Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2001, Side 62

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2001, Side 62
70 LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 íslendingaþættir________________________________________________________________________________________________________x>v Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson X Jí Laugardagur 24. mars 85 ára__________________________ Sigurlaug Helgadóttir, Fannborg 9, Kópavogi. Þorgeir Jónsson, Sunnubraut 29, Kópavogi. 75 ára__________ Björg Friðriksdóttir, Höföabrekku 9, Húsavtk. 70 ára__________________________ Gisela Schulze, Laufásvegi 71, Reykjavík. Guörún Brynjóifsdóttir, Kirkjuteigi 27, Reykjavík. Kristján Jónsson, Smyrlahrauni 46, Hafnarfirði, Sigurður F. Jóhannsson, Hallveigarstíg lOa, Reykjavík. 60 ára__________________________ Gunnar Arni Þorkelsson, Óðinsgötu 18, Reykjavík. Sigríður Sigurbjörnsdóttir, Fellsmúla 20, Reykjavík. 50 ára__________________________ Elías Halldór Elíasson, Dalbraut 1, Reykjavík. Emilía Kjærnested, Grundarási 4, Reykjavík. Gísli Þorkelsson, Engjaseli 83, Reykjavík. Gyöa Kristinsdóttir, Leirubakka 10, Reykjavík. Inga Jónsdóttir, Bröttugötu 47, Vestmannaeyjum. Kristinn Sverrisson, Heiðarbakka 10, Keflavík. Kristín I. Hinriksdóttir, Boðagranda 7, Reykjavík. Ragnhildur Albertsdóttir, Túnbrekku 1, Ólafsvík. Rebekka Ingvarsdóttir, Vesturbergi 109, Reykjavík. 40 ára__________________________ Arngrímur Þ. Gunnhallsson, Hringbraut 103, Reykjavík. Gunnar Bragason, Brekkutúni 23, Kópavogi. Hildur Helgadóttir, Álfheimum 68, Reykjavík. Jakob Schweitz Þorsteinsson, Hraunbrún 29, Hafnarfirði. Margeir Siguröur Vernharðsson, Grenivöllum 30, Akureyri. Sigrún J. Heiömundsdóttir, Áshamri 51, Vestmannaeyjum. Sigurður H. Magnússon, Hvassaleiti 22, Reykjavík. Þorvar Hafsteinsson, Njálsgötu 35, Reykjavík. Andlát Sigríður Birna Bjarnadóttir, Þverholti 26, lést á heimili sínu aðfaranótt fimmtud. 22.3. Svava Guðmundsdóttir frá Heiöi, Nestúni 23, Hellu, lést S Sjúkrahúsi Suðurlands miövikud. 21.3. Tryggvi Björnsson frá Hrappsstöðum, lést á sjúkrahúsinu á Hvammstanga miðvikud. 21.3. Valgerður Helgadóttir hjúkrunarkona, Miklubraut 50, Reykjavík, andaðist á Landspítala Landakoti miðvikud. 21.3. Jaröarfarir Hjálmar Gunnarsson útgerðarmaður, Grundarfirði, veröur jarðsunginn frá Grundarfjaröarkirkju laugard. 24.3. kl. 14.00. Bent er á áætlunarferð frá Reykjavík, BSÍ, kl. 9.00 og til baka frá Grundarfirði kl. 16.30. Halldór Bjarni Óskarsson, Krossi, Lundarreykjadal, verður jarðsunginn frá Reykholtskirkju laugard. 