Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2001, Side 53

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2001, Side 53
LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 61 DV Tilvera Majonesið orðið gult - og ekkert bólaði á starfsfólkinu Gunni í Herra Hafnarfiröi: „Þannig var mál meö vexti aö ég og konan mín buöum starfsfólki Herra Hafnarfjaröar í mat heima og var mikiö fyrir þessu haft. Konan keypti rosafínt kjöt og var ekkert til sparaö“. Þaö er enginn annar en Gunn- ar, betur þekktur sem Gunni í Herra Hafnarfirði, sem er mat- gæðingur vikunnar að þessu sinni. Hann byrjaði smátt og greip Levis-gallabuxnaæðið sem greip íslendinga og fór að selja eftirlík- ingar af þeim buxum. „Já, sumarið ‘83 fór ég að selja gallabuxur á hverjum degi hvern- ig sem viðraði allt sumarið á Strandgötunni í Hafnarfirði. Ég lét það ekki nægja og um helgar tók Kolaportið við þar sem bux- urnar hreinlega ruku út eins og heitar lummur. Á þessum tíma var verið að byggja verslumarmiðstöðina Fjörð í Hafnarfirði og einn góð- viðrisdag þetta sumar kemur Al- bert Már, eigandi Filmur og fram- köllun, að máli við mig. Hann spurði mig að því hvort ég vildi ekki koma inn í þessa glæsilegu verslunarmiðstöð og opna alvöru herrafataverslun og þá fór sem fór, ég lét slag standa og þessi glæsilega verslun er í dag herra- fataverslunin Herra Hafnarfjörð- ur, herrafataverslun sem veit hvað við viljum,“ segir Gunnar stoltur. En hefur hann einhverja skemmtUega sögu tengda matar- gerð að segja lesendum? Tilhlökkunin mikil „Ja, skemmtUega, ég veit það nú ekki. Það sem kemur fyrst í huga er mjög óskemmtileg reynsla en þó hægt að hlægja að henni í dag. Þannig var mál með vexti að ég og konan mín buðum starfsfólki Herra Hafnarfjarðar í mat heima og var mikið fyrir þessu haft. Konan keypti rosaflnt kjöt og var ekkert til sparað. Tilhlökkunin var mikil og virkUega góð stemn- ing myndaðist hjá starfsfólkinu og átti að gera þetta kvöld mjög skemmtilegt. Við hjónin byrjuðum snemma að elda og fórum eftir okkar upp- áhaldsuppskriftum. Kerti og til- heyrandi var sett á borðið og und- irbúningurinn var á enda um kl. 17.30. Þá áttu gestirnir einmitt að mæta og maturinn að hefjast kl. 18. Vei við skál Ekkert bólaði á gestunum og um kl. 19 var ég farinn að hafa verulegar áhyggjur og klukkan hélt áfram að tifa og enga gesti bar að garði. Um kl. 20 var majo- nesið virkilega orðið gult en þá var bjöllunni hringt. Það var mitt elskulega starfsfólk með mökum og það er ekki neinar ýkjur þegar ég segi að þau hafi öU verið virki- lega vel við skál. Þau höfðu enga matarlyst enda kannski ágætt þar sem maturinn var ónýtur. Ég lofaði mér því þetta kvöld að næst myndi ég ekki bjóða til starfsmannateitis heim til mín nema kannski til að fara eftir góð- an mat á veitingastað. En allt er gott og blessað í dag,“ segir Gunni að lokum. Sjávarréttaskel með rækj- um og hörpudiski Forréttur: 200 g rækjur 200 g hörpudiskur 6 þunnar ostsneiðar sósa 3 dl mjólk 200 g rifinn ostur 1 tsk. sítrónusafi kjötkraftur, 1 teningur sósujafnari Bræðið saman rifna ostinn og mjólk í potti við vægan hita. Bæt- ið sítrónusafanun og kjötkraftin- um út í og jafnið sósuna meö sósujafnara. Skammtið rækjur og hörpudisk í sex skeljar. Hellið sósunni yfir og setjið ostsneið ofan á hvern skammt. Bakið í 200" heitum ofni í 10 mínútur. Gufusoðin rauðspretta - með paprikum og sveppum Aðalréttur: 300 g roðflett rauðsprettuflök salt pipar lítil rauð paprika lítil græn paprika 12 meðalstórir sveppir 1 dl mysa 1 dl vatn 1 dl rjómi sósujafnari Skiptið flökunum í tvennt eftir endilöngu, vefjið þeim upp og setj- ið í pott. Kryddið með salti og pip- ar. Skerið paprikur og sveppi í fremur smátt og setjið í pottinn með fiskinum. Hellið vatni og mysu yfir. Setjið lok á pottinn, hleypið upp suðu og gufusjóðið í 3 mín. Takið fiskinn upp úr og setj- ið á fat. Jafnið soðið með rjóma og sósujafnara. Hellið sósunni að lokum yfir fiskinn. Frönsk eplakaka meö möndlum Eftirréttur: 500 g epli rifinn börkur af einni sítrónu 1 dl vatn sykur eftir smekk Möndludeig 100 g smjör eða smjörlíki 100 g sykur 100 g hakkaðar möndlur 3 eggjahvítur 3 eggjarauður 1 msk. kartöflumjöl Afhýðið og hreinsið eplin og skerið í sneiðar. Setjið þau ásamt sítrónuberki og smjöri í pott og bætið örlitlum sykri saman við. Sjóðið þar til eplin verða meir (7-10 mín.). Hellið megninu af vökvanum frá og setjiö eplin í eldfast fat. Möndludeig Stífþeytið eggjahvíturnar, þeyt- ið saman smjör eða smjörlíki og sykur þar til hræran verður létt og ljós. Bætið eggjarauðum, kart- öflumjöli og hökkuðum möndlum saman. Blandið eggjahvítum var- lega saman við smjörhræruna. Hellið deiginu við eplin. Bakið í 200 til 210° heitum ofni í 15 til 20 mínútur. Meðlæti Berið bökuna fram með þeytt- um rjóma eða mjúkum vanilluís og góðu kaffi. Grillaðar kartöflur með reyktum laxi og ostasósu Einfaldur og skemmtilegur réttur hvenær sem er dagsins. Fyrir Jjóra. 4 bökunarkartöflur 100-120 g reyktur lax, sneiddur í 8 miðl- ungsstórar sneiðar 8 salatblöð 12 spínatblöð Olía til penslunar Ostasósa 50 g sýrður rjómi 50 g rjómaostur 50 gráðaostur 2 msk. söxuð fersk steinselja 2 msk. smátt skorinn graslaukur Nýkaup Þnrsem ferskleikinn býr Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst. Þvoið kartöflumar vel og þerrið, penslið með olíu og vefjið inn í álpapp- ír. Setjið á meðalheitt grill í 40-60 mín- útur eftir stærð. Ostasósa Blandið saman i matvinnsluvél: sýrð- um rjóma, rjómaosti, gráðaosti, stein- selju og graslauk. Hrærist vel i 3-5 mín- útur. Spínatblöðin skoluð í köldu vatni og skorin í strimla. Salat- blöðin skoluð í köldu vatni. Þegar kartöflumar eru fúllbakaðar eru þær teknar úr álpapp- ímum, látnar rjúka lít- ið eitt, skornar i tvennt, holaðar að inn- an og spínatinu blandað saman við kart- öflukjötið. Sósa sett í kartöfluhýðið og síðan em spínatkartöflumar settar aft- ur í skelina. Sósa sett þar ofan á og að lokum er reykt laxasneið, rúllað í litla rós, sett ofan á. Meðlæti Salatblöð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.