Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2001, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2001, Síða 30
30 LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 Helgarblað I>V Móðirin skaut sín eigin börn Kvöldið hafði verið rólegt á slysa- varðstofunni í Springfíeld i Oregon og hjúkrunarfræðingurinn, Delia Smith, bjó sig til heimferðar. En klukkan 22.30 var kyrrðin rofin þeg- ar bílflauta var þeytt ákaft á bíla- stæðinu fyrir utan. Delia hljóp út og sá granna, ljóshærða konu með blóðugt handklæði um vinstri hand- legginn. Hún benti í átt að bílnum og hrópaði: „Hjálpaðu mér, það var skotið á bömin mín.“ í aftursæti bifreiðarinnar lá litil 9 ára gömul stúlka á bakinu. Við hlið hennar var 3 ára drengur. Það blæddi mikið úr skotsárum barn- anna. Og á gólfinu við farþegasætið að framan lá 7 ára stúlka með skotsár. Börnin voru í skyndi borin inn á slysasvarðstofuna og flutt á skurð- stofur. Konan sagði læknum og lög- reglu að hún héti Diana Downs og að puttalingur, sem hún tók upp í er hún var á leið heim, hefði skotið á hana og börnin. Við ána Mackenzie hefði puttalingurinn skyndilega gengið berserksgang og skotið á þau þegar hún neitaði að afhenda hon- um bíllyklana. Spurning móöurinnar vakti undrun lógreglunnar Skömmu síðar var móðurinni til- kynnt sú harmafregn að 7 ára dóttir hennar, Cheryl Downs, hefði látist. Christine, sem var 9 ára, lifði af eft- ir að hafa verið gefið mikið blóð. Talið var að Danny, sem var 3 ára, yrði lamaður að hluta það sem eftir væri ævinnar. Diane, sem var 28 ára, brast í grát við þessi tíðindi en varpaði samtím- is fram spurningu sem vakti undr- un lækna og lögreglumanna. Hún vildi fá að vita hvort henni væri Elskhuginn Wayne Seifer var ástmaöur Diane. Hann vildi ekki skilja viö eiginkonu sína. óhætt að fara í vinnu daginn eftir vegna skotsársins á handleggnum. Menn voru ekki vissir um hvort þeir hefðu heyrt rétt. Hvers vegna voru börnin hennar sem þjáðust ekki efst í huga hennar? Tvö þeirra börðust enn fyrir lífi sínu á gjör- gæsludeild. Lögreglunni datt strax í hug að eitthvað væri bogið við mál- ið. Þegar dagur rann upp var settur lögregluvörður við sjúkrastofu bamanna. Diane var bannað að fara til þeirra. Samtímis hóf lögreglan nærgöngulli yfirheyrslu yfir ókunnu konunni. Eftir því sem á yf- irheyrsluna leið urðu svör móður- innar ruglingslegri. Henni tókst að komast fram hjá lögregluverðinum við sjúkrastofuna þegar fyrrverandi eiginmaður henn- ar, Steve, kom til að heimsækja börnin. Þar reyndi hún að fá Christine til að staðfesta söguna um dularfulla ókunna manninn sem hafði skotið á þau. Þetta kynti allt undir grunsemdum lögreglunnar um að ekki væri allt með felldu en það sannaði ekki að Diane hefði sjálf skotið börnin sín. Hjúkrunarfræðingur á sjúkrahús- inu greindi frá því að þegar móðir- in hefði fengið þá frétt að Danny litli hefði lifað af skotárásina hefði hún hrópað: „Það getur ekki verið satt.