Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2001, Blaðsíða 22
22
Helgarblað
LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2001
3
Örlagaríkar ásakanir í litlum bæ í Pýskalandi:
Ungur faöir
hrakinn
í dauðann
„Ég óska þess að bömin mín
muni einhvem tíma lesa þessar
síður. Ég vona að þau skilji þá...“
Þetta var síðasta ósk ungs föð-
ur. Þegar André Schaller hafði
skrifað hana á heimasíðuna sína á
Netinu tók hann of stóran skammt
af svefntöflum og dró plastpoka yf-
ir höfuðið. Miskunnarlaust kerfí,
tillitslaus eiginkona og slúður í
heimabænum í Þýskalandi höfðu
hrakið hann í dauðann.
Á heimasíðunni gátu foreldrar
Andrés SchaUer lesið kveðjubréf
sonarins. Þar greinir André , sem
var 27 ára, opinskátt frá ástæðu
þess að hann ákvað að taka þetta
hörmuleg skref. Hann greinir
meðal annars frá misheppnuðu
hjónabandi sínu.
Um jólin 1996 yfirgaf kona
André, Yvonne, eiginmann sinn
og böm vegna þess að hún hafði
kynnst öðrum manni. Yvonne,
sem var 25 ára, var nýbúin að
fæða annað barn þeirra hjóna,
soninn Daniel. En móðirin yfirgaf
íjölskylduna þrátt fyrir að dreng-
urinn væri bara fjögurra vikna.
André var því einn með ungbam-
ið og tveggja ára dóttur þeirra,
Önju.
Tók föðurhlutverkið alvar-
lega
André og Yvonne gengu fljót-
lega frá skilnaði. Ámeðan skUn-
aðurinn var i gangi voru bömin
hjá André og hann fékk forræði
yfir þeim við skUnaðinn. Hann
tók föðurhlutverkið alvarlega og
sagði upp starfi sínu sem hús-
gagnasmiður. Það var mikUvæg-
ara fyrir hann að vera aUan dag-
inn með bömunum en að þéna
André Schaller
Eiginkonan dró ásakanir sínar til
baka en þá var þaö of seint.
mikla peninga. Börnin voru nefni-
lega móðurlaus.
„Við vorum litil og fábrotin fjöl-
skylda sem lifði kyrrlátu og ham-
ingjusömu lífi,“ skrifar André á
heimasíðu sinni.
Lífið var kyrrlátt og hamingju-
ríkt þar tU lögreglan barði að dyr-
um einn daginn.
Kæröur fyrir kynferðislega
misnotkun
Móðir bamanna, sem í miUitíð-
inni hafði gifst nýja manninum í
lifi sínu, hafði kært André til lög-
reglunnar fyrir kynferðislega mis-
notkun á Önju litlu. Það var aUt í
einu orðið mikUvægt fyrir móður-
ina að fá forræðið yfir börnunum.
FuUyrt var aö hún hefði viljað fá
forræðið tU þess að fá greitt með-
lag með börnunum.
Fullyrðingin um kynferðislega
misnotkun var gripin úr lausu
lofti. Það var aldrei sannað að
André hefði misnotað dóttur sína
og móðirin dró einnig til baka
ásakanir sinar. En þá var rétt-
armaskínan farin í gang og hana
var ekki hægt að stöðva.
í greinargerð sinni á Netinu
skrifar André: I nóvember (1999)
sóttu þeir bæði börnin mín. Þeir
gerðu það með valdi. Þeir rifu
Daniel beinlínis úr fanginu á mér
því að hann vUdi ekki fara frá
pabba sínum.“
Eftir þetta var atburðarásin
hröð. André missti forræðið yiir
bæði Önju og Daniel. Honum var
„Á heimasíðunni gátu
foreldrar Andrés
Schaller lesið kveðju-
bréf sonarins. Þar
greinir André, sem
var 27 ára, opinskátt
frá ástæðu þess að
hann ákvað að taka
þetta hörmulega
skref. Hann greinir
meðal annars frá mis-
heppnuðu hjónabandi
sínu.“
auk þess bannað að hitta bömin.
Samtímis var hann dæmdur tU að
greiða meðlag með börnunum.
Ákæran vegna kynferðislegrar
misnotkunar á dótturinni var
jafnframt undirbúin.
íýsl 5ýn fard Eftirlapti Vcrifd'ii GIiiqo* Ilrlp ii5o :c *
Ö Anja Dðnicl . BB
i 0 ffl
C**»r*y> f/Hi-Z. i'ri-Aí f'cttar
í . m* MW p-—
Heimasíöan
Á þessari heimasíöu á Netinu má lesa hinstu kveöju Andrés Schallers, unga fööurins sem missti börnin sín.
Eiginkonan fyrrverandi
Yvonne meö syni sínum, Maurice, sem hún eignaöist meö seinni eiginmanni
sínum.
Christa og Willi Schaller
Móöir Andrés, Christa, fann son sinn látinn. Hinstu kveöju hans og erfðaskrá
gátu þau lesiö á Netinu.
Þrátt fyrir að aUir í litla bænum
Vöhl í Hessen í Þýskalandi, þar
sem André bjó, væru sannfærðir
um sakleysi hans leið honum illa
þegar hann gekk um bæinn þar
sem það var auðvitað ekki hægt
að komast hjá því að eitthvað
væri slúðrað.
„AUir sem þekkja mig vita að ég
er ekki sekur. En eins og málin
horfa við nú verður mér líklega
stungið inn í fangelsi. Ég veit ekki
hvort ég get lifað það af,“ skrifar
André.
Hann gat ekki lifað við tilhugs-
unina. Þess vegna valdi hann
dauðann.
Það var móðir hans, Christa
Schaller, sem fann hann. Henni
var tjáð að hann hefði ekki komið
til dómsuppkvaðningarinnar og
þess vegna fór hún heim til hans.
Þegar hann opnaði ekki þegar hún
barði að dyrum braut hún rúðu
til að komast inn í íbúðina. André
lá klæddur á rúminu sínu með
plastpoka um höfuðið.
Hinsta kveöjan
Á Netinu gat móðirin lesið
hinstu kveðju sonar síns:
„Ég gat ekki lengur lifað undir
þessu álagi. Allir dómarar og lög-
menn heimsins geta fuUyrt að ég
sé sekur. En ég vil að ættingjar
mínir fái að vita að ég misnotaði
ekki börnin mín. Mér er hins veg-
ar ekki trúað. Ég get valið á mUli
þess að játa eitthvað sem ég hef
ekki gert og þess að fara í fangelsi.
Ég get ekki lifað við þá tilhugsun
að vera sakaður um eitthvað sem
ég hef ekki gert. Hvers konar líf
yrði það?
Móðir bamanna getur í róleg-
heitunum haldið áfram afbrigði-
legum leik sínum með börnunum
en ég verð dæmdur þrátt fyrir að
ég hafi aldrei hegðað mér svoleið-
is gagnvart börnunum.
Ég er búinn að missa trúna á
réttlætið. Ég hef komist að því
hversu auðvelt það er að eyði-
leggja líf mitt. Ég óska þess að for-
eldrar mínir, WiUi og Christa,
verði einkaerfingjar mínir. Það er
siðasta ósk mín. Og ég bið þess
einnig aö kötturinn minn verði
ekki látinn á dýraheimili. Gefið
köttinn einhverjum sem mun
sinna honum vel. Þann 9.9.00,
André Schaller. Ég vil heldur
deyja saklaus en vera dæmdur!!!“
Oll tilboð koma til greina
Josephine Backshall notaði orðalag sem var
misskilið.