Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2001, Blaðsíða 8
8 Útlönd LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2001 DV Abdurrahman Wahid Indónesíuforseti á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir, enda sótt aö honum úr öllum áttum. Indónesíuforseti biður um fyrir- gefningu þjóðar Abdurrahman Wahid, forseti Indónesíu, sem á yfir höföi sér ákæru vegna embættisglapa, bað indónesísku þjóðina fyrirgefningar i gær en sagði jafnframt að enginn leiðtogi gæti bjargað landinu úr þeim efnahagslegu ógöngum sem það hefði ratað i. Forsetinn hvatti þjóðina í sjón- varpsávarpi til að halda ró sinni og bað um að hann yrði ekki dæmdur, enda hefði hann tekið i arf ógrynni vandamála. Líklegt þykir að þing Indónesiu ávíti forsetann í næstu viku fyrir þátt hans í tveimur íjármála- hneykslismálum. Rauðsokkurnar gegn kvennasýn Hópur gamalla rauðsokka í Dan- mörku hefur blásið til atlögu gegn kvennasýn ákveðinna hópa danskra nýbúa sem þeim finnst vera eins og tíðkaðist á miðöldum. Hópurinn kallar sig No-kay (and- stætt Okay) og hann byrjaði eigin- lega sem svokallaður fréttahópur á Netinu. Fyrsta opinbera samkoma hóps- ins verður á morgun þar sem rauð- sokkurnar ætla að efna til mót- mælaaðgerða í Óðinsvéum. „Við höfum barist fyrir jafnrétti í landinu og þess vegna viljum við ekki vera undirlagðar niðurlægj- andi sýn á konur sem margir nýbú- ar virðast vera talsmenn fyrir,“ seg- ir hin 56 ára Áse Clausen Bjerg, talsmaður No-kay hópsins við dönsku fréttastofuna Ritzau. Ernst Welteke Þýski seðlabankastjórinn, sem situr í æðstu stjórn Evrópska seðlabank- ans, segir að bankans sé að við- halda stööugu verðlagi í Evrópu. Hann beri ekki ábyrgð á vexti og við- gangi efnahagslífsins. Breska tímaritið Economist harðort í garð Silvios Berlusconis: Ekki hæfur til að leiða stjórn Ítalíu Breska fréttatímaritið Economist ræðst harkalega að Silvio Berlusconi, forsætisráðherraefni mið- og hægriflokkanna á Ítalíu, í leiðara og úttekt í nýjasta tölublaði sínu og segir hann algjörlega van- hæfan til að gegna embætti forsæt- isráðherra í neinu landi, hvað þá í einhverju auðugasta lýðræðisríki heimsins. Italir ganga að kjörborðinu þann 13. maí næstkomandi og bendir allt til að kosningabandalag fjölmiðla- kóngsins Berlusconis muni fara með sigur af hólmi. Núverandi stjórnarflokkar sem eru vinstra megin við miðju hafa þó aðeins sótt í sig veðriö, að því er fram kemur í nýjustu skoðanakönnunum. í stöðugri rannsókn Þegar Berlusconi stofnaði stjóm- málaflokk sinn, Forza Italia, árið 1993 var fátt vitað um starfsaðferðir hans í viðskiptum. Hann lýsti hins vegar sjálfum sér sem manni sem hefði brotist áfram af eigin ramm- leik og tekist að brjóta á bak aftur einokun ítalska rikissjónvarpsins. Frá árinu 1994 hafa dómarar aft- ur á móti rannsakað ýmsar staðhæf- ingar um ólöglegt athæfi Berluscon- is, svo sem meint peningaþvætti, tengsl við mafiuna, skattsvik, aðild að morði og bera fé á dómara, stjómmálamenn og starfsmenn lög- reglu Qármálaráðuneytisins. Berlusconi ber af sér allar sakir Silvio Berlusconi Forsætisráðherraefni hægri flokk- anna á Ítalíu hefur verið sakaður um margt misjafnt