Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2001, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2001, Blaðsíða 16
16 Helgarblað LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2001 I>V Harrison Ford: Er á götunni - skilur eftir 18 ára hjónaband Harrison er nokkuð við aldur og á meiri peninga en hann kemst með góðu móti yfir að telja en margt gengur honum þó i mót á efri árum. Helsta mótlætið hlýtur að teljast skilnaður hans við Melissu Mathieson handritahöf- und en þau hafa verið gift í 18 ár. Hjónin kynntust í kvikmyndaiðn- aðinum en Mathieson er frægust fyrir að hafa skrifað handritið að ET sem er meðal vinsælustu kvik- mynda allra tíma. Óhjákvæmilegur fylgifiskur skiln- aða eru skuldaskil og fjárhagslegt uppgjör. Harrison mun hafa verið mjög örlátur við Melissu og látið henni eftir nær allt húsnæði í eigu_ þeirra hjóna og er því á götunni í hefðbundnum skilningi þess orðs. Húsnæðið sem Melissa fékk í sinn hlut var bæði risavaxinn búgarður í Wyoming sem mun hafa verið helsti dvalarstaður hjónanna og glæsiíbúð á besta stað á Manhattan. Harrison er um þessar mundir að byggja sér dvalarstað í ellinni og fann ágætan blett á eynni Tobago í Karíbahafinu en eyjan er vinsæll leikvöllur milljónamær- inga og þar á meðal er frægur golf- völlur. Harrison eignaðist lóð með út- sýni yfir téðan golfvöll og standa þar yfir byggingaframkvæmdir af miklum móð. íbúar í nágrenninu eru hins vegar ævareiðir og reyna hvað þeir geta til þess að stöðva framkvæmdirnar sem þeir segja að skyggi á allt útsýni, bæði yfir. Harrison Ford var einu sinni trésmiður en varð svo frægur leik- ari fyrir röð tilviljana. Hann hóf feril sinn í kvikmyndum árið 1966 en varð reglulega frægur í Americ- an Graffiti árið 1973 og síðan hefur hann leikið í nokkrum vinsælustu kvikmyndum hins vestræna heims og nægir að nefna Star Wars og Indiana Jones til þess að lesendur muni hvem átt er við. Samtals hefur Harrison leikið í 58 kvikmyndum í fullri lengd. Ingvar Sigurðsson. Ingvar stefnur á barmi heimsfrægöar en hann er aö leika í kvikmynd meö Harrison Ford Johnny Depp berst gegn fíkniefnum Leikarinn Johnny Depp var á sín- um yngri árum þekktur fyrir sukk- samt líferni og talið nær ömggt að hann hafi á stundum neytt örvandi efna í bága við gildandi lög. Depp er einn eigenda veitingastaðarins Viper Room í Los Angeles sem komst í fréttir fyrir nokkrum áram þegar leikarinn River Phoenix hné örendur niður á gangstéttinni fyrir utan. Hann hafði verið inni á veitinga- staðnum við ákafa neyslu eiturlyfja. Depp hefur gerst ákafur talsmaður gegn eiturlyfjaneyslu svipað og Bubbi Morthens hér heima á klakan- um og lætur ekkert tækifæri ónotað til að halda fælandi ræðm um skað- semi eiturlyfja. Á umræddum veit- ingastað er nú lagt blátt bann við allri neyslu og Depp segist sjálfur persónulega varpa fólki á dyr verði hann þess áskynja að það neyti ólög- legra vímugjafa í návist hans. Depp er samt ekki frábitinn því að leika eiturlyfjafikla í kvikmyndum og getur það eflaust verið leikurum tæki í baráttunni gegn dópi að sýna fíkla í óhagstæðu ljósi. Depp leikur um þessar mundir í kvikmynd sem skal heita Blow og bregður sér þar í hlutverk djúpt sokkins kókaínfikils en Blow er einmitt slanguryrði á ensku yfir kókaín. golfvöllinn og hafið. Rétt er að minna á að í slúður- pressunni er sagt að við þetta bæt- ist að nýjasta verkefni Harrisons sé í hálfgerðum vandræðum. Það er einmitt kvikmyndin K-19, The Widowmaker, sem Ingvar E. Sig- urðsson leikur næststærsta hlut- verkið í. Hvaða vandræði það eru sem vísað er til er ekki útskýrt en trúlega er átt við mótmæli sem sovéskir sjómenn hafa haft uppi vegna sögulegrar nákvæmni í myndinni sem fjallar um sovéska kafbátsáhöfn. Harrison Ford Ford er meöal efnuöustu leikara en hann er samt á götunni um þessar mundir. Alvöru-útsala Alvoru-kjor *l/i& ýíqtjum og erum því að hreinsa til. Fullur salur af ótrúlegum tilboðum! Ford Econoline, árg. 1995, ekinn. 151 þús., sérinnréttaður bus.Verð 1.690. TILBOÐ NÚ kr. 890. AUDI TT, árg. 1999, 220 hö„ leðurinnrétting, 17” álf., CD o.m.fl. Verð 3.300. TILBOÐ NÚ kr. 2.990. BMW 730 iA, árg. 1996, ekinn 111 þús. km, m. öliu. Verð 2.590. TILBOÐ NÚ kr. 1.890. AUDI A8 Quattro, árg. 1995, ekinn. 288 þús., rafdr. rúður o.m.fl. Verð 2.490. TILBOÐ NÚ kr. 1.790. BMW 525 iX station, árg. 1996, ekinn 134 þús., rafdr. rúður, samlæsingar, aðgerðarstýri o.m.fl. Verð kr. 2.070. TILBOÐ NÚ kr. 1.490. Jeep Grand Cherokee Laredo, árg. 1994, ekinn 189 þús., rafdr. rúður o.m.fl. Verð kr. 1.390. TILBOÐ NÚ kr. 990. BMW 740 iAL, árg. 1995, ekinn 176 þús., álfelgur o.m.fl. Verð kr. 1.450. TILBOÐ NÚ kr. 1.690. Nissan 300 ZX, árg. 1990, ekinn 250 þús., T-toppur, rafdr. rúður o.m.fl. Verð 990. TILBOÐ NÚ kr. 690. Nissan Sunny station 4x4, árg. 1994, ekinn 89 þús. Verð kr. 530. TILBOÐ NÚ kr. 390. Nissan double cab, árg. 1999, ekinn 28 þús., rafdr. rúður, 31” álfelgur, króm-pakki, kastara- bogi, CD, topplúga o.m.fl. " ' 2.250. Range Rover Vogue, árg. 1990, ekinn 138 þús. Verð 850. TILBOÐ NÚ kr. 450. “SíícKírZÍFtFt *i¥ö$lc Löggilt bílasala. Bíldshöfða 12 • Sími 567 3131 óftceL otta 6elyi*ui ýió, 61. Í2~t7 *l/enocL vel£dMi*t — 6a^i <£ 6ö*t*tu*uti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.