Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2001, Page 51
Iðnaðar og
bílskúrshurðir
Smíðum
eftir máli
qerum
tilboð
AFLRAS
Einhöfoa 14* 110 Reykjavík
sími 587 8088 *fax 587 8087
NAM I
DANMORKU
Hjá VITUS BERING í Horsens bjóðum við
upp á margvíslega tæknimenntun.
í boði er meðal annars :
• tækniteiknun
* landmælingar
• véltækni
útflutningstæknifræði
• tölvutæknifræði
* markaðshagfræði
■ byggingaiðnfræði
• byggingafræði
Með fjórum brautum:
danskri, enskri og þýskri.
Komið og spjöllum saman eða hringið
og fáið nánari upplýsingar:
Fulltrúi skólans Eli Ellendersen,
verður í Reykjavík
á Radisson SAS, Hótel Sögu.
Á tímabilinu - 22.03-01.04-2001
Þeir sem hafa áhuga geta haft samband
við Eli Ellendersen með því að hringja á
Hótel Sögu, eða leggja inn skilaboð.
Einnig er hægt að hringja í síma
+45 2338 2655
VITUS BERING
Centerfor
Videregáende
Uddannelse
BOX 511
SLOTSGADE 11
DK-8700 HORSENS
TLF. + 45 7625 5000
FAX + 45 7625 5100
CVU@VITUSBERING.DK
www.vitusbering.dk
LAUGARDAGUR 24. MARS 2001
Ferðir
DV
Minjar og mannlíf
/ fyrra var svo heitt í Istanbúl að borgarbúar gripu til þess ráös aö synda í Bospórus til aö kæia sig.
Ortakoy-moskan /' bakgrunninum.
Mikligarður:
Ódýrasta
borg Evrópu
Istanbúl í Tyrklandi, eða Mikligarð-
ur eins og borgin heitir á íslensku, er
eina borgin í heiminum sem stendur á
mörkum tveggja heimsálfa, Evrópu og
Asíu. tbúar borgarinnar tala um að
fara á milli álfanna eins og Reykvik-
ingar tala um að fara út á Seltjamar-
nes og til baka. Borgin liggur við
Bospórussund þar sem Svartahafið
rennur út í Marmarahafið og samein-
ast að lokum Miðjarðarhafinu.
Þremur stórveldum hefur verið
stjómað frá borginni og hún er gull-
moli fyrir áhugamenn um sögu og
byggingarlist þar sem asískir og evr-
ópskir menningarstraumar mætast.
Ódýrgisting
Þrátt fyrir að götusalar ætlist til að
ferðamenn prútti um verð og líti hrein-
lega niður á þá sem gera það ekki er
borgin sú ódýrasta í Evrópu. Matur og
gisting í Istanbúl er með því ódýrasta
sem gerist og Vesturlandabúar verða
yflrleitt undrandi þegar þeir fá reikn-
inginn. Ferðamenn sem koma til borg-
arinnar geta valið um gistingu á ódýr-
um farfuglaheimilum og gistihúsum,
eins og Sultan og Yucelt, eða dýrari
hótelum, eins og Antea eða Armada.
Grillaðar pönnukökur
Tyrkir era matmenn og með fram
götum og strætum era götusalar sem
selja kebab, samlokur og þunnar pits-
ur. Yfirleitt er boðið upp á lambakjöt
með tómötum og lauk ásamt brauði og
nýkreistum sítrónusafa. Einnig er
hægt að fá ljúffengt gozlene sem er
grillaðar pönnukökur með lambakjöti,
lauk, osti og kartöflum.
Þeir sem vilja smakka á hefðbundn-
um tyrkneskum réttum ættu að prófa
grillstaðinn Musa Ustam Ocakbasi.
Staðm-inn er innréttaður í stíl Ottom-
an-tímabilsins og matargestir raða sér
kringum stórt grill og fylgjast með
matargerðinni meðan þeir bíða eftir
kræsingunum. Matsölustaðurinn Haci
Abdullah, sem var opnaður 1888, er
þekktur fyrir mikið úrval af kássum
og pækluðum ávöxtum. Meðal góm-
sætra rétta sem
boðið er upp á er
elbasam tava, eða
lambakjöt, í
bechamel-sósu,
imam bayildi,
sem er eggaldin
með lauk og ljúf-
fengu tyrknesku
kaffi á eftir.
1500 ára gam-
all vatnstank-
ur
Eitt af mörgu
sem áhugavert er
að skoða í Mikla-
garði er Yerebat-
an Sarayi sem er
fimmtán hundrað
ára gamall vatns-
tankur. Tankur-
inn stendur á 336
uppistöðum og
hljómburðurinn í
honum er svo góð-
ur að hann einn réttlætir heimsókn í
hann.
Höll Faith Mehmet soldáns, sem
hertók Miklagarð 1453, hýsir í dag
Klassísk tíska
Karlmannsföt í Tyrklandi eru einstak-
lega litskrúöug og eiga sér mörg
hundruð ára hefö.
Veitt í Bospórussundi
Gamall Tyrki rennir fyrir fisk í Bospórussundi þar sem
Svartahaf tengist Marmarahafinu. í baksýn er Topakihöll
þar sem soldánar Ottomanatímans bjuggu.
hemaðarsafn landsins. Þeir sem hafa
áhuga á slíku ættu ekki að láta safhið
fram hjá sér fara og endilega líta á
vopnasafnið sem er til sýnis i álmunni
sem hýsti kvennabúr soldáns fyrr á
tímum.
Á fjölmörgum mörkuðum, sem er að
finna í borginni, er hægt að kaupa
ódýrar leðurvörur, skartgripi, teppi,
silki og fommuni. Allt þetta og margt
fleira má t.d. fmna á Kapali Carsi, eða
stóra bazar eins og hann heitir á máli
innfæddra. í lok dagsins er svo upplagt
að skella sér í eitt af mörgum tyrk-
neskum böðum sem er að finna i borg-
inni.
Venjulegir og
demantsskomir
trúlofunarhringar
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI - SÍMI 462 3524
Næturirfið
Skemmtanalífið í Istanbúl er ein-
staklega líflegt og fjölbreytt. Þeim sem
vilja hafa vaðið fyrir neðan sig er bent
á að fara á einn af fjölmörgum írsku
pöbbum sem þar er að finna. Við
Taksim-torg era margir óvenjulegir og
spennandi barir þar sem tyrkneskar
hljómsveitir leika bræðing af arabískri
tónlist og nútímadjass. Á börunum
gefst einnig tækifæri til að hlusta á
undurfagran og seiðandi söng tyrk-
neskra díva sem kastað hafa blæjunni
fyrir „glamúr" næturlifsins.
Góða skemmtun. -Kip
Þúsundir manna tóku þátt í Eurasia-maraþoninu 15. október síöastliöinn þar
sem hiaupiö var í tveimur heimsáifum.
í