Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2001, Síða 72

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2001, Síða 72
im fvwr :C--* Flugslysaskýrsla: Óvönduð og ófullnægjandi - segir faðir fórnarlambs „Skýrslan er að mestu leyti eins og við bjuggumst viö, óvönduð og allsendis ófullnægjandi þar sem sumt er tíundað út í hörgul og öðru sleppt," sagði Friðrik Þór Guðmundsson um skýrslu Rannsóknar- nefndar flugslysa um flugslysið sem varð i Skerjafirði 7. ágúst síðastlið- inn en sonur Friðriks Þórs var með- ai fómarlamba þess. „Hvað brot- lendinguna varðar er ábyrgðinni að 90 prósent leyti komið yfir á flug- manninn á meðan hið rétta er að á heildarmyndinni eigi hann um það bil 10 prósent. Flugmálastjóm slepp- ur að mestu við ábyrgð en ef vel er rýnt í skýrslu Flugslysanefndar er augljóst að samgönguráðherra brást og æðstu yfirmenn Flugmálastjóm- ar sömuleiðis með slíkum hætti að varðar brottrekstri ef þeir þá segja ekki upp sjálfir." Friðrik Þór ætlar að grandskoða skýrslu rannsóknarnefndarinnar um helgina og birta í kjölfarið eigin niðurstöður um tildrög hins hörmu- lega flugslyss í Skerjafirði síðastlið- ið sumar. - sjá bls. 6 -EIR Friðrik Þór Guómundsson. Graf arvogskirkj a: Biðröð eftir jarðarförum Biðröð eftir jarðarfórum hefur myndast í Grafarvogskirkju vegna mikillar ásóknar í að fá að halda þar ýmsar kirkjulegar athafnir. Fyrir bragðið fá færri en vilja að fylgja sín- um nánustu síð- asta spölinn úr Grafarvogi. „Þetta er falleg og vinsæl kirkja og hér vilja margir komast að,“ sagði Grafarvogskirkja Sgra Vigfús Þór Nýtur nálægöar- Ámason, sóknar- innar viö prestur f Grafar- Gufuneskirkju- vogi, en vinsældir garöinn. kirkjunnar hafa komið mörgum skemmtilega á óvart í sókninni. Að sögn þeirra sem til þekkja má skýra ásókn í útfarir frá kirkjunni að hluta til með nálægðinni við kirkjugarðinn í Gufunesi. Ekki er kirkjan síður vinsæl til giftinga og skima þó ekki séu biðraðimar þar jafnlangar og þegar jarðarfarimar eru annars vegar. Grafarvogskirkja var vígð 18. júní síðastliðinn. -EIR VÆRI EKKI NÆR AÐ SETJA FLUGVÖLLINN í STOKK! LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 Drukknaði í skólasundi f FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá I síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. v 550 5555 DV-MYND HILMAR ÞÓR Hringekja í Bláfjöllum Skíöahringekja veröur formlega tekin í notkun í Bláfjöllum á morgun en hringekjan er ætluö börnum 2-7 ára sem ekki hafa stigiö á skíöi áöur. Margir þekkja slíkar hringekjur af skíöasvæðum erlendis og ætti þessi ekki aö veröa síður vinsæl í Bláfjöllum þar sem nú viörar vel til skíöaiðkana fyrir fólk á öllum aldri. Sjö ára stúlka drukknaði í skóla- sundi í sundlauginni í Grindavík sið- degis í gær. Slysið varð í frjálsum leik- tima að lokinni hefðbundinni sund- kennslu. Það voru skólasystkini stúlkunnar sem komu auga á hana þar sem hún lá hreyfmgarlaus á botni laugarinnar. Var strax gripið til lífgun- artilrauna sem ekki báru árangur. Er mikill harmur kveðinn að Grindvíking- um vegna þessa sorglega atburðar.-EIR Ók á snjóplóg Maður á áttræðisaidri ók bifreið sinni á mikilli ferð framan á snjóplóg rétt norðan við eyðibýlið Grafarholt neðst í Norðurárdal í gær. Bílstjórinn var kð koma á Peugeot-bifreið sinni að norðan þegar hann missti stjóm á henni með fyrrgreindum afleiðingum. Stjómandi snjóplógsins reyndi að af- stýra árekstri með því að aka út af veg- inum en tókst ekki. Mikil hálka var á veginum þar sem slysið varð og urðu tafir á umferð á meðan björgunarmenn unnu við að klippa fiak bifreiðarinnar til að ná bii- stjóranum úr því. Náðu bilalestir nið- ur undir Baulu og upp undir Bifröst á meðan á björgunaraðgerðum stóð. Bfl- stjórinn var mikið slasaður en með meðvitund og ekki talinn í lífshættu er síðast fréttist. -EIR Betri byggð bregst við eftir að