Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2001, Side 57
LAUGARDAGUR 24. MARS 2001
65
DV
Tilvera
rrestað þrisvar
Óskarsverðlaunin voru afhent í
fyrsta skipti 16. maí árið 1929 þegar
kvikmyndir með tali voru aö koma
fram á sjónarsviðið. Athöfnin
fór þá fram í stórveislu sem
haldin var á Hollywood
Roosevelt-hótelinu, að við-
stöddum 200 gestum sem
greitt höfðu 10 dollara fyrir
miðann. Fyrstu árin fengu
dagblöð að vita um úrslitin
fyrir fram til að hægt væri
__ að birta þau í kvöldblöðun-
Rf um sem komu út um mið-
r nætti. Árið 1940 voru nöfn
^ vinningshafa hins vegar birt í
■ dagblaðinu Los Angeles Times
w áður en afhending hófst og
' vissu því allir fyrir fram hverjir
hefðu unnið. Eftir það var ákveð-
ið að hætta að birta úrslitin áður
og fólk varð að bíða eftir því að um-
slagið góða væri opnað til að vita
hver fengi verðlaunin.
Óskarsverðlaunahátíðin hefur
allt vakið athygli og strax árið 1930
var byrjað að útvarpa hluta hennar.
Ákveðið var að hætta að halda af-
hendinguna í stórveislum árið 1942
þar sem erfitt var að halda slíkar
veislur á stríðstíma. Síðan þá hefur
hátíðin ávallt verið haldin í leikhús-
um. Árið 1953 var í fyrsta skipti
sjónvarpað frá verðlaunaafhending-
unni og 1966 var fyrsta sjónvarpsút-
sendingin í lit. ABC-sjónvarpsstöðin
hefur einkarétt á sjónvarpsútsend-
ingum frá verðlaunahátíðinni til
ársins 2008.
Þegar óskarsverðlaunin voru af-
hent í fyrsta skipti voru verðlauna-
flokkarnir fimmtán en ári síðar var
þeim fækkað niður í sjö. Frá því
hafa umsvif afhendingarinnar vaxið
hægt og sígandi og verðlaunaflokk-
arnir orðið fleiri í gegnum árin.
Verðlaun fyrir bestu aukaleikkon-
una og aukaleikarann voru veitt í
fyrsta skipti árið 1936 og strax árið
1947 var farið að veita óskarsverð-
laun fyrir bestu erlendu myndina
og var það ítölsk mynd sem hreppi
styttuna í það skiptið.
Aðeins þrisvar sinnum hefur
verðlaunaafhendingunni
verið frestað. Árið
1938 varð að fresta
henni um viku vegna
mikilla flóða í Los
Angeles. Verð-
launaafhending-
unni 1968 var
seinkað um tvo
daga í virðingarskyni við dr.
Martin Luther King sem var jarðað-
Charlton Heston tekur við óskarsverölaunum áriö 1959 úr hendi Susan
Hayworth
Heston fékk óskarinn fyrir leik í Ben Hur sem fékk 12 óskarsveröiaun - þaö
mesta sem ein kvikmynd hefur fengiö.
ur sama dag og hún átti að fara
fram og árið 1981 var afhendingin
færð aftur um sólarhring vegna
skotárásar á Ronald Reagan, þáver-
andi forseta.
Ekki eru seldir miðar í ósk-
arsverðlaunaafhendingu og fá þeir
eingöngu að vera viöstaddir sem
fengið hafa boðsmiða.
-MA
Laugardagar
eru nammidagar
Stiklað á stóru í sögu óskarsverðlaunanna:
Kynnirinn Steve Martin
Wait Disney og Shirley Temple
Disney fékk alls 32 óskarsverð-
laun. Myndin er tekin þegar hann
afhenti Shirley Temple ósk-
arsverölaun áriö 1939.
Óskars-
staðreyndir
Ýmislegt má tina til þegar staðreynd-
ir eru skoðaðar, meðal annars þetta:
Vitið þið:
... að ellefu kvikmyndir hafa fengið
guilpálmann á kvikmyndahátíðinni í
Cannes og tilnefningar til óskarsverð-
launa sem besta kvikmynd.
... að þijár kvikmyndir fengu
gullpálmann í Cannes eftir aö þær
höfðu verið tilnefndar til óskarsverð-
launa (All That Jazz, Friendly Persu-
asion, The Lost Weekend).