24.3. kl. 13.00. Attræö Arnheiður Sigurðardóttir fyrrv. sérfræðingur við Orðabók Háskólans Arnheiður Sigurðardóttir, fyrrv. sérfræðingur við Orðabók Háskól- ans, til heimilis að hjúkrunarheiml- inu Eir, verður áttræð á morgun. Starfsferill Arnheiður fæddist að Arnarvatni í Mývatnssveit og ólst þar upp i for- eldrahúsum. Hún lauk prófi frá Hér- aðsskólanum á Laugarvatni 1942, lauk kennaraprófi frá KÍ 1944, stundaði nám við Kennaraskóla Danmerkur 1947-A8, las síðar utan- skóla til stúdentsprófa og lauk þeim frá MR 1954 og lauk meistaraprófi í íslenskum fræðum frá HÍ 1962. Meistaraprófsritgerð hennar, sem Qallaði um híbýlahætti á miðöldum, var gefin út af Menningarsjóði 1966. Arnheiður kenndi 1944^47. Hún var íslenskukennari • við Reykja- skóla í Hrútafirði 1948-52 og við Kvennaskólann 1952-53 auk þess sem hún kenndi þar nokkur ár jafn- framt háskólanáminu og fékkst við þýðingar og prófarkalestur. Að loknu háskólanámi hóf Arn- heiður störf við Hagstofuna en fékkst síðan við prófarkalestur og ritstörf, einkum þýðingar. Hún hóf síðan störf hjá Orðabók HÍ 1974 og starfaði þar uns hún lét af störfum fyrir aldurs sakir. Arnheiður las fyrst kvenna út- varpssögu í Ríkisútvarpið: Brotið úr töfraspeglinum, eftir Sigrid Und- set en hún las síðar nokkrar aðrar útvarpssögur, m.a. Vítahring, eftir S. Hoel. Meðal skáldsagna og æviminninga sem Arnheiður hefur þýtt má nefna Endurminningar A.J. Cronins; Kristínu Lafranzdóttur eft- ir Sigrid Undset (ásamt Helga Hjörvar); Glettni örlaganna og Maddame Dorothea eftir Sigrid Undset, Síðustu sögur og Vetraræv- intýr eftir Karen Blixen; Kofa Tómasar frænda eftir Harriet Beecher Stowe; Karlottu Lövenskjold og Önnu Svárd eftir Selmu Lagerlöv; Klíkuna, eftir Mary Mc.Carthy; Tuttugu bréf til vinar, eftir Svetlönu Alliluyevu; í huliðsblæ, og Dætur frá Lian eftir Pearl S. Buck. Fjölskylda Alsystkini Arnheiðar: Þóra, f. 16.2. 1920, húsfreyja að Arnarvatni, giftist Jóni Kristjánssyni; Jón, f. 26.9. 1923, deildarstjóri KÞ á Húsa- vík, kvæntist Gerði Kristjánsdóttur; Málmfríður, f. 30.3.1927, fyrrv. þing- kona á Jaðri, giftist Haraldi Jóns- syni; Eysteinn, f. 6.10. 1931, fyrrv. bóndi á Arnarvatni, kvæntist Hall- dóru Jónsdóttur. Hálfsystkini Arnheiðar, sam- feðra: Freydís, f. 11. 4. 1903, d. 3.3. 1990, húsfreyja í Álftagerði, giftist Geir Kristjánssyni; Jón, f. 10.1.1905, d. 8.7. 1905; Ragna, f. 19.3. 1906, hús- móðir í Kópavogi, giftist Hreini Sig- tryggssyni; Heiður, f. 24.12. 1909, d. sonar. Móðir Sigurðar á Amarvatni var Sigríður Jónsdóttir, b. á Arnar- vatni, Jónssonar. Hólmfríður var dóttir Péturs, alþm. á Gautlöndum Jónssonar, alþm. þar Sigurðssonar. Móðir Hólmfríðar var Þóra Jónsdóttir, b. á Grænavatni í Mývatnssveit, Jónas- sonar. Móðir Jóns á Grænavatni var Hólmfríður Helgadóttir, b. á Skútustöðum og ættföður Skútu- staðaættarinnar, Ásmundssonar. 22.3 1987, hús- móðir á Húsa- vík, giftist Sig- tryggi Jónas- syni; Arnljótur, f. 23.6. 1912, bóndi á Arnar- vatni, kvæntist Vilborgu Frið- jónsdóttur; Huld, f. 20.10. 