“ Og þegar Diane hefði verið tjáð að Christine berðist fyrir lífi sínu á skurðarborðinu hefði hún sagt: „Verið ekkert að ómaka ykk- ur. Christine myndi heldur vilja deyja en standa sig illa í skólanum." Þetta voru ekki viðbrögð áhyggju- fullrar og syrgjandi móður. Lögregl- an taldi grunsemdir sínar það vel á rökum reistar að hún handtók Di- ane Downs fyrir morð og morðtil- raun. Bannaö aö láta í Ijós tilfinn- ingar sínar Hún kom fyrir rétt á næsta ári. Saksóknarinn lýsti henni sem von- svikinni konu sem væri full sjáifs- ástar. Hún hefði á kaldrifjaðan hátt skotið sin eigin börn til þess að vinna hylli kærastans síns, Waynes Seifers, á ný eftir að hann neitaði að skilja við konuna sína vegna þriggja barna Diane. Mikilvæg sönnunargögn voru lögð fram í málinu. Byssa hafði fundist á heimili Diane og kúlurnar í börnunum voru af sömu gerð og þær sem pössuðu í byssuna. Það var erfitt að ímynda sér að bláókunnug- ur maður hefði skotið með byssu sem fannst síðar heima hjá hinni Downsfjölskyldan Diane Downs meö fyrrverandi eiginmanni sínum, Steve, og börnum þeirra, Christine, Danny og Cheryl. Diane Down Móöirin vísaöi öllum sakargiftum á bug og sagöi puttaling hafa gengiö berserksgang eftir aö hún hleypti honum upp í bíl sinn. ákærðu. Diane Downs vísaði enn öllum sakargiftum á bug. Hún sagði að svo hefði virst sem hún hefði verið til- fínningaköld þegar börnin hennar þjáðust vegna þess að hún hefði fengið strangt uppeldi. Henni hefði I „Þegar dagur rann upp var setfur lög- regluvörður viö sjúkrastofu barn- anna. Diane var bann- aö aö fara til þeirra. Samtímis hóf lögregl- an nærgöngulli yfir- heyrslu yfir ókunnu konunni. Eftir því sem á yfirheyrsluna leiö uröu svör móöur- innar ruglingslegri." verið bannað að láta í ljós tilfinn- ingar sinar. Þess vegna hefði henni lærst að bæla niður allar tilfmning- ar í augsýn annarra. Hámark harmleiksins sókn hjá, snemma og ekið krókaleið með fram ánni Mackenzie. Hún heföi fundið afskekkt bílastæði þar sem hún hefði stöðvað og farið út. Börnin hefðu verið um kyrrt í bíln- um. Cheryl hefði setið í framsætinu en Christine og Danny verið hálfsof- andi í aftursætinu. Christine hefði skyndilega vakn- að við skothljóð. Hún hefði séð hvernig móðir hennar skaut í gegn- um bílrúðuna á Danny sem svaf í aftursætinu. Cheryl hefði æpt af hræðslu og opnað bíldyrnar til að reyna að komast út. Þá hefði móðir hennar skotið hana í bakið. Að síð- ustu hefði móðirin miðað á Christine og hleypt enn einu sinni af. Síðan hefði móðirin hlaupið í átt að ánni til þess að láta líta svo út sem „hinn dularfulli ókunni mað- ur“ hefði flúið. Þar hefði hún skotið sjálfa sig í vinstri handlegginn. Diane var fundin sek um morðið á Cheryl og tilraun til að myrða Christine og Danny. Hún var dæmd í lífstiðarfangelsi. Saksóknarinn i málinu og eiginkona hans ættleiddu Christine og Danny. Öllum áfrýjun- arbeiðnum Diane Downs hefur ver- ið hafnað. Hún á ekki möguleika á reynslulausn fyrr en í fyrsta lagi 2009. Þá verður hún 54 ára. Harmleikurinn náði hámarki sínu þegar saksóknarinn kynnti að- alvitnið sitt. Það var Christine litla. Stúlkan virtist ósköp veikburða og lítil þegar hún greindi frá því að hún hefði séð móður sína skjóta Danny litla og systur þeirra, Cheryl. Það síðasta sem hún minntist var þegar móðirin miðaði á hana sjálfa og spennti gikkinn. „Hún horfði í augun á mér um leið og hún gerði það,“ hvíslaði Christine. Aöspurð hvíslaði hún líka að þrátt fyrir allt elskaði hún móður sína. Saksóknarinn, Fred Hugi, lýsti nú atburðarásinni eins og hann taldi hana hafa verið. Diane hefði kvatt vini sína, sem hún var i heim- Gaf morðingja tækifæri Sieglinde lét sem hún sæi ekki viðvörunarljósin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.