... að ein kvikmynd hefur unnið
gullpálmann í Cannes eftir að hún fékk
óskarinn sem besta kvikmynd (The
Lost Weekend).
... að ein framhaldskvikmynd hefur
fengið óskarinn sem besta kvikmynd
(The Goodfather 2).
... að Katharine Hepburn á að baki
tólf tilnefningar sem besta leikkona og
hefur unnið fjórum sinnum.
... að árið 1999 gerðust allar kvik-
myndir sem tilnefndar voru sem besta
kvikmynd fimmtiu árum áður en kvik-
myndin var gerð.
... að þrjár kvikmyndir hafa fengið
öll flmm eftirsóttustu verðlaunin (besta
kvikmynd, besti leikari og leikkona,
besti leikstjóri og besta handrit) (It
Happened One Night, One Flew over
the Cuckoo’s Nest og The Silence of the
Lambs).
... að elsti leikarinn sem unnið hefur
óskarinn er George Burns (80 ára).
... að yngsti leikarinn sem fengið
hefur óskarinn er Tatum O’Neal (10
ára)
... að Alfred Hitchcock var tilnefnd-
ur til óskarsverðlauna sem besti leik-
stjóri fimm sinnum en fékk þau aldrei
í þessum flokki.
... að George Bemhard Shaw er á
eina manneskjan sem hefur fengið
bæði óskarsverðlaun og nóbels-
verðlaun.
... að Wait Disney fékk 32 Æt
óskara.
... að Walt Disney tók á móti
sjö óskarsstyttum fyrir Mjallhvít og
dvergana sjö.
brugðist rétt við þegar óvænt atvik
gerast. Frægasta dæmi um slíkt er
þegar Jerry Lewis stjórnaði hátíð-
inni og hún var búin fimmtán mín-
útum of snemma. Til að bjarga mál-
um í beinni útsendingu tók hann
upp á því að grínast fyrir framan
hljómsveitina, stjórna henni og fékk
gesti til að taka þátt í glensinu og all-
ir voru ánægðir.
Steve Martin er vinsæll kvik-
myndaleikari. Hann byrjaði feril sinn
sem skemmtikraftur á sviði og var
einn af þeim sem voru í upphafi í hin-
um vinsæla þætti Saturday Night
Live. Martin hefur leikið í mörgum
vinsælum kvikmyndum, nú síðast í
Bowfinger, sem hann skrifaði einnig
handritið að. Síðari árin hefur hann
verið að vinna sér sess sem rithöfund-
ur. Fyrsta leikrit hans, Picasso at the
Lapin Agile, var frumsýnt hjá Stepp-
enwolf leikhópnum í Chicago 1993.
Hlaut það frábæra dóma og rataði á
Broadway. Safn smásagna hans undir
heitinu Pure Drivel náði að komast á
metsölulista og skáldsaga hans Shop-
girl er á lista New York Times yfir
mest seldu bækurnar í Bandaríkjun-
um. Þá má geta þess að hann er lið-
tækur banjóleikari og skemmtir sér
stundum við að leika með ýmsum
hljómsveitum. -HK
Steve Martin í góöra vina hópi
Mynd þessi var tekin viö óskarsverðlaunaafhendingu fyrir tveimur árum.
Honum á hægri hönd eru hjónin Goldie Hawn og Kurt Russell.
„Hann hefur allt sem til þarf, hann
er kvikmyndastjama, er fyndinn og
góður rithöfundur. Ég er viss um að
hann hefur allt það sem þarf til að
vera kynnir á óskarsverðlaunahátíð-
inni.“ Þessi orö lét Gil Cates, stjórn-
andi sjónvarpssendingarinnar, falla
um Steve Martin sem fær þetta hlut-
verk í fyrsta sinn.
Steve Martin fetar í fótspor Bobs
Hopes, Jerrys Lewis, Whoopi Gold-
berg, Johnnys Carsons og Billys
Crystals sem hafa gegnt þessu emb-
ætti áður með misgóðum árangri.
Bob Hope hefur lengst starfað sem
kynnir og tókst ávallt vel upp, sama
má segja um Billy Crystal, sem vildi
hvíld þetta árið. Whoopi Goldberg
fær örugglega ekki fleiri tækifæri.
Hún er tvisvar búin að klúðra þessu
starfi. Kynnir á þessari hátíð þarf að
vera viðbúinn öllu og vera með
talandann í lagi en hafa um leið
þann klassa sem til þarf og geta
r
V-
i*2.
m