1913, húsmóðir á Húsavík, giftist Páli Kristjáns- syni; Sverrir, f. 4.2. 1916, tré- smiður á Akur- . eyri, kvæntist Ingu Björnsdótt- ur. Foreldrar Arnheiðar voru Sigurður Jónsson, f. 25.8. 1878, d. 24.2. 1949, skáld og bóndi á Arnar- vatni, og s.k.h., Hólmfríður Péturs- dóttir, f. 17.12. 1889, húsfreyja. Ætt Sigurður var sonur Jóns, skálds og b. á Helluvaði, Hinrikssonar, b. á Heiðarbót i Aðaldal, Hinrikssonar, b. á Tunguhálsi í Skagafirði, Gunn- laugssonar. Móðir Hinriks i Heiðar- bót var Katrin Sigurðardóttir. Móð- ir Katrínar var Þórunn Jónsdóttir, harðabónda í Mörk í Laxárdal, ætt- fóður harðabóndaættarinnar Jóns- Sjötíu og fimm ára Unnur Elíasdóttir Sjötíu og fimm ára Benedikt Sveinsson húsmóðir í Reykjavík Unnur Elíasdóttir, húsmóðir og fyrrv. starfsmaður hjá Rauða krossinum, Hátúni 10A, Reykjavík, varð sjötíu og fimm ára í gær. Starfsferill Unnur fæddist á Elliða í Staðarsveit á Snæfells- nesi, var í farskóla sem bam og ólst upp í Staðar- sveitinni við öll almenn sveitastörf þess tíma. Auk almennra heimilisstarfa vann Unnur hjá Rauða krossinum um nokkurt skeið. Hún stundað einnig ræstingar við sjúkrahús og viðar og bar út dagblöð og póst um árabil. Þá var hún gangbrautarvörð- ur um skeið. Unnur hefur starfað í ýmsum líknarfélögum og tekið þátt í safnað- arstörfum. Fjölskylda Unnur giftist 1954 Eggert Jó- hannssyni, f. 29.3. 1909, d. 17.3. 1988, verkamanni og smið. Hann var son- ur Jóhanns Eyjólfssonar, bónda í Rimabæ, og k.h., Magðalenu Jóns- dóttur húsfreyju. Börn Unnar eru Kristján Ingi- björn Jóhannsson, f. 13.10. 1945, bif- reiðastjóri í Búðardal, kvæntur Sig- urlaugur Gerði Jónsdóttur og eiga þau fimm börn; Elísabet Sigríöur Erla Helgadóttir, f. 12.11. 1949, d. 11.8. 1970. Alsystkini Unnar: Kristján Elías- son, f. 6.8. 1911, d. 12.12. 1988, rit- stjóri Lögbirtingarblaðsins í Reykjavík; Vigdis Auðbjörg Elías- dóttir, f. 31.1.1914, d. 12.6. 1965, kennari og húsmóð- ir í Reykjavík; Jóhanna Halldóra Elíasdóttir, f. 19.6. 1915, fyrrv. hús- freyja á Skarði í Bjamar- firði, nú búsett í Hafnar- flrði; stúlka, f. andvana 1916; Hulda Svava Elías- dóttir, f. 12.8. 1917, hús- móðir i Kópavogi; Jó- hannes Sæmundur Elias- son, f. 21.4. 1920, d. 21.4. 1921; Matt- hildur Valdís Eliasdóttir, f. 21.3. 1923, húsmóðir í Reykjavík; stúlka, f. andvana 1928. Hálfsystkini Unnar, samfeðra: Erla Elíasdóttir, f. 10.9. 1932, ritari og húsmóðir á Seltjarnarnesi; Sig- ríður Guðrún Elíasdóttir, f. 7.7. 1934, aðstoðarmaður sjúkraþjálfara og húsmóðir í Reykjavík; Magnús Elíasson, f. 7.9. 1935, kaupmaður í Hafnarfirði; Elías Fells Elíasson, f. 27.2. 1937, lengst af húsasmiður í Reykjavík. Foreldrar Unnar voru Elías Krist- jánsson, f. 29.6. 1880, d. 10.12. 1938, bóndi í Amartungu og á Elliða í Staðarsveit, og f. k. h., Sigriður Guðrún Jóhannesdóttir, f. 25.6.1888, d. 16.10. 