Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2001, Side 67
LAUGARDAGUR 24. MARS 2001
DV
__________75
Helgarblað
Annað músíktilraunakvöld Tónabæjar 2001:
Tvær rokksveitir og
einn tölvari í úrslitin
Annað músíktilraunakvöldið fór
fram í Tónabæ á fimmtudagskvöldið.
í þetta skipti voru gestasveitirnar úr
harðkjarnafiölskyldunni. Það var
Snafu sem byrjaöi kvöldið og gaf það
vel inn að salurinn var orðinn vel
heitur þegar fyrsta tilraunasveitin,
Halim úr Hafnahrði, steig á svið.
Halim er rokkband, skipað
trommara, bassaleikara og tveimur
gítarleikurum, en annar þeirra er
jafnframt söngvari. Eftir smá feed-
back og stillingar, eins og tilheyrir,
töidu þeir inn í fyrsta lagið. Tónlistin
hjá þeim var nokkuð hefðbundið rokk
en athygli vakti samspil gítarleikar-
anna sem skiptust á að spila rytma og
gítarlínur. Halim var nokkuð þétt og
hlaut góðar viðtökur í salnum.
„Grindverk dauöans"
Næst í röðinni spilaði hljómsveitin
Hemra fá Akranesi, en hún er skipuð
gitarleikara, bassaleikara, trommara
og söngvara og spilar hart og þungt
rokk. Nöfnin á lögunum segja kannski
eitthvað um hugarheim þeirra: „Loft-
árás“, „Skítur samfélagsins" og
„Grindverk dauðans" sem var síðasta
lagið - hratt og stutt keyrslulag .
Hemra kom nokkuð sterk inn i byrjun
en þegar á leið varð manni ljóst að
sérstöðuna vantaði.
Þriðja atriðið á dagskránni var
hljómsveitin Fake Disorder úr Mos-
fellsbæ. í henni eru fimm, tveir gítar-
istar, trommari, bassaleikari og
söngvari. Fake Disorder er enn ein
harðkjarnasveitin en sú tónlistar-
stefna virðist vera hvað vinsælust hjá
þeim unglingum sem eru að búa til
tónlist í dag. Sérstaða hennar var að-
allega fólgin í lunknu samspili gítar-
anna, sem stundum kom vel út, t.d. í
byrjun fyrstu tveggja laganna, en það
sem dró hana niður var að það vant-
aði dálitið upp á kraftinn og úthaldið
og svo voru lögin líka of lík innbyrð-
is.
Spilaö á vekjaraklukku.
Næstur sté á svið Reykvíkingurinn
Arnar Jónsson en hann kom fram
einn undir nafninu Hemúll. Hann var
greinilega ákveðinn í að ná upp góðu
stuði og byrjaði á því að taka atriði
við lófatak salarins á meðan tölvan
var að kveikja á sér og geri aðrir bet-
ur! Tónlistin sem Hemúllinn bauð
upp á var tölvupopp sem hljómaði
svolítið eins og það sem menn voru að
gera á níunda áratugnum. Þetta var
nokkuð fjölbreytt hjá honum (fór úr
syntapoppi yfir í tölvupönk), en söng-
urinn og leikræn tjáning hans gerði
það að verkum að það var ekki beint
hægt að taka tónlistina alvarlega,
þetta var meira eins og leikþáttur eða
jafnvel kabarettatriði. Hemúllinn náði
upp-flottri stemningu og notaði ýmis
trikk, hann spilaði t.d. á vekjara-
klukku í einu laginu.
Eftir stutt hlé var svo komið að
Reykjavíkursveitinni Heróglym. í
henni eru fimm (gítar+söngur/gít-
ar/gítar/bassi/trommur) og höfðu
þeir nokkra sérstöðu tónlistarlega.
Þeir spila mun rólegra og poppaðra
rokk en þær sveitir sem á undan
voru,- Tónlistin þeirra fór út í hálfgert
softrokk (eða valíumrokk) á köflum
og byrjunin á öðru laginu minnti tölu-
vert á hljómsveitina Cure. Þó að þeir
væru ekki alveg nógu vel æfðir og það
vantaði svolítið upp á kraftinn hjá
þeim þá var mikill metnaður í laga-
smíðunum og svo er alltaf gaman að
sjá hljómsveitir sem fara sínar eigin
leiðir og spila ekki það sem er mest í
tísku.
Geimtónlist og grjóthart
drum & bass.
Næstsíðastir á svið voru tvímenn-
ingarnir í Sensor frá Reykjavík. Þeir
eru báðir forritarar auk þess sem ann-
ar rappar. Þeir mættu til leiks í sér-
framleiddum Sensorbolum með áletr-
uninni „Aðallega geimtónlisf' á bak-
hliðinni. Þeir voru líka með sviðsat-
riði, eins og t.d. að spreyja á sér hárið
á sviðinu, en þó að þeir hafi greini-
lega haft töluvert fyrir þessu þá vant-
aði aðalatriðið. Sjálf tónlistin (tvö
drum- & basslög og eitt rapplag með
texta um vélmenni sem hljómaði eins
og eitthvað úr Stundinni okkar) var
ekki neitt neitt.
Siðasti keppandinn var svo Elvar
Finnur Grétarsson en hann kom fram
undir nafninu Skam og spilaði á tölvu
og hljómborð. Ólíkt sumum öðrum
tölvutónlistarmönnum, sem komið
hafa fram á Músiktilraunum, var
Skam ekki með neitt sprell, hann
treysti algjörlega á tónlistina. Tónlist
Skam er hart drum & bass. Lögin þrjú
voru ólík og öll nokkuð góð, sérstak-
lega fyrsta lagið sem var með nokkuð
flókinni uppbyggingu og svo það síð-
asta sem var einhvers konar keyrslu
drum & bass með öflugum bassagangi
sem minnti meira á rokktóniist en
drum & bass. HQjómurinn hjá Skam
var líka kraftmikill og flottur - nokk-
uð sem fáir af tölvurunum á Músíktil-
raunum hingað til hafa getað boðið
upp á.
Það kom svo í hlut hljómsveitarinn-
ar Vígspár að klára kvöldið. Þeir
gerðu bókstaflega allt vitlaust á með-
an atkvæðin voru talin. Niðurstaðan
var svo sú að áhorfendur kusu Halim,
en dómnefndin valdi að þessu sinni
tvo þátttakendur til þess að halda
áfram í úrslitin, Skam og Heróglym.
Þriðja tilraunakvöldið var svo í gær-
kvöld en um það verður fjallað í DV á
mánudaginn.
Trausti Júlíusson.
Heróglymur
Hafa nokkra sérstöðu tónlistarlega, spila rólegt og poppað rokk.
Hemúll
Náði upp flottri stemningu og notaði ýmis trikk.
15-70% afsláttur
af páskavörum
og öðrum vörum
fram að páskum.
tlboð
Ath., námskeið
eru hafin.
Nánari upplýsingar
í versluninni eða
í síma 552 1412.
V
umotfWpMK
---------JL-
Skólavörðustíg 12 • S. 552 1412
Sylvie Brunet, Hulda Björk Garðarsdóttir, Mario Malagnini, Christopher Robertson, Ingveldur Ýr Jónsdóttir.
Hljómsveitarstjóri: Rico Saccani. Kórstjóri: Garðar Cortes. Kór íslensku óperunnar.
Miðaverð 3.500 kr. - númeruð sæti.
©
Miðasala kl. 9-17 virka daga
Háskólabió v/Hagatorg
©
Simi 545 2500
www.sinfonia.is
0
SINFÓNÍAN