færsla Hringbrautar var lögð fyrir Skipulagsstofnun: Vill veginn í stokk - þetta er allt spurning um peninga, segir borgarstjóri Skipulagsstofnun hefur fengið í hendur tillögu Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar að matsáæflun vegna mats á umhverfis- ________ áhrifum færslu Hringbrautar í Reykjavík. Nokk- uð skiptar skoðan- ir era um þessar framkvæmdir. Hafa samtökin Betri byggð m.a. bent á nauðsyn þess að leggja veg- inn á þessum kafla í stokk til að slíta ekki í sundur möguleika á teng- ingu miðbæjarsvæðis og byggðar í Vatnsmýri. Tillögumar gera ráð fyrir að ný fjög- urra til sex akreina braut verði lögð í Vatnsmýrinni sunnan Umferðarmið- stöðvar. Hún tengist núverandi Hring- braut að vestan á milli Norræna húss- ins og Tjamarinnar og að austan teng- Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. ist hún Miklubraut undir brú á Bú- staðavegi, við gatnamót Bústaðavegar, Hringbrautar, Snorrabrautar og Miklubrautar. í rökum forsvarsmanna Betri byggð- ar er vísað til þess að mikið, óvirkt svæði verði beggja vegna þessa nýja vegar sem ekki verði byggt á sökum hávaðamengunar. í heild fari nálægt 12 hekturum undir veginn og svæðið í kring. Með því að leggja veginn í stokk megi nýta þetta svæði undir byggð og hugsanlega byggja yfir stokkinn líka. Með því að hafa veginn á yfirborðinu sé sá möguleiki eyðflagður. Þama sé líka um fjárhagssjónarmið að ræða því verðmæti hvers hektara bygg- ingarlands á svæðinu geti numið um 400 milljónum króna. Þama sé því ver- ið að tala um að leggja land að verð- mæti 4-5 milljarðar króna undir veg. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri segir menn hafa rætt þessar hug- myndir en ekki hafa treyst sér tfl að mæla með því að leggja þennan vegar- kafla í stokk. Færsla Hringbrautar í umhverfismat Búist er viö aö framkvæmdir hefjist á þessu ári. „Það er einfaldlega vegna mikfls kostnaðar. Við erum áður aðeins búin að reyna það austar á Miklubrautinni þar sem ráðgert var að brautin færi f stokk á móts við Klambratún. Það hef- ur ekki enn hlotið náð fyrir augum þeirra sem eiga að borga. Auðvitað vildu menn sjá Miklubrautina í ein- hverju mæli fara neðanjarðar. Þetta er þó auðvitað allt spuming um pen- inga,“ segir borgarstjóri og reiknar með að framkvæmdir við brautina geti hafist að hluta á þessu ári. -HKr. Aukin eftirspurn eftir gjaldeyri: Seðlabankinn greip í taumana - seldi 18 milljónir dollara fyrir krónur „Við seldum átján milljónir doll- ara í gærmorgun til að styrkja krónuna," sagði Birgir ísleifur Gunnarsson seölabankastjóri í samtali viö DV. „Þetta eru um 1,6 milijarðar íslenskra króna." „Gjaldeyrismarkaður var búinn að vera mjög rólegur í margar vik- ur. Við sáum því frekar styrkingu á krónunni nú í vikunni. í gær- morgun kom síðan aukin eftir- spum eftir gjaldeyri og það heföi að okkar mati haft óæskileg áhrif á gengið ef það hefði allt náð í gegn. Við ákváöum því að koma inn og spoma gegn því.“ - Hafa menn einhverja skýr- ingu á þessari auknu eftir- spurn? „Nei, það höf- um við ekki. Við höfum ekki feng- ið neinar sér- stakar skýringar — Birgir Isleifur Gunnarsson seölabankastjóri. á þessu. Að okkar mati er heldur ekki að sjá nein teikn á lofti um stórar syeiflur fram undan,“ sagði Birgir Isleifur. Hann segir hins vegar að aðgerðir Seðlabankans í gær hafi virkað eins og tii var ætl- ast. Um breytingar á vöxtum eða lík- ur á vaxtalækkunum sagði Birgir ísleifur að þar væri ekkert í spil- unum af hálfu Seðlabankans. Síðdegis í gær fór gengið aftur að síga þrátt fyrir aögerðir Seðla- bankans. -HKr. tilboösverA kr. 2.750,- Merkilega heimilistækið< Nú er unnt aö merkja allt á heimilinu, kökubauka, Rafport spólur, skóla- dót, geisla- diska o.fl. Nýbýlavegi14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafþort_______

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.