1928, húsfreyja. Ætt Elías var sonur Kristjáns Elías- sonar, b. á Ytra-Lágafelli, og k.h., Vigdísar Jónsdóttur húsfreyju. Sigríður Guðrún var dóttir Jó- hannesar Magnússonar, b. í Skarfa- nesi í Landsveit og í Úthlíð í Bisk- upstungum, og k.h., Þorbjargar Jó- hannesdóttur húsfreyju. Unnur er að heiman. fyrrv. gjaldkeri og aðalbókari Benedikt Sveinsson, fyrrv. gjaldkeri og aðal- bókari, Vallarbraut 3, Hafnarfirði, varð sjötíu og fimm ára í gær. Starfsferill Benedikt fæddist á Borgareyri í Mjóafirði i Suður-Múlasýslu og ólst þar upp. Hann var i barnaskóla hjá frænda sínum, Vilhjálmi Hjálmarssyni, sið- ar menntamálaráðherra. Benedikt stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni og síðan við Iðnskól- ann í Hafnarfirði þar sem hann lauk prófum í skipasmíði. Benedikt var lengst af gjaldkeri hjá Landsbankanum og aðalbókari hjá Heildverslun Ólafs Gíslasonar og víðar. Þá starfaði hann hjá Brunabótafélagi íslands. Hann stofnsetti innrömmunina Gallerí Jörð ehf. í Hafnarfirði fyrir fimm árum og starfrækir hana enn. Fjölskylda Benedikt kvæntist 24.12. 1948 Þór- dísi Kristinsdóttur, f. 23.10. 1930, fyrrv. starfsmanni á bæjarskrifstofu Hafnarfjarðar. Hún er dóttir Krist- ins Jóels Magnússonar, f. 25.2. 1893, d. 28.12. 1981, málarameistara, og k.h., Maríu Albertsdóttur, f. 9.11. 1893, d. 28.5. 1979, húsmóður. Börn Benedikts og Þórdísar eru Kristinn Helgi, f. 4.10. 1948, verk- stjóri hjá Odda á Patreksfirði, en sambýliskona hans er Elena Bour- mistrova, f. 15.12. 1960, og er dóttir hennar Ksenia, f. 12.4.1978, en börn Kristins frá fyrra hjónabandi eru Hildur Sigrún, f. 2.12.1972, í sambúð með Pétri Lentz og er dóttir þeirra Eva María, f. 22.3. 1995, Jóel, f. 25.11. 1977, í sambúð með Lindu Þóru Grétarsdótt- ur og er sonur þeirra Jó- el Þór, f. 28.5. 2000, en dætur Lindu frá fyrri sambúð eru Bryndís, f. 25.8. 1992, og Heiðrún Eva, f. 23.9. 1993, auk þess sem Kristinn á dótt- urina Rakel, f. 19.4. 1973; Steinunn María, f. 23.4. 1952, forstöðumaður hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar, gift Sverri Bergmann Friðbjörnssyni, f. 21.4. 1951, póstútibússtjóra, og er dóttir þeirra Þórdís, f. 4.8. 1972, í sambúð með Magnúsi Hafliðasyni en sonur þeirra er Atli Freyr, f. 16.12. 1994, auk þess sem sonur Sverris er Þórhallur, f. 7.11. 1969, í sambúð meö Hildi Helgadóttur og er sonur þeirra Dagur, f. 2.3. 2000; Svava Björk, f. 25.1.1957, starfsmað- ur hjá Flugleiðum, gift Gesti Krist- jánssyni, f. 15.5. 1952, fararstjóra og starfsmanni hjá Olíudreifingu, og er dóttir Svövu frá fyrra hjónabandi Lísa Ragnoli, f. 15.5. 1975, en sonur hennar er Róbert Andri Harðarson, f. 27.7. 1998, en börn Gests frá fyrra hjónabandi eru Anna Dóra, f. 8.4. 1974, og ívar, f. 22.5. 