og breska tímaritið Economist telur hann alls óhæfan til að leiða stjórn Ítalíu eftir kosningar. og heldur því fram að dómarar séu upp til hópa vinstrisinnar og láti stjórnmálaskoðanir sínar ráða ferð- inni í rannsókn sinni. „Berlusconi hefur verið ofsóttur frá 1993. Það er eitthvað rotið i dómskerfinu," segir Fedele Con- falonieri, gamall vinur og stjómar- formaður Mediaset, sjónvarpsdeild- ar Fininvest, fyrirtækjasamsteypu Berlusconis. Þótt Berlusconi sé þekktastur fyr- ir sjónvarpsstöðvar sinar, á hann fjölda annarra fyrirtækja, svo sem stórt bókaforlag og knattspyrnufé- lagið AC Milan. Um þessar mundir er verið að rétta yfir Berlusconi vegna ákæru um að hafa mútað dómurum. Hann hefur krafist þess að skipt verði um dómara vegna meintrar hlutdrægni. Sökin fyrnd Ekki er útséð um hvemig þetta mál fer og svo kynni að fara að Berlusconi yrði á sama tíma forsæt- isráðherra Ítalíu og sakborningur í sakamáli fyrir rétti. Slíkt hefur aldrei áður gerst á Ítalíu. Fyrir fimm árum komu fram ásakanir um að Berlusconi hefði verið í sambandi við mafiuforingj- ann sem fyrirskipaði morðið á rannsóknardómaranum Paolo Borsellini árið 1992. Rannsókn stóð yfir í tvö ár en leiddi ekki til ákæru. Berlusconi hefur ekki hlotið end- anlegan dóm en aðeins þrjú mál af níu gegn honum hafa til þessa kom- ist á lokaþrep ítalsks réttarkerfis. í eina málinu þar sem niðurstaðan er kunn úrskurðaði rétturinn ekki að hann væri saklaus af ólöglegum peningjagjöfum til stjómmála- manna. Málinu var vísað frá vegna þess að það sökin væri fyrnd, eins og lægri dómstóll hafði einnig gert. Fininvest greindi frá því í gær að það ætlaði að lögsækja Economist fyrir greinina sem fyrirtækið sagði vera móðgandi. W • / , i; ■IlL m | cJW' fj v/ j ' j v ' íj. > Hkh % Hamasliðar hrópa vígorð Félagar í hernaöararmi palestínsku skæruliðasamtakanna Hamas gengu um Jabalaya flóttamannabúðirnar á Gaza- ströndinni í gær og hrópuðu vígorð gegn ísraelum og viðræðum við þá um öryggismál. Átök á Vesturbakkanum og Gaza í gær: ísraelar undirbúa svar við frið- artillögum Egypta og Jórdana Óviðeigandi að krefjast lægri vaxta hjá ECB Evrópski seðlabankinn (ECB) svaraði í gær gagnrýni sem beint hefur verið að honum fyrir að lækka ekki vexti til að renna styrkari stoð- um undir evrópskt efnahagslif. Ernst Welteke, forseti þýska Bundesbankans, sagði í viðtali við franska blaðið Le Monde að það væri ekki við hæfi að hvetja ECB til að lækka vexti, þar sem bankinn bæri ekki ábyrgð á vexti og viðgangi efna- hagslífsins, öfugt við bandaríska seðlabankann. Hörð átök brutust út milli ísra- elskra hermanna og Palestínu- manna á Vesturbakkanum og Gaza- ströndinni í gær. Sjö palestínskir mótmælendur særðust í skothríðinni nærri borg- inni Ramallah, þar af einn alvar- lega. Fiórir til viðbótar særðust skammt frá Qalqilya. Á Gazaströndinn sprengdu Palestínumenn sprengju nærri byggð gyðinga og særðu einn ísra- elskan hermann og landnema. Átökin brutust út þrátt fyrir enn einn fund embættismanna Israela og Palestínumanna um öryggismál. ísraelska landvarnaráðuneytið til- kynnti að slaka ætti á ferðabanninu sem hefur verið í gildi á heima- stjómarsvæðunum og