngvaranum Lyle Lowett eftir einungis mánaðar- kynni. Hún þreyttist ekki á að lýsa yfir ást sinni á manni sínum en skildi við hann eftir tæp tvö ár. Vegna vinnu höfðu þau verið aðskilin mestan hluta hjóna- bandsins, og fyrstu átta hjóna- Einn af fáum í kvik- myndageiranum sem henni hefur samið illa við er Steven Spielberg sem leikstýrði henni í Hook en hann sagðist op- inberlega aldrei mundu vinna með henni aftur. Julia á vissulega sína dökku hlið. bandsmánuðina eyddu þau ein- ungis tíu dögum undir sama þaki. Maðurinn í lífi hennar þessa dagana er leikarinn Benjamin Bratt en óvíst er hvort hann muni halda þeirri stöðu. Sögusagnir eru þegar á kreiki um að sam- bandiö sé ekki lengur sú sæla sem það var í byrjun. Þversagnarkennd stórstjarna Julia nýtur mikilla vinsælda meðal samverkafólks síns vegna alúðlegrar og alþýðlegrar fram- komu. Einn af fáum í kvikmynda- geiranum sem henni hefur samið illa við er Steven Spielberg sem leikstýrði henni í Hook en hann sagðist opinberlega aldrei mundu vinna með henni aftur. Julia á vissulega sína dökku hlið. Vinur hennar til margra ára segir: „Á tveimur sekúndum getur hún breyst úr bamba í tík.“ Hún á til að sýna kaldlyndi í mannlegum samskiptum og margir ástmenn vöknuðu upp við það einn daginn að vera án nokkurrar viðvörunar orðnir þeir fyrrverandi. Sjálf seg- ir hún: „Ef einhverjir hafa eitt- hvað sérlega slæmt um mig að segja þá þori ég að veðja að þeir hafa aldrei hitt mig.“ Hún er vellauðug en sér enga ástæðu til aö hafa fólk í þjónustu sinni til að sjá um heimilishald. Hún á ekki bíl og notast við leigu- bíla og almenningssamgöngur. Hún sækir kirkju reglulega, er mikill dýravinur og ötul handa- vinnukona. Allt frá barnsaldri hefur hún verið lestrarhestur og eftirlætisljóðskáld hennar er Pablo Neruda og skáldsagnahöf- undar sem hún hefur sérstakt dá- læti á eru Ayn Rand, Jeanette Winterson og Paulo Coelho. Myndir hennar eru vissulega misjafnar að gæðum og hún hefur fengið slæma dóma fyrir leik sinn. Reyndar eru margir sem draga leikhæfileika hennar mjög í efa, þótt hún hafi rækilega sannað sig með stjörnuleik sínum í Erin Brockovich. Sjálf segir hún: „Ef maður tekur góðu dómana alvar- lega veröur maður líka að taka þá slæmu alvarlega." í dag stendur Julia Roberts á hátindi frægðar sinnar, og eitt mesta undrunarefni á væntan- legri óskarsverðlaunahátíð verð- ur ef hún fer ekki heim með óskarinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.