1979. Systur Benedikts eru Margrét Sigriður Svava, f. 28.4. 1911; Unnur, f. 5.11. 1915. Foreldrar Benedikts voru Sveinn Benediktsson, f. 28.1. 1881, d. 16.4. 1962, útvegsbóndi frá Borgareyri, og k.h., Steinunn Ólöf Þorsteinsdóttir, f. 21.6. 1892, d. 25.10. 1969, húsfreyja. •X Arinu eldri Dr. Arnór Hannlbalsson heimspekiprófessor er 67 ára í dag. Arnór hefur verið I hópi fremstu heimspek- inga hér á landi um árabil. Hann lauk MA-prófi í heim- speki og sálfræöi frá Há- skólanum í Moskvu 1959, stundaði framhaldsnám í Varsjá og Kraków og lauk doktorsprófi í heimspeki viö Edin- borgarháskóla 1973. Arnór hefur kennt heimspeki við Há- skóla íslands frá 1976 og ásamt Þor- steini Gylfasyni, Mikael Karlssyni og Páli Skúlasyni, byggt upp hina vönduöu heimspekikennslu skólans sem vakið hefur aðdáun og viöurkenningu víða um heim. Arnór er mikill sérfræðingur um stjórn- málasögu Sovétríkjanna og ýmissa Austur-Evrópulanda, talar rússnesku og pólsku reiprennandi og hefur um ára- tugaskeiö veriö einn skeleggasti gagn- rýnandi hér á landi á kommúnisma. Hann er sonur Hannibals Valdimarsson- ar og bróðir Jóns Baldvins sem var ut- anríkisráðherra þegar Islendingar uröu fyrstir til að viðurkenna sjálfstæöi Eystrasaltsríkjanna. Þaö má mikið vera ef Arnór hefur ekki haft afgerandi áhrif, beint eða óbeint, á þá afdrifaríku ákvörðun. Ágúst Vaifells kjarnorku- verkfræðingur er einnig 67 ára í dag. Ágúst lauk MS- prófi í efnaverkfræöi frá einum virtasta verkfræði- háskóla í heimi, MIT í Boston í Bandaríkjunum, og doktorsprófi í kjarnorkuverkfræði frá lowa State University 1962. Hann var sérfræðingur á Raunvísindastofnun Há- skólans, prófessor í kjarnorkuverkfræði við lowa State Univesity og hefur verið ráðgefandi verkfræðingur fyrir íslensk og erlend fyrirtæki og stofnanir og framkvæmdastjóri fyrirtækja hér á landi. BEIínbjörg Magnúsdóttir, starfsmaður hjá Verkalýðs- félagi Akaness, varafor- varaþm., er 52 ára í dag. Elínbjörg hefur setið í bæj- arstjórn Akaness frá 1994, situr í stjórn Fiskifélags íslands og er fyrsta konan sem sat Fiskiþing. Hún hefur veriö mikill félagsmálafröm- uður í íþróttamálum á Akranesi og hef- ur setið í miðstjórn Sjálfstæðisflokks- ins frá 1997 en þá fékk hún flest at- kvæði í miðstjórn flokksins á lands- fundi. Tómas R. Einarsson bassaleikari verður 48 ára á morgun. Tómas lauk stúdentsprófi frá MH og 6. stigs prófi frá Tón- listarskóla FÍH, lærði spænsku við Háskólann í Barcelona og ítölsku í Perugia. Auk þess stundaði hann nám á kontra- bassa hjá Johan Poulsen og fleiri í Kaupmannahöfn. Hann hefur spilað með ýmsum djassleikurum hér á landi og í leikhúsum borgarinnar, hefur skrif- að um djass í dagblöð og verið með djassútvarpsþætti. Þá hefur hann þýtt töluvert, einkum eftir Isabel Allende.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.