heimila ellefu þúsund Palestínumönnum að snúa aftur til vinnu sinnar í ísrael. Ariel Sharon forsætisráðherra og Shimon Peres utanríkisráðherra ræddu í gær svar ísraelskra stjóm- valda við friðartillögum sem Egyptar og Jórdanar hafa lagt fram. Fyrirhug- að er að Peres fari til Kairó og Amm- an á morgun þar sem hann mun greina frá athugasemdum ísraela. Háttsettur embættismaður í Amman í Jórdaníu sagði að svar ísraela yrði prófsteinn á hve þeim væri mikil alvara í að reyna að binda enda á átökin sem hafa staðið í sjö mánuði og kostað tæplega fimm hundruð manns lífið. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem hittir Peres í Washington í næstu viku sagði að tillögumar gætu leitt til árangurs. Pútín Rússlandsforseti bar hins vegar mikið lof á tillögurnar og sagði þær skref í rétta átt. Ekki borgað fyrir náðun Denise Rich, sem hefur stutt demó- krataflokkinn í Bandarikjunum með fégjöfum, segir í sjónvarpsviðtali að ekki hafi verið greitt fyrir náðun fyrrum eiginmanns hennar sem er á flótta undan banda- rískri réttvísi. Bill Clinton náðaði manninn á siðasta degi sinum í for- setaembætti i janúar. Kjarnorka nauðsynleg Evrópusambandinu er nauðsyn- legt að nýta kjamorku ef aðildar- löndin eiga að geta staðið við alþjóð- lega loftslagssamninga sem þau hafa gert. Þetta segir orkumálastjóri Evrópusambandsins í danska blað- inu Jyllands-Posten. Stjórinn segir hættulegt að loka kjarnorkuverun- um einmitt nú. Sojus fer á loft Rússar hafa ákveðið að halda þvi til streitu að skjóta Sojus-geimfari á loft í dag og tengja það alþjóðlegu geimstöðinni, sem glímir við alvar- legan tölvuvanda. Um borð verður fyrsti geimferðalangurinn, Banda- ríkjamaðurinn Dennis Tito. HlV-smitberi í steininn Fimmtíu og átta ára gamall Dani var dæmdur í sjö ára fangelsi í Gautaborg í gær fyrir að hafa smit- að tvær konur af HlV-veirunni sem veldur alnæmi. Auken ræðir Barsebáck Langþráður fund- ur Svends Aukens, umhverfis- og orku- ráðherra Danmerk- ur, með Birni Ros- engren, atvinnu- málaráðherra Sví- þjóðar, um Barse- báck kjarnorkuver- ið í Svíþjóð hefur verið ákveðinn 1. júní í Kaupmannahöfn. Rætt verður hvernig Danir geti aðstoðað Svía við orkuöflun svo loka megi síðasta ofni orkuversins 2003, eins og áformað er. Fyrrum gísl svipti sig lífi Franski fréttaljósmyndarinn Brice Fleutiaux, sem var látinn laus í júní í fyrra eftir átta mánaða fangavist hjá uppreisnarmönnum í Tsjetsjeníu, svipti sig lífi á þriðju- dag. Bók hans um reynsluna í Tsjetsjeníu kom út skömmu áður. Lipponen stóðst prófið Paavo Lipponen, forsætisráðherra Finnlands, og fimm flokka samsteypu- stjórn hans stóðust léttilega vantrausts- tillögu sem kom til atkvæða á finnska þinginu í gær. Það var Miðflokkurinn sem lagði van- traustið fram. Stjórnin hlaut stuðn- ing 109 þingmanna, 47 greiddu at- kvæði gegn henni og 43 þingmenn voru fjarverandi. Vill endurvekja traust Junichiro Koizumi, umbótasinn- aður nýr forsætisráðherra Japans, lofaði því í gær að endurvekja traust almennings á stjórnmála- mönnum og endurreisa efnahagslíf landsins sem hefur verið á fallanda fæti undanfarin misseri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.